Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 20
Norrænn formannafundur 2000 Kristín Sigursveinsdóttir formaður Iðjuþjálfafélags fslands Fundur formanna iðjuþjálfafélaga á Norður- löndum var haldinn í Lojt á Jótlandi dagana 25.-27. ágúst síðastliðinn. Fundurinn var sá 19.1 röðinni, en hann er haldinn á hverju ári og þangað mæta formenn og varaformenn norrænu félaganna. Fyrsti fundurinn var hald- inn á íslandi 1981 og gaman er að geta þess að í júní á næsta árí verður formannafundurinn á Akureyri í beinu framhaldi af ráðstefnu IÞÍ og Heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Fulltrúar frá hverju landi Að þessu sinni voru það sjö manns sem sóttu fundinn: Virpi Aralinna formaður í Finnlandi, Inga-Britt Lindström formaður Svíþjóð, Karin Liabo formaður og Heidi Talsethagen vara- formaður Noregi, Tina Voltelen formaður og Lene Barslund varaformaður Danmörku og undirrituð sem fulltrúi Islands. Fundirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til samráðs og samstarfs um sameiginleg hagsmunamál. Ennfremur er tilgangurinn að fylgjast með útgáfu Scandi- navian Journal of Occupational Therapy. Helstu málefni Á dagskrá fundarins voru eins og fyrr mörg og margvísleg málefni. Hér verður einungis stiklað á stóru. • ICIDH-2 Danir eru sérstaklega áhugasamir um þetta flokkunarkerfi og hafa birst nokkrar áhuga- verðar greinar í danska fagblaðinu. Norskir iðjuþjálfar hafa einnig verið virkir í vinnu við kerfið í Noregi en í Svíþjóð og Finnlandi er fylgst með úr meiri fjarlægð. Á Islandi virðast yfirvöld sýna þessu máli takmarkaðan áhuga og ekki ljóst hvort þau ætla yfir höfuð að leggja í þýðingu og staðfæringu kerfisins. Stjórn IÞÍ hefur vakið máls á þessu bæði við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Landlæknisembættið og óskað eftir að fá að fylgjast með þróun mála og jafnframt lýst yfir vilja til samstarfs. • IKS Individuellt kompetenssparande Þetta málefni er mikið rætt í Svíþjóð þessa dagana. Komið hefur fram tillaga frá stjórn- völdum um fyrirkomulag sem gerir ráð fyrir að atvinnurekendur og starfsmenn greiði til jafns í sjóð sem starfsmaðurinn á og getur nýtt til sí- og endurmenntunar að eigin vali. Eins og gefur að skilja eru skiptar skoðanir um þetta fyrirkomulag og í því felast bæði kostir og gallar. Fram kom að samsvarandi kerfi eru til umræðu bæði í Noregi og Danmörku. • Sérkenni norrænnar iðjuþjálfunar Kynning á sérkennum norrænnar iðjuþjálfun- ar er efni sem rætt hefur verið á a.m.k. þremur síðast liðnum fundum. Nú hefur verið ákveðið að kynna sérstaklega það sem á ensku kallast "Community Based Occupational Therapy". Stefnt er að því að hafa bækling tilbúinn fyrir heimsþingið í Stokkhólmi árið 2002. Einnig að hvert land sjái um að skrifa grein um hvernig framkvæmd þessara mála eru í viðkomandi landi. • SJOT - Scandinavian Journal of Occupat- ional Therapy Umræður urðu um útbreiðslu tímaritsins. Enn sem komið er gengur fremur hægt að fjölga áskrifendum. Hvatt er til þess að iðjuþjálfar reyni að fá vinnustaði til að kaupa blaðið. Á döfinni Fréttir af starfi félaganna á Norðurlöndum er fastur liður á formannafundi og spennandi að heyra um það sem er efst á baugi hverju sinni. Finnland Finnska félagið varð 35 ára í apríl og í haust voru liðin 30 ár síðan nám í iðjuþjálfun hófst þar í landi. Þessum tímamótum hefur að sjálfsögðu verið fagnað með viðeigandi hætti. Meðlimir félagsins eru nú orðnir um 1100, þar af eru um 750 starfandi iðjuþjálfar, 250 nemar og 40 atvinnulausir eða utan vinnumarkaðar af öðrum ástæðum. Verið er að vinna að tölu- verðum breytingum á lögum og siðareglum félagsins. Félagið hefur lagt töluverða vinnu í 20 IÐJUÞJALFINN 2/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.