Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Unnið í hverju horni. ið út af vinnumarkaði, misst tengsl við vini og vandamenn. Afleiðingin er sú að fólk missir trú á eigin getu og áhrifamátt gagnvart lífinu og daglegri tilveru, bætir Anna við. Iðjuþjálfun nýtist vel Anna er iðjuþjálfi að mennt og hefur margra ára starfsreynslu ífaginu. Hún hefur starfað innan heilbrigðiskerfisins með skjólstæðing- um sem hafa átt við geðsjiíkdóma að stríða. Hún telur hugmyndafræði iðjuþjálfunar nýtast einstaklega vel í starfi sínu. - Iðjuþjálfar hafa jú sérþekkingu á iðju mannsins og því hvernig nýta má styrk- leika hvers og eins til að auka færni og vellíðan. Við vitum líka hversu mikil- vægt það er að fólk hafi áhuga og áhrif á það sem það tekur sér fyrir hendur og þau úrræði sem standa til boða. Menntun og reynsla iðjuþjálfa nýtist líka afar vel þegar kemur að því að virkja fólk og mæta því þar sem það er statt hverju sinni, það upplifi ég sterkt í mínu starfi, segir Anna. Þessi vinnustaður gerir að mörgu leyti aðrar kröfur til mín sem fag- manns en ég er vön á hefðbundnum meðferðarstofnunum. Maður má ekki missa sjónar af á þeirri grundvallarhug- mynd sem hér ríkir þ.e. að við tökum sameiginlegar ákvarðanir þar sem allir hafa tækifæri til að hafa áhrif. Við starfsmennirnir höfum lært heil- mikið á þessu ári sem er liðið og eigum eflaust oft eftir að reka okkur á. Við eigum gott samstarf við þá iðjuþjálfa sem vinna með skjólstæðingum á geðdeild- um. Þeir hafa samband hingað og koma reglulega í heimsókn, stundum í fylgd skjólstæðinga sem eru að kynna sér starf- semina. Annars eru félagarnir sjálfir besta auglýsingin. Ég tel að klúbburinn Geysir hafi alveg staðið undir væntingum. Við erum búin að ná langt á þessu eina ári. I framtíðinni sé ég fyrir mér fleiri slíka klúbba á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Það er að mínu mati nú þegar full þörf á svona starfsemi í Hafnarfirði og á Akureyri. Þetta hefur verið mikið annríki og maður verður að gæta sín sig á því að færast ekki of mikið í fang, en þetta er besti vinnustaður sem ég hef starfað á, segir Anna að lokum. Einar 33 ára Fyrir sjö árum síðan var Einar lagður inn á geðdeild. Hann byrjaði að finna fyrir veikindum sínum þegar hann var um 25 ára. Einar fór í áfengismeðferð og upp frá því komufram sterkari einkenni geðhvarfasýki. - Ég var fyrst lagður inn á geðdeild í hálft ár og þann tíma var ég í algeru að- gerðarleysi og líf mitt hrundi gjörsam- lega. Ég er maníó-depressívur og held að sjúkdómurinn hafi legið og lúrað í nokkur ár áður en ég virkilega veiktist. A þessum tíma missti ég tengslin við fjölskyldu og vini. Á sjúkrahúsinu var ekkert við að vera sem höfðaði til mín, boðið var upp á postulínsmálun og þess háttar og ég hafði sko engan áhuga á slíku. Áður er ég veiktist var ég mjög virkur, ferðaðist mikið erlendis og hérlendis, fór meðal annars oft í jeppaferðir. Ég starfaði sem sjómaður en var líka um tíma í hafnarvinnu. Skömmu eftir að ég fór í áfengismeðferð tók ég að veikjast og hef síðustu árin verið meira eða minna innskrifaður á sjúkrahús. Ég er einn af þeim fyrstu sem fer inn á Hvítaband eftir að þar kom göngudeild. Þar hitti ég iðjuþjálfa sem hjálpuðu mér til að byrja að byggja mig upp og taka mér eitthvað fyrir hendur. Fleiri möguleikar voru þar sem höfðuðu til mín. Á sama tíma var ég þannig staddur í veikindum mínum að ég var búinn að gera grein fyrir því að ég næði aldrei árangri nema að gera eitthvað í málunum og hluti að því var að hafa eitthvað fyrir stafni, segir Einar. Neikvæður í byrjun Einar byrjaði að starfa í Geysi síðla sumars en hann komst í kynni við klúbbinn fyrir tilstuðlan iðjuþjálfa á Hvítabandinu. - Ég komst í kynni við klúbbinn Geysi í gegnum Auði iðjuþjálfa. Ég hafði að vísu lesið eitthvað um Fountain House þegar var verið að kynna hugmyndina fyrst. Ég hélt þá að þetta væri stofnun eins og allar hinar þar sem ekkert merkilegt eða skemmtilegt væri í gangi og var því af- skaplega neikvæður í byrjun. Viðhorfið breyttist smám saman, kannski sérstak- lega vegna þess að ég gat byrjað rólega fyrst bara hálftíma á dag og á mínum forsendum, fékk að gera það sem ég vildi. Ég gerði mér líka grein fyrir að því að ég hafði sjálfur stjóm á ferlinu, en var ekki bara eitthvert viðfangsefni sérfræð- inga. Á vissan hátt var mér ýtt af stað, ekki sagt fyrir verkum en ögrað til að takast á við nýja hluti. Hér er ég einstakl- ingur sem get gert það sem ég kýs. Ég hef alltaf verið þannig að þegar ýtt hefur verið á mig í einhverja ákveðna átt þá streitist ég á móti og fer í gagnstæða átt. Þessir mánuðir sem ég hef verið virkur félagi hér í Geysi hafa virkilega hjálpað mér. Þau verkefni sem ég sinni hér snúa aðallega að tölvuvinnunni ég setti til 18 IÐJUÞJALFINN 2/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.