Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 19
♦
c*
LANDSPÍTALI
IIÁSKÓLASJÚKRAHÚS
Iðjuþjálfa vantar
á geðdeildir Landspítala
Iðjuþjálfar vinna í teymi á móttökudeildum, göngudeild og/eða endurhæfingardeildum, boðið
er upp á faghandleiðslu. Starfið er fjölbreytt, meirihluti skjólstæðinga er ungt fólk sem flosnað
hefur upp úr skóla eða vinnu sökum gcðsjúkdóma.
Leitum að fagfólki sem hefúr sjálfstraust, er sveigjanlegt, stundvíst, ábyrgt, áreiðanlegt og ákveðið.
Viðkomandi þarf að vera skapandi í hugsun í sambandi við að finna úrræði fyrir skjólstæðinga innan
sem utan stofnana. Starfið krefst iðjuþjálfa sem þekkir eigin styrkleika og veikleika, hræðist ekki
tilfinningar né breytingar og getur mótað starfið út frá þörfum skjólstæðinga í samvinnu við þá og aðra
sérfræðinga.
Nánari upplýsingar veita:
Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðuiðjuþjálfi í síma 560 1795, netfang ebba@rsp.is
Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi geðd. LSH v/Eiríksgötu i síma 560 1792, netfang sylviane@rsp.is
Fanney Karlsdóttir yfiriðjuþjálfi geðd. LSH Kleppi í síma 560 2580, netfang fanneybk@rsp.is
V_____________________________________________________________________________________________________
dæmis upp síðasta fréttablaði. Tek þátt í
ýmsu öðru en verð að viðurkenna að ég
vil síður vera í eldhússtörfunum, segir
Einar og brosir við.
Stefnir á nám
Einar hefur hug á að læra meira í sambandi
við tölvur og kerfisfræði og hefur verið í
tölvuskóla. Hann býr einn, leigir sér íbiið í
Reykjavík og á tvö börn sem hann þarf að
sinna.
- Ég var í skóla í haust en er í fríi frá
náminu fram yfir áramót. Ég kom hingað
daglega samhliða skólanum yfirleitt í
svona 2-3 tíma. Það er afskaplega mikil-
vægt að hafa fasta ramma í daglega lífinu
annars er hætta á að maður leiðist út í að-
gerðaleysi. Það hjálpaði mér mjög mikið
þegar ég fór að fylgja stráknum mínum í
skólann í fyrravetur og sækja hann aftur
að loknum skóladegi. Þannig fékk ég
ábyrgð og tók á mig skyldu sem ég þurfti
að sinna. Ég hef það markmið að komast
út á vinnumarkaðinn. Mig langar líka til
að vinna með fólki sem á við svipaða
erfiðleika að stríða og ég. Ég er ákveðinn
í því að halda áfram að koma hingað í
Geysi eftir að ég byrja í skólanum aftur.
Það er alltaf sú hætta fyrir hendi þegar
maður á í svona veikindum að maður
einangri sig og hætti að mæta alls staðar.
Þá fer allt að hrynja aftur. Það er mikil-
vægt að umgangast fólk sem er að gera
svipaða hluti, þá meina ég fólk sem er að
byggja sig upp sjálft, segir Einar. Mér
finnst skemmtilegast að vera með strák-
unum mínum, við förum oft í göngu-
ferðir og bíó. Samveran með þeim er mér
mikils virði. Ég les líka mikið, horfi á
kvikmyndir og fer í leikhús, segir Einar
að lokum. Hann er líka hrikalega góður
penni og er alltaf að skrifa greinar í
Moggann hrópar Anna frammi í ítalska
eldhúsinu!
ÞL/SH/ES
NORÐþENSKA
MATBORÐIÐ
i Alhliða málningarþjónusta
Tilboð • Skrautmálun • Körfubílaleiga
■ . | v . Kristján Aðalsteinsson
LitagIeói ító!aram'“te,i
^ Sími: 893 1955
IÐJUÞJALFINN 2/2000 ig