Fréttablaðið - 17.05.2016, Page 4

Fréttablaðið - 17.05.2016, Page 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Framúrskarandi hráefni - topp þjónusta - sanngjarnt verð ✿ Fleiri fá aukin ökuréttindi 600 500 400 300 200 100 0 2010 2015 250 565 287 516 n Hópbíll n Leigubíll AtvinnA Tvöfalt fleiri fengu rétt- indi til að keyra rútu árið 2015 en fimm árum áður og rétt tæplega tvöfalt fleiri fengu réttindi til að keyra leigubíl. Einnig eru æ fleiri sem fá leyfi til að keyra lítinn hóp- bíl. Aukning hefur verið í öllum flokkum meiraprófs fyrir utan eftir- vagnapróf. Guðbrandur Bogason, ökukenn- ari í Ökuskólanum Mjódd, segir að algjör sprenging hafi orðið á fjölda nemenda sem taka rútupróf síðustu fimm ár. Þessi mikla aukning tengist fleiri ferðamönnum á landinu. Mik- ill skortur á bílstjórum með meira- próf í kjölfar fleiri ferðamanna og rútuferða hafi orðið til þess að fólk ákveði að bæta við sig réttindum eða jafnvel breyta alveg um starfs- vettvang. „Fólk sér tækifæri og ákveður að grípa gæsina. Fólk er á mjög mismunandi aldri en margir eru í kringum fimmtugt að bæta við sig þessum réttindum,“ segir Guð- brandur. „Það er líka veruleg fjölgun á leigubílstjórum. Þá eru menn að nota helgarnar til að keyra bílana í aukavinnu og kroppa túristana.“ Fréttir voru sagðar af því í síðasta mánuði að Strætó þyrfti að flytja inn vinnuafl í sumarafleysingar. Gert var ráð fyrir að minnsta kosti 25 manna hópi til landsins til að keyra vagnana. Guðbrandur segist vita til þess að mörg ferðaþjónustu- fyrirtæki eigi erfitt með að manna rúturnar á sumrin. Margir bregði á það ráð að fá hingað erlent vinnuafl og Íslendingar með meirapróf séu eftirsóttir. Af skrifstofunni upp í jeppa „Svona kemst ég í tengingu við nátt- úruna og umhverfið okkar. Það er spennandi að vera þátttakandi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar,“ segir Arnar Már Ottósson, sem er að taka meirapróf hjá ökuskólanum. Hann vinnur á daginn í tæknigeir- anum við skrifborðið en ætlar sér að taka að sér jeppaferðir um helgar í sumar. „Það er verið að tala um að allir séu að græða á þessum bransa. Ég er ekki að fara í þetta til að græða. Ég er í raun að ná mér í nýja lífsreynslu.“ Arnar segir að það komi honum mest á óvart hve fjölbreyttur hópur sé í ökuréttindanámi og hversu ítarlegt námið sé. „Þetta snýst ekki bara um ökutækið. Þetta snýst um að vera góður atvinnubílstjóri, taka ábyrgð, kunna skyndihjálp og að bregðast við atvikum í umferðinni og svo er mikilvægt að hugsa vel um ökutækið, þrífa það og bjóða upp á góða þjónustu.“ erlabjorg@frettabladid.is Mikil atvinnutækifæri sögð fólgin í meiraprófsréttindum Um helmingi fleiri fengu aukin ökuréttindi árið 2015 en árið 2010. Mesta aukningin er í hópbílum og leigu- bílum. Skortur er á bílstjórum í ferðaþjónustu. Fjölbreyttur hópur fólks er sagður sækja sér meirapróf. KjArAmál Slitnað hefur upp úr við- ræðum Félags flugumsjónarmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Karl Friðriksson, formaður félags- ins, segir síðasta fund hafa verið á mánudaginn var, en gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar fyrir 23. maí næstkomandi, líkt og lög geri ráð fyrir. Funda verður minnst hálfsmánaðarlega í vinnudeil- um sem er á borði ríkissáttasemjara. Karl segir að næstu skref séu til umræðu innan félagins, en ekkert hafi verið ákveðið um aðgerðir til þess að þrýsta á um gerð kjarasamnings. Dragist deilan á langinn sé þó viðbúið að einhver skref verði stigin í þá átt. Í Félagi flugumsjónarmanna eru um 50 manns, en deilan nær bara til starfsmanna Icelandair, tólf tals- ins. Samningar flugumsjónarmanna hafa verið lausir frá því í janúar. Komi til aðgerða ná þær til milli- landaflugs og mögulega innanlands- flugs hjá Flugfélagi Íslands. – óká Kjaradeila flugumsjónarmanna nær bara til Icelandair og dótturfélaga. FréttAblAðIð/Pjetur Bíða þess að fá boðun á nýjan fund BAndAríKin Írska söngkonan Sinead O’Connor kom í leitirnar síðdegis í gær, eftir að lögregla í Chic ago hafði leitað hennar. Ekkert hafði spurst til hennar í rúman sólarhring. Hún fór í hjólreiðartúr á sunnu- dagsmorgun en hafði ekki skilað sér til baka. O'Connor hefur glímt við þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingar. Árið 2012 hætti hún við tónleika- ferðalag um heiminn eftir að hafa upplifað taugaáfall að eigin sögn. Söngkonan hefur barist fyrir vit- undarvakningu um þunglyndi og talað opinskátt um eigin glímu. Þá hefur hún gagnrýnt fjölmiðla fyrir það hvernig fjallað er um konur sem glíma við andleg veikindi. – srs Týndist í rúman sólarhring Ég er ekki að fara í þetta til að græða. Ég er í raun að ná mér í nýja lífsreynslu. Arnar Már Ottósson, nemi í ökuskóla Það er líka veruleg fjölgun á leigubíl- stjórum. Þá eru menn að nota helgarnar til að keyra bílana í aukavinnu og kroppa túristana. Guðbrandur Bogason, ökukennari Kjaradeila Félags flugum- sjónarmanna við Icelandair nær til tólf starfsmanna. Í félaginu eru 50 manns. BAnglAdess Mikil óveðurstíð er í Bangladess um þessar mundir en sextíu og fimm manns hafa orðið fyrir eldingu og látist á undan- förnum fjórum dögum. Þrumu- veður gengur nú yfir landið en slíkt er algengt í aðdraganda regntíma- bilsins. Flestir þeirra látnu urðu fyrir eld- ingum í strjálbýlum hluta landsins í norðri. Flestir voru bændur eða byggingarverkamenn. Þrjátíu og fjórir létust á fimmtu- daginn og tuttugu og einn á föstu- dag en færri á laugardag og sunnu- dag. Er þetta óvenju mikill fjöldi á skömmum tíma en í fyrra urðu 274 manns eldingum að bráð í Bangla- dess. Sérfræðingar telja að rýrnun skóga sökum skógarhöggs sé meg- inástæðan fyrir auknum fjölda dauðsfalla af völdum eldinga. Minna sé um hávaxin tré sem leiði eldingarnar í jörð. Yfirvöld í Bangladess eru byrjuð að greiða fjölskyldum þeirra sem látast af völdum eldinga sérstakar skaðabætur. Upphæð bótanna nemur um þrjátíu og eitt þúsund íslenskum krónum. Líkurnar á því að verða fyrir eld- ingu á lífsleiðinni eru sagðar vera einn á móti tólf þúsund og níutíu prósent þeirra sem verða fyrir eldingum lifa af, en margir bíða þó varanlega skaða af. – srs Sextíu og fimm látnir vegna eldinga á fjórum dögum regntímabilið er að ganga í garð í bangladess. NordIcPhotos/AFP 1 7 . m A í 2 0 1 6 Þ r i Ð j U d A g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A Ð i Ð 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -0 6 0 4 1 9 7 2 -0 4 C 8 1 9 7 2 -0 3 8 C 1 9 7 2 -0 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.