Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Viðhorf iðjuþjálfa á íslandi til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra • Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá innsýn í hvort iðjuþjálfar á íslandi sýndu stuðning við sjálfræði eða væru hlynntir forræðishyggju í tengslum við um- önnun aldraðra. lðjuþjálfar styðja skjólstæð- inga sína til sjálfsbjargar og sjálfræðis í dag- legu lífi. Upplýsingar um viðhorf þeirra til þessara atriða geta gefið vísbendingar um hvernig sambandi iðjuþjálfa og skjólstæð- inga þeirra er háttað og jafnframt er hægt að nýta þessar upplýsingar við uppbyggingu náms í iðjuþjálfun á Islandi. Rannsóknin var gerð undir handleiðslu Gail Ann Hills, prófessors í iðjuþjálfun við Florida Internat- ional University. Hún hefur undanfarin ár staðið fyrir svipuðum rannsóknum bæði í Bandaríkjunum og Astralíu. • Efniviðtir: Rannsóknin náði til 74 iðju- þjálfa eða 85% þeirra iðjuþjálfa sem voru á íslandi í janúar 1998. Meðalaldur þeirra var var 37,7 ár og starfsreynsla að meðaltali 10,4 ár. Ríflega helmingur (56,8%) hafði hlotið menntun sína í Danmörku. Meirihluti þátt- takenda eða 68,5% átti aldrað foreldri á lífi (65 ára eða eldra). Helmingur iðjuþjálfanna sem átti foreldri á þessum aldri, taldi sig vera í umsjárhlutverki gagnvart því. • Aðferðir: Tveir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar mældi virðingu fyrir sjálfræði og hinn viðhorf til forræðis í samskiptum aldraðs foreldris og uppkomins barns. Viðhorfin voru mæld á Likert-kvarða. Spurningalistarnir, sem voru upphaflega þróaðir í Bandaríkjunum, voru þýddir á íslensku fyrir þessa rannsókn. Meðaltöl og staðalfrávik lýstu viðhorfum þátttakenda til sjálfræðis og forræðis. T-próf og dreifigrein- ing gáfu til kynna inarktækan mun á við- horfum ákveðinna hópa. Marktækni var náð þegar p-gildi var jafnt og eða minna en 0,05. • Niðurstöður: Niðurstöður bentu til þess að iðjuþjálfar á Islandi væru frekar hlynntir sjálfræði (M = 112.24) en andvígir forræðis- hyggju (M = 62.03) í tengslum við umönnun aldraðra. Iðjuþjálfar eru hlynntastir samráðs- sjálfræði, þeir telja eðlilegast að málin séu rædd áður en ákvarðanir eru teknar, en að hinn aldraði hafi úrslitavaldið. Einna mest andstaða var við svokallað dulið forræði, þar sem kænskubrögðum er beitt til þess að taka fram fyrir hendumar á hinum aldraða. Mark- tækur munur var á viðhorfum einstakra hópa iðjuþjálfa til sjálfræðis og forræðis. • Umræða: I námi og starfi iðjuþjálfa er lögð mikil áhersla á samráð og mikilvægi þess að virða óskir skjólstæðinga eins og frekast er unnt. Það kemur því ekki á óvart að iðju- þjálfar á íslandi styðji sjálfræði og taki ein- dregna afstöðu gegn forræðishyggju í tengsl- um við umönnun aldraðra. Heilsa og sjálfs- virðing aldraðra jafnt sem annarra byggist á því að vera virkur þátttakandi í hringiðu hins daglega lífs, að geta séð um sig sjálfur, starf- að og stundað þá tómstundaiðju sem veitir ánægju og lífsfyllingu. Þegar aldurinn færist yfir eru meiri líkur á að röskun verði á líkam- legri, andlegri og vitrænni færni. Þá kemur til kasta iðjuþjálfa að aðstoða eldri kynslóð- ina við að fá þörfum sínum mætt og halda sjálfræði sínu og sjálfstæði þrátt fyrir háan aldur, hugsanlegan heilsubrest og sjúkdóma sem geta knúið dyra. Vænta má þess að já- kvæð afstaða iðjuþjálfa á íslandi til sjálf- ræðis og andstaða við forræðishyggju í um- önnun aldraðra verði sýnileg í starfi þeirra meðal eldra fólks og aðstandenda þeirra. S Islandi fjölgar öldruðum og sífellt hærra hlutfall þjóðarinnar telst til þeirra sem eru 65 ára og eldri. Þróunin er í sömu átt og hjá öðrum vestrænum þjóðum en er hægari hér en víðast annars staðar (Hag- stofa íslands, 1998). Þetta hefur það í för með sér að þeim fjölgar sem þjást af langvinnum sjúkdómum og búa við skerta færni (Crabtree & Caron-Parker, 1991; Ársæll Jónsson, 1993). Þessi hópur þarf á stuðingi að halda til þess að nýta hæfileika sína og stunda þá iðju sem gef- ur lífi þeirra gildi. Meiri kröfur verða gerðar til fjölskyldunnar að sjá um sína nánustu og þörf- in eykst fyrir félagslega aðstoð (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 1992). Jafnframt þarf heil- brigðisþjónustan að laga sig að þessum nýju aðstæðum og kappkosta að veita hagkvæma, 6 IÐJUÞJÁLFINN 2/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.