Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 12

Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hótel landsins eru mörg smekkfull enda sumarið mesti álagstími árs- ins. Hundahótel eru þar engin und- antekning, en verslunarmannahelg- in er sérstakur álagstími. Að sögn Guðríðar Þ. Valgeirsdóttur sem rekur Hundagæsluheimilið á Arn- arstöðum, er allt uppbókað þessa mestu ferðahelgi ársins. „Þetta er ásæknasta helgi ársins. Það eru líklega öll hótel full núna. Víða er bannað að vera með hunda á útihátíðum, fólk er líka að ferðast á stöðum þar sem það getur ekki haft hundana með sér,“ segir Guðríður. Aðspurð hvort hún finni fyrir auknum utanlandsferðum lands- manna segir hún svo vera. „Ég tek mest eftir því að fólk virðist fara skyndilega út. Fólk hoppar á þessi tilboð sem birtast með skömmum fyrirvara,“ segir Guðríður, en algengast er að hundar dvelji á hundagæsluheim- ilinu í viku eða tvær. Guðríður segir að toppar og lægðir séu í rekstrinum, örlítið dragist saman yfir vetrartímann. Rótgróin starfsemi Guðríður, ásamt eiginmanni sín- um, hefur staðið að rekstrinum frá árinu 1983. Áður var hótelið rekið af Hundavinafélagi Íslands og Hundaræktarfélagi Íslands, en hót- elið var hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þar er pláss fyrir átján hunda og er hótelið opið árið um kring. Arnarstaðir Guðríður hefur rekið hundahótelið frá árinu 1983 ásamt eig- inmanni sínum, Gunnari B. Gunnarssyni, en það er uppbókað um helgina. Hundahótel upp- bókuð um helgina  Fleiri utanlandsferðir hafa áhrif hafnarsvæðið. Eldri myndina tók hann á ná- kvæmlega sama stað árið 1974. Þá voru fyrir- hugaðar miklar framkvæmdir á svæðinu og hugsaði hann með sér að gaman væri að eiga ljósmynd af byggingunum, sem hann þekkti frá barnsaldri, áður en þær hyrfu. Karl kveðst hafa tekið svolítið af ljós- myndum í borginni og víðar á undanförnum ár- um og væri fróðlegt að bera þær eldri saman við þá mynd sem nú blasir við af sömu stöðum „Það eru ótrúlega miklar breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum,“ segir hann. Skemmur og skúrar Eldri myndin sýnir nyrsta hluta gömlu aust- urhafnarinnar eða Austurbugtar. Þar voru þegar myndin var tekin alls kyns skemmur og skúrar sem tengdust skipakomum í höfnina. Svæðið afmarkast af Ingólfsgarði og Faxa- garði. Maðurinn sem er á leið með brúsa í hönd yfir Kalkofnsveg starfaði við uppskipun. Aust- urhöfnin tók reyndar miklum breytingum löngu áður en hafist var handa um byggingu Hörpu. Vinstra megin við skemmurnar á eldri myndinni var Kolakraninn frægi um áratuga- skeið, þar var síðar mikill vöruskáli á vegum Eimskipafélagsins og um árabil var þar at- hafnasvæði skipafélagsins Hafskipa. Sögufrægur staður Seðlabankinn reis í byrjun níunda áratug- arsins á lóð þar sem Sænska frystihúsið stóð þegar eldri myndin var tekin. Frystihúsið var tekið í notkun árið 1930 en rifið árið 1981. Upp- haflega var húsi Seðlabankans ætluð lóð á norðurhluta Arnarhóls og risu af því gífurlegar deilur. Var staðsetningunni því breytt. Á 19. öld var á núverandi lóð Seðlabankans sögufrægt mannvirki, Batteríið, vígi með fall- byssum sem Jörundur hundadagakonungur lét reisa þegar hann var „hæstráðandi til sjós og lands“ á Íslandi árið 1809. Fram eftir 19. öld var staðurinn vinsæll til að eiga góðar stundir með kærum vinum. Gengu Reykvíkingar þangað á góðvirðisdögum og nutu útsýnisins. Það varð þess vegna uppi fótur og fit í bænum um aldamótin 1900 þegar auðmannsfrú ein, Helga Vídalín, keypti lóðina og hugðist reisa þar sumarhús og loka fyrir aðgang almenn- ings. Bæjarbúar risu upp sem einn maður og mótmæltu þessu en fengu ekki við ráðið þar sem frúin og eiginmaður hennar, útgerðar- maðurinn Jón Vídalín, áttu vini á háum stöðum og á þingi. Kristján konungur IX hlustaði hins vegar á raddir fólksins og synjaði lögum frá Alþingi um sölu jarðarinnar staðfestingar. Ekkert varð því að kaupunum. Hafnarstarfsemi þar sem Harpa er nú  Ljósmyndir sýna þær miklu breytingar sem orðið hafa á austurhluta gömlu hafnarinnar á 40 árum Ljósmyndir/Karl G. Smith Breytingar Það er dálítið öðruvísi útsýnið frá horni Seðlabankans út á sundin blá. Myndin til vinstri er tekin 1974 og sú til hægri árið 2014, á nákvæmlega sama stað. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Mér er í minni þegar ég fór sem krakki með föður mínum inn í litla húsið með stóra stromp- inum þarna á eldri myndinni. Þar sátu menn við kaffidrykkju svo að í minningunni finnst mér sem þetta hljóti að hafa verið kaffistofa,“ segir Karl G. Smith þegar hann færði Morgun- blaðinu tvær æði ólíkar myndir af sama svæð- inu við gömlu höfnina í Reykjavík, teknar með fjörutíu ára millibili. Á nýrri myndinni, sem tekin var í fyrra, sést Harpa í öllu sínu veldi og aðeins glittir í húsvegg Seðlabankans til hægri. Karl starfaði í bankanum í hálfa öld, síðustu áratugina á efstu hæðinni í byggingunni við Kalkofnsveg og hafði því gott útsýni yfir gamla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.