Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 11
Samanburður við erlenda rannsókn Niðurstöður þessarar könnunar voru bornar saman við niðurstöður könnunar á viðhorfum uppkominna barna til sjálfræðis og forræðis, sem Cicirelli gerði árið 1989 í Bandaríkjunum. Þá kom í ljós að iðjuþjálfar á Islandi voru marktækt hlynntari óskiptu sjálfræði (p=0,001) og hafa svipuð viðhorf til skipts sjálfræðis en eru mun andvígari forræðishyggju (p=0,001) heldur en þeir sem Cicirelli kannaði viðhorfin hjá. Hópur Cicirellis var eldri (M = 52,16 ár) heldur en iðju- þjálfahópurinn (M = 37,7 ár) í þessari rannsókn. Eins áttu allir í hóp Cicirellis foreldri (60 ára eða eldra) á lífi en aðeins hluti iðjuþjálfanna eða 50 (68,5%) átti aldrað foreldri á lífi, sem var 65 ára eða eldra. Þó Cicirelli fyndi jákvæða fylgni milli hærri aldurs og sterkari trúar á forræði í sinni könnun (Cicirelli, 1989) var slík fylgni ekki merkjanleg í þessari könnun en meðalaldurinn var einnig lægri. Gengið var úr skugga um hvort þeir iðjuþjálfar sem áttu foreldri á lífi 65 ára eða eldra, hefðu áþekk viðhorf og úrtak það sem Cicirelli kannaði. Niðurstaðan var sú sama og fram kom áður því þeir studdu óskipt sjálfræði marktækt betur og voru andvígari forræðishyggju heldur en þeir sem Cicirelli kannaði. Takmarkanir I samanburði við erlendu rannsóknina kann þýðing og orðalag Likert-kvarðans á íslensku að hafa haft áhrif á niður- stöðuna og menningartengdur munur gæti verið á hugtökunum. Spuminga- listamir voru langir, lesa þurfti hverja fullyrðingu vel og því var tímafrekt að svara þeim og gæti það einnig hafa haft áhrif á gæði svörunarinnar. Iðjuþjálfar á Islandi eru fámenn stétt og úrtak úr stærra þýði hefði gefið áreiðanlegri niðurstöður. Umræða Þessi könnun leiddi í ljós að iðjuþjálfar á Islandi bera virðingu fyrir sjálfræði og eru andvígir forræði í tengslum við umönnun aldraðra. Svörun var mjög góð (91%) og niðurstöðurnar byggjast á 85% allra iðjuþjálfa á íslandi 1. janúar 1998. Stuðningur iðjuþjálfa almennt við sjálfræði kemur ekki á óvart því viðhorf hlýtur m.a. að mótast í námi og í hug- myndafræði iðjuþjálfanámsins er lögð mikil áhersla á samráð og mikilvægi þess að virða óskir einstaklingsins eins og frekast er unnt. Iðjuþjálfar hvetja jafnan skjólstæðinga sína til ábyrgðar og sjálfstæðis jafnvel þótt þeir séu ekki færir um að framkvæma hlutina á eigin spýtur vegna líkamlegrar eða andlegrar van- heilsu. I rannsókninni kom fram að iðjuþjálfar með mikla starfsreynslu með öldruðum báru meiri virðingu fyrir sjálfræði en þeir sem höfðu starfað mest með fullorðnum, einnig kom í ljós að endurmenntun sem tengist öldrun virtist stuðla að meiri virðingu fyrir sjálfræði. Þessar niður- Hér á landi er áríðandi að auðvelda aðgengi eldra fólks að iðjuþjálfun og annarri endur- hæfingu úti í sveitarfélögum og í heimahús- um eftir að fólk er útskrifað af sjúkra- eða endurhæfingarstofnunum. stöður benda til þess að æskilegt sé að auka sí- og endurmenntun á öldrunar- sviði. Minni stuðningur við sjálfræði meðal þeirra sem unnu á endurhæfingar- stöðvum ásamt þeim sem höfðu starfað mest með fullorðnum, gefur vísbendingu um að ef til vill þyrfti að búa þá iðjuþjálfa sem vinna við endurhæfingu betur undir að starfa með öldruðum. Bruce & Christ- iansen (1988) og Hasselkus og Kiemat (1989) halda því fram að ríkjandi sjónar- mið í endurhæfingu feli í sér vantrú á árangur og gagnsemi endurhæfingar fyrir aldraða og stuðli að takmörkuðum aðgangi að endurhæfingarþjónustu. Hér á landi er áríðandi að auðvelda aðgengi eldra fólks að iðjuþjálfun og annarri endurhæfingu úti í sveitarfélögum og í heimahúsum eftir að fólk er útskrifað af sjúkra- eða endurhæfingarstofnunum. Sú þjónusta gæti hugsanlega stytt dvölina á stofnunum, dregið úr endurinnlögnum og veitt öldruðum meira sjálfstæði við daglega iðju. Almennt báru iðjuþjálfarnir heldur meiri virðingu fyrir sjálfræði og voru heldur andvígari forræðishyggju þegar andleg hæfni hins aldraða var dregin í efa og marktækur munur var á stuðningi nokkurra hópa iðjuþjálfa við sjálfræði undir þessum sömu kringumstæðum. Það er engin augljós skýring á þessu og mörgum þætti hið gagnstæða líklegra. Spyrja má hvort það hafi skipt máli hér að tiltölulega fáir eða 32% af öllum iðjuþjálfunum töldu sig vera í umsjár- hlutverki gagnvart öldruðu foreldri sínu og 50% þeirra sem áttu aldrað foreldri á lífi gáfu það til kynna að foreldri þess væri alveg sjálfbjarga eða nánast sjálf- bjarga (38%) svo lítið kann að hafa reynt á erfiðar aðstæður í þessum samskiptum. Ennfremur er stutt síðan öldruðum tók að fjölga á íslandi ef miðað er við aðrar vestrænar þjóðir, t.d. nágranna okkar á Norðurlöndum. Eins gæti þessi niðurstaða endurspegl- að fagleg gildi iðjuþjálfastéttarinnar þar sem lögð er áhersla á að standa vörð um rétt þeirra sem minna mega sín. Þegar nánar er athugað hvers konar sjálfræði iðjuþjálfarnir styðja hjá þessum hópi kemur fram að efst á blaði er samráðs- framselt- og staðgengils-sjálfræði þar sem uppkomið barn og aldrað foreldri hafa einna mest samráð og ákvarðana- taka er byggð á gildum hins aldraða, ef hann er ófær um að velja sjálfur. Slík vinnubrögð gætu verið viðeigandi þegar um er að ræða samskipti við aldraðan einstakling með skerta andlega hæfni og aukin áhersla á samráð og samvinnu er það sem koma skal í heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Eindregin afstaða iðju- þjálfa gegn forræðishyggju í tengslum við umönnun aldraðra er ekki óvænt niðurstaða þegar hugmyndafræði iðju- þjálfa er gaumgæfð. Þar er lögð áhersla á að virða sérhvem einstakling og ákvarð- anir hans eins og kostur er. Hvað þarf að rannsaka frekar? Þegar niðurstöður þessarar könnunnar eru athugaðar vakna fleiri spurningar sem þörf er að leita svara við. Mikilvægt er að kanna óskir aldraðra sjálfra og hver sé þýðing sjálfræðis fyrir þá. Er hugsan- legt að iðjuþjálfar á Islandi leggi ofur- áherslu á sjálfræði aldraðra á kostnað velferðar þeirra, fjölskyldna og um- önnunaraðila? Hver eru viðhorf annarra heilbrigðisstétta á íslandi til sjálfræðis og forræðis í umönnun aldraðra og hvaða áhrif hefur það á samvinnu þeirra aðila sem eru að veita öldruðum þjónustu og endurhæfingu? Hvers konar sí- og endurmenntun á sviði öldrunar stuðlar að jákvæðu viðhorfi og virðingu fyrir sjálfræði? IÐJUÞJÁLFINN 2/2000 7 7

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.