Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 9
Ljósmynd/Guðmundur Stefánsson
Skip Skemmtiferðaskip stoppa við Flatey og ferja fólk í land. Guðmundur Lárusson og Björg Aradóttir í forgrunni.
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Ferðamannasumarið í Flatey lét
bíða eftir sér í ár en straumur
ferðamanna hefur fylgt hitastiginu.
Nú er farið að hlýna og umferðin
um eyjuna sömu-
leiðis farin að
taka við sér.
Guðmundur
Stefánsson var
staddur þar í vik-
unni og sagði
veðrið leika við
bæði menn og
dýr, hugsanlega
að kríunni und-
anskilinni, en
kríuvarp hefur
gengið brösuglega í sumar vegna
kulda.
„Ferðamannastraumurinn er bú-
inn að vera misjafn. Það er búið að
vera kalt og þá fækkar ferðamönn-
um en nú hefur verið afbragðs veð-
ur síðan á föstudaginn og það er bú-
ið að vera andskoti líflegt síðan,“
sagði Guðmundur.
Fjöldi fólks með skemmti-
ferðaskipum
Skemmtiferðaskip hafa sótt eyj-
una heim og fólk er ferjað í land á
bátum. Eitt slíkt kom þar við í
fyrradag og komu á annað hundrað
farþega frá Ameríku á land að sögn
Guðmundar, en þeir voru orðnir
langþreyttir á kulda fyrir norðan.
„Ég held að þetta sé sjöunda
skemmtiferðaskipið sem kemur í
hingað í sumar. Það er búið að vera
mikið fjölmenni. Það hafa verið að
koma og fara með Baldri 50-70
manns get ég sagt alveg hiklaust.
Fjöldinn er að verða eins og árin
eftir að Brúðguminn kom út og þeg-
ar gamli Baldur var nýr.“
Fastar tölur um fjölda ferða-
manna átti Guðmundur ekki en
hann telur ágætan hagvísi í flösku-
og dósasöfnun sem staðið er í til
styrktar kirkjunni. „Ég sé það strax
að við höfum fengið meira, 35 þús-
und kr. þegar mest var en þetta eru
svona 25 þúsund kr. núna.“
Kuldi, túristar og dýrbítar
Veðrið hefur ekki alltaf leikið við
íbúa Flateyjar í sumar en kuldi og
þurrkur hafa sett strik í reikning-
inn bæði í ferðamennsku og land-
búnaði. Heytaka hefur dregist fram
úr hófi en Magnús Arnar Jónsson
Krákuvör, bóndi í eynni hefur ný-
lokið slætti. Það dugi honum þó, þar
sem hann þarf bara að slá eitt skipti
til þess að eiga hey fyrir veturinn.
Magnús segir straum ferða-
manna ekki mega verða mikið
þyngri, en hann er farinn að reyna
á féð sem er á beit.
„Við erum að verða komin upp í
topp með fólk hérna. Þetta hefur
gengið misjafnlega en eftir 15. júlí
er fólki frjálst að ganga um alla
eyna. Við erum með kindur þar og
þær eru farnar að ganga í hringi.
Þær eru reknar þaðan sem þeir
eiga að vera á beit og inn í þorp.
Svo fara þær inn eftir aftur á næt-
urnar svo þetta er orðin hringrás.
Þær eru að venjast þessu kindurnar
en þetta er orðinn aðeins of mikill
fólksfjöldi.“
Nýlega varð það leiðinlega atvik
að aflífa þurfti lamb í eynni sem
hafði orðið fyrir hundsbiti en næsta
öruggt er talið að um hund ferða-
manna sé að ræða. „Það eru einu
hundarnir sem er sleppt lausum
hérna. Því miður er fólk að gera
þetta þó það sé bannað. Þetta hefur
ekki gerst áður en við höfum þurft
að vara fólk við, því hundarnir geta
verið misjafnir.“
Gnótt ferðamanna í
sumarblíðu í Flatey
Ferðamenn skila sér loks til Flateyjar eftir kalt sumar
Ljósmynd/Björg Aradóttir
Kríur Guðmundur er hér að gefa svöngum kríum æti í viðurvist ferðamanna
en ein þeirra tók sér stöðu á höfðinu á honum og var þar góða stund.
Ljósmynd/Björg Aradóttir
Þorpið Íbúar í Flatey eru þekktir fyrir að hlúa vel að gömlum húsum.
Guðmundur
Stefánsson
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
50–70%
afsláttur
Sumaryfirhafnir - Glæsikjólar - Buxur - Bolir - Peysur o.fl
Laugavegi 63 • S: 551 4422
www.laxda
l.is
Lokasprettur
útsölunnar hafinn
Nú er tækifærið að eignast gæða
merkjavöru á einstöku verði
Stór-
útsalan
í fullum gangi
Enn meiri
verðlækkun
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Opið í dag
kl. 10–16
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Gleðilega Verslunarmannahelgi
LOKAÐ Í DAG
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
fagnar 25 ára afmæli um þessar
mundir.
Af því tilefni verður efnt til tón-
listarveislu í garðinum klukkan
14.30 á morgun, sunnudaginn 2.
ágúst, þar sem fram kemur fjöldi
vinsælla tónlistarmanna og
skemmtikrafta.
Þeir sem fram koma eru
AmabaDama, Glowie, Dísa og Jack
Magnet Quintet. „Glowie á sem
kunnugt er vinsælasta lag landsins
um þessar mundir, No more, sem
trónað hefur á toppi vinsældalista
um nokkra hríð,“ segir í tilkynn-
ingu.
Dísa, sem búsett er í Danmörku,
kemur nú fram á Íslandi í fyrsta
sinn síðan á Airwaves 2014.
Aðsókn á tónleika í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum um
verslunarmannahelgina hefur á
undanförnum árum verið mjög
mikil, því þrátt fyrir að margir séu
á faraldsfæti eru þó enn fleiri í
Reykjavík þessa helgi, segir enn-
fremur í tilkynningunni.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar
25 ára afmæli með tónleikum á sunnudag