Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 23
enda við ýmis viðfangsefni í skólanum.
SFA er skipt í þrjá hluta: Þátttöku, stuðn-
ing við verk og fæmi við athafnir. Hægt
er að leggja matstækið fyrir í heild eða
valda hluta þess. Þær upplýsingar sem
fást koma að góðu gagni við skipulag og
tilhögun þjónustu sem og við gerð ein-
staklingsnámsskrár. SFA var gefið út 1998
af Psychological Corporation Inc. Höf-
undar þess eru Wendy Coster, Theresa
Deeney, Jane Haltiwanger og Stephen
Haley. Þau hafa menntun og reynslu á
mismunandi sviðum, þ.e. iðjuþjálfun,
kennslu- og sérkennslufræðum, sálfræði
og sjúkraþjálfun. Spurningalistar sem og
leiðbeiningabæklingur sem fylgir prófinu
hafa verið þýddir og staðfærðir á ísl-
ensku. Einnig hefur verið saminn kynn-
ingarbæklingur á íslensku en að honum
ásamt þýðingunni sjálfri standa 4. árs
nemar í iðjuþjálfun auk iðjuþjálfa úr
faghópi á barnasviði. Nauðsynlegt er að
styðjast við handbók á frummálinu sem
fylgir prófinu þegar það er keypt.
Árnadóttir OT-ADL Neurobe-
havioral Evaluation (A - ONE)
I ágúst stóð fræðslunefnd fyrir námskeiði
um notkun A-ONE matstækisins en það
er íslenskum iðjuþjálfum vel kunnugt.
Höfundur A-ONE er Guðrún Árnadóttir
dósent í iðjuþjálfun við Háskólann á
Akureyri. Umsjónarmenn námskeiðsins
voru þær Kristín Einarsdóttir og Fanney
Karlsdóttir en þær sitja báðar í fræðslu-
nefnd IÞÍ. Þátttakendur voru 16 talsins
þar af tveir gestir frá Bandaríkjunum þau
Glen Gillen og Ann Burkhardt auk iðju-
þjálfa frá Hollandi og Danmörku. Þátt-
taka þeirra Glen og Ann er liður í námi og
þjálfun sem A-ONE leiðbeinendur, en til
að tryggja áreiðanleika í notkun mats-
tækisins hefur verið komið upp 40
kennslustunda námskeiðum fyrir iðju-
þjálfa. Mörg slík námskeið hafa verið
haldin víða um lönd frá því A-ONE kom
fyrst út. Tilgangur matstækisins er að
meta færni við framkvæmdir athafna
daglegs lífs, s.s. að klæða sig og snyrta,
borða, fara um og við tjáskipti. Jafnframt
er metin skerðing á undirliggjandi hæfni
sem dregur úr færni við iðju. A Ð ONE
nýtist í vinnu með skjólstæðingum sem
eru með skert taugaatferli af völdum
sjúkdóma eða fötlunar. Handbók mats-
tækisins er hluti af bók Guðrúnar Áma-
dóttur „The Brain and Behavior- Assess-
ing Cortical Dysfunction Through
Activities of Daily Living" gefin út af The
C.V. Mosby Company árið 1990. Nýlega
kom út bæklingur þar sem fræðilegum
bakgrunni og hugtökum eru gerð skil á
íslensku. Bæklinginn og matseyðublöð er
hægt að nálgast hjá höfundi.
Meðhöndlun skertrar
hreyfigetu - ný aðferð
I tengslum við námskeiðið um A-ONE
stóð fræðslunefnd fyrir fyrirlestri í sam-
komusalnum á Kleppi. Alls 30 manns
sóttu fyrirlesturinn en þar hélt Glen
Gillen erindi um „Constrained - Induced
Movement Therapy" sem er ný aðferð til
að meðhöndla röskun á hreyfifærni
vegna helftarlömunar eftir heilablóðfall.
Aðferðin hefur vakið töluverða athygli í
Bandaríkjunum og felst í því að þjálfa
lamaða hlið líkamans með því að nota
hana til jafns við þá sem ekki er lömuð.
Gillen fjallaði aðallega um þær rann-
sóknir sem snúa að þjálfun fólks með
lömun í efri útlim og hvemig mætti ná
árangri með því að „þvinga" fram notkun
á þeim handlegg sem er lamaður með því
að hefta notkun þess heilbrigða. Venju-
bundnar daglegar athafnir eru notaðar í
þjálfuninni sem tengist þannig betur
þeim daglegu verkum sem skjólstæðingar
þurfa að inna af hendi á heimili, í vinnu
eða við tómstundaiðju. Sýnt var fram á að
betri langtímaárangur náðist með þessari
aðferð en við hefðbundna þjálfun. Gillen
er yfiriðjuþjálfi við Columbia Pres-
byterian Medical Center og verknáms-
leiðbeinandi í iðjuþjálfun við College of
Physisians and Surgeons við Columbia
University í New York. Hann er einnig
ritstjóri og höfundur nokkurra kafla í
bókinni „Stroke Rehabilitation: a funct-
ion-based approach".
Margt fleira á döfinni
í október var haldinn fræðslufundur þar
sem iðjuþjálfamir Lilja Ingvarsson og
Kolbrún Ragnarsdóttir kynntu nám í
handleiðslu en þær útskrifuðust úr slíku
námi síðast liðið vor. Þetta var þriggja
missera nám haldið á vegum Endur-
menntunarstofnunar Háskóla Islands og
Tengsla sf. Fræðslunefnd lætur ekki hér
við sitja og á dagskrá vetrarins kennir
ýmissa grasa. Nú í nóvember og desem-
ber verður haldið námskeið sem þegar
hefur verið auglýst á heimasíðu félagsins
og í fréttabréfi. Um er að ræða námskeið
um fullorðna með taugaeinkenni -
íhlutun iðjuþjálfa. Umsjónarmaður er
Erna Magnúsdóttir í fræðslunefnd IÞÍ og
leiðbeinandi verður Guðrún Árnadóttir. í
janúar, febrúar og mars 2001 verður síðan
haldið námskeið um hugmyndafræði og
kenningar innan iðjuþjálfunar. Nám-
skeiðið er í þremur lotum og leiðbeinend-
ur eru þær Guðrún Pálmadóttir og Snæ-
fríður Þóra Egilson lektorar við iðjuþjálf-
unarbraut HA. í ágúst 2001 er ráðgert að
halda námskeið um „Assessment of
Motor and Proscess Skills (AMPS)" mat-
stækið og er það öðru sinni sem slíkt
námskeið er haldið hér á landi. Leið-
beinendur eru erlendir. Félagsmenn eru
minntir á að fylgjast vel með auglýs-
ingum um námskeið og fræðslu á
heimasíðu Iðjuþjálfafélags íslands,
www.islandia.is/idjuthjalfun.
ÞL
Skrifstofa IÞÍ
Lágmúla 7
er opin sem hér segir:
Þriðjudaga
15- 17
Fimmtudaqa
13- 15
Sími:
588-1885
(Símsvari utan skrifstofutima.)
IÐJUÞJÁLFINN
2/2000