Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 ✝ Aðalbjörg Að-albjörnsdóttir fæddist á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá 24. febrúar 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 24. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Að- albjörn Magn- ússon, bóndi á Unaósi, f. 7.2. 1887, d. 19.7. 1933, og Una Þóra Jónasdóttir, f. 7.6. 1898, d. 21.9. 1949. Systkini Að- albjargar eru: Alfreð Haf- steinn, f. 12.6. 1920, d. 11.12. 1995; Jóna Gróa, f. 5.10. 1923, d. 8.1. 2007; Magnús, f. 10.1. 1927, d. 17.7. 1997; Sölvi Vík- ingur, f. 4.2. 1929; Sólveig, f. 3.1. 1931. Aðalbjörg giftist séra Bjarna Guðjónssyni, f. 25.12. 1931, frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi 31. maí 1963. Aðal- björg átti tvö börn fyrir hjónaband, þau eru: 1) Jón Þór, f. 27.4. 1953, barn hans hennar lést þegar hún var ungbarn og móðir hennar þegar hún var 16 ára. Aðal- björg þurfti því ung að árum að standa á eigin fótum. Hún fluttist til Akureyrar og starf- aði meðal annars á Hótel Norðurlandi um nokkurt skeið. Aðalbjörg flutti um miðjan sjötta áratuginn til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf, t.d. sem ráðskona og hjá Tímanum. Á Reykjavíkurár- unum kynntist hún Bjarna Guðjónssyni og gengu þau í hjónaband árið 1963. Sama ár fluttust þau að Valþjófsstað í Fljótsdal þar sem Bjarni var skipaður sóknarprestur. Þar stunduðu þau einnig sauð- fjárbúskap. Á Valþjófsstað var löngum mannmargt og gest- kvæmt og vinnutími húsmóð- urinnar því oft langur. Aðal- björg sinnti ýmsum félagsstörfum í Fljótsdalnum og var hún meðal annars í kirkjukór sveitarinnar eins lengi og heilsan entist. Eftir að Aðalbjörg og Bjarni brugðu búi á Valþjófsstað árið 1998 fluttust þau að Miðfelli 8, Fellabæ, og bjuggu þar uns þau fluttust á hjúkrunarheim- ilið Dyngju á síðasta ári. Útför Aðalbjargar fer fram frá Valþjófsstaðakirkju í dag, 1. ágúst 2015, kl. 14. Sigurbjörg Svana; 2) Katrín Erla, f. 18.12. 1956, börn hennar Heimir, Selma Dröfn og Sigurborg Eva. Saman eignuðust Aðalbjörg og Bjarni fjögur börn: 3) Guðjón, f. 26.2. 1963, maki Árný Gunn- arsdóttir; barn þeirra Bjarni Aðils; 4) Krist- inn, f. 24.3. 1964, maki Elva Hildur Hjaltadóttir, börn þeirra Tinna Björk, Karen og Kristófer; 5) Una Birna, 6.9. 1965, maki Trausti Valgeir Sigvaldason, börn þeirra Þór- ir Bjarni og Thelma Ósk; 6) Hafdís Björg, f. 16.8. 1968, maki Jón Sveinbjörn Vigfús- son, börn þeirra Rósa Björg, Helena og Sveinn Brimar; 7) þau ólu upp Sigurbjörgu Svönu, f. 21.9 1975, dóttur Jón Þórs, börn hennar Auður Birna, Selma Ríkey og Viktor. Aðalbjörg ólst upp á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Faðir Hjartans eldur hefur brunnið, horfið það sem áður var, lífsins starf svo lengi unnið, með ljósi margan ávöxt bar. Þú sem gafst mér ást í æsku, sem entist vel á lífsins braut, í faðmi þínum frið og gæsku fann ég leysa hverja þraut. Þú sem gegnum unglingsárin, áhyggjurnar mínar barst, þú sem vildir þerra tárin, í þjáningu mitt skjól þú varst. Þú sem barst þinn harm í hljóði, hræddist ekki dauðans mátt. Er falla tár, með fögru ljóði, ég fæ að kveðja þig í sátt. (Kristján Hreinsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Jón Þór, Katrín Erla, Guðjón, Kristinn, Una Birna, Hafdís Björg og Sig- urbjörg Svana. Elsku amma mín! Á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur, mikið verður erfitt að hugsa til þess að geta ekki komið austur á Hérað og fengið góða faðmlagið frá þér, góðu og hlýju móttökurnar sem þú gafst okkur og geta ekki spjallað við þig um allt milli him- ins og jarðar. Þú verður með mér í huganum á hverjum degi, því get ég lofað elsku amma, þú varst mér svo góð fyrirmynd, gott að fá ráð við svo mörgu hjá þér enda reynslumikil kona og trúnaðarvinkona. Manstu okkur saman. Við tvær sátum saman, án orða. Brostum, hönd í hönd. Þegar ég hugsa til baka um árin sem við áttum saman hlýn- ar mér í hjartanu, gott að eiga þig að. Góðar og fallegar minn- ingar um þig, gátum hlegið mik- ið saman og haft gaman, þú nefndir það svo oft hvað það væri gott að hlægja og mikið er ég sammála. Hláturinn lengir líf- ið. Ég er svo þakklát fyrir stund- ina sem við áttum saman mánu- dagskvöldið 20. júlí síðastliðinn aðeins fjórum dögum áður en þú kvaddir, þar sem ég keyrði þig út um allt í hjólastólnum á hjúkrunarheimilinu, sýndi þér út um alla glugga, horfðum á blóm- in, trén og allt það fallega sem sumarið hefur upp á að bjóða, þar töluðum við aðeins saman og það var svo yndislegt þegar þú brostir með mér. Í dag veit ég að þér líður vel, komin aftur til foreldra og systkina þinna, það er góð tilhugsun. Sæki kraft, sæki frið í örmum þínum. Svo ljúf, svo góð og saklaus. Minn hnútur hverfur, leysist upp sem ský á himni. Lítill sólargeisli læðist inn strýkur hjarta, gælir við. Sest að sunna, býr til bú í mínu hjarta Komin til að vera. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín, S. Svana Jónsdóttir. Elsku amma okkar. Það er erfitt að trúa því að við séum að kveðja þig í hinsta sinn. Þú varst okkur mjög mikilvæg enda verið yndisleg amma í öll þessi ár. Stundirnar sem við átt- um með þér voru fullar af gleði, ást og spilakvöldum sem eiga alltaf stað í hjarta okkar. Varst alltaf svo hugulsöm og ljúf, hugsaðir alltaf svo vel um alla í kringum þig. Kenndir okkur að vera góð við náungann, hugsa vel um fólkið í kringum okkur og lifa einn dag í einu með jákvæðu hugarfari. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarstönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Þín verður sárt saknað, hvíldu í friði fallega sterka kona. Þín barnabörn, Auður Birna Vigfúsdóttir, Selma Ríkey Vignisdóttir og Viktor Daði Vignisson. Elsku amma okkar, við sökn- um þín meira en orð fá lýst. Það huggar okkur í sorginni að við vitum að þér líður mun betur þar sem þú ert núna. Við mun- um ávallt minnast þín og segja börnunum okkar hversu yndis- leg og góð þú varst. Elsku amma í Fljótsdal, hvíl í friði. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við elskum þig meira en orð fá lýst. Sjáumst seinna. Þín, Heimir, Selma og Eva. Elsku amma okkar hefur nú kvatt þennan heim. Við systkinin eigum ótal margar og góðar minningar um hana ömmu okk- ar. Við minnumst þess hve gott og notalegt var að koma í heim- sókn enda tók hún alltaf vel á móti okkur. Yfirleitt tók hún á móti okkur með þessum orðum: „Er mannskapurinn ekki svang- ur?“ Á borðum var svo veislu- matur og er okkur allra minn- isstæðastur lambahryggurinn hennar ömmu, sem var einn sá besti sem við höfum smakkað. Spilin voru svo tekin upp að loknum kvöldmat þar sem spil- aður var hundur og yatzy langt fram eftir kvöldi og mikið hlegið og spjallað. Við minnumst ömmu sem góðrar og hjartahlýrrar konu sem alltaf var gott að leita til og munum við sakna hennar rosa- lega mikið. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson) Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Hvíldu í friði, elsku amma. Rósa Björg, Helena og Sveinn Brimar. Á þessu kalda sumri austan- lands kvaddi Aðalbjörg (Badda) móðursystir mín og nú eru að- eins tvö af sex systkinunum frá Unaósi eftirlifandi, Sölvi Víking- ur og Sólveig, móðir mín. Mikill kærleikur, samkennd og sam- hjálp hefur alltaf verið á milli þeirra enda misstu þau föður sinn ung en þá var Badda á fyrsta ári. Móðir þeirra, Una Þóra nafna mín, hélt búskap áfram á Unaósi með dyggri að- stoð barnanna, einkum þó Al- freðs elsta sonarins og góðra granna. Hún lést langt fyrir ald- ur fram, áður en ég fæddist, en af heimildum að dæma hefur amma mín verið afar dugleg, geðgóð og gestrisin. Í æsku heyrði ég af Böddu móðursystur, einstæðri móður búandi í Reykjavík. Mamma og Jóna, elsta systir þeirra, skröf- uðu mikið þegar þær hittust um þessa yngstu systur sína og mér finnst eins og að þær hafi haft talsverðar áhyggjur af henni, svona langt í burtu í Reykjavík. Þá skruppu menn ekki milli landshluta en ég man að hún sendi fallegar myndir af börn- unum sínum austur. Ég heyrði líka að hún ynni m.a. á næturnar við að pakka Tímanum og leigði háskólanemum herbergi til að gæta barnanna á meðan. Einn þeirra, Bjarni Guðjónsson, varð lífsförunautur hennar. Fjölskyldan flutti síðan austur á Valþjófsstað þar sem séra Bjarni þjónaði sem prestur. Á þeim árum komu þau oft í heim- sókn heim í Hjartarstaði með sí- stækkandi barnahóp og þá var oft glatt á hjalla og mál rök- rædd. Árin liðu og samgangur systranna var býsna mikill, börn beggja uxu úr grasi og fluttu mörg að austan. Mamma og Badda fluttu báð- ar úr sveitinni með eiginmönn- um sínum. Mamma og pabbi í Egilsstaði 1972 en Badda og Bjarni í Fellabæ löngu seinna. Enn héldu systurnar góðu sam- bandi og þau hjónin reyndust mömmu afar vel í veikindum pabba og síðan mömmu eftir að hún varð ein á Selásnum. Fyrir það viljum við þakka. Fyrir hönd Sólveigar, móður minnar, og fjölskyldunnar allrar sendum við Steinþórsbörn Bjarna og stórfjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur með kærri þökk fyrir sam- fylgdina. Una Þóra Steinþórsdóttir. Vorið 1963, hitti ég verðandi prestshjón á Valþjófsstað í Fljótsdal fyrst. Atvik höguðu því svo að ég og presthjónin vorum þá gestkomendur í Fellabæ á heimili þeirra Jónasar Péturs- sonar fyrrverandi tilraunastjóra á Skriðuklaustri og þingmanns og Önnu Jósafatsdóttur konu hans. Presthjónin voru á leið í Val- þjófsstað til að taka við brauðinu þar og ég, nýútskrifaður búræ- ðikandídat, til að stýra fjár- mennsku á Klaustri. Þarna var sannarlega vor í lofti, í orðsins fyllstu merkingu og ferskur blær á ferðinni og þá ekki síst hjá nýju presthjónunum. Á stundum reyndist erfitt að fylgja orðræð- unni, einkum heimspekilegu ívafi prestsins. Þrátt fyrir stuttar at- hugasemdir frúarinnar, til að ná bónda sínum ögn niður á jörðina, var honum var lítt við bjargandi í þessu efni, hvorki þá né síðar. Hjónaband þeirra Bjarna og Böddu (eins og hún var ævinlega nefnd) var samstillt og afar far- sælt og áttu þau svo sannarlega eftir að láta til sín taka í sam- félaginu í Fljótsdal á mörgum sviðum og má með sanni segja að þau hafi frá upphafi vaxið að vegsemd og virðingu með árun- um. Gestrisni þeirra var við brugðið og manngreinarálit óþekkt. Prestur fagnaði ævinlega gestkomum og hikaði ekki við, jafnvel á góðum þurrkdegi um hásláttinn, að bjóða í bæinn. Merkilegt var, að þrátt fyrir oft stuttan eða engan fyrirvara, stóð einhvern veginn aldrei illa á hjá Böddu, sem ætíð tók brosandi og myndarlega á móti viðkomandi. Þá var messukaffi þeirra hjóna höfðinglegt og minnisstætt, hvort sem var í veitingum eða viðmóti. Í þessu efni vann Badda hik- laust stærri afrek en gerist og gengur, ekki síst þar sem óvenju gestkvæmt var á heimilinu og börn þeirra og síðar barnabörn mörg, sem ætíð áttu gott skjól á heimilinu. Haustið 1964 bættist konuefni mitt í hópinn á Klaustri og óhætt að segja að kynni Guðborgar af þeim presthjónum hafi þá strax orðið henni jafndýrmæt og mér, sem færðist sjálfkrafa yfir á börn okkar og barnabörn, eftir því, sem þau komust á legg. Guðborg og Badda störfuðu meðal annars saman í kvenfélaginu og í kirkju- kórnum þar sem glaðværð og fé- lagsþroski Böddu naut sín vel. Meðan á námsdvöl í Ameríku stóð 1966 til 1969, skildi leiðir. Bjuggum eftir það um skeið á Akureyri, en reyndum þó að rækta vinskap við Fljótsdælinga, ekki síst presthjónin. Ég ræðst síðan sem tilrauna- stjóri að Klaustri vorið 1984 og börn okkar þá orðin fjögur. End- urnýjaðist þá vináttan svo um munaði við presthjónin og fjöl- skyldu, sem hafði vaxið að fjölda og manndómi. Þessi vinátta er okkur afar hjartfólgin. En lífið er hverfult. Eins og vorið birtist skyndilega forðum þegar leiðir okkar Bjarna og Böddu lágu fyrst saman og sum- arið virtist ætla að verða eilíft, haustaði smám saman að hjá Böddu okkar elskulegu, sem endaði með andláti hennar nú fyrir skömmu. Þessum fátæklegu orðum er nú beint til þín, kæri Bjarni, ásamt börnum ykkar hjóna og fjölskyldum. Á þessum leiðarlok- um Aðalbjargar sendum við hjónin og afkomendur, samúðar- kveðjur og biðjum ykkur öllum Guðs blessunar. Guðborg og Þórarinn Mig langar að minnast Að- albjargar sem ég var svo lánsöm að hitta um daginn og gat kvatt og þakkað fyrir að mega gista í húsinu hennar. Það er lengra síðan ég hitti Aðalbjörgu í fyrsta sinn eða fyr- ir rúmum fimmtíu árum þegar ég kom í fyrsta sinn í Valþjófs- stað. Ég var barn en Aðalbjörg ung kona, nýbúin að eiga sitt þriðja barn. Ég heillaðist strax af Aðal- björgu, þessi mikla gleði og hlýja. Þessi dásamlegi hlátur, þessi dásamlega rödd, er hljóðn- uð. Hún hljóðnar ekki í mínu hjarta ekki frekar en hlátur Þor- finns á Kleif. Ég á margar minn- ingar frá heimsókn okkar Þor- finns á Valþjófsstað, allar eru þær fullar af þakklæti til Að- albjargar fyrir að gefa mér dýpri sýn á lífið og fullvissu um vináttu og umhyggju fyrir öðr- um. Mig langar með þessum orð- um mínum að kveðja, ég gat ekki fylgt þér síðasta spölinn en kveðjustundin okkar var um daginn, það var okkar kveðju- stund. Hvíl í friði mín kæra Aðal- björg. Kveðja, Guðbjörg. Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VICTOR JACOBSEN leigubifreiðarstjóri, varð bráðkvaddur hinn 26. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. ágúst kl. 15. . Aðalheiður Jacobsen, Sigurður Örn Sigurðsson, Jón Kr. Jacobsen, Katrín Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi og bróðir, GUNNAR RÚNAR GUÐNASON húsasmíðameistari og myndlistarmaður frá Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, til heimilis að Þórunnarstræti 123 á Akureyri, lést 24. júlí á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. . Anna Júlíana Þórólfsdóttir, Hreinn Logi Gunnarsson, Dagný Elísa Halldórsdóttir, Ingvar Leví Gunnarsson, Linda Þuríður Helgadóttir, Gunnar Jarl Gunnarsson, Ingibjörg Hulda Jónsdóttir, Jónheiður Gunnarsdóttir, Helgi Höskuldsson, Jónheiður Pálmey Þorsteinsdóttir, Natna Breki Ingason og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.