Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 17
ákveða sjálfir hvað þeir ætla að taka sér
fyrir hendur og með hverjum. Markmið
klúbbsins sem heildar er að bæta mögu-
leika félaganna til að taka virkan þátt í
samfélaginu eftir að hafa misst þráðinn
vegna geðsjúkdóma.
Þetta er gert með félagslegri samveru
og virku starfi. Skrefið út í samfélagið er
mörgum erfitt þegar fólk hefur verið
lengi í vernduðu umhverfi geðdeilda og
lítið þurft að takast á við ábyrgð,
skipulagningu og ákvarðanatöku. Með
þátttöku í Geysi gefst fólki tækifæri til að
nýta hæfileika sína, segir Anna
Rekstrarform
Samkvæmt hugmyndafræði Fountain House
eru félagamir ekki teknir sem sjúklingar
heldur félagar og allir hera sameiginlega
ábyrgð á daglegum rekstri.
- Geysir er sjálfseignarstofnun með
12 manna stjórn sem hefur það hlut-
verk að fjármagna reksturinn og sjá um
samskipti við stjórnvöld. Stjórnin ræður
framkvæmdastjóra til að annast daglegan
rekstur en það er starfið sem ég sinni.
Annar starfsmaður er hér til viðbótar.
Þeir sem skipa stjórnina eru í stjórnunar-
stöðum og koma nánast öllum geirum
þjóðfélagsins. Þeir þurfa ekki að hafa
nein bein tengsl við geðheilbrigðiskerfið,
en fyrst og fremst áhuga á málefninu.
Stjórn Geysis beitir sér einnig fyrir því að
útvega störf fyrir félaga klúbbsins.
Verndari klúbbsins er frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Islands, segir Anna.
Félagsaðild
í Geysi kemur fólk sem á eða hefur átt við
geðræn vandamál að stríða. Það gengur í
klúbbinn af fiisum og frjálsum vilja og
félagsaðild er ekki háð neinum
tímatakmörkunum. Félagar ráða pví hvernig
þeir nýta sér starfsemina.
- Hingað koma allt að 90 manns á
mánuði. Skráðir félagar eru rúmlega 50
talsins og af þeim eru um það bil 15
virkir svona dags daglega. Það að vera
skráður félagi þýðir að viðkomandi hafi
kynnt sér vel út á hvað starfsemi klúbbs-
ins gengur. Allir hafa jafnan aðgang og
allt rými er sameiginlegt, engir pappírar
eru í læstum hirslum. Félagar eru ekki á
launum heldur nýta þeir vinnuna til að
ná markmiðum sínum. Hér er rekin
vinnumiðlun sem við köllum „Ráðning
til reynslu".
Daglegt skipulag er í nokkuð föstum
skorðum. Tvisvar á dag höldum við
fundi þar sem fólk ræðir málin, skiptir
sér niður á vinnusvæði og skipuleggur
þau verk sem liggja fyrir. í eldhúsinu er
t.d. útbúinn matur á degi hverjum og
einhverjir þurfa að sinna því. Við seljum
mat á kostnaðarverði og hér eru frábærir
kokkar. Stundum getum við líka tekið
upp á því að bjóða sérstökum gestum t.d.
einhverjum úr stjórninni, atvinnurekend-
um, aðstandendum eða bara nágrönnum
okkar á efri hæðinni í mat. Hér eru líka
ákveðnar reglur er lúta að umgengni sem
allir verða að virða, segir Anna.
Á sjúkrahúsinu var ekkert við að vera sem
höfðaði til mín, boðið var upp á postulíns-
málun og þess háttar og ég hafði sko engan
áhuga á slíku.
Ráðning til reynslu
Félagar og starfsmenn vinna að því að ná
tengslum við vinnuveitendur. Reynt er að
fara eftir óskum félaga þegar leitað er eftir
starfi. Ef vel tekst til er gerður ráðningar-
samningur upp á hálft starf til sex-níu
mánaða. Klúbburinn gerir samning við
vinnuveitendur og það er á ábyrgð hans að
þjálfa viðkomandi félaga til starfsins.
- Félagar hafa valið fjölbreytt störf svo
sem störf á lager, skrifstofustörf, áfylling-
ar í búðum eða flokkunarstörf af ýmsu
tagi. Starfsmaður hefur umsjón með
starfsþjálfun viðkomandi félaga og
klúbburinn tekur ábyrgð á að því sé sinnt
þótt félaginn veikist eða er fjarverandi
tímabundið. Þannig skuldbindum við
okkur til þess að sinna starfinu og er þá
einhver annar sendur á staðinn. Nú
þegar hafa sex félagar haldið af stað út í
atvinnulífið og fjórir hafa lagt út í nám.
Við höfum boðið þeim vinnuveitend-
um sem við erum að semja við í mat og
kynnt þeim starfsemi Geysis og það
hefur gefist einstaklega vel. Við verðum
ekki beint vör við fordóma heldur er það
meira óöryggi og vinnuveitendur vita
ekki hvaða væntingar þeir geta gert til
félaga okkar. Þeir félagar sem eru á
almennum vinnumarkaði geta komið
hingað í klúbbinn og sótt sér stuðning.
Það sama á við um þá sem stunda nám í
skólum, t.d. ef félagar standa frammi
fyrir því að þurfa að leysa erfið skóla-
verkefni. Stundum kemur það líka fyrir
að félagar þurfa að sinna einhverju
heima sem þeim finnst þeir ráða illa við.
Til að mynda þegar fólk er að flytja og
þarf að koma sér fyrir þá hjálpum við til.
í framtíðinni stefnum við að því að bjóða
upp á meiri aðstoð á heimilum félaga.
Heimilishald er jú stór hluti af lífi fólks
en erfitt fyrir marga sérstaklega þá sem
búa einir, segir Anna.
Að rækta geðið
Aiþjóðlegur geðheilbrigðisdagur er 10.
október á ári hverju og félagar Geysis létu
ekki sitt eftir liggja og tóku virkan þátt í því
sem um var að vera í ár.
- Við vorum með opið hús hérna í
Geysi á alþjóðlega geðheilbrigðisdegin-
um og þó nokkuð kom af gestum, reit-
ingur allan daginn og mjög notalegt.
Einn félagi okkar hélt ræðu á hátíð sem
haldin var í Ráðhúsinu í tilefni dagsins.
Hann kynnti hugmyndafræði klúbbsins
og hvernig hún gæti nýst fyrir „heil-
brigða" til dæmis fyrir starfsfólk á vinnu-
stöðum. Þetta var alveg frábær ræða og
við erum mjög stolt af félaga okkar. Það
eru margir aðstandendur félaganna sem
taka þátt félagsstarfi og ýmsum við-
burðum. Þetta er af hinu góða því þannig
tengjast þeir okkur og hægt er að mæta
ákveðnum þörfum sem ekki er sinnt svo
víða annars staðar. Það vill oft gleymast
hvernig er að vera aðstandandi einstakl-
ings sem á við geðsjúkdóm að stríða, en
það getur verið mjög erfitt hlutverk. Það
er ekki skipulagt starf í gangi fyrir
aðstandendur en þeir koma og borða
með okkur. Einnig eru reglulegar fjall-
göngur sem þeim er boðið að taka þátt í.
Mér finnst líka gott hvernig umræðan
um geðræn vandamál hefur aukist á allra
síðustu árum. Hugtakið geðrækt finnst
mér alveg frábært, það ýtir undir jákvætt
viðhorf gagnvart geðrænum vandamál-
um, enda er ekki síður mikilvægt að
rækta geðið en líkamann. Það sem okkar
félagar tala líka mikið um, er hversu gott
er að taka þátt í svona starfsemi þar sem
ekki er litið á fólk sem sjúklinga heldur
félaga. Það eru svo margir fastir í sjúkl-
ingahlutverkinu. Þegar þú hjálpar þér
sjálfum þá hjálparðu líka öðrum við að
komast út úr hlutverkinu sem getur verið
ansi erfitt og oft kann fólk ekki annað,
segir Anna.
Algengustu vandamál fólks sem kem-
ur í klúbbinn okkar eru að það hefur ein-
angrast félagslega í kjölfar veikinda, dott-
IÐJUÞJÁLFINN 2/2000 7 7