Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Styrmir Kári
Vegur vatnsins Útilistaverkið var afhjúpað á Bernhöftstorfunni í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Það er unnið
af bandarísku listakonunni Heather Shaw og fyrirtæki hennar, Vita Motus, og verður á torfunni út mánuðinn.
Þjóðverjar neita að
þeim hafi vaxið fiskur
um hrygg vegna lágs
gengis evrunnar á með-
an önnur lönd eru í stál-
baði vegna of hás geng-
is sömu evru fyrir þau.
Þýzkaland hefur marg-
faldað útflutning og
minnkað atvinnuleysi
niður í 4% á meðan önn-
ur evruríki samanlagt
búa við 14% atvinnu-
leysi. Telur fyrrum seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, Ben Bernanke, að
evran sjálf skipti evrusvæðinu í sig-
urvegarann sem hirði ágóðann á
kostnað þeirra sem tapa. Dr.
Schauble, fjármálaráðherra Þýzka-
lands, ræðst gegn þessum „mýtum“ í
grein í New York Times 15. apríl sl.
og segir að Þýzkaland hafi vegna eig-
in dugnaðar og niðurskurðar komist í
efnahagslega yfirburðastöðu gagn-
vart öðrum evruríkjum: „Mín sjúk-
dómsgreining á kreppunni í Evrópu
er að hún sé fyrst og fremst kreppa
traustsins með rætur í skipulags-
legum ófullkomleika ... Lækningin er
að miða umbætur við að endurreisa
traustið í fjármálum aðildarríkjanna,
í efnahagskerfi þeirra og útfærslu
Evrópusambandsins.“
Ástralski hagfræð-
ingurinn Steve Keen
ber saman hugmyndir
dr. Schauble við upp-
gjafarskilmála ESB
gagnvart Grikklandi og
segir þá vera afritun af
hugmyndum dr. Schau-
bles sbr. inngangsorð
skilmálanna: „Evruhóp-
urinn ítrekar mikilvægi
þeirrar nauðsynjar að
endurreisa traust við
yfirvöld Grikklands
sem forsendu hugs-
anlegs framtíð-
arsamkomulags um nýjan neyð-
arpakka.“
Kallar Steve Keen hina nýju lausn
kreppunnar fyrir Trausta tröll, sem
lagi allt með bættu trausti. Bætist
tröllið í leikfangasafn frægra manna
eins og fyrrum Seðlabankastjóra
Evrópu, Jean-Claude Trichet, sem
sagði að niðurskurður leiddi engan
veginn til samdráttar vegna þess að
„stefna trúnaðarinnblásturs mun
fóstra en ekki hindra efnahagsbat-
ann“. Sú merka kenning varð hag-
fræðingnum Paul Krugman tilefni til
greinarskrifa um trúnaðardísina sem
flygi milli landa og læknaði kreppuna
með trúnaði einum saman.
Ekki þarf mikinn aðlögunarhæfi-
leika til að vera sammála niðurstöðu
Steves Keen um að plagg evruhóps-
ins, sem gríska þingið samþykkti, er
pólitískt en ekki efnahagslegt.
Stjórnmálalegir skilmálar um taf-
arlausa uppgjöf, þar sem ESB hrifsar
til sín löggjafarvald Grikklands og
gerist uppboðshaldari ríkiseigna, eru
í stíl við uppgjafarskilmála her-
numdra ríkja. Í dag næst sami árang-
ur með bankaumsátri Seðlabanka
Evrópu, sem skrúfar fyrir evruna.
Saga ESB er saga klækja og
blekkingasamninga, sameiginlegar
ákvarðanir eru sniðgengnar og nýir
lagaklækir teknir fram til að skapa
aðra niðurstöðu en þá sem um var
samið. Þegar Maastricht-samkomu-
lagið tók gildi 1992 var hugmynd
gjaldmiðlabandalagsins sú, að evru-
ríkin ábyrgðust sjálf sinn eigin efna-
hag. Seðlabanka Evrópu og aðild-
arríkjum var bannað að lána fé til
ríkis í neyð, því viðkomandi átti að
taka lán á almennum fjármálamörk-
uðum. Í 123. gr. Lissabon-sáttmálans
segir, að hvorki seðlabönkum aðild-
arríkjanna né SE sé heimilt að veita
stofnunum né opinberum stjórnvöld-
um eða fyrirtækjum lánsheimildir
„og skal það sama gilda um bein kaup
Seðlabanka Evrópu eða seðlabanka
aðildarríkjanna á skuldagerningum
frá þeim“.
Allir sjá, að þessi regla er brotin,
þegar s.k. neyðarsjóðir voru skapaðir
til að „lána“ fé til Grikklands sem var
dulbúin aðferð til að breyta skuldum
einkabanka í skuldir evruríkjanna.
ESB stendur að baki stærsta fjár-
málasvindls nútímans með tilfærslu
skulda óreiðumanna yfir á herðar
skattgreiðenda aðildarríkjanna. Mats
Persson, hagfræðiprófessor við
Stokkhólmsháskóla, benti nýlega á að
3/4 hlutar af ríkisskuld Grikklands
eru í eigu meðlima Þríeykisins og þar
með óbeint skattgreiðenda. Fari
Grikkland í gjaldþrot myndi Seðla-
banki Evrópu tapa öllu sínu eigin fé:
„Efnahagslega hefur þetta tap þegar
átt sér stað, þar sem ríkisskuldabréf
Grikklands eru því sem næst ónýt.
En lagalega hefur tapið ekki enn átt
sér stað. Grísk verðbréf ESB, SE og
AGS eru nefnilega ekki bókfærð á
markaðsverði heldur á innkaups-
verði.“
Trúlegast fær Grikkland engan
þriðja neyðarpakka. Verið er að rústa
efnahag ríkisins og þegar búið verður
að plokka allar flugfjaðrir af gæsinni
verður henni fleygt úr evrunni.
Aðildarríki evrunnar eiga bara tvo
valkosti: Að verða hluti af Þýzkalandi
eða láta Trausta tröll svala hungri
sínu og hirða það sem nýtilegt er.
Trausti mælir, hvaða ríki „henta“
Þýzkalandi í byggingu hins nýja
heimsveldis meginlandsins og velur
þau „fullkomnustu“.
Alexis Tsipras mun fara til sög-
unnar sem grískur Júdas sem fórnaði
þjóðinni í vöggu lýðræðisins. Kosn-
ingasvik hans og lygar eru stærri en
Steingríms Sigfússonar, fv. fjár-
málaráðherra, og er þá mikið sagt.
Tókst Íslendingum með hurðina á
hælunum að bjarga sér frá faðmlagi
við tröllið, sem nú gleypir Grikkland.
Það hafa orðið kaflaskipti í þróun-
arferli ESB. Trúnaðardísin er dáin og
tröllið sem verðlaunar niðurskurð
með áframhaldandi efnahags-
samdrætti hefur tekið við.
Íslendingar geta þakkað sínum
sæla fyrir að hafa á síðustu stundu
bjargað sér frá svartholi þeirra
ágreiningsmála, sem farin eru úr
böndunum á meginlandinu. Ófull-
komleikinn er slíkur, að ekki er einu
sinni hægt að draga umsóknaraðild-
ina til baka nema að ESB leggist nið-
ur.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason »Dr. Schauble:
„Mín sjúkdóms-
greining á kreppunni
í Evrópu er, að hún sé
fyrst og fremst kreppa
traustsins með rætur
í skipulagslegum
ófullkomleika.“
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er fv. ritari Smáfyrir-
tækjabandalags Evrópu.
Trausti tröll og ófullkomleiki annarra
Samskipti Rússlands
og Íslands skipta báðar
þjóðir miklu máli og
hafa lengi gert. í Seinni
heimsstyrjöldinni
fluttu skipalestir vistir
og vopn til aust-
urvígstöðvana í gegn-
um Ísland. Djarfir sjó-
menn réttu fram
hjálparhönd en guldu
oft fyrir með lífi sínu
þótt ekki tilheyrðu þeir
neinum her og ekki fengu þeir
orður fyrir hugdirfsku.
Þessi saga lifir enn sterku lífi í
hjörtum íslensku og rússnesku
þjóðarinnar. Fyrr í sumar kom
hingað rússneska seglskipið Kru-
zenshtern til að heiðra minningu
Íshafsskipalestanna og tengsla
Íslands og Rússlands. Báðar
þjóðirnar áttu gagnkvæma hags-
muni af viðskiptunum þá og
þannig er það enn í dag.
Sjávarbyggðir vítt og breitt
um landið hafa byggt upp starf-
semi sína í kringum þessa versl-
un og í Rússlandi er fólk og fyr-
irtæki sem byggja afkomu sína á
vinnslu og sölu á íslenskum fiski.
Ísland hefur átt langt og far-
sælt viðskiptasamband við Rúss-
land. Sú langa saga stóð órofin
þótt kalt stríð geisaði um ára-
tuga skeið og bandarísk herstöð
hafi verið staðsett á Miðnesheiði.
Þessi langa og trausta við-
skiptasaga er ein ástæða þess að
samskipti Rússa og Íslendinga
eru almennt góð enda sýna út-
flutningstölur að viðskipti milli
íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
og Rússa hafa vaxið jafnt og þétt
á liðnum árum.
Viðskiptabann Evrópusam-
bandsins gegn Rússlandi hefur
nú sett hagsmuni Íslands í upp-
nám. Viðskiptabannið átti að
renna út nú í júlí en hefur verið
framlengt. Það er mikilvægt að
fram komi að engin stefnubreyt-
ing hefur orðið af hálfu Íslands
og engar nýjar yf-
irlýsingar verið
settar fram í
tengslum við við-
skiptabannið.
Viðskiptabann er
ekki uppbyggileg
leið til að leysa
ágreiningsmál. Það
hefur sannast æ of-
an í æ að frjáls við-
skipti milli landa
greiða fyrir bætt-
um samskiptum
milli þjóða og eru
grunnur að gagnkvæmum skiln-
ingi og uppbyggilegum viðræðum
þjóða í milli.
Viðskiptabannið hefur ekki
orðið til þess að bæta ástandið í
Úkraínu og það eru engin sýnileg
merki þess að framlenging þeirra
muni skila árangri. Þau hafa ein-
göngu orðið til þess að rýra lífs-
kjör almennings.
Það er kaldhæðnislegt að nú
eru aðeins örfáir dagar síðan af-
létt var viðskiptabanni á Íran
sem staðið hafði í á þriðja áratug
og skilaði engum árangri allan
þann tíma. Viðskiptabann Banda-
ríkjanna á Kúbu nær aftur til
ársins 1960 og hefur jafn lítinn
árangur borið.
Uppbyggileg samskipti sem
byggjast á gagnkvæmri virðingu
hafa margsannað gildi sitt. Ís-
lenskur sjávarútvegur mun því
styðja áframhaldandi viðskipti
við Rússland enda mikilvægt að
rækta gömul vinasambönd þó
vindar blási í heimsmálunum.
Vinsamleg
samskipti
við Rússland
Eftir Jens Garðar
Helgason
Jens Garðar
Helgason
» Viðskiptabann
Evrópusambands-
ins gegn Rússlandi
hefur nú sett hagsmuni
Íslands í uppnám.
Höfundur er formaður Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi.