Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 16
Geysir gýs í Reykjavík - klúbburinn á Ægisgötunní Klúbburinn Geysir var formlega stofnaöur haustiö 1999. Þar er boðið upp á úrræði fyrir fólk sem á eða hefur átt við geð- sjúkdóma að stríða. í upphafi var starf- semin rekin að Hátúni 10 i tveimur litlum herbergjum. í byrjun þessa árs fékk Geysir síðan aðstöðu á Ægisgötu 7. Klúbb- urinn fagnar því eins árs afmæli um þessar mundir. Ritnefnd Iðjuþjálfans gerði sér ferð vestur í bæ nýlega og ræddi við Önnu Valdemarsdóttur iðjuþjálfa og fram- kvæmdastjóra klúbbsins, auk þess sem spjallað var við einn félaga. Anna Valdemarsdóttír, iöjuþjálfi og framkvæmda- stjóri Geysís. Unnið í hverju horni í Geysi er Iwtt til lofts og vítt til veggjn. Heimilisbragur er ríkjandi og ekki laust við að eldlnisið Imfi ítalskt yfirbragð. Anna tók vel á móti okkur og sýndi okkur húsið. Auk eld- hússins er rúmgóð stofa með hlýlegum húsgöngum, stórt vinnuherbergi með tölvum par sem fólk var önnum kafið við vinnu. Einnig er herbergi fyrir símavörslu og móttöku auk gestaherbergis. -Við fáum oft gesti erlendis frá og bjóðum þeim að gista hér í her- berginu sem reyndar var upphaflega hugsað sem viðtalsherbergi. Gestirnir fá dýnur til að liggja á og sundkort í Vesturbæjar- laugina svo þeir komist í bað. Húsnæðinu er annars skipt í vinnueiningar eða svæði þar sem ýmsum verkefnum er sinnt. Þar má nefna móttöku, skrifstofu, bókhald, ræst- ingar, matargerð og viðhald. Fundir eru dag- lega og félagar skrá sig á ákveðin verkefni eftir áhuga og styrkleikum. Mikill tími fer í að sinna erindum sem berast, vinna kynningar- efni og bæklinga, til þess höfum við marga tölvusnillinga. Til dæmis er fréttabréfið okkar alfarið unnið hér á staðnum þ.e. efni, upp- setning og prentun. Markmiðið er að gefa það út reglulega og það er líka hluti af kynningu út á við, segir Anna. Það fer mikill tími og orka í að kynna starfsemina en við teljum það skila sér margfalt til baka. Við höfum látið prenta kynningarbækling í lit sem við dreifum t.d. til Félagsþjónustunnar í Reykjavík, starfandi sál- fræðinga og geðlækna auk heilsugæslustöðva. Við höfum einnig sótt ráðstefnur erlendis og kynnt klúbbinn okkar þar, erum til dæmis nýkomin frá Svíþjóð, bætir hún við. Saga Hugmyndin á rætur sínar að rekja til alþjóðlegra samtaka sem stofnuð voru í New York fyrir rúmlega 50 árum síðan. Sjúklingar sem dvalið höfðu á geðsjúkrahúsi þar í borg tóku sig saman og hjálpuðu hvorum öðrum að útvega vinnu, húsnæði og að finna leiðir til þess að uppfylla félagslegar þarfir, til að gerast þannig virkir þátttakendur í samfélaginu. Ári síðar festi hópurinn kaup á húsi undir starfsemina þar sem allir hjálpuðust að við að gera það sem þurfti. Hi'tsið var nefnt „Fountain House". Skrefið út í samfélagið er mörgum erfitt þeg- ar fólk hefur verið lengi í vernduðu umhverfi geðdeilda og lítið þurft að takast á við ábyrgð, skipulagningu og ákvarðanatöku. - I dag eru starfandi á fjórða hundrað klúbba í 22 löndum eftir sömu hugmynd, þar á meðal á öllum Norðurlöndunum. Klúbbarnir eru hluti af alþjóðlegum samtökum og fylgja ákveðnum gæðastöðlum í starfi sínu. Á nokkr- um stöðum í heiminum eru þjálfunarstöðvar fyrir Fountain House þar sem haldin eru nám- skeið um hugmyndafræðina sem liggur að baki og skipulag á daglegu starfi klúbbanna. Hér er ekki um að ræða meðferðarstofnun og ekki eru gerðar meðferðaráætlanir. Félagar vinna að persónulegum markmiðum, þeir 76 IÐJUÞJÁLFINN 2/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.