Morgunblaðið - 11.08.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?
SVIÐSLJÓS
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Eitt sveitarfélag hefur lýst yfir
áhuga á að taka við flóttafólki á
næstu mánuðum en ótímabært er að
gefa upp hvert það er. Þetta segir
Stefán Þór Björnsson, formaður
Flóttamannanefndar, sem annast
undirbúning móttöku flóttamanna.
Svo sem kunnugt er hafa íslensk
stjórnvöld lýst yfir vilja sínum til að
taka við 50 flóttamönnum á þessu ári
og því næsta.
Samkvæmt upplýsingum frá vel-
ferðarráðuneytinu er stefnt að því að
fyrsti hópurinn komi núna í október.
Fram hefur komið í fréttum að
flóttamennirnir 50 muni koma frá
Ítalíu, Sýrlandi, Erítreu, Írak og
Sómalíu. Að sögn Stefáns mun 2-4
manna sendinefnd halda utan í þess-
um eða næsta mánuði til að kanna
aðstæður í einu þeirra landa þaðan
sem flóttafólkið mun koma. Þar
verður fyrsti hópurinn valinn, í sam-
vinnu við Flóttamannastofnun SÞ,
og Ísland kynnt fólkinu.
Spurður út í framhaldið segir
hann Flóttamannanefnd munu
funda í næsta mánuði og taka frek-
ari ákvarðanir. Fleiri sveitarfélög
kunni að lýsa yfir áhuga á samstarfi
á næstu vikum og viðræður muni
halda áfram við það sveitarfélag sem
hefur lýst yfir áhuga nú þegar.
Fá sérstaka aðstoð í eitt ár
Þau sveitarfélög sem taka við
flóttamönnum gera samninga við
velferðarráðuneytið sem kveða á um
hvers konar þjónustu flóttamenn-
irnir eigi rétt á frá sveitarfélaginu.
Svo sem kemur fram í viðmiðunar-
reglum velferðarráðuneytis um mót-
töku flóttafólks á fólkið rétt á sér-
stakri aðstoð að lágmarki í eitt ár frá
komu til landsins. Aðstoðin felur
m.a. í sér fjárhagsaðstoð, húsnæði
ásamt innbúi og síma, menntun, leik-
skólakennslu, heilbrigðis- og
tannlæknaþjónustu, túlkaþjónustu,
aðstoð í atvinnuleit og tómstunda-
starf.
Samkvæmt upplýsingum frá vel-
ferðarráðuneytinu er óvíst hversu
margir flóttamenn koma til landsins
í október og hvar þeir munu búa.
Ekki hefur verið ákveðið að auglýsa
sérstaklega eftir móttökusveitar-
félögum. „Samstarf við sveitarfélög í
þessum efnum hefur ávallt verið far-
sælt og þeim er öllum kunnugt um
þessa ákvörðun stjórnvalda varð-
andi móttöku flóttafólks. Það ætti
því ekki að vera þörf á að auglýsa
þetta sérstaklega,“ segir Margrét
Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi
ráðuneytisins, og bætir við að ís-
lenska ríkið standi straum af helsta
kostnaði sem falli til fyrsta ár flótta-
fólks hér á landi samkvæmt samn-
ingi við viðkomandi móttökusveit-
arfélag. Á öðru ári frá komu
flóttafólks endurgreiði ríkið hins
vegar fjárhagsaðstoð ef á reyni, á
grundvelli laga um félagsþjónustu.
Rauði krossinn tekur á móti
Rauði kross Íslands (RKÍ) hefur
líka veigamiklu hlutverki að gegna,
en sjálfboðaliðar hans taka til að
mynda á móti flóttafólki þegar það
kemur fyrst til landsins. „Við útveg-
um ekki húsnæði en það er algengt
að sjálfboðaliðar okkar mæti jafnvel
á tilvonandi heimili, hreinsi til, geri
fallegt og bjóði fólk velkomið. Þann-
ig reyna þeir að gefa fólki ákveðna
öryggistilfinningu þar sem það kem-
ur oft úr erfiðum aðstæðum. Svo
reynum við að fylgja þessu starfi eft-
ir, til dæmis með því að bjóða upp á
vinafjölskyldur sem aðstoða við að-
lögun á fyrstu stigum.“ Hann bendir
einnig á að Reykjavíkurdeild RKÍ
sjái einnig um íslenskukennslu fyrir
börn eftir skóla.
„Við höfum ekkert um það að
segja hvenær fólkið kemur en við
veitum því þann stuðning sem það
þarf. Lykillinn að því er náið og gott
samstarf við ríki, viðkomandi
sveitarfélag sem veitir fólkinu við-
töku og, síðast en ekki síst, flótta-
fólkið sjálft,“ segir Björn.
Gott að fá nýtt blóð og strauma
Þó svo að enn sé óljóst hvar flótta-
fólkið muni búa er umræðan hafin í
einhverjum sveitarfélögum. Ásta
Svavarsdóttir, kennari í Framhalds-
skólanum á Húsavík og fyrrverandi
sveitarstjórnarmaður í Þingeyjar-
sveit, leggur til að sveitarfélagið
bjóðist til að verða móttöku-
sveitarfélag.
„Það er siðferðisleg skylda allra
þjóða að hjálpa þeim sem eiga um
sárt að binda. Af þeim sökum taka
ýmsar þjóðir við flóttamönnum og
reyna að búa þeim nýtt heimili. Mér
þykir kjörið að okkar sveitarfélag
sinni þessu göfuga hlutverki,“ segir
Ásta og bætir við að Laugar og
Þingeyjarsveit sé fyrst og fremst
friðsælt samfélag. ,,Það væri gef-
andi fyrir samfélagið að fá hingað
nýtt blóð, stefnur og strauma, sem
og aukinn fjölbreytileika. Við hefð-
um líka gott af fleiri börnum, þar
sem íbúum hér fer því miður fækk-
andi.“
Þá bendir Ásta á að á Laugum
standi ónotað skólahús eftir að
ákveðið hafi verið að flytja alla starf-
semi Þingeyjarskóla í húsnæði
gamla Hafralækjarskóla, en þar með
hafi allri starfsemi í húsnæði Litlu-
laugaskóla verið hætt. Umrætt hús
hafi upphaflega verið byggt sem
íbúðarhús. Að sama skapi séu fjöl-
margir menntaðir kennarar búsettir
í sveitarfélaginu. Nokkrir þeirra hafi
misst atvinnuna við sameiningu
grunnskólanna og útlit sé fyrir að
fleiri kennarar muni standa í sömu
sporum ef Framhaldsskólinn á
Laugum verði sameinaður Mennta-
skólanum á Akureyri, eins og vilji
menntamálaráðuneytisins virðist
standa til.
Anita Karin Guttesen, verkefna-
stjóri mótvægisaðgerða í Þingeyjar-
sveit, segir málið ekki hafa komið
formlega inn á hennar borð; sveitar-
stjórnin verði fyrst að taka ákvörðun
um að sækjast eftir að taka við
flóttamönnunum. Hins vegar sé ef-
laust áhugi meðal íbúa á að taka þátt
í verkefninu. „Hér í Þingeyjarsveit
er örugglega fjöldinn allur af fólki
sem hefur velvilja og álítur jákvætt
og spennandi að taka á móti flótta-
fólki. Ég tel raunar að það eigi við
víðar. Íslendingar eru velviljað fólk,
landið ríkt og hefur upp á margt að
bjóða. Við getum eflaust veitt flótta-
fólki góð lífsskilyrði.“
Aníta vekur þó athygli á því að
málið verði að hugsa með heildræn-
um hætti og út frá hagsmunum
flóttamannanna en ekki sveitar-
félagsins sem eigi í hlut.
Ónefnt sveitarfélag áhugasamt
Fyrsti flóttamannahópurinn kemur í október Sendinefnd fer út á næstu vikum að meta fólkið
AFP
Flóttafólk Von er á fyrsta hópnum til landsins í október næstkomandi. Óvíst er frá hvaða landi þeir munu koma.
Stefán Þ. Björnsson Björn Teitsson Ásta Svavarsdóttir Anna K. Guttesen
Aðalmeðferð hófst í gær í Hæstarétti
í máli Bandalags háskólamanna
(BHM) gegn ríkinu. Þar var fjallað
um niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur frá því í júlí sem hafnaði kröfu
BHM um að félagsmönnum þess
væri heimilt að efna til verkfalls og
að ákvörðun gerðardóms réði ekki
kjörum þeirra.
BHM stefndi ríkinu vegna laga
sem Alþingi samþykkti um miðjan
júnímánuð til að stöðva verkföll sem
höfðu þá staðið yfir í 68 daga.
Lög á verkföll BHM gengu í
meginatriðum út á það að átján
aðildarfélögum BHM væri óheimilt
að efna til verkfalls og að kjör félags-
manna þessara félaga yrðu afráðin
með ákvörðun gerðardóms sam-
kvæmt lögum.
Héraðsdómur kvað upp dóm þann
15. júlí síðastliðinn um að ríkinu hefði
verið heimilt að setja lög á verkföll
BHM. Þá þegar áfrýjaði BHM til
Hæstaréttar og var málið þingfest
þann 17. júlí og fékk sömu flýtimeð-
ferð þar og fyrir héraðsdómi.
BHM telur að lögin brjóti í bága
við stjórnarskrána og Mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hagsmunamál Málið fékk flýtimeðferð í bæði héraðsdómi og hæstarétti.
Héraðsdómur taldi að ríkinu væri heimilt að setja lög á verkfall BHM.
BHM flutti mál sitt
fyrir Hæstarétti
Segja lögin vera mannréttindabrot