Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 15
Iðjuþjálfafélag íslands og Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri halda ráðstefnuna á komandi sumri. Tilefnið er ærið því þá munu fyrstu iðjuþjáifanemarnir útskrifast frá iðjuþjálfunarbraut en hún hóf starf- semi sína haustið 1997. Auk þess fagnar Iðjuþjálfafélagið 25 ára afmæli á næsta ári. Stjórn IÞÍ og aðstandendur náms- brautarinnar hafa þvi tekið höndum saman um verkefnið og fengið til liðs við sig fulltrúa innan háskólans og utan. Undirbúningur í fullum gangi Að mörgu þarf að hyggja við undir- búning ráðstefnu sem þessarar en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er íslensk ráðstefna um iðjuþjálfun. Af því tilefni hefur verið komið á laggirnar fagráði sem í sitja fulltrúar stjórnar og fræðslu- nefndar IÞÍ annars vegar og fulltrúar kennara og nemenda iðjuþjálfunarbraut- ar HA hins vegar. Fagráðið hefur fundað reglulega það sem af er hausti. Ferða- skrifstofa íslands mun sjá um ýmsa þætti sem lúta að skipulagningu og skráningu þátttakenda. Ráðstefnan er auglýst á heimasíðum Iðjuþjálfafélagsins og Há- skólans á Akureyri en skráningareyðu- blöð hafa einnig verið send til félags- manna. Hægt er að skrá sig gegnum sérstaka netsíðu sem fólk kemst á með því að smella á merki ráðstefnunnar á fyrrgreindum heimasíðum. Þar er einnig að finna upplýsingar um þátttökugjald, gistingu og ýmsa viðburði er tengjast ráðstefnunni svo eitthvað sé nefnt. Efni ráðstefnunnar A ráðstefnunni verður fjallað vítt og breitt um iðjuþjálfun í íslensku samfélagi. Markmiðið er að taka fyrir flesta þætti innan iðjuþjálfunar auk þess að vekja athygli almennings á fagmennsku og starfi iðjuþjálfa hér á landi. Ráðstefnunni verða væntanlega gerð skil í fjölmiðlum. Þrjú megin þemu eru í brennidepli sem Ráðstefna um iðjuþjálfun í íslensku samfélagi mynda nokkurs konar ramma utan um efni ráðstefnunnar: • Þema I: Iðjuþjálfun sem fræðigrein, hugmyndafræði - rannsóknir - nám. Hér koma fram hugsjónir, hugmynda- fræði og kenningar sem tengjast iðjuvís- indum og iðjuþjálfun. Þá er ætlunin að kynntar verði rannsóknir sem iðjuþjálfar hafa gert eða eru að vinna að og tengjast faginu á einhvern hátt. Einnig getur verið um að ræða afmarkaða hluta stærri rannsókna sem iðjuþjálfi tekur þátt í. Þá fellur undir þetta þema erindi um hug- myndafræði og rannsóknir sem tengjast námi og menntun iðjuþjálfa og kynning- ar á ýmsum námsframboðum og mögu- leikum er varða endurmenntun og við- bótamám. • Þema II: Iðjuþjálfun sem þjónustu- grein, aðferðir - þróun - nýjungar. Erindi innan þessa þema verða í beinum tengslum við daglegt starf iðjuþjálfa. Innan þessa sviðs er kynntur bak- grunnur, skipulag og útfærsla á nýjum starfssviðum. Auk þess þróunin á starf- semi, þjónustutilboðum og aðferðum innan ákveðinna sviða. Hér býðst gullið tækifæri fyrir iðjuþjálfa sem fetað hafa ótroðnar slóðir að greina frá reynslu sinni. Þeir sem hafa áralanga reynslu af vinnu á ákveðnum sviðum og lagt ómælda vinnu af mörkum við að þróa þá starfsemi ættu einnig að nota tækifærið til að miðla til annarra. • Þema III: Iðjuþjálfun og samfélag, hlutverk - markaðssetning - stjómsýsla. Erindi í þessum flokki taka fyrst og fremst til hlutverks iðjuþjálfa í íslensku samfélagi og takmarkast ekki við heil- brigðisþjónustu. Hér er tilvalið að fjalla um leiðir og aðferðir til að kynna fag- greinina og velta fyrir sér möguleikum iðjuþjálfa á mismunandi sviðum. Hér eiga því líka heima erindi um ýmsa þætti samfélagins svo sem lagasetningar, fjár- málastjórnun, stjórnkerfi og menningu sem á einhvern hátt tengjast iðjuþjálfun og hafa áhrif á hlutverk og þjónustu íslenskra iðjuþjálfa. Erlendir gestir Gestir erlendis frá munu heimsækja ráð- stefnuna. Einnig er búist við áhugaverð- um erindum frá nokkrum erlendum fyrirlesurum og mun ráðstefnan fara fram bæði á íslensku og ensku. Ráðgert er að halda fyrirlestra í tveimur sölum samtímis þannig að ávallt verður hægt að velja á milli fyrirlestra á íslensku og ensku. En þrátt fyrir að afar spennandi sé fyrir okkur að fá erlenda fyrirlesara er ekki síður mikilvægt að ráðstefnan gefi góða mynd af því sem er að gerast á vett- vangi iðjuþjálfunar hér á landi. Enda er eins og heiti ráðstefnunnar gefur til kynna verið að gera iðjuþjálfun í íslensku samfélagi skil. Við hvetjum því iðjuþjálfa sem eru að vinna að rannsóknum, þróun- arverkefnum eða nýjungum í starfi til að fara strax að huga að því að flytja erindi á ráðstefnunni. I tengslum við ráðstefnuna verða ýmis fyrirtæki með kynningu á vörum og þjónustu er tengjast iðju- þjálfun. Aðrir viðburðir Daginn fyrir ráðstefnuna eða miðviku- daginn 6. júní munu útskriftarnemar í iðjuþjálfun kynna lokaverkefni sín. Það er því tilvalið fyrir ráðstefnugesti að nýta þetta tækifæri til að kynna sér það sem verðandi iðjuþjálfar hafa fram að færa. Föstudagskvöldið 8. júní verður haldin mikil veisla sem verður hvort tveggja í senn lokahóf ráðstefnunnar og 25 ára afmælisfagnaður IÞÍ. Undirbúningsstarf- ið byggir á bjartsýni og metnaði fyrir hönd iðjuþjálfunar á íslandi og að sjálf- sögðu er vonast eftir miklum áhuga og þátttöku iðjuþjálfa og nema. ÞL/SÞE/GP/KS IÐJUÞJÁLFINN 2/2000 75

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.