Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Page 5

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Page 5
3 Gunnhildur Gísladóttir • Kristjana Fenger • Margrét Sigurðardóttir iðjuþjálfar Iðjuþjálfun hugmyndafræði, heilsa og lífsstíll Síðastliðið sumar dvöldu meistara- námsnemar í iðjuþjálfun í Miami um tveggja mánaða skeið og stund- uðu nám við Florida International University. Sex þeirra tóku þátt í námskeiði sem bar yfirskriftina „Disease Prevention and Wellness in OT". Þetta námskeið fjallaði um þætti sem eru ofarlega á baugi í iðjuþjálfun í dag og má ef til vill segja að kenningar iðjuþjálfunar séu nú komnar í hring, því að frumkvöðlar fagsins lögðu einmitt áherslu á þessa þætti. í þessari grein fá lesendur innsýn í hluta þess sem námskeiðið fjallaði um. Fyrst verð- ur gerð stutt grein fyrir kenningum nokk- urra brautryðjenda í iðjuþjálfun í Bandaríkj- unum. Því næst er sögulegt yfirlit um við- horf til heilsu og sjúkdóma. Að lokum eru hugleiðingar um hvernig iðjuþjálfar geta haft áhrif á lífsstíl skjólstæðinga sinna og stuðlað að jafnvægi í daglegri iðju. Hugmyndafræði iðjuþjálfunar og heiisuefling Kenningar og vísittdi í iðjuþjálfun. Gail Fidler (f. 1916) hefur alla tíð verið talsmaður þess að athafnir sem fela í sér tilgang væru kjami iðjuþjálfunar eða „Doing and becom- ing". Fólk öðlast færni með því að fram- kvæma. í iðjuþjálfun er þetta notað mark- visst, þar sem framkvæmd færir mönnum dýrmæta reynslu, eykur færni, mætir per- sónulegri þörf fyrir innri viðurkenningu og stuðlar jafnframt að velferð annarra s.s. fjöl- skyldu og vina. Fidler telur jafnvægi í lífi og starfi undirstöðu þess að halda heilsu. Heil- brigður einstaklingur hefur hæfileika og getu til að gegna mismunandi hlutverkum og annast síbreytileg viðfangsefni á lífsferli sínum. Fidler hvatti iðjuþjálfa til að láta að sér kveða í því umhverfi sem skjólstæðingar þeirra lifa og hrærast í og skapa þar aðstæð-

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.