Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Lárus Sigfússon fagnaði aldarafmæli
sínu í febrúar síðastliðnum. Í viðtali
við Morgunblaðið við það tilefni sagð-
ist Lárus, sem starfaði í áratugi sem
bílstjóri, hættur að keyra og búinn að
selja síðasta bílinn.
Nú hefur Lárus hins vegar söðlað
um og er aftur kominn á götuna.
Hann brá sér í vikunni á bílasöluna
Bílfang og keypti sér Volkswagen
Passat.
Sögusagnir um að hann hefði leyft
ökuskírteininu að daga uppi segir
hann í besta falli stórlega ýktar.
„Ég get nú sagt þér það að ég er
með ökuskírteinið í vasanum. Það er
til reiðu. Ég hef alltaf verið með skír-
teini og aldrei misst það af neinum
orsökum. Aldrei í þessi áttatíu ár
sem ég hef verið að keyra hef ég ver-
ið stoppaður af lögreglu vegna akst-
urs og aldrei orðið uppvís af því að
keyra öðruvísi en mér ber.“ Geri aðr-
ir betur.
Lárus segir það þó ekki vera akst-
ursþörfina sem dró hann á bílasöl-
una. „Ég efast um að ég keyri nú
mikið. Það eru sérstakar fjölskyldu-
aðstæður á bak við það að ég keypti
aftur bíl.“
Lárus hefur komist ferða sinna á
rafskutlu síðan í vetur og segist una
því ágætlega, þetta sé meira fyrir
fjölskylduna. „Ég hef oftast átt tvo
bíla og mér hefur þótt gott að eiga
annan bíl til þess að lána ef einhver í
fjölskyldunni þarf á því að halda.“
Það skyldi engan undra þar sem
börn Lárusar, barnabörn og þaðan
fram eftir götunum eru orðin æði
mörg. Raunar eru þau svo mörg að
Lárus hefur fyrir löngu gefist upp á
að halda utan um töluna á þeim.
„Ég hef ekki tölu á þessu, þó ein-
hverjir segðu mér hana og einhverjir
ættingjar mínir hafa verið að kanna
þetta, þá gleymi ég því jafnóðum.
Legg þetta ekki á minnið. Þetta er
bara svona.“ Það gæti enda haft lítið
upp á sig þar sem að í svo stórum
hópi má alltaf eiga von á því að ný
börn skjóti upp kollinum hér og þar
og spilli talningunni.
Lárus starfaði lengi sem leigu- og
ráðherrabílstjóri, en hann vann sem
slíkur þar til hann náði 73 ára aldri,
en það var í ráðherratíð Þorsteins
Pálssonar. bso@mbl.is
Kominn aftur á götuna tíræður
Hættur við að hætta að keyra
Keypti sér VW Passat bifreið
Ljósmynd/Bílfang
Kaupsamningur Lárus sést hér reka smiðshöggið á nýjustu bílkaup sín hjá
Bílfangi, en hann hefur átt hátt í tvö hundruð bíla í gegnum tíðina.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Sigló Hótel, með gistirými fyrir
allt að 140 manns, er risið í gamla
síldarbænum yst á Tröllaskaga,
nánar tiltekið að Snorragötu 3.
Það var formlega opnað 19. þessa
mánaðar og er nýjasta skraut-
fjöðrin í hatt Róberts Guðfinns-
sonar athafnamanns, enda hið
glæsilegasta í alla staði og einn
liður í mikilli uppbyggingu hans
þar í firði, sem hófst fyrir nokkr-
um árum og sér ekki fyrir endann
á. Mætti þar nefna Bláa húsið,
Genis, Hannes Boy, Kaffi Rauðku,
nýjan golfvoll í Hólsdal, sem enn
er í smíðum, í samvinnu við sveit-
arfélagið Fjallabyggð, auk fram-
kvæmda við endurbætur á skíða-
svæðinu í Skarðsdal, svo fátt eitt
sé nefnt.
Byggingin er 3.400 fermetrar
Hótelið nýja, sem byggt er út í
smábátahöfnina, er á tveimur
hæðum, klætt timbri að utan. Her-
bergi eru 68 talsins, flest svoköll-
uð classic-herbergi, 23 m2 að
stærð, með tvíbreiðu rúmi, búin
hágæða rúmfötum.
Einnig eru á hótelinu fjögur de-
luxe-herbergi, 29 m2, tvær svítur
og ein junior-svíta. Alls er bygg-
ingin um 3.400 fermetrar að
stærð.
Er óhætt að segja að bátadokk-
in hafi gengið í endurnýjun lífdaga
með tilkomu allra þessara litfögru
húsa sem þar eru nú komin og
draga að sér mikinn fjölda gesta
og heimafólks, og er bærinn allur
jafnframt að taka stakkaskiptum,
ekki síst vegna áhrifa þaðan.
Útsýni yfir haf og fjöll
Á siglohotel.is kemur fram að
starfsfólk leggi sig fram um að
bjóða gestum upp á notalegt og
afslappandi umhverfi með klass-
ísku og rómantísku yfirbragði. Öll
herbergi hafi útsýni yfir fallega
náttúru svæðisins, bæði haf og
fjöll, og úr notalegu gluggasætinu
megi fylgjast með amstri dagsins
líða hjá. Herbergin séu rúmgóð og
prýði myndir úr Ljósmyndasafni
Siglufjarðar veggi þeirra. Gestir
hótelsins hafi aðgang að heitum
pottum og gufubaði sem verði
opnað seinni hlutann í ágúst. Á
umræddri heimasíðu er fjöldi
mynda af herbergjum og öðru,
ásamt upplýsingum af ýmsum
toga.
Fyrsta skóflustunga að hótelinu
var tekin 19. febrúar 2013 og það
gerði dóttir Róberts, Sigríður
María. Hún er viðskiptafræðingur
að mennt og var þá fram-
kvæmdastjóri Rauðku ehf. en er
nú hótelstjóri.
„Upphaflega hugmyndin að
byggingunni kom frá pabba, og
Jón Steinar Ragnarsson, frændi
minn, teiknaði síðan upp fyrir
hann en svo fór þetta til ASK
arkitekta fyrir sunnan og þar var
klárað að útfæra hugmyndina,“
segir hún, spurð um tildrögin að
þessu mikla og fagra húsi. „Jón
Steinar valdi litina að utan en
Edda Ríkharðsdóttir aðstoðaði
okkur við innanhússhönnunina.“
Á hótelinu er m.a. veitingastað-
urinn Sunna. Hann er opinn fyrir
dvalargesti og gangandi frá kl.
18.00 til 22.00 alla daga, allan árs-
ins hring. „Þar er aðeins önnur
áhersla en á Hannes Boy og Kaffi
Rauðku, við leggjum aðeins meiri
áherslu á íslenskar afurðir og
reynum að fá matinn sem næst
okkur hérna, úr nærliggjandi
sveitum, fisk og kjöt, en hann er
samt dálítið blandaður, því okkur
langar að höfða til sem flestra
gesta,“ segir Sigríður. Á barsvæð-
inu er sérstakur matseðill og yfir
daginn er hægt að kaupa sér létt-
ar veitingar þar; Sunnubar er op-
inn frá kl. 12.00 til 22.00.
Vildu vera alveg örugg
„Það er búið að bóka töluvert,
a.m.k. tvö ár fram í tímann, en
sérstaklega yfir sumarið núna,
fram á haustið. Megnið erum við
að taka í gegnum ferðaskrifstofur,
útlendingana. Við fórum dálítið
seint af stað í markaðssetningu
innanlands, af því að við vildum
vera alveg örugg um að allt yrði
tilbúið hjá okkur, en það stefnir í
fína aðsókn Íslendinga hingað í
sumar líka, engu að síður, svo
hægir eitthvað á með haustinu og
eflaust mun taka nokkur ár að
komast í góða heilsársnýtingu á
svona stóru hóteli, en við höfum
strax fengið mjög góðar viðtökur.“
Þess má að lokum geta að með
tilkomu Sigló Hótels ríflega tvö-
faldaðist gistirýmið á Siglufirði.
Fjögurra stjörnu hótel við bátadokkina
Sigló Hótel, með gistirými fyrir allt að 140 manns, er risið í gamla síldarbænum Með tilkomu
hótelsins ríflega tvöfaldast gistirýmið á Siglufirði Bókanir á hótelinu tvö ár fram í tímann
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hótelbyggingin Sigló Hótel nýtur sín mjög vel við smábátahöfnina á Siglufirði og setur svip sinn á umhverfið.
Hótelstjórinn Sigríður María Róbertsdóttir við aðalinnganginn. Morgunverðarsalur Hægt er að fylgjast með iðandi mannlífinu við höfnina.
Arinstofan Þarna er boðið upp á notalegt umhverfi til að slappa af í.
Sala á íslensku
lambakjöti hefur
verið góð að und-
anförnu og síð-
ustu tólf mánuði,
frá 1. júlí að
telja, hefur verið
6% söluaukning
frá sama tímabili
árið á undan. Í
fréttatilkynn-
ingu frá Lands-
samtökum sauðfjárbænda segir að
salan hafi aukist jafnt og þétt und-
anfarin ár. Sameiginlegt markaðs-
starf bænda og afurðarstöðva, stöð-
ugt framboð, aukinn ferðamanna-
straumur og vakning hjá íslenskum
neytendum um gæði og hollustu ís-
lenska lambakjötsins hafi skipt þar
sköpum. Ennfremur að allt bendi til
þess að þjóðarrétturinn lambakjöt
sé í sókn. Bændur vilja á næstu ár-
um auka hlut sinn í útsöluverði en
þeir fá aðeins um 33% af hverju
seldu lambalæri á meðan milliliðir
taka 57% og 10% fer í virðisauka-
skatt.
Sala á lambakjöti
jókst um 6% und-
anfarna tólf mánuði
Bændur vilja meira
fyrir sinn snúð.