Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Lokaorð Nú þegar er stór hluti skjólstæðinga iðjuþjálfa aldrað fólk og með þeirri hlutfallslegu fjölgun aldraðra sem búist er við á næstu árum stækkar þessi hópur enn frekar. Með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti og langvinnum sjúkdómum. Aukin þörf fyrir heilbrigðis- og félagslega þjónustu gerir kröfur til samfélagsins og um leið er sjálfræði hins aldraða einstaklings ógnað. Eitt af hlutverkum iðjuþjálfa er einmitt að aðstoða eldra fólk við að ryðja hindrunum úr vegi með því að aðlaga umhverfið og aðstoða það við að fá óskir sínar uppfylltar. Það gera iðjuþjálfar meðal annars með samráði sem byggist á trausti og gagn- kvæmri virðingu, með því að upplýsa fólk um rétt sinn og þá valkosti sem eru fyrir hendi og veita þeim síðan tækifæri til þess að taka meðvitaðar og ábyrgar ákvarðanir út frá því jafnvel þótt það þurfi á aðstoð annarra að halda til þess að framfylgja þeim. Þannig stuðlar iðjuþjálfun að því að eldra fólk haldi sjálfsvirðingu og reisn, þrátt fyrir sjúkdóma og háan aldur. Brýnt er að iðjuþjálfar séu reiðubúnir að aðstoða eldri kynslóðina við að fá þörfum sínum mætt og halda sjálfræði sínu og sjálfstæði. Það er mikilvægt að þessi jákvæða afstaða iðjuþjálfa á íslandi gagnvart sjálfræði og andstaða við forræðishyggju í umönnun aldraðra verði sýnileg í starfi þeirra meðal eldra fólks og aðstandenda þeirra. Breytur n Spönn Spönn stiga M SF m Sjálfræði alls 71 30-150 65-139 112,24 12,34 3,74 Oskipt sjálfræði 73 12-60 25-57 45,22 6,01 3,77 Skipt sjálfræði 71 18-90 40-87 66,99 9,84 3,72 Algjört sjálfræði 74 6-30 11-29 19,76 4,01 3,29 Samráðs-sjálfræði 73 6-30 14-30 25,49 3,42 4,25 Sameiginlegt sjálfræði 73 6-30 10-29 19,27 4,12 3,21 Framselt sjálfræði 72 6-30 16-30 24,04 3,57 4,01 Staðgengils sjálfræði 73 6-30 11-30 23,49 4,01 3,92 Aðstæður: Heilsa 73 10-50 23-45 37,08 4,82 3,71 Fjármál 72 10-50 19-47 37,63 4,79 3,76 Daglegt líf 72 10-50 21-47 37,29 4,93 3,73 Andlegt atgervi hins aldraða Engin skerðing 74 18-90 29-82 66,53 9,00 3,70 Skert hugarstarf 74 12-60 34-57 45,14 5,34 3,76 Útreiknuð stig byggjast á Likert-kvarða: (1) mjög ósammála, (2) frekar ósammála, (3) hlutlaus, (4) frekar sammála, (5) mjög sammála. 1. tafla: Virðing fyrir sjálfræði - útreikningar fyrir iðjuþjálfa á íslandi-(n= =71-74) Breytur Spönn Spönn stiga M SF m Forræði samtals 30-150 33-114 62,03 15,84 2,07 Sterkt forræði 5-25 5-19 9,27 3,16 1,85 Dulið forræði 5-25 5-18 8,22 2,99 1,64 Velvildarforræði 5-25 5-20 9,56 3,28 1,91 Forvarnarforræði 5-25 6-20 13,03 3,52 2,61 Veikt forræði 5-25 5-20 9,18 3,19 1,84 Fjarvistarforræði 5-25 7-21 12,77 3,08 2,55 Aðstæður Heilsufar 10-50 12-36 22,60 5,48 2,26 Fjármál 10-50 11-41 20,42 6,02 2,04 Daglegt líf 10-50 10-37 19,00 5,58 1,90 Andlegt atgervi hins aldraða Engin skerðing 26-130 29-96 54,30 13,74 2,09 Skert hugarstarf 4-20 4-18 7,73 2,76 1,93 Útreiknuð stig byggjast á Likert-kvarða: (1) mjög ósammála, (2) frekar ósammála, (3) hlutlaus, (4)frekar sammála, (5) mjög sammála. 2. tafla:Viðhorf til forræðis -útreikningar fyrir iðjuþjálfa á íslandi-(n=73)

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.