Morgunblaðið - 11.08.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 11.08.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 Þegar íslenskir alþingismenn vitaekki hvernig þeir eiga að nota sinn tíma bregðast sumir þeirra við með því að reyna að breyta honum. En seinustu fréttir frá Kóreu sýna að þeir þingmenn eru ekki einir í heiminum.    Í frétt mbl.is segir:„Park Geun-Hye, forseti Suður-Kóreu, hefur gagnrýnt ákvörðun nágranna þeirra í norðri um að breyta klukkunni hjá sér. Hann segir ákvörðunina „sorglega“. Hún muni dýpka gjána á milli ríkjanna tveggja. Stjórnvöld í Norður-Kóreu til- kynntu í seinustu viku að þau hygð- ust breyta klukkunni hjá sér. Héðan í frá yrði ríkið í sínu eigin tímabelti, hálftíma á eftir Suður-Kóreu, en hingað til hafa ríkin tvö verið í sama tímabelti.    Norður-Kóreumenn rökstudduákvörðunina þannig að þeir hefðu verið í sínu eigin tímabelti áð- ur en Japanir ákváðu á fyrri hluta seinustu aldar að svipta landið stað- artíma þess. Breytingin mun taka gildi 15. ágúst næstkomandi en þá verða sjö- tíu ár frá því að Norður-Kóreu fékk sjálfstæði undan Japönum.“    Þessi viðbrögð grannans eruharðari en búast mátti við.    Allur gangur er á tryggð viðtímabelti á jörðu niðri, þótt samræmið sé meira á lofti og legi en á láði. Þannig er sami tími í öllu Kína sem nær þó yfir 5 tímabelti en ein 11 tímabelti í Rússalandi. Tíma- beltin eru 24 og ná yfir 15 lengdar- gráður og er klukkutími á milli þeirra.    Því er mjög frumlegt hjá KimJong-Un að breyta sinni klukku um ½ tíma! Kim Jong-Un Klukkan slær STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.8., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 7 þoka Þórshöfn 10 skýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 23 heiðskírt Dublin 13 skúrir Glasgow 15 léttskýjað London 22 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 25 heiðskírt Berlín 32 heiðskírt Vín 34 léttskýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 37 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 23 skýjað New York 27 léttskýjað Chicago 28 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:07 22:00 ÍSAFJÖRÐUR 4:55 22:21 SIGLUFJÖRÐUR 4:38 22:05 DJÚPIVOGUR 4:32 21:34 Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur Maðurinn sem var handtekinn af sérsveit lögregl- unnar í Valla- hverfinu í Hafn- arfirði aðfaranótt mánudags hefur hafið afplánun á tíu mánaða fang- elsisdómi sem hann hlaut fyrr á þessu ári. Lögreglan var með mikinn við- búnað í hverfinu og var götum lokað á meðan aðgerðir stóðu yfir, í um þrjár klukkustundir. Í fyrstu var tal- ið að maðurinn bæri skotvopn en svo var ekki. Sérsveitarmenn ríkislögreglu- stjóra réðust inn í íbúð mannsins laust eftir miðnætti í gær og yfir- buguðu manninn án mótspyrnu, en hann var með golfkylfu og eggvopn er hann var handtekinn. Maðurinn var yfirheyrður í gær og er málið nú skoðað af ákærusviði lögreglunnar, sem ákveður hvort ákæra verði gefin út á hendur hon- um. Nágrönnum stafaði ekki hætta af manninum samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Yfirbug- aður og fer í afplánun  Handtekinn eftir umsátur í Hafnarfirði Frá vettvangi í Vallahverfinu. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Fyrsta haustlægðin ætlar sér að koma snemma í ár en að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings á Veður- stofu Íslands, mun hún ganga yfir á morgun og fimmtudaginn. „Það verður hvassast við suðvest- urströndina en það verður mun hægari vindur um landið norðaust- anvert. Það verður þurrt lengst af en einhver væta verður á Norðaust- urlandi um kvöldið,“ segir Helga en á heimasíðu veðurstofunnar segir að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu á miðvikudaginn en hitinn verður á bilinu 9 til 16 gráður. Helga segir að talsvert muni rigna og að jafnvel verði rigningin nær því að vera lárétt en lóðrétt. Að sama skapi biður hún fólk um að huga að lausamunum í kringum sig. „Tals- verð rigning mun fylgja lægðinni á Suðvesturlandi. Það verður ekki mikið ferðaveður sunnan- og vestan- lands fyrir bíla sem taka mikinn vind á sig. Þetta er einnig það mikill vind- ur að fólk ætti að líta í kringum sig og athuga með lausa muni, það gætu einhver trampólín farið á vinda- sömum stöðum.“ Ólíkt því sem áður hefur verið í sumar gæti besta veðrið á landinu í þessari viku verið á Norðausturlandi þar sem kalt hefur verið í sumar. Fyrsta haustlægðin kemur á morgun  Fólk hvatt til þess að huga að lausamunum í görðum og trampólínum Morgunblaðið/Styrmir Kári Lægð Það verður rok og rigning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.