Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 Mig langar að kveðja Gunnu tengdamóður mína með örfáum orðum. Ég kynntist þessari yndislegu og vel gefnu konu fyrir tæpum 45 árum og bar aldrei skugga á vinskap okkar. Hún var heil- steypt og hjálpfús og vildi allt fyrir alla gera. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti og hún fylgd- ist alltaf med öllum, jafnt börn- um, barnabörnum og barna- barnabörnum. Hvernig þeim gekk í skóla, hverjir voru í vinnu og hún átti það til að hringja og útvega unglingunum vinnu ef á þurfti að halda. Við komu til hennar var alltaf til bakkelsi, enda var hún góður kokkur og bakari. Ég nýt enn handskrif- aðra uppskrifta hennar sem hún skrifaði með sinni fallegu rit- hönd á afgangspappír frá Hag- stofunni, þar sem hún vann lengst af. Það var gott að kynn- ast þessari góðu konu sem hafði góða nærveru og eiginleika til að bera, svo sem húmor léttleika og jákvæðni. Minningin um þessa yndislegu konu lifir. Takk fyrir samveruna. Edda Guðgeirsdóttir. Það var yndislegt veður kvöldið sem Guðrún tengdamóð- ir mín kvaddi í síðasta sinn. Dag- urinn hafði verið óvenjulega heitur og sólin, sem farin var að lækka á lofti, varpaði hlýrri birtu á umhverfið. Þetta var veð- ur við hæfi, því svona var Gunna sjálf. Hlý og góð kona sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að fólkinu hennar liði vel. Það var í júlí 1986 sem ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Ég var mjög feimin en þau tóku mér bæði afskaplega vel. Hafi Gunna haft einhverjar efa- semdir um þessa ungu konu sem var sex árum yngri en sonurinn, og kom að auki með litla stúlku með sér inn í sambandið, þá lét hún mig aldrei finna fyrir þeim. Hún tók mér og Hrefnu dóttur minni opnum örmum og það eina sem hún býsnaðist stundum yfir var sú staðreynd að á þessum tíma drakk ég hvorki kaffi né te og henni fannst ómögulegt að gefa mér bara mjólk að drekka. Auk vinnu utan heimilis var Gunna húsmóðir af gamla skól- anum. Heimilið var alltaf skín- andi hreint og snyrtilegt, hún bakaði dýrindis kökur og var meistarakokkur. Hún var frá- bær gestgjafi sem passaði uppá að allir fengju nóg að borða og var endalaust að bjóða meira. Frá henni fór enginn svangur, svo mikið er víst. Gunna lagði áherslu á að vera snyrtilega til fara og hafði gaman af fallegum fötum. Ekkert fór fram hjá henni, hún sá strax ef ég var í nýrri flík og gladdist fyrir mína hönd. „Mikið er þetta smart“ varð henni þá að orði og ekki sparaði hún heldur hrósið ef henni fannst ég eða aðrir líta sérlega vel út þann daginn. Upphaflega bjuggum við Val- ur á Akureyri, síðar fluttum við til Noregs og svo aftur til Ak- ureyrar. Tengdaforeldrar mínir Guðrún Hjartardóttir ✝ Guðrún Hjart-ardóttir fædd- ist 11. desember 1926. Hún lést 23. júlí 2015. Útför Guðrúnar fór fram, 10. ágúst 2015. Vegna mistaka við uppsetningu þessara greina í Morgunblaðinu í gær eru þær birtar aftur. Morg- unblaðið biður alla hlutaðeig- andi velvirðingar á mistök- unum. hafa hins vegar bú- ið í Reykjavík alla tíð. Samskipti okk- ar einkenndust því mest af símtölum og heimsóknum, og þegar ég sat hjá Gunnu daginn sem hún dó, þá flæddu fram óteljandi minningabrot af okkur að heilsast og kveðjast. Mismun- andi staðir, mismunandi tímar, en hún hafði alltaf sérstakt lag á því að taka fólki fagnandi og við brottför var alltaf fast faðmlag og koss á báðar kinnar. Gunna var amma af lífi og sál og gladdist innilega yfir öllum samverustundum við barnabörn- in. Sem betur fer hafði hún sex barnabörn og tvö barnabarna- börn staðsett í Reykjavík en hún hefði ábyggilega viljað hitta Hrefnu, Andra og Ísak mun oft- ar en tilefni gáfust til. Í staðinn sendi hún afmælis- og jólagjafir og með þeim fylgdu kveðjur sem hún skrifaði með sinni fallegu rithönd. Lengi framan af voru páskaegg send milli landa og landshluta. Allt gert til að gleðja börnin. Gunna var stálminnug og fram á síðasta dag fylgdist hún vel með öllu sem gerðist í lífi okkar og barnabarnanna. Tengdamóðir mín náði háum aldri þrátt fyrir endurtekin hjartaáföll og ýmis önnur veik- indi. Hún var ótrúlega seig og lífsviljinn sterkur allan þennan tíma. Síðustu mánuðina mátti þó greina að hún var orðin södd líf- daga og nú hefur hún fengið hvíldina. Með þessum orðum kveð ég tengdamóður mína með þakklæti fyrir allan þann kær- leika sem hún sýndi mér og fólk- inu mínu. Guðný Pálína Sæmundsdóttir. Fyrir hönd okkar bræðra vil ég minnast ömmu okkar, Guð- rúnar Hjartardóttur. Allt frá unga aldri var ég tíður gestur hjá ömmu og afa, fyrst í Ljósalandi og síðar í Sóltúni. Amma tók ávallt vel á móti gestum og vor- um við bræður þar engin undan- tekning. Mér er minnisstætt hvernig hún bar sig sérstaklega eftir því að ræða við mig málefni líðandi stundar. Ávallt þótti mér hún leggja vandlega við hlustir, jafnvel þótt viðmælandinn væri framan af ekki hár í loftinu. Ekki kom maður að tómum kofanum hjá ömmu því hún var ein ernasta og greindasta manneskja sem ég hef kynnst. Minnug var hún með eindæmum allt fram á síðasta dag. Oftar en ekki áttu samtöl okk- ar ömmu sér stað við eldhús- borðið þar sem hún bar fram kræsingar til að gleðja gestina. Gæska ömmu einskorðaðist síð- ur en svo við okkur bræður því henni var alla tíð afar umhugað um vini og vandamenn fjölskyld- unnar. Vildi hún allt gera til að aðstoða þá sem kynnu að þurfa á hjálp hennar að halda. Iðulega setti hún hag annarra framar eigin hag. Ef ég ætti að telja upp þá ein- staklinga sem höfðu hvað mest áhrif á æsku mína og uppvöxt þá yrði ekki hjá því komist að nefna hana ömmu. Hún var ávallt til staðar þegar við bræður þurft- um á henni að halda. Við minn- umst hennar nú með söknuð í hjarta. Megi hún hvíla í friði. Arnaldur, Dagur og Marteinn. Mikið finnst mér erfitt að sætta mig við að þú sért farin, elsku amma mín. Minningarnar streyma fram í hugann og hver einasta er mér svo dýrmæt. Ég gæti skrifað langan pistil og lýst því hve yndisleg þú varst, en ég veit að það er óþarfi því þeir sem til þín þekktu vita hve góða persónu þú hafðir að geyma. Umhyggja, góðvild og örlæti voru þín aðalsmerki og barngóð varstu með eindæmum. Hugurinn reikar ósjálfrátt til baka og æskuminningar mínar með þér amma mín eru mér mjög kærar. Það var fátt sem ekki var látið eftir mér á heimili ykkar afa, þó prakkarastrikin væru ófá. Hláturmildi og hlýjar minningar um þig koma fram í huga mér og ég verð ævinlega þakklát fyrir allar mjúku strok- urnar sem fóru um vanga minn alla mína daga. Það er gott að vita af þér bak við himnatjöldin að líta eftir okkur sem hlökkum til að sjá þig á ný þegar fram líða stundir. Takk fyrir allt elsku amma mín. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín. (Höf. ók.) Hrund Guðrún Guðjónsdóttir. Guðrún Hjartardóttir var ekki aðeins frænka mín, hún var stór- frænka mín. Hún var skelegg og skilvirk, ráðagóð, vel menntuð en umfram allt var hún skemmtileg. Við vorum systra- dætur og mikill samgangur á milli heimilanna þótt annað væri suður með sjó en hitt í Reykja- vík. Árið 1940 fluttu foreldrar hennar á Melaberg á Miðnes- heiði þegar faðir hennar ákvað að gerast þar bóndi í stað þess að vera vörubílstjóri á Seltjarn- arnesinu. Í minningu minni var Melaberg Paradís á jörðu. Þar var mikið um að vera og auk þeirra systkina voru þar fleiri frændsystkini okkar sem keppt- ust um að fá að vera þar. Hæn- ur, kýr, hestar og heyskapur upp á gamla mátann, allt jafn framandi borgarbarni og ótrú- lega spennandi. Í bakgarðinum var svo herstöðin á Miðnesi en þar á milli var kríugerið sem verndaði okkur frá henni. Löngu seinna komst ég að því að Guðrúnu fannst það óskilj- anleg ráðstöfun foreldra sinna að velja sér það hlutskipti að flytja úr góðu húsi á Seltjarn- arnesi á lítinn sveitabæ á Mið- nesheiði, þar sem vatn var borið inn í fötum, kolavél sá um hitann og vindmylla á hlaðinu sá fyrir rafmagni. Guðrún var á fermingaraldri þegar þau fluttu suður á Mela- berg en hún var þar ekki lengi. Hún kom sér þaðan sem fyrst og sótti skólagöngu sína til Reykja- víkur, fyrst í gamla Ingimars- skólann, eins og Gagnfræðaskóli Reykjavíkur var þá kallaður, og síðan í Samvinnuskólann. Að námi loknu vann hún hjá Ný- byggingaráði og Fjárhagsráði, sem á þeim tíma voru einhverjar mestu valdastofnanir landsins. Eftir það fór hún til Hagstofu Íslands. Svo kom Marteinn til sögunn- ar. Þau opinberuðu trúlofun sína, hún fór í Húsmæðraskól- ann og bjó sig undir ævilangt líf með Matta. Á þessum tíma bjó hún hjá okkur og þar með opn- aðist mér sem krakka alveg nýr heimur en það var að fylgjast með tilhugalífi í návígi, það var ekki á hverjum degi sem það tækifæri gafst. Og ég dáðist að því hvernig hún bróderaði, prjónaði og saumaði til þess að búa sig enn betur undir lífið framundan. Guðrún var móður minni alla tíð mikil hjálp, ekki síst þegar á bjátaði. Þegar foreldrar mínir skildu með dramatískum hætti var Gonga, eins og faðir minn kallaði hana, ein af fáum sem gat með skynsömum hætti talað við báða aðila. Á sama tíma voru þau Marteinn mér ómetanleg að- stoð þegar þau fóstruðu elsta son minn þriggja mánaða gaml- an vetrarlangt, þá með synina sína þrjá á ungum aldri. Með- fram þessu vann Guðrún að auki fyrir Hagstofuna, hún hafði göt- unarvél heima hjá sér og vann þar gataspjöld þjóðskrár. Hún var hörkudugleg til allrar vinnu og hagur fjölskyldunnar var henni dýrmætur. Síðustu árin voru frænku minni erfið, heyrnin dauf, hreyfi- getan takmörkuð og sjónin farin. Þetta hentaði henni ekki og eftir farsælt líf andaðist hún með Martein sér við hlið eins og æv- inlega. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðrúnu frænku minni allt sem hún var mér og þá fyrirmynd sem hún var okkur sem í kring- um hana voru. Albína Thordarson. Ég ætla að minnast Guðrúnar Hjartardóttur, Gunnu frænku hans Benna míns, með nokkrum orðum. Hún var frænka hans Benna með stóru F. Þegar ég kom inn í líf Benna var ég kynnt fyrir Gunnu og Matta mjög fljótt. En Benni minn leigði og var í fæði hjá foreldrum Matta öll mennta- skóla- og háskólaárin í Reykja- vík í Úthlíð11. Þetta var fjöl- skylduhús sem var heimur út af fyrir sig. Þar bjuggu þrjár kyn- slóðir á þrem hæðum, foreldrar Matta bjuggu á efri hæð, Gunna og Matti bjuggu í risinu með sína þrjá drengi og systir Matta bjó á jarðhæðinni. Ekkert þeirra var feimið við að tjá sig um hvaðeina, lífið í landinu eða póli- tíkina. Allt þetta fólk hafði mis- munandi sýn á menn og málefni og lá ekki á skoðunum sínum. Þegar ég kom inn í líf Benna var mér strax tekið ákaflega vel af íbúum Úthlíðar 11. Ég náttúrulega elskaði Gunnu frænku frá okkar fyrstu kynn- um, hún var svo ljúf, hún var ís- lenska konan, hún var eiginkona, móðir, tengdadóttir, tengdamóð- ir, vinur, alltaf sönn. Ég hef oft hugsað um hvernig við verð- skulduðum að fá að kynnast þessu góða fólki. Þegar ég kom í Úthlíðina fannst mér sem ungri konu ein- staklega skemmtilegt að hlusta á þau, þó ég segði ekki margt. Matti, húsbóndinn í risinu, lá ekki á skoðunum sínum né held- ur Gunna frænka eða neinn íbúi í þessu sérstaka húsi. Þess á milli að tekið var í tafl og málin rædd, hlupu þeir Matti og Benni neðan úr kjallara og upp í ris til Gunnu og Matta og tíminn var tekinn. Þá kom fyrir að þeir stukku jafnfætis langstökk af þröskuldinum hjá mömmu Matta og inn í holið. Þetta gerð- ist áður en ég kom til sögunnar en heyrði þessar sögur margoft síðar. Gunna frænka var alin upp á mjög pólitísku heimili, pabbi hennar, Hjörtur, var lengi virk- ur í verkalýðspólitík og seinna kaupfélagsstjóri í Sandgerði, mamma hennar, Sveinbjörg frá Flankastöðum, studdi mann sinn vel og Gunna gleymdi aldrei uppruna sínum. Meðan við bjuggum í Reykja- vík kom Matti oft í heimsókn til að tefla við Benna, við heimsótt- um þau og ekki síður eftir að við fluttum út á land. Í Reykjavík- urferðunum var oft komið við hjá Gunnu og Matta. Svo voru það drengirnir þeirra þrír sem áttu alla ást for- eldrana og eru líka frábærir hver á sínu sviði, svo komu fal- legu tengdadæturnar til sögunn- ar og svo barnabörnin, sem mega vera stolt af uppruna sín- um. Ég hugsa til Gunnu frænku og Matta með þakklæti og allt þetta fólk á virðingu mína. Heiðrún Þorgeirsdóttir. Í dag er kær vin- ur kvaddur, Jón Arnfinnur Þórarins- son. Þau hjónin fluttu í Hlunnavog 10 fyrir tæpum 60 árum. Fimm árum síðar var myndaður hjónahópur hjá Hlunnavogi 10 og 12, þrenn hjón úr hvoru húsi. Í fyrstu var kaffi- spjall og spil hálfsmánaðarlega yfir veturinn, en á sumrin var far- ið í útilegur því við áttum öll ung börn sem nutu þess að sofa í tjaldi. Þetta voru skemmtilegar ferðir, farið í leiki og eldað sam- eiginlega. Svo var ákveðið að halda árshátíð eftir áramót. Var hún haldin með stæl, heitum mat og hljómsveit. Þau hjón sem sáu um árshátíðina það árið sáu um skemmtiatriði með sínum hóp og tekinn var niður fjöldi og reiknað út miðaverð samkvæmt því, svo ekki mátti skeika. Þegar flest var vorum við nálægt 100 manns. Þetta voru skemmtanir í sérflokki sem allir muna eftir. Þegar börnin okkar voru unglingar þá var ákveðið að fara í utanlandsferðir og safnað var í 2 ár fyrir farinu. Fyrst fórum við til Costa del sol 1972 og til Mallorca 1974. Síðan til Flórída, en þá fór bara helmingur hópsins og var það síðasta utan- landsferðin. Þessi hópur var orð- inn eins og aukafjölskylda í okkar huga. Við fórum líka í sumarbú- staðaferðir til þeirra sem áttu bú- stað og var þar alltaf gaman, því hópurinn var svo samheldinn. Þegar Jón og Sverrir voru einir eftir af herrunum þá fóru þeir í leikfimi og badminton í Breiða- blik og var það mjög gaman, en Lauga og við konurnar fórum í leikfimi í Digraneskirkju og í gönguhóp. Jón missti konu sína Guðlaugu fyrir nokkrum árum og var það mikill missir fyrir hann, því hann fylgdi henni í gegnum erfiðan sjúkdóm. Var eins og krafturinn væri þrotinn hjá honum eftir það. Við erum núna fjögur eftir af þessum hóp og sendum við börn- um Jóns og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir árin öll og þá gleði sem við nutum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Fanney, Erla, Sigga og Sverrir. Kveðja frá Lionsklúbbi Kópavogs Jón Þórarinsson, félagi okkar og vinur, hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu misserin. Við kveðj- um Jón með söknuði og virðingu eftir áratuga langa samveru í klúbb okkar, þar sem hvort tveggja gaman og alvara áttu sinn sess í hugum okkar allra. Jón gekk í klúbbinn árið 1962, þá 35 ára gamall. Hann gegndi í gegnum tíðina ýmsum trúnaðar- störfum, hafði einatt ákveðnar skoðanir á hlutunum án þess að hafa sig mikið í frammi, hvað þá að troða öðrum um tær. Jón var mikið ljúfmenni, ávallt virkur fé- lagi, vinnusamur enda hreysti- menni. Hann var sæmdur einni æðstu viðurkenningu Lionshreyf- ingarinnar, með því að vera gerð- ur að Melvin Jones-félaga. Það eru ávallt þáttaskil þegar aldnir félagar með langa reynslu í félagsmálum kveðja. Við fé- lagarnir horfum með söknuði á Jón Arnfinnur Þórarinsson ✝ Jón ArnfinnurÞórarinsson fæddist 28. desem- ber 1926. Hann lést 30. júlí 2015. Útför Jóns Arnfinns fór fram 10. ágúst 2015. eftir þeim ágætis manni sem Jón Þór- arinsson var og vott- um afkomendum hans samúð okkar. F.h. félaga í Lionsklúbbi Kópavogs, Tómas Guð- mundsson, formaður. Valsmenn kveðja einn sinna góðu félaga. Jón Þórarinsson fyrrverandi kaupmaður gekk ungur til liðs við Val og átti þar farsælan feril, lengst af sem leik- maður í bakvarðastöðu en einnig sem stjórnarmaður en umfram allt sem ötull og traustur stuðn- ingsmaður. Þeir sem standa fast við bakið á sínum íþróttafélögum eru gjarnan kallaðir bakverðir eða bakhjarlar, Jón var dæmi- gerður slíkur einstaklingur. Hon- um var mjög annt um sitt félag og hann var ávallt virkur félagsmað- ur. Það var skemmtilegt að ræða við Jón um málefni félagsins, ávallt var hann ráðagóður og já- kvæður, sannkallaður herramað- ur, kurteis og tillitssamur og það var alltaf stutt í húmorinn. Góður Valsmaður sagði á sínum tíma; Valur er ekkert annað en þú, ég og allir hinir. Þeir sem komu að uppbygg- ingu Vals á erfiðum tímum og þraukuðu eru nú óðum að kveðja og eftir standa yngri félagar af báðum kynjum í þakkarskuld við þessar gömlu hetjur sem unnu til verðlauna og ekki síður hófu fé- lagið til vegs og virðingar. Andi séra Friðriks sveif yfir vötnunum og þessir menn voru vandir að virðingu sinni. Fjölskylda Jóns Þórarinssonar var sannkölluð Valsfjölskylda, sonurinn Sævar varð afreksmaður í knattspyrn- unni og tengdasonurinn Lárus Valberg hefur starfað mikið að stjórnar og félagsmálum innan fé- lagsins. Innilegustu samúðarkveðjur eru hér sendar til ættingja og vina. Halldór Einarsson, f.h. Fulltrúaráðs Vals. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þessi orð úr Hávamálum komu upp í hugann þegar ég frétti and- lát Lionsfélaga míns Jóns A. Þór- arinssonar enda lýsa þau honum vel og fyrir hvað hann stóð í lífinu. Traustur vinur vina sinna, heið- arlegur og velviljaður í alla staði. Hann gekk í Lionsklúbb Kópa- vogs árið 1962 á 3. ári klúbbsins og starfaði þar látlaust í 53 ár eða þar til yfir lauk. Jón gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir bæði okkar klúbb sem og fyrir Lionshreyf- inguna og voru þau öll unnin af þeim dugnaði og ósérhlífni sem svo mjög einkenndi hann. Jón var mikill Valsari enda líf hans mikið tengt því góða félagi og það var ekki leiðinlegt fyrir mig KR-inginn að takast á við hann um fótboltann á góðum stundum. Þá leiftruðu augun og hann yngdist um 20-30 ár þegar hann minntist glæstra tíma á Hlíðarenda! Traustur félagi er fallinn frá en minning um hann mun lifa og verða okkur félögum hans hvatn- ing til góðra verka í þágu sam- félagsins. Við vottum aðstandendum hans innilega samúð okkar og biðjum guð að blessa Jón A. Þór- arinsson. Einar Gunnar Bollason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.