Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
✝ Ágústa Þor-valdsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. maí 1967. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. júlí
2015.
Foreldrar henn-
ar eru Þorvaldur
Guðnason, f. 7. júlí
1944, og Ingibjörg
Þorgilsdóttir, f. 5.
júlí 1947. Systir Ágústu er Sig-
ríður Þorvaldsdóttir, f. 3. októ-
ber 1973, sambýlismaður Þórir
Gíslason.
Eiginmaður Ágústu er Árni
Ingvarsson, f. 8. ágúst 1956, og
eiga þau þrjá syni. Þeir eru: 1)
Þorvaldur Ingi, f. 31. ágúst
1988, 2) Hjálmur Örn, f. 13. júlí
1990, og 3) Snæbjörn Þorri, f.
21. janúar 1994. Sambýliskona
hans er Ingibjörg Anna Hinriks-
dóttir. Sonur Árna er Árni
Freyr Árnason, f. 16. september
1981. Hann er kvæntur Sig-
urveigu Magnúsdóttur og eiga
þau tvö börn, Elínu
og Kristófer Árna.
Ágústa ólst upp á
Skarði í Lund-
arreykjadal og bjó
þar svo til alla ævi.
Hún lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð 1987 og
kennaraprófi frá
Kennaraháskóla Ís-
lands 2003. Um
áramót ’87-’88 tóku þau Árni við
búskap á Skarði af foreldrum
Ágústu. Ágústa starfaði við
kennslu í Grunnskóla Borg-
arfjarðar á Kleppjárnsreykjum
frá árinu 1999. Hún tók virkan
þátt í félagsmálum og sat um
skeið í sveitarstjórn auk þess að
gegna trúnaðarstörfum hjá hin-
um ýmsu félögum. Hún var
einnig félagsmaður í Ullarselinu
á Hvanneyri og seldi handverk
sitt þar.
Útför Ágústu fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 1. ágúst
2015, kl. 11.
Með þessum orðum vil ég
minnast stóru systur minnar
sem þurfti að fara frá mér fyrr
en ég gerði ráð fyrir. Minning-
arnar hrannast upp, samveru-
stundir í gleði og sorg, stórum og
smáum, koma upp í hugann.
Gústa systir var hörkutól og
tryggðatröll og lét sig ekki fyrr
en í fulla hnefana. Hún fór þang-
að sem hún ætlaði sér og lagði
mikið á sig til að ná markmiðum
sínum. Þau voru líka á hreinu.
Frá barnsaldri bjó hún yfir
þrautseigju og góðum skammti
af þvermóðsku. Litlu systur
fannst hún stundum óbilgjörn og
oft tókumst við á og ágreinings-
efnin voru ekki alltaf merkileg
eins og gengur milli systkina.
Nokkur bláber á röngum stað,
uppvaskið, að ógleymdum smal-
arifrildum þegar ég þótti of rass-
þung og rög og mér fannst hún
hroðalega frek og tilætlunarsöm.
En við vorum samt góðar systur
og stóðum saman þegar þess
þurfti.
Hún var hafin yfir prjál og pell
og yfirborðsmennska og fagur-
gali var henni eitur í beinum.
Hún var hrein og bein, hafði
ákveðnar skoðanir og vissi hvað
það er sem skiptir máli í lífinu.
Kennarahlutverkið var henni í
blóð borið og hún var fyrsti
kennarinn minn. Hún kenndi
mér grunnatriðin í því sem hefur
veitt mér hvað mesta gleði og
ánægju í lífinu; að lesa, bæði bók-
stafi og nótur. Við deildum áhuga
á bókum, íslensku máli, tónlist og
handavinnu en vorum þó langt í
frá sammála á öllum sviðum.
Með árunum öðluðumst við þó
þroska til að ræða málin á skyn-
samlegan hátt og vorum góðar
vinkonur þótt oft liði langt á milli
heimsókna og símtala. Alltaf var
sterkur þráður á milli okkar og
við þurftum ekki mörg orð.
Nú tognar ögn á þræðinum en
það er huggun harmi gegn að
hún er laus úr helsi veikinda og
getur aftur um frjálst höfuð
strokið. Ég trúi því að hún sé
komin heim í dalinn okkar og
dvelji þar um ókomin ár.
Ég þakka fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum saman og bið
guð og góðar vættir að styðja
okkur öll sem syrgjum Gústu á
Skarði. Öll hret styttir upp um
síðir og við skulum minnast
hennar með gleði og þakklæti.
Sigríður Þorvaldsdóttir.
Vorið 1967 var með kaldara
móti enda hafi hafís verið
skammt undan norðurlandinu og
fyrir því fannst í Borgarfjarðar-
dölum eins og annars staðar. En
í Lundarreykjadalnum gekk lífið
sinn vanagang, í maímánuði
komu lömbin í heiminn en skulfu
kannski aðeins lengur en venju-
lega. En að Skarði bar það til að
ábúendum, Þorvaldi móðurbróð-
ur mínum og Ingibjörgu, fæddist
dóttir sem skírð var Ágústa
svona skáhallt eftir langömmu
sinni, Ágústínu. Án þess að hafa
rannsakað það ítarlega héld ég,
að þá hafi verið a.m.k. hálf öld
liðin frá síðustu barnsfæðingu til
heimilsfólks að Skarði. Þetta
voru því tímamót á marga vegu
og kuldinn og tíðarfarið gleymd-
ust fyrir vikið. Ég var að vanda
mættur í sveitina og kunni sæmi-
lega að fara með nýborin lömb en
öllu síður að umgangast nýfætt
barn. Hafi vistin í sveitinni og
umgengni við landið verið ung-
lingi holl, þá var félagsskapurinn
við kornabarnið enn hollari og
varð þar til sú taug sem aldrei
slitnaði þó svo að samgangur
minnkaði með árunum. Sú stutta
óx fljótt úr grasi og hóf að upp-
götva heiminn eins og gengur.
Það var enginn smáheimur, þar
sem borgarbörnin hafa sína fer-
metra hafði Gústa sína hektara
með tilheyrandi útihúsum. Allt
iðaði af lífi og sú stutta hræddist
ekki neitt. Þegar fram liðu
stundir varð hún jafnvíg til
verka úti sem inni og blés að
mestu leyti á hefðbundin kynja-
hlutverk í leik og starfi. Skóla-
gangan reyndist henni létt og
síðar meir settist hún við kenn-
araborðið. Gústa ólst upp á tals-
verðum umbrotatímum í bú-
skaparháttum og lífið var ekki
alltaf dans á rósum fyrir fjöl-
skylduna. Útsjónar- og nægju-
semi var þörf og tók Gústa það
með sér inn í lífið. Hún sá ræki-
lega til þess að ekki yrði hálfar
aldar bið eftir barnsfæðingum
að Skarði eftir fæðingu Sigríðar
systur sinnar. Með Árna átti
hún þrjá syni sem þau nefndu
eftir öfum drengjanna og einnig
fyrrum bónda að Skarði, Hjálmi
Þorsteinssyni. Svo fór, að Gústa
og Árni tóku við búskapnum af
foreldrum hennar og höfðu þau
komið sér ágætlega fyrir ásamt
drengjunum þegar veikindin
knúðu dyra. Gústa vann fyrstu
lotu og átti allnokkur góð ár en
sjúkdómurinn er lævís og lagði
frænku mína að velli langt fyrir
aldur fram. Er sárt til þess að
hugsa nú að forsjónin hefur í
föðurætt Gústu alltof sjaldan
unnt konum langlífis. Vera kann
að einhverjar þeirra hafi ekki
ávallt fylgt þeim lífsháttum sem
kalla mætti heilsusamlega, en
það átti ekki við um frænku
mína. Hófið var þar í öllu. Engin
leið er að skilja hvers vegna
henni var ekki gefið tækifæri til
halda lengur samvistum við sína
nánustu og uppskera laun erf-
iðis síns. Við kveðjum við hana
með trega sem engin orð fá lýst,
en minningin lifir og ég vona
innilega að arfleifð hennar megi
finna sem lengst að Skarði. Þær
aðstæður komu upp nýverið að
ég og Guðni bróðir minn gátum
liðsinnt henni og Árna í þeim
efnum og það mun standa. Vertu
sæl mín kæra og hvíldu í friði.
Oddur Ólason.
Minningar um sumur í sveit
þar sem hringingin var þrjár
stuttar, Nalli var tegund af
dráttarvél, kýr voru reknar í
móa, kettir hétu Hali, hundur
Tobbi og hestur Léttir. Þessar
minningar hafa sótt á mig núna
þegar Gústa frænka mín á
Skarði er látin, um aldur fram
eftir hetjulega baráttu við
krabbamein. Þetta voru sumur
sem ég átti í Lundareykjadal
þar sem Gústa ólst upp og tók
síðar við búi. Ég syrgi Gústu og
samhryggist Valda, Ingu, Árna
og fjölskyldunni allri sem og
sveitungum hennar og vinum.
Samt er ég þakklátur fyrir að
eiga þessar minningar um
frænku mína og leiksystur, um
berjatínslu, gönguferðir á
Skarðshnöttinn þar sem sást vel
yfir þetta allt, yatsy og kasínu
þegar rigndi og ekki minnst
þetta frábæra skopskyn sem
hún átti allt fram á síðustu
stund.
Guðni Gunnarsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast kærrar mágkonu minn-
ar, Ágústu Þorvaldsdóttur,
Gústu eins og hún var jafnan
kölluð. Ég man enn þann dag
fyrir rúmum 30 árum, er ég var
stödd á útihátíð í Húsafelli, að
ég frétti af því að hann Árni
bróðir minn ætti orðið kærustu
úr sveitinni sem væri jafnaldra
mín. Ég man að mín fyrstu við-
brögð voru á þá leið að það gæti
nú aldrei blessast þar sem við
værum nú svo ungar og Árni
væri, jú, stóri bróðir minn. Svo
kynntist ég Gústu og sá strax að
þetta með aldurinn höfðu verið
algjörlega óþarfa vangaveltur
hjá mér. Þau Árni og Gústa
höfðu þá þegar fundið stóru ást-
ina í lífi sínu sem óx og dafnaði
fram á síðasta dag hennar. Þau
voru samhent hjón, bestu vinir
hvors annars og stolt og ánægð
með syni sína og líf sitt.
Það var ekki bara gæfa bróður
míns að kynnast Gústu sinni
heldur gæfa okkar allra sem urð-
um henni samferða í lífinu. Hún
var einstök kona með fallega lífs-
sýn sem gerði hvern þann að
betri manni sem henni kynntist.
Nú er hún Gústa mín fallin frá
í blóma lífsins eftir að hafa háð
hetjulega baráttu við sjúkdóm
sinn fram á síðasta dag, alltaf já-
kvæð og staðráðin í að hafa betur
í baráttunni. Elsku bróðir minn,
bróðursynir, foreldrar og systir
Gústu, hugur minn er hjá ykkur
og megi góður guð styrkja ykkur
í sorginni.
Elsku Gústa mín, ég kveð þig
nú og þakka þér fyrir samfylgd-
ina og bið guð að geyma þig.
Þín mágkona,
Guðrún Hildur.
Ég hef þekkt Gústu á Skarði
frá því ég man eftir mér. Við er-
um alin upp í sömu sveit, hvort
sínum megin við Grímsána,
gengum saman í barnaskóla og
höfum átt margt gott saman að
sælda síðan.
Það er ekki sjálfgefið, þegar
maður er barn, að maður líti upp
til jafnaldra sinna, miklu fremur
þeirra sem eldri eru. Gústa er
hins vegar ein þeirra sem ég hef
alltaf borið virðingu fyrir, alveg
frá því við vorum óvitar (og ég þó
sennilega sýnu meiri). Gústa lét
að sér kveða í sínu umhverfi al-
veg frá því í grunnskóla. Hún fór
ekki fram með neinum látum
heldur ávann sér virðingu og
traust með dugnaði, samvisku-
semi og hógværð. Það var aldrei
leiðinlegt að vera í félagskap
Gústu og það versnaði heldur
ekki þegar Árni var kominn við
hennar hlið. Við Gústa unnum
mikið saman í Ungmennafélag-
inu Dagrenningu, á tímabili, og
vorum saman í fyrstu stjórn leik-
deildar félagsins. Það var sam-
starf sem ég er þakklátur fyrir.
Við vorum vissulega ekki alltaf
sammála en ég bar hins vegar
oftar en ekki gæfu til þess, fyrir
rest, að láta hana hafa vit fyrir
mér. Það reyndist mér jafnan
vel. Ég minnist Gústu á sviðinu í
Brautartungu í hlutverki Rauðs-
mýrarmaddömunnar í Sjálf-
stæðu fólki. Ég minnist hennar
líka á traustum smalaklár á fal-
legum haustmorgni í göngum á
afréttinum. Í þeim hlutverkum,
sem og öðrum naut hún sín vel.
Við Gústa fermdumst saman í
Lundarkirkju vorið 1981, ásamt
þremur öðrum Lunddælingum. Í
seinni tíð, þegar við hittumst, eða
heyrðumst, ávörpuðum við hvort
annað: „kæra fermingarsystir“
eða „kæri fermingarbróðir“. Það
þótti okkur af einhverjum ástæð-
um fyndið. Því segi ég: Kæra
fermingarsystir. Takk fyrir sam-
fylgdina það sem af er. Sjáumst
síðar.
Gísli Einarsson.
Mig langar að flétta lítinn
sveig að leggja fram á útfarar-
degi elskulegrar samferðakonu,
Ágústu Þorvaldsdóttur. Minn-
ingar um hana eru einmitt eins
og fjölskrúðugt blómríki sumars-
ins, sem nú skartar sínu fegursta
og raðast auðveldlega í fallegan
sveig. Það var lengst af von mín
að þurfa ekki að loka honum svo
skjótt, að hann fengi að vaxa og
mótast lengi enn, en lífið tók
þessa köldu stefnu og ég verð
eins og aðrir að beygja mig undir
leiðarlokin.
Ágústa var að komast á ung-
lingsárin þegar ég man hana
fyrst, hún var nemandi á Klepp-
járnsreykjum þegar við fjöl-
skyldan fluttum þangað. Fasið
var snaggaralegt og hvar sem
hún fór, nutu sín dökkar brúnir
og brár. Seinna fréttum við af
ungri húsmóður á Skarði, sem
tók við búi foreldra sinna og lét
sig mál sveitarinnar varða, þar
var Ágústa komin. Ræktaði
myndarlega búið sitt og heimili,
tók meðal annars þátt í sveitar-
stjórn, varð eftirminnileg í leik-
ritum Dagrenningar, söng í
kirkjukórnum og návist hennar
og fólksins á Skarði hafði sitt að
segja í því sem fram fór í Lund-
arreykjadal. Við þekkjum öll
næringuna, sem stoðir sam-
félagsins sækja til viljugra og
Ágústa fyllti sannarlega þann
hóp alla ævi og hvatti fólkið sitt
til hins sama. Drengirnir hennar
og Árni höfðu forgang og það var
ánægjulegt þegar unglingurinn,
sem við þekktum forðum, kom og
kynnti drengina sína til leiks í
samfélaginu. Ljómi skein úr aug-
um þegar þeir skiluðu vel því
sem lífið bauð þeim.
Mér er ofarlega í huga hver
ánægja fylgdi því þegar Ágústa
kom til liðs og styrktar í okkar
sameiginlegu verkefnum,
kennslu á Kleppjárnsreykjum og
söng með Freyjunum og í Reyk-
holtskórnum. Birta og yfirvegun
einkenndi brennandi áhuga
hennar og starfsþrótt og smit-
andi umburðarlyndi og bjartsýni
gerðu alla hjalla yfirstíganlega,
og var þó hvergi slakað á metn-
aði. Ég valdi mér gjarnan að
standa nálægt Ágústu í söng-
starfinu, við vorum áþekkar að
stærð, en mestu skipti þó röddin
hennar og andlegt jafnvægi. Nú
er skarð fyrir skildi í hópnum
okkar.
Sömu stöðu valdi ég mér oft í
skólanum. Þar kom sér vel að
geta rætt af heiðarleika og
raunsæi um verkefnin og að við-
bættri glettninni breyttust erfið
mál oft í spennandi lausnaleitir.
Nemendur og samstarfsmenn
nutu hennar bestu kosta og þar
fór saman þessi jákvæða festa og
gleði, sem skapa eftirsóknar-
verða skólamenningu. Stundirn-
ar með Ágústu lýstu af vilja og
löngun til að njóta hverrar
stundar og víkja aukaatriðum til
hliðar. Ég sé þessa sólarsýn
fylgja henni allar götur, líka þá
sem hún átti erfiðasta undir lok-
in.
Hver veit hvort
hinsta kvöld vort
er nær
eða fjær.
Lofum því líðandi stund
hvern ljúflingsfund
vinur kær.
(Guðl. Ó.)
Fleiri blóm, sem minna mig á
kæra vinkonu, verða ekki tínd til
að sinni. Ég geymi þau í hjarta
mínu og þar munu þau blómstra
áfram. Við Guðlaugur og börnin
okkar þökkum samferðina og
sendum allri fjölskyldunni inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að blessa minningu
Ágústu Þorvaldsdóttur.
Jónína Eiríksdóttir,
Reykholti.
Okkur langar að minnast
hennar Ágústu okkar í nokkrum
orðum. Hún var umsjónarkenn-
arinn okkar í fyrsta bekk þegar
við mættum spennt í skólann
með nýju skólatöskurnar okkar á
bakinu. Hún var okkar stoð og
stytta í gegnum okkar fyrstu
skref á skólagöngunni.
Í áttunda bekk tók hún við
okkur aftur. Þá vorum við búin
að sameinast krökkunum frá
Hvanneyri í 6. bekk. Við vorum
auðvitað svolitlir fjörkálfar enda
komin í unglingadeild og að stíga
okkar fyrstu skref inn í fullorð-
insárin. Hún tæklaði okkur með
stóískri ró og yfirvegun og var í
senn góður kennari og félagi.
Það var okkur mikið áfall þeg-
ar Ágústa veiktist þegar við vor-
um hálfnuð með níunda bekk og
þurfti að hætta að kenna. Við
fylgdumst með baráttu hennar í
gegn um súrt og sætt og hún
fylgdist með okkur klára okkar
grunnskólagöngu í fjarlægð og
með reglulegum heimsóknum í
skólann.
Það gladdi okkur óendanlega í
vor þegar við vorum að útskrif-
ast úr 10. bekk að Ágústa gat séð
sér fært að koma og gleðjast með
okkur og við náðum að faðma
hana og gefa henni gjafir.
Elsku Árni, Þorvaldur,
Hjálmur og Snæbjörn, við send-
um innilegar samúðarkveðjur til
ykkar.
Fyrir hönd árgangs 1999 í
Grunnskóla Borgarfjarðar,
Kleppjárnsreykjum,
Arna Rún Þórðardóttir.
Kveðja frá Reyk-
holtskórnum
Hún Ágústa Þorvaldsdóttir,
kórfélagi okkar til margra ára, er
látin eftir langa baráttu við erfið
veikindi.
Það er sárt að sjá á eftir fólki
sem er burtkallað í blóma lífsins.
Við kórfélagar þínir þökkum
þér áralangt farsælt samstarf í
Reykholtskórnum. Þar er nú
skarð fyrir skildi og þín er sárt
saknað.
Við geymum dýrmæta minn-
ingu um góða og heilsteypta per-
sónu, vin og félaga.
Guð blessi okkur þá minningu.
Við biðjum góðan Guð að leiða
og styrkja hann Árna, fjölskyld-
una alla svo og aðra ástvini sem
sár harmur er að kveðinn.
Fyrir hönd Reykholtskórsins,
Þorvaldur Jónsson.
Það er hverjum félagsskap
nauðsynlegt að hafa innan sinna
vébanda fólk, sem í sveita síns
andlits er tilbúið að leggja tals-
vert á sig, þannig að hlutirnir
gangi og þróist eins og best
verður á kosið. Ágústa Þorvalds-
dóttir á Skarði var slík mann-
eskja. Hún hefur undanfarin ár
starfað sem gjaldkeri Veiði-
félags Grímsár og Tunguár og
gert það mjög vel. Það hefur
þurft að taka á ýmsum breyting-
um í veiðiumhverfinu og þar hef-
ur gilt að vera staðfastur en um
leið sanngjarn. Þannig var
Ágústa og með því ávann hún
sér traust og virðingu þeirra
sem hún starfaði fyrir og með.
Síðustu mánuði mátti Ágústa
berjast við illvígan sjúkdóm. Það
varð þó ekki til þess að hún van-
rækti skyldur sínar við hinn ver-
aldlega heim, þvert á móti lagði
hún metnað sinn i að standa sig.
Aldrei kvartaði hún né baðst
undan verkum og skilar verki
sínu vel undirbúnu til þeirra er
við taka.
Stjórnarsetu Ágústu er nú
lokið. Hún leggur ekki fyrir fleiri
greinargerðir um fjármál, fram-
kvæmdir og fjárhagsstöðu. En
eftir lifir minning um skemmti-
legan og glöggan starfsfélaga og
vin, sem oft sá hlutina í öðru ljósi
en við hinir. Það er ríkidæmi að
starfa með slíkri manneskju.
Um leið og stjórn VGT þakkar
gott samstarf sendum við Árna
og fjölskyldunni á Skarði okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Veiðifélags Gríms-
ár og Tunguár,
Sveinbjörn Eyjólfsson.
Ágústa
Þorvaldsdóttir
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898-5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA