Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 ✝ Þorsteinnfæddist í Ólafs- vík 30. júní 1951. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 27. júlí 2015. Foreldrar Þor- steins voru Bergþór Steinþórsson, f. 26.11. 1921, d. 22.9. 2001, og Dagmar Guðmundsdóttir, f. 3.7. 1932, d. 12.8. 2012. Systkini Þorsteins eru: 1) Guðmundur, f. 9.2. 1950, maki Matthildur Kristrún Frið- jónsdóttir, f. 12.1. 1953. 2) Ásdís Unnur, f. 17.7. 1952, maki Helgi Kristján Gunnarsson, f. 2.3. 1949. 3) Hrönn, f. 30.10. 1953, maki Björgvin Ármannsson, f. 13.10. 1949. 4) Freyja, f. 16.2. 1955, d. 16.6. 1955. 5) Freyja El- ín, f. 29.9. 1956, maki Þórarinn S. Hilmarsson, f. 30.7. 1959. 6) Björk, f. 5.9. 1958, maki Guðni hreppingafélagsins. Hann var góð eftirherma og fór á kostum sem slíkur á góðum stundum. Flug var áhugamál hjá honum. Hann tók einkaflugmannspróf árið 1983 og átti hlut í flugvél. Hestar voru annað áhugamál hans. Hann átti hesta alla tíð og hafði gaman af að fara í hesta- ferðir. Búskapur, svo sem hey- skapur, voru honum mikill ánægjutími. Þorsteinn starfaði í fiski á unglingsárunum eins og tíðk- aðist þá. Hann vann einnig ýmis verkamannastörf. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Ólafsvíkur og í Litabúðinni í Ólafsvík og var þar í nokkur ár. Á árunum 1988- 1990 rak hann loðdýrarækt í fé- lagi við Hrönn systur sína og Björgvin mann hennar á Hvoli í Ölfusi. Árið 1996 keypti hann Grillskálann í Ólafsvík ásamt Jó- hönnu og Björk systrum sínum og Guðna, manni Bjarkar og ráku þau hann til ársins 2001. Þorsteinn hóf störf hjá Olíu- dreifingu árið 2001 og starfaði hjá þeim til dauðadags. Útför Þorsteins verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 1. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurðsson, f. 20.10. 1955. 7) Aron Karl, f. 10.12. 1959, maki Kristín Björk Karls- dóttir, f. 20.9. 1968. 8) Andvana fætt stúlkubarn 21.1. 1962. 9) Jóhanna, f. 22.10. 1964. Hálf- systir Þorsteins, samfeðra, var Erla, f. 16.6. 1941, d. 27.3. 2003, maki Sig- urður Ingi Þorbjörnsson, f. 30.11. 1945. Þorsteinn giftist aldrei en hélt heimili með Jóhönnu systur sinni. Synir Freyju systur þeirra, Jóhann Arnór, f. 16.7. 1975, Emil Freyr, f. 1.4. 1985 og Steinar Darri, f. 12.3. 1990, áttu sitt ann- að heimili hjá Þorsteini og Jó- hönnu og börnum þeirra reynd- ist hann sem besti afi. Þorsteinn starfaði á yngri ár- um með Leikfélagi Ólafsvíkur og skemmti á þorrablótum Fróð- Heimsins vegur hulinn er, huga manns og vilja. Enginn þarf að ætla sér, örlög sín að skilja. (Sveinbj.Beint) Þessi vísa hér að ofan segir svo margt um hann Þorstein bróður. Það voru hans örlög að giftast ekki, eignast ekki sín eig- in börn en auðnaðist að fá að fóstra að miklu leyti syni Freyju systur sinnar ásamt Jóhönnu og var þannig hennar stoð og stytta á erfiðum tímum. Aðdáunarvert var að sjá um- hyggjuna og ástina, sem hann átti svo mikið af, fá útrás í að annast drengina og ekki síst eft- ir að börnin þeirra fæddust, þau voru honum sem eigin afabörn, þau voru líf hans og yndi. Missir drengjanna og barna þeirra er því mikill og það skarð verður aldrei fyllt. Ekki má gleyma umhyggju hans og elsku við foreldra sína sem var svo einstök og allt til hinstu stundar stóð hann við hlið þeirra, hlúði að og huggaði þá sem syrgðu. Þorsteinn var mikill mannasættir og mátti ekki vita til þess að ósætti væri innan fjöl- skyldunnar og var ánægðastur ef allir voru sáttir. Það er svo lýsandi fyrir hann, að þegar hann var orðinn mikið veikur og gesti bar að garði, að gera vel við viðkomandi í mat og drykk þrátt fyrir að þrekið væri lítið, alltaf að hugsa um aðra. Já, það er erfitt að hugsa til þess að Þorsteinn bróðir sé dá- inn, kletturinn hjá svo mörgum, hagleiksmaðurinn og traust fjöl- skyldunnar. Það lék allt í höndum hans, að mála, smíða, viðgerðir á öllu mögulegu. Hann var listakokkur og margir leituðu til hans um hjálp þegar mikið stóð til. Hestamaður var hann af lífi og sál og voru hestarnir ekki síð- ur gæludýr hjá honum en reið- hestar. En fjölskyldan var númer eitt hjá honum og var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa þar sem þörfin var, kom óbeðinn um langan veg og tók til hendinni. Hann var hrókur alls fagnað- ar þegar þannig lá á honum en var að öllu jöfnu hógvær og lít- illátur. Betri eftirhermu höfum við ekki heyrt í og átti hann það til að taka eitthvert okkar systk- inanna fyrir, bæði með róm og látbragði, náði hann okkur svo við veltumst um að hlátri. Hann var með eindæmum klígjugjarn og mátti hann varla heyra ógeðsbrandara án þess að æla og man ég (Hrönn) eftir þegar hann ákvað að koma með okkur í loðdýrarækt. Hann gekk eftir skálanum endilöngum og kúgaðist alla leið að enda skálans, þar dró hann djúpt að sér andann og eftir það var allt í lagi. Hlógum við mikið að þessu. Önnur saga er þegar við vor- um að bíða eftir að Huld hryssan hans myndi kasta. Ég (Hrönn) hafði á orði um kvöld að hundur myndi ég heita ef hún kastaði ekki þá um nóttina og með það sama þá kallaði hann mig Snata allt kvöldið og var því mikill létt- ir þegar ég sá folaldið um morg- uninn. Alltaf var stutt í stríðnina hjá honum. Það eru leiðarlok hjá ljúfum og góðum dreng sem við eigum eftir að sakna. En við þökkum fyrir að hafa átt hann fyrir bróð- ur, vin og frænda, fyrir það er- um við þakklát. Erfitt er að hugsa vestur og þar er enginn Steini bróðir tilbúinn með kjöt- súpu eða læri í ofninum og bíður eftir okkur. Þökk fyrir allt, Steini minn. Megi englarnir vefja þig örmum þar sem þú ert. Hrönn, Ásdís (Dísa) og fjölskyldur. Það er mikil sorg sem ríkir hjá okkur, fólkinu þínu, núna. Þú barðist hetjulega við þennan öm- urlega sjúkdóm sem enginn á skilið að fá. Guð hefur nú fengið þig til sín og mikið er hann hepp- inn með það því þú er svo ein- stök manneskja. Þegar maður gengur í gegnum erfiða tíma, þá eru það minningarnar sem hjálpa manni og við eigum þær svo margar til að ylja okkur við. Það var ekki hægt að hugsa sér betri bróður og mág en þig, elsku Steini okkar. Ég veit þér líður betur núna, þetta líf er svo ótrúlega skrítið stundum. Þú munt alltaf eiga risastóran stað í hjarta okkar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Björk og Guðni. Elsku Steini frændi, við kveðjum þig með sorg í hjarta. Þó svo það sé sárt að kveðja þá þökkum við fyrir að hafa þekkt þig, þú gerðir okkur ríkari með tilveru þinni og vináttu. Þeir segja mig látinn, en ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljós var úthlutað öllum jafnt og engum ber það að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Kveðja frá Noregi, Sandra, Jakob og synir. Elsku Steini okkar. Þú kvadd- ir okkur allt of fljótt frá þessum heimi. Við hefðum viljað hafa þig svo miklu lengur í lífi okkar enda varstu sem einn af fjölskyldunni. Okkur er litið hinum megin við götuna og sjáum þig fyrir okkur sitja við svalahurðina með kaffi- bolla og skima yfir hvort einhver sé vaknaður hjá okkur svo þú getir komið yfir og fengið þér kaffisopa og spjallað við börnin okkar sem voru þér svo kær, enda varstu daglegur gestur mörgum sinnum á dag. Við mun- um sakna aspassúpunnar sem þú gerðir alltaf á jólunum og gæða- matreiðslunnar sem var þér svo hjartfólgin. Þú kenndir okkur svo margt um hvernig á að elda góðan mat og fullkomna sósu sem maður náði þó aldrei að gera jafn fullkomna eins og þú, því þín sósa var einfaldlega sú besta. Þú áttir svo mikinn part í okkar lífi að það verður aldrei fyllt upp í það tómarúm sem þú skilur eftir þig. Hjartabetri og hjálpsamari mann er erfitt að finna. Þú varst Emil sem uppeld- isfaðir og börnunum okkar sem afi. Þú áttir þó eina skondna hlið það var að þú varst einstaklega klígjugjarn og eigum við margar góðar minningar um það. Elsku Steini okkar, takk fyrir allt, blessuð sé minning þín. Emil Freyr Emilsson og Herdís Leifsdóttir og börn. Þorsteinn Bergþórsson Þegar við nú kveðjum móðursyst- ur okkar, Boggu frænku frá Baldurs- heimi, langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Bogga og Baldur áttu þrjú börn: Ásgeir, Ingu Arnhildi, sem lést mjög ung, og son sem dó rétt eftir fæðingu. Barnamissirinn var þeim þungur en þau voru alltaf sam- stiga í lífinu bæði í sorg og gleði. Bæði voru þau glaðlynd og mjög félagslynd. Við systkinin dvöldum hjá Boggu frænku og Baldri á hverju sumri langt fram á unglingsár. Þar dvöldu líka amma Rósa og afi Friðjón á sínum efri árum. Þessi Ingibjörg Friðjónsdóttir ✝ Ingibjörg Frið-jónsdóttir fæddist 9. október 1919. Hún lést 19. júlí 2015. Útför Ingibjarg- ar fór fram 31. júlí 2015. ár hjá þeim voru okkur ómetanleg og ógleymanleg. Heim- ili þeirra var hlýtt og notalegt og stóð æv- inlega öllum opið. Bogga frænka var yndislega góð kona og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Hún var ræktunar- kona og var með kál- garð, okkur þótti ekki alltaf gaman að þurfa að vökva kálið. Alltaf var farið í að minnsta kosti eina ferð á sumri í kringum Mývatn og stundum lengra. Þessar ferðir geymum við í minningunni. Bogga var dugleg að taka þátt í ýmsu félagsstarfi, meðal annars söng hún í Kirkju- kór Skútustaðakirkju og kvenna- kórnum Lissý. Bogga var mikil hannyrðakona og var mörg sumr- in í Dyngjunni með handverk sitt. Við systkinin eigum öll muni, sem hún bjó til handa okkur. Á síðari árum var fastur liður að fara til Boggu í Baldursheimi á sumrin og alltaf voru móttökurnar jafn góðar og hlýlegar. Við þökkum Boggu frænku allar yndislegu samveru- stundirnar sem við áttum með henni. Við vottum Ásgeiri frænda, Þórhöllu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Rósa, Jón og Ólafur. Elsku Bogga mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér svo enda- laust. Sumrin hjá ykkur Baldri voru og eru í minningunni svo stór hluti af mínu lífi. Þvílík forréttindi það voru fyrir mig að vera sendur í sveit til ykkar. Vera hjá ykkur sumar eftir sumar við endalausa hlýju og væntumþykju svo aldrei bar þar skugga á. Fóstra mín, 47 ár eru langur tími í ævi hvers manns en þann tíma hafið þið hjónin átt í bænum mínum. Elsku Bogga, með djúpri virð- ingu kveð ég þig. Far þú í Guðs friði. Kristinn Tómasson (Kiddi Tomm). Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Okkar ástkæri, EGGERT ÓLAFSSON í Bakka, Hvanneyrarbraut 25, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, 24. júlí. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Sólrún Valsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞORSTEINSSON skipstjóri, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést hinn 26. júlí 2015 á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. ágúst kl. 13. . Helga Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Magnússon, Elín Birna Sigurgeirsdóttir, Þorsteinn H. Magnússon, Guðrún M. Jóhannsdóttir, Birna G. Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon, Guðrún J. Óskarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Margrét Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGFRÍÐ ÞORVALDSDÓTTIR, lést hinn 22. júlí. Útförin fer fram í Háteigskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13. . Þorvaldur Gunnlaugsson, Katrín Guðjónsdóttir, Helgi M. Gunnlaugsson, Laufey Hrönn Jónsdóttir, Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Brúarflöt 4, Akranesi, andaðist á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Akranesi, 27. júlí. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Þóra Gunnlaugsdóttir og Guðmundur F. Gunnlaugsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR BJARNI VILHJÁLMSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, lést á Landspítalanum 23. júlí. Útför verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. . Guðrún Árnadóttir, Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, Magnús Skúlason, Haukur Vilhjálmsson, Ji Xing, Unnur Vilhjálmsdóttir, Þráinn Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, GUÐMUNDUR GUNNARSSON, Víkurgötu 6, Stykkishólmi, sem lést þriðjudaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Matthildur Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.