Morgunblaðið - 01.08.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 01.08.2015, Síða 28
Stundum er sagt að rithöfundur þurfi aðeins að eiga einn góðan lesanda. Ef það er satt, þá var Jóhanna frænka þannig lesandi. Hún las ljóðin mín af áhuga og innsæi og studdi mig alltaf með ráðum og dáð, líkt og hún gerði við allt sitt fólk. Jóhanna var í raun afskap- lega lítið upptekin af sjálfri sér en þeim mun umhugaðra og áhugasamari um aðra. Aftur á móti gat hún verið nokkuð þrjósk og andsnúin hvers kyns „framförum“ á borð við einka- banka og greiðslukort og neitaði til dæmis alveg að tileinka sér einföldustu tölvutækni. Eitt óttaðist hún þó mest en það voru lesbrettin. Hún gat ekki hugsað sér þá framtíðarsýn að þau myndu ryðja bókinni úr vegi, þessum „bestu vinum sál- arinnar“ eins og skáldkonan Emily Dickinson kallaði sínar uppáhaldsbækur. Þegar gerð var könnun á uppáhaldsbókum Íslendinga í Kiljunni fyrir ekki svo löngu síðan, hringdi Jóhanna frænka upp í Ríkisútvarp og fékk leyfi til að skila inn hand- skrifuðum lista, tölvupóstur kom ekki til greina. Listann sýndi hún mér. Þarna voru góðir og Jóhanna Jóhannsdóttir ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist 12. maí 1949. Hún lést 21. júlí 2015. Útför Jóhönnu fór fram 31. júlí 2015. gegnir höfundar, sumir gætu jafnvel kallað þá nokkuð gamaldags og hefð- bundna. En ekki skyldi rugla saman íhaldssemi og góð- um smekk, því Jó- hanna var smekk- manneskja á bókmenntir eins og annað. Um þetta vottar litla bóka- safnið hennar, sem þó geymir fleiri dýrgripi en mörg stærri söfn, frá ljóðabókum Þorsteins frá Hamri til endurminninga Dorisar Lessing. Nú þegar kannanir gefa sífellt minnkandi bóklestur til kynna, held ég að það séu einmitt gagn- rýnir en þakklátir lesendur á borð við Jóhönnu frænku sem eru farnir að týna tölunni. Hún nýtti hvert tækifæri sem gafst til að líta í bók, hvort sem það var í sjónvarpsstólnum á kvöldin, fyr- ir svefninn eða í fríum. Gullkorn- in sem hún skrifaði í litlu stíla- bækurnar sínar eru jafnframt til merkis um hversu snar þáttur lestur góðra bóka var í lífi henn- ar. En eins og segir í einu þess- ara gullkorna, þá er sannleikur- inn ekki í bókum og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í fólki sem hefur gott hjartalag. Þannig hjartalag hafði Jóhanna frænka og ég held að þeir sem umgengust hana í leik og starfi hafi allir af kærleiksríku for- dæmi hennar og fyrirmynd fundið svolítinn sannleika um líf- ið og tilveruna. Elsku Jói, María, Alexander og fjölskyldur, ég votta ykkur alla mína samúð. Magnús Sigurðsson. Í mínum huga er fátt sem lýs- ir umhyggju og kærleika Jó- hönnu betur en sú staðreynd að hún er ein afar fárra sem hafa gefið mér bók sem ég hef lesið. Það gerði hún þegar við bjugg- um í Bandaríkjunum en þá sendi hún hverjum og einum í fjöl- skyldunni úthugsaða jólabók. Gjafirnar frá Jóhönnu voru valdar af kostgæfni, sniðnar að hverjum og einum og þeim fylgdi alltaf kort með ljóði eða spakmælum. Fyrir nokkrum árum leigði Jóhanna hús á Hólmavík fyrir sig og börnin og bauð okkur með. Ferðin var skemmtileg og eftir það spurði hún mig alltaf á haustin; „Anna, hvar á ég að panta hús næst?“ Við hittumst á Flúðum og Skógum og áttum nokkra daga saman á Akureyri í fyrrasumar. Allt eru þetta góðar og dýrmætar minningar. Við ræddum oft börn og barnauppeldi. Hún sagði mér að sér þætti mikilvægt að kenna börnunum að bera ábyrgð en það gæti reynt á þolinmæðina. Hún tók sem dæmi þegar Jói átti að ryksuga Fálkagötuna og þurfti að leggja sig á milli her- bergja því starfið tók svo á. Það hefði verið fljótlegra að grípa inn í og gera þetta sjálfur. Ég hugsa oft um þetta og reyni að tileinka mér gagnvart stelpunum mín- um. Þegar ég heimsótti Jóhönnu fyrir skömmu sagði hún við mig að hún væri ánægð með að ég hefði valið að vera mikið heima með dætrunum og ég skyldi aldrei sjá eftir því. Mér þótti mikið til þess koma sem Jóhanna sagði mér og augljóst að þetta viðhorf hennar hefur skilað sér í vel gerðu börnunum hennar. Þau hafa svo sannarlega sýnt að þau lærðu að bera ábyrgð og stóðu eins og klettur við hlið mömmu sinnar í þessum stuttu en erfiðu veikindum. Elsku Jói, María, Alexander, makar, börnin, Áslaug og Krist- ín, mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Anna Björg. Mig langar til að segja nokkur orð um vinkonu mína, Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem að lést eftir stutta baráttu við illvígan sjúk- dóm 21. júlí sl. Hún Jóhanna sem manni fannst gera allt rétt. Hún var í góðu formi, stundaði gönguferðir og sund, fór í ferða- lög innanlands sem utan og hafði einlægan áhuga á lífinu. Það var engu líkara en að þessi sjúkómur hafi rifið hana upp í hraðlest og þeyst með hana á ógnarhraða á heimsenda. Eftir situr maður agndofa og hugsar hvað kom fyrir. Ég var 18 ára þegar ég hitti Jóhönnu fyrst og kynntumst við í gegnum kærasta okkar sem að báðir voru grískir Kýpurbúar. Aðstæður höguðu því þannig að um tíma bjuggum við í sama húsi úti í London þar sem að unnusti Jóhönnu, Andreas, var að læra. Þegar ég lít til baka þá er eins og hafi verið endalaust sólskin í 57 Woodland Gardens, það var svo gaman að vera í kringum Jó- hönnu. Þó að við værum pen- ingalitlar á þessum tíma leyfðum við okkur að fara saman í leik- hús, í kvikmyndahús, á tónleika og sóluðum okkur í garðinum. Á kvöldin gátum við horft enda- laust á sjónvarp og spjallað um alla hluti. Þegar Andreas var búinn með námið fluttust hann og Jóhanna til Íslands og settust að í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn, Jóhann Christos, Maríu og Alexander, sem að öll voru móð- ur sinni til mikils sóma. Því mið- ur féll Andreas frá alltof snemma og kom þá í ljós hve ótrúlega sterk og dugleg Jó- hanna ætíð var. Hún lét aldrei bugast heldur hélt hún fjölskyld- unni saman og ól upp börnin sín með góðri hjálp foreldra og systra. Við héldum alltaf sam- bandi þó að við byggjum ekki á sama stað. Við heimsóttum hvora aðra og töluðum mikið saman í síma alla tíð og með frá- falli hennar er höggvið mjög stórt skarð í vinkonuhópinn minn. Hugur minn er hjá börn- um hennar, barnabörnum og systrum sem þurfa að kveðja yndislega konu alltof snemma. Hennar er sárt saknað. Góðum mönnum gefin var sú glögga eftirtekt. Að finna líka fegurð þar, sem flest er hversdagslegt. (Jóhanna Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli) Hermanía Kristín Halldórsdóttir. Hreinskiptin og tilfinninga- greind eru þau orð sem koma mér fyrst í huga þegar ég minn- ist Jóhönnu vinkonu minnar. Ég kynntist henni fyrst þegar við urðum bekkjarsystur í 9 ára bekk í Laugarnesskóla. Jóhanna átti heima í næstu götu, elst þriggja systra, sem ólust upp við mikla ástúð foreldra sinna. Eftir barnaskólann lá leið okkar síðan saman í Kvennaskólann. Eftir það skildi leiðir um tíma. Jó- hanna lauk kvennaskólaprófi og fór á vit ævintýranna í London. Þar kynntist hún ástinni sinni, hinum gríska Andreas Lapas, sem var þar við nám. Þau fluttu síðan til Íslands og þá með Jó- hann, elsta barnið. Þegar ég flutti aftur heim eftir nokkra ára búsetu í Svíþjóð tókum við upp þráðinn að nýju, ekki síst fyrir tilstilli saumaklúbbs okkar fimm vinkvenna úr Selvogs- og Sporðagrunni. Þá voru börn Jó- hönnu og Andreas orðin þrjú, María og Alexander höfðu bæst í hópinn. Nú vorum við Jóhanna aftur orðnir nágrannar, í þetta sinn í Vesturbænum. En eins og hendi væri veifað bönkuðu erf- iðleikar upp á. Andreas veiktist alvarlega í kjölfar aðgerðar, varð eftir það öryrki og lést nokkrum árum síðar. Það kom því í hlut Jóhönnu einnar að koma börnum sínum til manns. Og hún gat sannarlega verið stolt af því ævistarfi. Síðustu áratugina vann Jóhanna við leik- skóla í miðborginni. Hafði hún menntað sig á því sviði. Þar fyrir utan áttu barnabörnin hug henn- ar allan. Hún flutti sig um set úr Vesturbænum fyrir nokkrum ár- um til að vera nær þeim öllum. Jóhanna var stoð og stytta for- eldranna, sem öll eru í krefjandi störfum. Ég sakna hennar. Helga Erlendsdóttir. Kær vinkona er nú kvödd. Eftir hálfrar aldar kynni og ná- inn vinskap á ég einungis góðar minningar um Jóhönnu. Dýr- mætan fjársjóð. Öll minninga- brotin frá skólaárunum í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem við kynntumst. Efst í huga mér er þó Grikklandsferð- in sem við fórum á vordögum 1967 stuttu eftir að Konstantín konungi var steypt af stóli og herforingjarnir tóku völdin. Mörgum ferðum þangað var af- lýst vegna óvissuástands í land- inu. Danska ferðaskrifstofan Tjæreborg hélt hins vegar sinni áætlun að einhverju leyti og að sjálfsögðu fannst okkur, ís- lensku yngismeyjunum, ekki koma til greina annað en að skella sér með. Aldrei sáum við eftir því. Jóhanna hreifst ung af grískri menningu, landinu og fólkinu. Þess vegna kom það ekki á óvart þegar hún tilkynnti mér bréflega frá London að hún hefði eignast kærasta, gríska Kýpurbúann hann Andreas La- pas. Leiðir þeirra lágu fljótlega saman eftir komu Jóhönnu þangað. Hann dökkur á brún og brá með sitt fallega bros. Hún með norrænt yfirbragð, ljós yf- irlitum, glæsileg í fasi. Fallegt par. Seinna heimsótti ég þau til London og kynntist Andrew, eins og hann var kallaður hér heima. Það var ekki erfitt að kynnast honum. Opinn og hjartahlýr og gott að eiga hann að vini. Andrew lést eftir erfið veikindi 1987 aðeins 39 ára gam- all. Í veikindum hans og eftir að Jóhanna varð ekkja með þrjú börn komu mannkostir hennar vel í ljós. Hún tókst á við þá sorg og erfiðleika af miklu sálarþreki, með velferð barnanna ætíð að leiðarljósi. Fjölskyldan stóð sem einn maður við hlið Jóhönnu í þessum hremmingum, foreldrar hennar og systur slógu um hana hring kærleika og hjálpsemi. Börn hennar og Andrews, þau Jóhann, Alexander og María, eru sannarlega sönnun þess hversu ástríkt uppeldi þau fengu. Jóhanna valdi sér starf seinni hluta ævinnar á leikskól- um borgarinnar. Þar naut hún sín vel við að vinna með börnum og kenna þeim. Jóhanna las mikið, unni ljóð- list og var vel að sér þegar kom að verkum íslenskra rithöfunda. Hún var mikil útivistarmann- eskja, stundaði göngur og sund. Heilbrigt líferni var henni mikils virði. Kýpur var henni hjarfólg- in, þangað fór hún nokkrum sinnum með börnum sínum á slóðir forfeðra þeirra. Það er mismikið á mannfólkið lagt. Í Jóhönnu hlut kom allt of stór skerfur af áföllum og erf- iðleikum. Þessi góða, skemmti- lega og glæsilega vinkona mín hefur nú verið lögð að velli. Hún kenndi mér svo margt, það var gaman að ræða við hana því hún fylgdist vel með og var vel að sér á mörgum sviðum. Jóhanna kunni að gleðjast yfir litlu hlut- unum í lífinu. Eitt af því síðasta sem fór okkur á milli var einmitt um það að það væru ekki endi- lega veraldlegar gjafir sem gleddu mest heldur falleg orð eða faðmlag. Hún var sterk og bjartsýn í veikindum sínum. Með sorg í hjarta kveð ég hana með þakklæti fyrir tryggðina og væntumþykjuna sem hún sýndi mér og fjölskyldunni alla tíð. Jó- hanni, Maríu og Alexander, barnabörnunum, systrum henn- ar Áslaugu og Kristínu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Jó- hönnu. Helga Kristjánsdóttir. Alla tíð hef ég heillast af Jó- hönnu og kraftinum sem hún bjó yfir. Frá því að ég man eftir mér hefur Jóhanna verið ekkja og ég leiddi oft hugann að því hvernig hún hefði getað unnið úti, haldið svo fallegt heimili og alið upp svo heilsteypta krakka sem börnin hennar eru. Jóhanna er mér ein- stök fyrirmynd sem ung móðir og kona, hún hafði gaman af líf- inu og vissi vel hvað það var sem raunverulega skipti máli. Hún kenndi mér að vera þakklát fyrir allt það sem ég hef, og ég mun geyma þessa visku hennar í hjarta mér. Elsku Jói, María og Alexander, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ásta Margrét. „Annar svona hár,“ voru fyrstu orð Jóhönnu þegar hún sá mig í kjallaratröppunum á Lynghaganum, sumarið 1979. Ég man enn eftir brosinu og gleðinni sem mætti mér. Ég var níu ára, við Jói orðnir góðir vinir, báðir töluvert hærri en jafnaldr- ar okkar á þeim tíma. Mér var strax tekið sem einum af Lapas- fjölskyldunni og lýsir það kannski best þeim anda sem ríkti og ríkir innan fjölskyldunn- ar. Við Jóhanna áttum skap sam- an og gátum rætt allt milli him- ins og jarðar. Allt frá fyrstu tíð deildum við sögum, skoðunum, sýn á lífið og tilveruna og draumum. „Viltu ekki verða flugmaður eins og Jói?“ sagði hún eitt sinn. Við vorum 17 ára og Jói ekki orðinn flugmaður og ég talsvert langt frá einhverjum framtíðarplönum. Vissulega höfðum við slitið okkur frá Lego- inu þar sem allar gerðir flugvéla voru meginuppistaðan í smíðinni en snemma varð ljóst að hugur Jóa beindist að flugmannsstarf- inu og studdi Jóhanna son sinn með ráðum og dáð í átt að mark- miðum hans. Það tók á fjölskylduna þegar Jóhanna, þá ung móðir með þrjú ung börn á sínu framfæri, missti Andreas eiginmann sinn. Ég dáðist að því hvernig fjölskyldan hélt saman, Jóhanna bjó börnum sínum gott heimili og Jói stóð eins og klettur við hlið hennar. Lífið hélt áfram og af æðru- leysi kom Jóhanna börnum sín- um á legg og gerði vel. Hún naut þess að vera innan um fólk. Tví- tugsafmæli Jóa er mér sérstak- lega eftirminnilegt. Þar lék Jó- hanna á als oddi og var hrókur alls fagnaðar. Í seinni tíð hitt- umst við mest í fjölskylduboð- um. Skipti ekki máli hve langt leið á milli, alltaf knús og þráð- urinn tekinn upp frá síðasta samtali. Hún gat alltaf hlegið og fundið jákvæðu og skemmtilegu hliðarnar á málunum. Hún hafði líka frá mörgu að segja og sagði skemmtilega frá. Meðal annars sagði hún mér oft frá lífinu á Kýpur og föðurfjöl- skyldu Jóa. Í október sl. fór ég ásamt fjölskyldu minni til Nikó- síu á Kýpur og fórum við meðal annars að leiði Andreasar og átt- um þar góða stund. Jóhanna var spennt að vita hvernig okkur hefði þótt að koma að leiðinu. Ég sendi henni myndir og þótti henni vænt um. Það var erfið stund, nokkrum 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON sjómaður og bóndi, sem lést 22. júlí, verður jarðsunginn miðvikudaginn 5. ágúst frá Seljakirkju kl. 13. . Pálína Guðný Emilsdóttir, Guðlaugur Fr. Sigmundsson, Kristín Aðalh. Emilsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Margrét Sigríðardóttir, Helgi Pétur Guðjónsson, Guðm. Jóhann Emilsson, Mária Kamál Gordonsdóttir, Sigurður Freyr Emilsson, Hanna Rut Jónasdóttir, Magnúsína Ósk Eggertsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA KRISTÍN TÓMASDÓTTIR, Aflagranda 40, sem lést laugardaginn 25. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. ágúst kl. 13. . Sirrý Gröndal, Göran Selldén, Halldóra Gröndal, Jón Ingvar Jónasson, Benedikt Gröndal, Hrafnhildur Halldórsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, GYLFA GUNNARSSONAR, Viðarrima 22. Guð veri með ykkur. . Ásdís Hannibalsdóttir, Ásta Sigrún Gylfadóttir, Jón Stefánsson Gísli Gylfason, Anna Bjarnadóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Viðar Héðinsson, Heimir Snær Gylfason, Úrsúla Manda Ármannsd., Unnar Þór Gylfason, Heiðrún Björgvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.