Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 30
30 MINNINGAR
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag, laugardag,
er biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12.
Ræðumaður er Erling Snorrason. Barna- og ung-
lingastarf. Sameiginlegur málsverður eftir sam-
komu.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Í dag,
laugardag, er guðsþjónusta kl. 12. Bein útsend-
ing frá Reykjavíkursöfnuði.
Aðventsöfnuðurinn á Akureyri | Í dag, laug-
ardag, er biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 12. Barnastarf.
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Í dag,
laugardag, er biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 12.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Í dag, laug-
ardag, er biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður er Jens Danielsen. Barna- og
unglingastarf.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Í dag, laug-
ardag, er guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er
Björgvin Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50.
Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á
ensku. Súpa og brauð eftir samkomu.
Árbæjarkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Petr-
ína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og pré-
dikar. Organisti er Guðmundur Ómar Ósk-
arsson. Félagar úr kirkjukórnum leiða almennan
safnaðarsöng. Kirkjukaffi á eftir.
Áskirkja | Áskirkja er lokuð vegna sumarleyfa
sóknarprests og starfsfólks til 18. ágúst.
Næsta almenna messa verður í kirkjunni sunnu-
daginn 23. ágúst. Sjá nánar á askirkja.is.
Bessastaðakirkja | Kyrrðar-, íhugunar- og
bænastund kl. 20 í Garðakirkju. Sr. Friðrik J.
Hjartar leiðir stundina.
Bústaðakirkja | Sunnudaginn 3. ágúst verður
ekki messað í Bústaðakirkju. Bent er á messur í
nágrannakirkjum. Óskum sóknarbörnum og öðr-
um góðrar og farsællar verslunarmannahelgar.
Dómkirkjan | Messa kl. 11. Karl Sigurbjörns-
son biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dóm-
kórinn syngur og organisti er Eyþór Franzson
Wechner.
Efra-Núpskirkja Miðfirði | Messa laugardag
kl. 14. Almennur söngur, stund fyrir börnin í
messunni. Kirkjukaffi undir kirkjuvegg á eftir, öll-
um heimilt að leggja veitingar á borð.
Garðakirkja | Kyrrðar-, íhugunar- og bæna-
stund kl. 20. Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina.
Beðið fyrir ferðalögum og skemmtanahaldi
verslunarmannahelgarinnar og öðru sem þurfa
þykir.
Grafarvogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Ný-
skipaður prestur í Grafarvogssókn, séra Sig-
urður Grétar Helgason, prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon
Leifsson. Kaffisopi eftir messu.
Grensáskirkja | Vegna sumarleyfa er kirkjan
lokuð til 13. ágúst. Sé þörf fyrir prestsþjónustu
má leita til nágrannapresta. Bent er á guðsþjón-
ustur í öðrum kirkjum.
Hallgrímskirkja | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskels-
son. Sögustund fyrir börnin. Alþjóðlegt orgels-
umar: Tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag
kl. 17. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur.
Háteigskirkja | Messa kl. 11. Sr. Toshiki
Toma, prestur innflytjenda, prédikar. Organisti
er Sólveig Anna Aradóttir. Prestur er sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
Kópavogskirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Lágafellskirkja | Guðsþjónusta kl. 20. Org-
anisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Prestur er sr.
Skírnir Garðarsson.
Neskirkja | Messa kl. 11. Prestur er Sigurvin
Lárus Jónsson. Kór Neskirkju leiðir safn-
aðarsöng. Vöfflukaffi í boði sóknarnefndar á
Torginu eftir messu.
Selfosskirkja | Messa kl. 11. Kirkjukórinn
syngur, organisti er Jörg Sondermann. Prestur
er Guðbjörg Arnardóttir. Kaffi og súpa í
safnaðarheimilinu eftir messu gegn vægu
gjaldi.
Seljakirkja | Engin guðsþjónusta verður í Selja-
kirkju um verslunarmannahelgina.
Seltjarnarneskirkja | Helgistund kl. 11. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar.
Kaffisopi eftir athöfn.
Skálholtsdómkirkja | Messa kl. 17. Sr. Hall-
dór Reynisson annast prestsþjónustuna. Org-
anisti er Jón Bjarnason. Í messunni verður flutt
tónlist frá sumartónleikum helgarinnar.
Valþjófsstaðarkirkja | Kvöldmessa kl. 20.
Prestur er sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Org-
anisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Vídalínskirkja | Kyrrðar-, íhugunar- og bæna-
stund kl. 20 í Garðakirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar
leiðir stundina.
Þingvallakirkja | Messa kl. 14. Ef veður leyfir
fer fyrri hluti messunnar fram undir berum himni
austan við grafreitinn en síðari hlutinn í kirkj-
unni. Þar verður helgaður nýr altarisdúkur. Krist-
ján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson, sem
einnig leikur á básúnu ásamt börnum sínum
Laufeyju Sigríði á trompet og Vilhjálmi á básúnu.
Kirkjugestir leggi bifreiðum við Flosagjá eða á
Valhallarreit og gangi til kirkju.
Orð dagsins:
Hinn rangláti ráðsmaður.
(Lúk. 16)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
Valþjófsstaðarkirkja
✝ Hrefna Ólafs-dóttir rithöf-
undur fæddist 9.
janúar 1932 í
Reykjavík. Hún lést
á heimili sínu 15.
júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur G.H.
Þorkelsson vörubíl-
stjóri í Reykjavík, f.
16.11. 1905 á Ísa-
firði, d. 26.10. 1980,
og kona hans, Guðrún H. Þor-
steinsdóttir, f. 9.9. 1911 í Vest-
mannaeyjum, d. 28.6. 1987.
Hinn 17. apríl 1954 giftist
Hrefna Guðgeiri Sumarliðasyni,
f. 2. apríl 1929 á Feðgum í Með-
allandi, d. 19.10. 2008. Foreldrar
hans voru Sumarliði Sveinsson, f.
10.10. 1893, d. 22.2. 1991, og Sig-
ríður Runólfsdóttir, f. 1.12. 1899,
d. 16.8. 1986.
Börn Hrefnu og Guðgeirs eru;
1) Jenný Kristín, f. 24.3. 1952, m.
Hjörtur H. Kolsöe, f. 22.2. 1953,
börn; 1a) Halldór Úlfar, f. 8.2.
1973, sbk. Sara Sturludóttir,
stræti í Reykjavík. Í minningunni
var alltaf sól og hún í kjól og
sportsokkum. Fyrir fermingu
hennar flutti fjölskyldan í Kópa-
voginn, þar sem þau voru frum-
býlingar. Þar myndaðist góður
vinskapur milli krakkanna á
svæðinu, hann hefur haldist hjá
sumum þeirra alveg fram á þenn-
an dag. Hún var líka einn af
stofnendum skátanna í Kópa-
vogi.
Hrefna var mikill listamaður,
saumaði föt á fjölskylduna, mál-
aði, skrifaði sögur og ljóð, hún
var víðlesin og fróð. Núna á sum-
armánuðum var hún tekin inn í
Rithöfundasambandið.
Þegar útvíðu buxurnar,
blúndublússur og skinnhúfurnar
komust í tísku settist Hrefna við
saumavélina góðu og seldi af-
raksturinn í stórum stíl. Oft sagði
Guðgeir að hún hefði saumað
húsið sem þau byggðu sér í Foss-
vogi. Árið 1972 gerðust þau
bændur í Flóanum og bjuggu þar
í 30 ár. 2002 brugðu þau búi. Þau
fluttu í Kópavoginn . Þar lést hún
í faðmi fjölskyldu sinnar eftir
mjög stutt veikindi.
Útför Hrefnu fór fram 23. júlí
2015.
börn; Aron, f. 2003,
Jenný Þóra, f. 2009,
og Hrefna Fanney,
f. 2011, 1b) Arelíus
Sveinn, f. 6.12. 1975,
m. Arna B. Boonlit,
barn; Sara Fönn, f.
2001, 1c) Guðgeir
Hans, f. 8.3. 1982, 2)
Sigrún, f. 9.8. 1953,
sbm. Ólafur Á.
Lange, f. 5.4. 1955,
börn; 2a) Vilhjálmur
Geir, f. 10.5. 1969, m. Miriam
Geelhoed, barn; Mats Kilian, f.
2007, og 2b) Ásdís, f. 12.1. 1973,
m. Eyþór G. Birgisson, börn;
Kristín Viðja, f. 1994, og Karen
Ósk, f. 2003, 3) Edda Lára, f. 24.9.
1954, sbm. Vilhjálmur Ragn-
arsson, f. 1956, börn; 3a) Helena
Dögg, f. 23.7. 1973, sbm. M. Ómar
Pálsson, f. 1971, barn; Tinna Líf,
f. 1998, 3b) Geir, f. 23.12. 1982,
3c) Arnar, f. 8.12. 1988, 4) Auður
Rut, f. 19.5. 1959 barn; 4a)
Hrefna Líf, f. 28.7. 1986, 5) Þor-
kell Kristján, f. 28.4. 1962.
Hrefna var barn á Bergstaða-
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumabláa júlínótt.
Í hafi speglast himinn blár.
Sinn himinn á hvert daggartár.
Í hverju blómi sefur sál.
Hvert sandkorn á sitt leyndarmál.
(Þ. Blöndal, Davíð Stefánsson)
Mér finnst þessar ljóðlínur
eiga svo vel við, mamma kvaddi
okkur þegar fegurð náttúrunnar
var fullkomin, jörðin sumargræn,
júlínóttin draumablá og hafið
speglast í kyrrum sjónum. Henni
fannst þó hálf hallærislegt að fara
um hásumar, það hefði verið bet-
ur viðeigandi að bíða haustsins.
En við ráðum ekki tíma okkar.
Og minning okkar allra verður
bundin við hlýjan, sólríkan og
yndislegan júlídag þegar við
kvöddum hana. Ég veit að margir
skrifa um öll uppátækin hennar
og lífshlaup, ég læt það duga því
mín grein yrði bara endurtekning
annarra. Takk fyrir allt mamma
mín. Ég sakna þín.
Sigrún Guðgeirsdóttir.
Smá minningarbrot um þig,
mamma mín.
Þú varst sterk og mikilfengleg
kona, sem fylgdir þínu og þínum
fast eftir. Þú varst höfuð ættar
þinnar og það með mikilli prýði.
Mig langar að kveðja þig fyrir
hönd okkar Hjartar, en hann
elskar þig og þú varst hans besti
vinur.
Ég veit að þegar glímt er við
Elli kerlingu að sú glíma er ekki
til að vinna, en það er ekki hægt
að segja að sú glíma hafi orðið þér
að aldurtila því ellina barstu sem
engin væri. Frjó og framsækin
þar til veikindi ruddust inn í líf
þitt, en sú glíma var snörp og stóð
stutt yfir. Aðeins sex vikur.
Skömmu fyrir jólin síðustu
gafstu út þína fyrstu barnabók og
svo aðra stuttu fyrir andlát þitt.
Þú sóttir um að ganga í Rithöf-
undasamband Íslands sem þér
var veitt. Þú gladdist en um leið
fylgdi því nokkur sorg því þú
vissir að endalokin voru skammt
undan.
Í þessu lífi varstu kletturinn
sem við afkvæmin áttum skjól hjá
og það voru fleiri sem þáðu það
skjól, en þú og pabbi rákuð heim-
ili fyrir geðfatlaða í mörg ár og
það með prýði.
Í sveitinni hjá þér og pabba var
griðastaður þar sem barnabörnin
eyddu góðum parti af æsku sinni.
Það var ómetanlegt og seint full-
þakkað. Eftir jarðskjálftann árið
2000 ákváðuð þið að flytja og
Bjarnhólastígurinn varð fyrir
valinu. Þangað streymdum við
næstum daglega og barnabörnin
með sín börn. Dagarnir fuku hjá
við leik og lærdóm hjá ömmu
Hrefnu og þar sem lært var að
lesa og telja, þekkja liti og skrifa
nöfnin sín. Púsla erfitt púsl, spila
á spil og fara í heita pottinn. Í eðli
þínu varstu ljónynja sem barðist
fyrir þig og þín afkvæmi, varst
alltaf til staðar þótt sá staður hafi
stundum verið átakanlega erfið-
ur. Ég á þér svo ótrúlega mikið að
þakka og ekki bara fyrir það að
hafa alltaf verið skjólið mitt, held-
ur líka það að kenna mér með
breytni þinni hvernig maður hag-
ar sér og verður góð fyrirmynd.
Þú varst ótrúlega merkileg,
full af list og þekkingarþrá. Þú
málaðir, gerðir klippimyndir sem
Mokka vildi sýna, en þú varst of
ung og feimin. Þú ortir ljóð, vísur
og romsuþulur, skrifaðir bækur
og minnisatriði úr lífi þínu og
pabba.
Einn daginn urðu til heimilis-
tölvur og auðvitað fékkstu þér
svoleiðis, enda tækjaóð og þú
varst fljót að tileinka þér allt sem
þær höfðu upp á að bjóða. Þú
varst enn að vinna í þinni nýjustu,
sem þú fékkst í áttræðis afmæl-
isgjöf. Maður minn, hvað þú varst
klár á hana.
Afrek þín í gegnum tíðina voru
mörg, þú komst, sást og sigraðir
ótrúlegar fyrirstöður. En sumt á
bara heima í kolli og hjarta okkar
sem eftir lifa. Synir mínir, Hall-
dór, Ari og Guðgeir, elska þig og
sakna þín sárt, því það var alltaf
hægt að ræða við ömmu um allt
og þá eiga þeir við allt. Barna-
barnabörnin gráta þig og þau
yngstu spyrja: „Af hverju?“
Lífsleiðin er flókið fyrirbæri,
þar sem margt gerist, sumt erfitt,
annað létt og hennar spor voru
þannig, ýmis djúp og illfær eða
létt og mörkuðu varla. Ég elskaði
hana mömmu mína og ég átti
hana að á öllum stundum lífs míns
og þannig eiga mæður að vera.
Með virðingu og ást kveð ég
þig, móðir mín. Þín,
Jenný.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fallin er frá kjarnakonan og
tengdamóðir mín elskuleg,
Hrefna Ólafsdóttir rithöfundur.
Henni kynntist ég fyrst á
Kleppsveginum þar sem fjöl-
skyldur okkar bjuggu í sama
stigagangi þegar ég var 14 ára.
Þar kynnist ég elstu dóttur henn-
ar, varð bálskotinn í henni og gift-
ist henni seinna.
Hrefna var útsjónarsamur
snillingur og það breytti engu
hvað það var sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Hún kunni bókstaflega
allt. Er mér minnisstæðast þegar
þau Guðgeir voru að byggja fyrir
austan og ákváðu að stækka hús-
ið um eina hæð. Til þess þurfti að
breyta teikningum sem til voru
og arkitektinn suður í Reykjavík.
Símafundi var slegið upp og
Hrefna teiknaði öll mál og breyt-
ingar á meðan á samtalinu stóð.
Auðvitað allt kórrétt. Hún var
svona kona sem leit á verkefni
sem áskorun. Og eins og hún
sagði stundum við mig: „Sjáðu,
þetta var nú ekki flókið.“ Svo var
hlegið og spaugað.
Ég á Hrefnu mikið að þakka,
hún var þetta bakland sem allir
þurfa að eiga og spjallið, enda-
laust spjallið, milli okkar um allt
og ekkert. Mikið á ég eftir að
sakna þess.
Hrefna hafði mikið aðdrátt-
arafl enda gestagangurinn
ómældur og datt nánast aldrei
dagur út. Það var siður hjá mér
að koma við í hvert skipti sem ég
var í nágrenninu og fá mér kaffi-
sopa með henni eða borða hádeg-
ismatinn. Hún hafði alltaf tíma
fyrir spjall. Hrefna lagði mikinn
metnað í að kenna börnum,
barnabörnum og barnabörnum
sínum stafrófið, lesa og skrifa,
reikna, púsla, já nánast allt sem
hugsast gat. Hún las inn á snæld-
ur ýmsar sögur sem barnabörnin
elskuðu.
Hrefna var alltaf til staðar
þegar manni lá eitthvað þungt á
hjarta og leystum við oft lífshnút-
ana saman. Hún var mér sem
móðir af bestu gerð, studdi mig,
leiðbeindi og hvatti í gegnum líf-
ið.
Nú er kveðjustund, mín kæra
vinkona og tengdamóðir, hafðu
þökk fyrir allt og allt. Þinn,
Hjörtur.
Að gera ömmu skil í stuttri
grein er ómögulegt. Á langri ævi
tók hún sér svo margt fyrir hend-
ur, að bók myndi rétt ná að klóra í
yfirborðið.
Hrefna Ólafsdóttir í garðinum
heima á Bjarnhólastíg í júlí 2013.
Hún saumaði flíkur, húfur og
búninga, sá um stórt heimili,
skrifaði sögur, gaf út bækur, mál-
aði og fleira. Hún var líka fanta-
góður ljósmyndari. Hún notaði
Konica-vélina sína og linsusafnið
til að taka myndir af fjölskyld-
unni, gerði listrænar tilraunir á
okkur krökkunum, fangaði lands-
lagið og dýrin í sveitinni. Það sem
var kannski merkilegast fyrir
barnið, var að sjá myndirnar
hennar í Mogganum, á forsíðu
Lesbókarinnar. Amma var fræg-
ur ljósmyndari. Þannig virkaði
það alla vega í heimi barnsins. En
hún varð aldrei frægur ljósmynd-
ari, listamaður eða rithöfundur.
Hún var svo hæfileikarík á svo
mörgum sviðum að hún festist
aldrei í einhverju einu. Þegar hún
hafði sannað fyrir sjálfri sér að
hún væri nógu góð fyrir Lesbók-
ina, fór hún að gera eitthvað ann-
að.
En allt sem hún gerði, gerði
hún vel.
Fyrir nokkru síðan lét hún mig
hafa gömlu myndavélina og
töskuna með linsunum. Hún var
farin að sjá illa og enginn notaði
myndavélar sem notuðu filmur.
Safnið hennar var verðlaust,
ónýtt. En með nýrri tækni gat ég
sett gömlu linsurnar á nýju
myndavélina mína og tekið
myndir gegnum glerið sem fang-
aði okkur krakkana fyrir 40 ár-
um. Amma hafði brennandi
áhuga á þessu, skoðaði og var
með á nótunum. Eins og alltaf.
Því þótt líkaminn væri farinn að
eldast var hugurinn enn í full-
komnu lagi. Hún varð aldrei göm-
ul í anda. Hún varð himinlifandi
þegar hún fékk nýja tölvu í
afmælisgjöf fyrir þremur árum.
Hún setti saman bækur um fjöl-
skylduna. Hún fór líka að setja
sögurnar sínar á bók. Hún var í
sambandi við fjölskylduna í fjar-
lægum löndum. Tölvan var notuð
til hins ítrasta.
Þegar ég kom heim á sunnu-
dagskvöldið var amma mikið
veik. Hún gat varla setið upprétt,
gat illa tjáð sig. En hversu veik-
burða sem manneskjan í rúminu
var, skein persónuleikinn í gegn.
Amma var ennþá jafn sterk og
hún hafði alltaf verið, reisnin var
sú sama. Daginn áður en hún fór
sat hún í eldhúsinu og fékk sér
kaffi með kringlu. Ég man ekki
eftir henni öðruvísi en með kaffi
og kringlu og það var ómetanleg
gjöf að geta hjálpað henni að
njóta síðasta dagsins eins og
hægt var, eins og hún helst vildi.
Það er auðvelt að búa til mynd
af stórkostlegri manneskju með
því að telja upp það sem hún hef-
ur afrekað á ævinni. En það sem
mestu máli skiptir eru minning-
arnar sem hún skilur eftir sig,
hvernig hún mótaði afkomend-
urna og gerði okkur að heild-
stæðum einstaklingum. Hún tók
sér margt fyrir hendur, en henn-
ar meistaraverk var fjölskyldan.
Hún ól upp fimm börn og var svo
mikið meira en bara móðir. Hún
var líka mikið meira en amma
fyrir okkur, barnabörnin. Hún
var akkerið, kletturinn, grunnur-
inn. Nú þurfum við að fara að sjá
um okkur sjálf. Nýta það sem
hún gaf okkur.
Vilhjálmur (Villi),
Miriam og Mats.
Elsku kæra frænka, á kveðju-
stundu hrannast upp ótal góðar
minningar, til dæmis hvað okkur
Kela þótti það merkilegt þegar
við horfðum með þér út um eld-
húsgluggann á Kleppsveginum
og þú sagðir okkur að þú sæir í
gegnum holt og hæðir. Í fyrstu
áttum við erfitt með að trúa
þessu en þegar þú gast talið upp
alla bílana sem óku um Hval-
fjörðinn og gast meira að segja
lesið á númerplöturnar þeirra
var ekki hægt að efast lengur um
hæfileika þína. Svona væri hægt
að halda lengi áfram. Þú varst
alltaf svo skemmtileg, sagðir
skemmtilega frá og varst mikill
frumkvöðull og fórst þínar eigin
leiðir, bæði lífs og liðin. Varðandi
hið síðastnefnda, þá efast ég ekki
um að þú hafir skipulagt útför
þína sem var bæði létt og frum-
leg í þínum anda og ég minnist
þess ekki að hafa áður verið við
útför þar sem stelpur báru út
kistunua. Að þér stóð stór og
samhent fjölskylda, ég votta
þeim innilega samúð mína og
megi Drottinn veita þeim hugg-
un á sorgarstundu.
Lárus Rúnar Ástvaldsson.
Hrefna Ólafsdóttir