Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 10
höfðu sótt eitt eða fleiri stutt námskeið, 11 (15,1%) höfðu sótt eitt eða fleiri viða- mikil námskeið í tengslum við öldrun og 5 (6,8%) höfðu einhverja aðra menntun í tengslum við öldrun. Tuttugu iðjuþjálfar (27,4%) höfðu ekki sótt endurmenntun er tengdist öldrun. Meirihluti þátttakenda eða 50 (68,5%) átti aldrað foreldri á lífi (65 ára eða eldra). Helmingur iðjuþjálf- anna sem átti foreldri á þessum aldri á lífi eða 25 (50%) kvað foreldri sitt sjálf- bjarga, 19 (38%) álitu foreldri sitt svo til sjálfbjarga, 4 (8%) álitu foreldri sitt þurfa aðstoð við a.m.k. helming af daglegum þörfum og tveir (4%) álitu foreldri sitt þurfa aðstoð við flesta hluti. Tuttugu og fjórir eða 49% iðjuþjálfanna sem áttu aldrað foreldri á þessum aldri álitu sig vera í umsjárhlutverki gagnvart foreldri sínu. ✓ Utreikningar Til að svara rannsóknarspurningunni, voru reiknuð út meðaltöl, staðalfrávik og spönn út frá svörum þátttakenda á Likert-kvarðanum 1-5. Meðaltöl voru reiknuð út á tvennan hátt. Annars vegar voru stigin lögð saman og síðan reiknað út meðaltal heildar stigafjölda (M) fyrir sjálfræði og forræði í heild ásamt ein- stökum tegundum sjálfræðis og forræðis og einnig í mismunandi aðstæðum (heilsufar, fjármál, daglegt líf og andleg hæfni). Hins vegar var reiknað út meðal- tal (m) sem samsvarar Likert-kvarðanum 1-5 og gefur til kynna hversu sammála eða ósammála iðjuþjálfarnir eru sjálfræði eða forræði í heild ásamt mismunandi tegundum sjálfræðis og forræðis. Niður- stöður útreikninga fyrir sjálfræði eru birtar í 1. töflu og niðurstöður útreikn- inga fyrir forræði eru birtar í 2. töflu. Virðing fyrir sjálfræði Niðurstöður benda til þess að iðjuþjálfar á Islandi séu frekar hlynntir sjálfræði í umönnun aldraðra, eins og sjá má í 1. töflu. Meðaltal stiga (m) fyrir sjálfræði í heild er 3,74, eða nálægt 4, sem þýðir frekar sammála. Óskipt (algjört og sam- ráðs-sjálfræði) og skipt sjálfræði (sam- eiginlegt, framselt, og staðgengils- sjálfræði) hljóta svipaðan stuðning. Þegar litið er á hvern undirflokk sjálfræðis fyrir sig, kemur í ljós að iðjuþjálfar eru hlynnt- astir því að hafa samráð (m = 4,25) Þá telja þeir eðlilegast að málin séu rædd en að hinn aldraði taki ákvörðunina sjálfur að því loknu. Minnstur stuðningur er við sameiginlegt sjálfræði (m = 3,21) en þá er tekin sameiginleg ákvörðun og algjört sjálfræði (m = 3,29) þegar hinn aldraði tekur ákvörðun algjörlega án samráðs. Mjög svipaður stuðningur er við Nokkrir hópar iðjuþjálfa studdu sjálfræði frekar þegar gefið var í skyn að öldruðum einstaklingi væri eitthvað farið að förlast. Þetta voru þeir iðjuþjálfar sem höfðu mesta reynslu af að vinna með öldruðum, unnu utan stofnana og voru í umsjárhlutverki gagnvart öldruðu foreldri sínu. sjálfræði hvort sem um er að ræða málefni sem varða heilsu hins aldraða, fjármál eða daglegt líf (m=3,71-3,76). Einnig kom fram að iðjuþjálfar báru svipaða virðingu fyrir sjálfræði þegar gefið var í skyn að andlegri hæfni hins aldraðra væri farið að hraka (m = 3,76) og þegar ekkert var minnst á slíkt (m = 3,70). Viðhorf til forræðis Niðurstöður benda til þess að iðjuþjálfar á íslandi séu frekar andvígir forræðis- hyggju í tengslum við umönnun aldr- aðra, sjá 2. töflu. Meðaltal stiga (m) fyrir forræði í heild er 2,07, þar sem 2 þýðir frekar ósammála. Iðjuþjálfarnir voru ekki sammála forræðishyggju af neinu tagi, þeir höfðu mest á móti duldu forræði (m = 1,64), vilja ekki að kænskubrögð séu notuð til þess að taka fram fyrir hend- umar á fólki, þeir eru einnig ósammála veiku forræði (m = 1,84) þegar gripið er inn í ákvarðanatöku vegna þess að andleg hæfni einstaklingsins er skert og sterku forræði (m = 1,85), þegar tekin er ákvörðun fyrir annan einstakling án beiðni, samþykkis eða vitneskju hans. Iðjuþjálfarnir voru einnig ósammála vel- vildarforræði (m = 1,91) að taka þátt í ákvarðanatöku en útskýra hvers vegna það er nauðsynlegt, en komust næst því að vera hlutlausir þegar um var að ræða forvarnar-forræði (m = 2,61) þá er gripið inn í til þess að koma í veg fyrir slys eða skaða og fjarvistar-forræði (m = 2,55) þegar þarf að taka nauðsynlega ákvörð- un fyrir einstakling sem stendur á sama hvað gert er. Iðjuþjálfarnir voru heldur andvígari forræði þegar gefið var í skyn að eitthvað væri farið að slá út í fyrir öldruðu foreldri (m = 1,93), heldur en þegar ekkert var minnst á andlegt ástand foreldrisins (m = 2,09). Aðrar niðurstöður Dreifigreining (ANOVA) og T-próf voru notuð til þess að komast að því hvort marktækur munur væri á viðhorfum ákveðinna hópa iðjuþjálfa til sjálfræðis og forræðis. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum. Öll próf voru marktæk við p < 0,05. Sjálfræði. Þeir iðjuþjálfar sem höfðu mesta reynslu af vinnu með öldruðum (n = 25) báru marktækt meiri virðingu fyrir sjálfræði heldur en þeir iðjuþjálfar sem höfðu mesta reynslu af að vinna með fullorðnum skjólstæðingum (n = 34). Þetta átti t.d. við um sjálfræði í heild (p = 0,02), skipt sjálfræði (p = 0,00), samráðs- sjálfræði (p = 0,01), og sameiginlegt sjálf- ræði (p = 0,02). Þegar leitað var skýringa á þessum mun kom í ljós að langflestir iðjuþjálfarnir í fyrrnefnda hópnum höfðu hlotið einhverja endurmenntun í tengsl- um við öldrun. Ekki var hægt að sýna fram á sterk tengsl, en það var greinileg tilhneiging til meiri stuðnings við sjálf- ræði meðal þeirra sem bæði höfðu mesta reynslu af að vinna með öldruðum og endurmenntun á því sviði. Nokkrir hópar iðjuþjálfa studdu sjálfræði frekar þegar gefið var í skyn að öldruðum einstaklingi væri eitthvað farið að förlast. Þetta voru þeir iðjuþjálfar sem höfðu mesta reynslu af að vinna með öldruð- um, unnu utan stofnana og voru í um- sjárhlutverki gagnvart öldruðu foreldri sínu (sjá 3. töflu). Forræði. Rúmlega helmingur iðjuþjálfanna hafði hlotið menntun sína í Danmörku (56.8%) miðað við önnur lönd (43.2%). Marktækur munur var á afstöðu þessara tveggja hópa til forræðis skv. T-prófum. Iðjuþjálfar meimtaðir í Danmörku voru marktækt andvígari nokkrum tegundum forræðis heldur en starfsfélagar þeirra sem menntaðir voru í öðrum löndum. Þeir voru mun andvígari velvildar- forræði, duldu forræði og sterku forræði, einnig gáfu þeir til kynna meiri andstöðu við að beita forræði í aðstæðum sem snertu daglegt líf (sjá 4. töflu). 70 IÐJUÞJÁLFINN 2/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.