Morgunblaðið - 01.08.2015, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Dægurlagasöngvarinn Benóný
Ægisson gaf nýlega út aðra plötu
sína, Óður. Lögin eiga flest skír-
skotun í raunverulega atburði eða
sögu, yrkisefnin eru m.a. ósigur,
leiði, mikilmennskubrjálæði, efinn
sjálfur, framhjáhald á hótelher-
bergjum, dílerar og dóphórur. Ben-
óný jánkar því að yrkisefnið sé
frekar ,,blúsað“ enda sé ekki allt
rósrautt í lífinu. Hins vegar sé smá
von að finna í lögunum.
Lagið Rítalín-Ragga varð t.a.m.
til eftir viðureign Benónýs við unga
eiturlyfjafíkla sem höfðu tekið sér
bólfestu í sumarbústað sem hann
gætti einu sinni. ,,Ég lenti í smá
basli við að koma þeim út en þau
höfðu farið mjög illa með bústaðinn
og bjuggu þarna saman í einhverju
rugli. Lagið spratt upp frá því. Það
er engin sérstök manneskja þarna
á bakvið en þetta er þekkt minni,
þ.e. ungar stúlkur sem gerast fylgi-
konur eiturlyfjasala til þess að fá
dóp hjá þeim,“ greinir hann frá.
Elsta lagið er 30 ára gamalt
,,Fjarðaralda er um langafa
minn en mestöll hans fjölskylda
flutti til Kanada og Bandaríkjanna.
Hann og bróðir hans urðu einir eft-
ir en hann var þá 15 ára gamall.
Hótel er elsta lagið á plötunni eða
30 ára gamalt. Það er innblásið af
búsetu minni á Hótel Vík og minn-
um frá Hótel Íslandi sem var við
Hallærisplanið. Svo er lagið Dagur
reiði unnið beint upp úr Opinber-
unarbók Jóhannesar,“ útskýrir
Benóný en hann á það til að vera
ljóðrænn í lögunum sínum, t.d. í
laginu Rósir og rakvélarblöð þar
sem hann vísar m.a. í Hitler og
Krist.
Textinn við lögin, sem eru ellefu
talsins, er allur saminn af Benóný
sjálfum og hann sér um allan hljóð-
færaleik, ef frá eru talin tvö lög
sem Guðmundur Einarson, Búi,
spilaði á gítar við. Þeir félagar
gerðu saman plötuna Org fyrir
tveimur árum en þeir hafa áður
starfað saman í hljómsveitinni
Kamarorghestum. Þeir vinna vel
saman að sögn Benónýs, sér í lagi
þar sem Guðmundur kunni á nú-
tímatæknina í tónlistinni, sem hann
sé ekki sérlega góður í sjálfur.
Innblásinn af leikhústónlist
Benóný hefur hlotið fjölda við-
urkenninga fyrir leikritaskrif en
hann hefur starfað í leikhúsi á Ís-
landi sem og erlendis, sem leikari,
tónlistarmaður og leikstjóri. Hann
hefur einnig gert töluvert af tónlist
fyrir leikhús en hann neitar því
ekki að hann hafi verið innblásinn
af leikhústónlist við gerð plöt-
unnar. ,,Bæði Rósir og rakvél-
arblöð og Skuggamynd hafa verið
notuð í leikritum. Lagið í Skugga-
mynd er úr Hið ljúfa líf sem KK
samdi við en þetta er mín útgáfa
af laginu. Ég hef unnið mikið af
tónlist og texta fyrir leikhús og
eftir slíka reynslu held ég að mað-
ur nái aldrei leikhúsinu úr sér.“
Spurður um tónlistarstíl sinn
kveðst Benóný ekki vera með ein-
hvern tiltekinn stíl heldur frekar
með marga ólíka stíla. ,,Ég er
alæta á tónlist og mér finnst öll
tónlist skemmtileg ef hún á annað
borð er góð og eitthvað í hana
lagt. Ég er til dæmis bæði með
tangó og vals á þessari plötu, auk
þess sem yrkisefnið er blússkotið.
Svo eru tilfinnanleg áhrif frá ska
og kalypsótónlist í titillaginu, Óð-
ur. Kannski eru leikhúsáhrifin líka
að koma fram þarna því þegar
maður semur söngleiki fer maður
gjarnan í mismunandi stíla eftir
því sem á við hverju sinni.“
Tangólagið sem Benóný vísar hér
til er Dansaðu hjartað mitt. ,,Þar
er ég að leika mér að hjartanu
eins og suðrænar þjóðir gera þeg-
ar þær syngja ástarsöngva og
styðjast við klisjur.“
Bæði nafn- og lýsingarorð
Spurður út í titil plötunnar seg-
ir hann ,,óður“ geta verið bæði
nafnorð og lýsingarorð í þessu
samhengi. Hlustendur verði hrein-
lega að meta sjálfir hvor túlkunin
verði ofan á. Kápan er ekki síður
forvitnileg en þar má sjá mál-
verkið Dauði Marats eftir Jac-
ques-Louis David og Benóný í
hlutverki konungsins sem stendur
öskrandi og ,,snaróður“, eins og
Benóný orðar það, yfir byltingar-
leiðtoganum Marat. Benóný segir
einhverja tvíræðni ríkja yfir káp-
unni, rétt eins og gildi um titilinn.
Með marga ólíka stíla
Dægurlagasöngvarinn Benóný Ægisson gaf nýlega út plötuna Óð Hann semur flest lögin sjálfur
en þau fjalla um raunverulega atburði og sögur Tengslin við leikhúsið eru alltaf sterk hjá Benóný
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listamaður Benóný Ægisson er innblásinn af leikhúsinu þar sem hann hefur skrifað og leikstýrt fjölda verka.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Svofelld sýrutónlist (psychedelic
music eða einfaldlega „psych“)
gerði fyrst vart við sig á sjöunda
áratugnum og náði hæstu hæðum
um’66-’68. Málsmetandi popp- og
rokksveitir eins og Bítlar og Stones
nudduðu sér utan í formið á meðan
yngri sveitir einbeittu sér alfarið að
því. Tónlistin var innblásin af vímu-
efnafikti og þeirri leit og opnun
sem þá einkenndi vestræna popp-
menningu; dufl við framandi trúar-
brögð og hljóðfæri stýrði málum og
litríkar umbúðir og klæðnaður
ásamt háleitu hugflæði og vissu
„raunveruleikarofi“, svo vísað sé í
pólitíska umræðu hér á landi, voru
einkennandi (mæli eindregið með
safni Rhino, Acid Drops, Spacedust
& Flying Saucers: Psychedelic
Confectionery From The UK Un-
derground 1965-1969, vilji menn
kynna sér þessa fyrstu bylgju).
Endurreisn
Ástæðan fyrir því að ég set niður
þessa lýsingu á sýrutónlist er að
nýjasta endurreisnin í þeim efnum
hefur verið nokkuð einkennandi í
umfjöllun tónlistarmiðla að und-
anförnu (nýsýra eða „neo-
psychedelia“). Tame Impala (sem
ég ætla að fjalla sérstaklega um í
niðurlagi), Temples og Foxygen
hafa verið helstu kyndilberarnir en
svo eru endurútgáfumálin á fullu
skriði, sífellt er verið að gefa út
söfn með gamallri sýru og þess-
legri tónlist frá öðrum mörkuðum
en þessum kunnuglegu. Suður-
Ameríku, Afríku og Asíu t.a.m. eru
nú gerð skil í ríkari mæli með veg-
legum úttektum.
Tame Impala fara með him-
inskautum sem stendur en sýran
hefur samt kraumað nokkuð ákveð-
ið allar götur síðan Bítlarnir sáu
glitta í dagblaða-leigubíla niðrá
strönd. Stundum hefur sýrustigið
verið hærra en venjulega og þau
„bólguskot“ gerast reglulega.
Pönksveitir böðuðu sig t.a.m. upp
úr sýrunni, Liverpool-senan sér-
staklega (Echo and the Bunnymen,
Teardrop Explodes), á níunda ára-
tugnum leituðu rokksveitir eins og
Spacemen 3 og Loop gagngert í
fagurfræði hennar og nefna má Pa-
isley-senuna í Kaliforníu líka. Á tí-
unda áratugnum var það Elephant
6 gengið. Og svo má telja. Nútíma
raftónlist og þjóðlagatónlist styður
t.d. við undirsenur sem eru afar
stöðugar hvað sýru varðar (trans
og nýja þjóðlagasýran („freak-
folk“)).
Sýrukrókar
Ég gæti haldið endalaust áfram
um hina ýmsu sýrukróka og -kima
en Tame Impala á það skilið að fá
smá pláss hér undir rest enda er
nýja platan þeirra, Currents, æði.
Og umslagið eitt það flottasta sem
ég hef lengi séð. Sýrt vel, minnir
mig samt sterklega á þýska síð-
súrkálstónlist frá fyrri hluta níunda
áratugarins (en sú stefna átti ein-
mitt mikið undir upprunalegu sýru-
tónlistinni!).
Áfram með smjörið. Tame Imp-
ala er frá Perth, Ástralíu, og er
leidd af Kevin nokkrum Parker.
Hann er potturinn og pannan í
verkefninu sem var sett á laggirnar
árið 2007. Fyrsta breiðskífan, Inn-
erspeaker, kom út 2010 og vakti
verulega athygli á sveitinni og
plata tvö, Lonerism, hnykkti enn
frekar á þessu. Parker hylltur sem
undrabarn og enginn þykir stand-
ast honum snúning í listrænni end-
ursköpun á sýruforminu sem nefnt
var í upphafi.
Þó að Tame Impala komi fram á
tónleikum sem hljómsveit sér
Parker nánast einn um allan hljóð-
færaleik er kemur að hljóðvers-
vinnu. Currents er farsælasta plata
sveitarinnar til þessa, hvað sölu og
sýnileika varðar, og hefur jafn-
framt verið hampað mjög af gagn-
rýnendum. Engu að síður tók Par-
ker áhættu, platan er til muna
rafrænni en fyrri verk, gítarar
víkja fyrir hljóðgervlum og áferðin
er mýkri og sællegri en áður. Lag-
ið „Let it Happen“ hljómar nú á
öldum ljósvakans, en í textanum
leggur Parker áherslu á að um-
faðma lífið, „láta það gerast“ frekar
en að reyna að berjast á móti því.
Grúví!
Ný sýruöld
Tame Impala gefur út Currents
Sýrutónlist móðins nú um stundir
Sýruberi Kevin Parker, leiðtogi Tame Impala, umkringdur töfratækjum og –tólum.
» Tame Impala farameð himinskautum
sem stendur en sýran
hefur samt kraumað
nokkuð ákveðið allar
götur síðan Bítlarnir sá
glitta í dagblaða-leigu-
bíla niðrá strönd