Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.12.2000, Blaðsíða 21
málefni sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa og hefur m.a. skipulagt námskeið um stofn- un eigin fyrirtækis og fleira tengt. Einnig hefur félagið í samvinnu við trygginga- yfirvöld sett saman gæðakröfur/staðla fyrir sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa. Á næsta ári er mikið um að vera en þá verður fagblaðið 20 ára. Finnar sjá einnig um COTEC fund og um svipað leyti heldur félagið ráðstefnu um iðjuþjálfun. Svíþjóð Sænska félagið er langstærst norrænu félaganna og telur um 9000 félaga. Félag- ið stendur fyrir viðamikilli útgáfustarf- semi bæði um fagleg og kjaratengd málefni. Skipulagning og undirbúningur fyrir WFOT þingið í Stokkhólmi í júní 2002 tekur nú mikið af tíma og orku félagsins. Búist er við allt að 5-6000 iðjuþjálfum og standa hátíðahöldin í rúma viku ef allt er talið með. Við þetta tilefni verður líka haldið upp á að 50 ár verða liðin frá stofnun WFOT í Stokkhólmi árið 1952. Sjálft þingið stend- ur frá 24.-28. júní en 22. og 23. er prekon- ferense. Verð er áætlað um 4.000 SEK fyrir ráðstefnuvikuna. Reikna má með að þetta verði upplifun af stærri sortinni. og kjaratengd. Viðbúið er margir íslenskir iðjuþjálfar noti þetta tækifæri til þess að komast á heimsþing þegar það er haldið svo nálægt okkur. Noregur Sagt var frá því að norska félagið hafi samið við norska hjúkrunarfræðinga- félagið um kaup á ýmis konar þjónustu t.d. varðandi viðhald félagaskrár og inn- heimtu o.fl. Þetta er talið hentugt og ódýrara en að hafa starfsmenn í þessu hjá félaginu sjálfu. Norska iðjuþjálfafélagið er að vinna að gerð heimasíðu fyrir félagið. Þar á bæ er málið unnið afar skipulega og nú liggur fyrir nákvæm ferlilýsing, reglur og kröfur til þess hvað heimasíðan á að innihalda. Þetta er töluvert plagg og ýmislegt í því sem við getum nýtt okkur. Á þessum formannafundum er töluvert skipst á slíku efni, þ.e. útgefnu efni frá félögunum. Oft eru þetta plögg sem búið er að leggja mikla vinnu í og geta nýst fleirum en viðkomandi félagi. Þetta var rætt sérstaklega núna og tekið fram að félögunum væri velkomið að nýta slíkt efni hvert frá öðru en sjálfsagt að geta þess hvaðan það er fengið ef efni er þýtt og gefið út í öðru landi. Ég hvet félaga til að skoða þetta efni sem er að finna á skrifstofu IÞÍ og nýta það eins og kostur er. Danmörk I danska félaginu er nú unnið að viða- miklum breytingum á uppbyggingu og starfsemi félagsins. Fyrir liggur tillaga um að skipta félaginu í 7 svæði (regioner) og að hvert svæði fái meira sjálfstæði og fjárráð en núverandi svæðafélög (amts- kredse) hafa. Ákvörðun um þetta verður tekin nú á haustdögum. Sjúkrahúskerfið í Danmörku er að taka breytingum ekki ósvipuðum þeim sem við erum að upp- lifa á Islandi. Sjúkrahús eru sameinuð og valdastrúktúr eða stjómskipurit þeirra að breytast. Mörgum þykir nóg um og má nefna að sumir telja að þessar breytingar kunni að verða til þess að læknar fái aukin völd en til að mynda áhrif hjúkrunarfræðinga minnki. Iðjuþjálfum þykir mikilvægt að fylgjast vel með þessum breytingum og nýta þær til áhrifa ef hægt er. Danskir iðjuþjálfa- nemar eru að undirbúa stofnun nýs félags og hafa óskað eftir auknum áhrifum innan danska iðjuþjálfafélagsins. KS www. islandia.is/idjuthjalfun Munið heimasíðuna okkar Þar finnurðu upplýsingar um: • Starfsemi IÞÍ • Fagið • Fagblaðið • Kjaramálin • Ýmsar rannsóknir • Nám • Lög • Gagnlegar slúðir IÐJUÞJÁLFINN 2/2000 2 1

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.