Morgunblaðið - 11.08.2015, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
Ég er nú að vona að ég nái bónda og börnum út í hjólreiðatúr ítilefni dagsins, en öll fjölskyldan er á kafi í hjólreiðunum ogokkur finnst gaman að hjóla saman. Svo verðum við heima í
kvöld og von er á gestum,“ segir Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem er
fertug í dag. Hún er fædd og uppalin í Keflavík, elst þriggja systkina.
Hún útskrifaðist frá Arizona State University í Bandaríkjunum árið
2000 með BA-gráðu og frá Háskólanum í Reykjavík sem MBA síðasta
vor. Hún er gift Einari Bárðarsyni, fráfarandi forstöðumanni Höfuð-
borgarstofu, en hann hefur störf sem rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu
Kynnisferða í lok sumars. Saman eiga þau tvö börn: Klöru Þorbjörgu
níu ára og Einar Birgi sjö ára.
Áslaug starfaði sem forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála
Icelandair um margra ára skeið. Hún var um tíma stjórnandi hjá
Canadian Geothermal Energy Association og síðar sviðsstjóri hjá
verkfræðistofunni Mannviti. Árið 2013 söðlaði hún um og fór í MBA-
nám í Háskólanum í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hún í vor. Hópur-
inn sem Áslaug vann lokaverkefnið sitt með fékk hæstu einkunn sem
gefin hefur verið fyrir lokaverkefni í MBA-námi HR. Verkefnið var
úttekt á nýrri vöru sem er að koma á markað hjá Össuri hf.
Í dag er Áslaug eigandi og framkvæmdastjóri Meðbyrs, ráðgjafar
og viðburða, sem m.a. á og rekur hjólreiðamótið KIA Gullhringinn,
hjólreiðablaðið Pedala og tónlistarviðburði á borð við Óperudraug-
ana. Hún er einnig formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs, situr í
stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi og fleira. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Hjónin Áslaug Thelma og Einar maður hennar á góðri stundu.
Hjólreiðatúr og svo
er von á gestum
Áslaug Thelma Einarsdóttir er fertug í dag
H
elga Jónsdóttir fæddist
á kvistherberginu hjá
ömmu sinni og afa í
Pálsborg sem stóð við
Njarðarstíg í Vest-
mannaeyjum 11. ágúst 1955.
„Bernskuárin voru í minningunni ei-
líft sumar og sól þar sem ég bjó
fyrstu ár ævi minnar í austurbæ
Vestmannaeyja í Húsavík sem stóð
við Urðarveg 28 en stór hluti austur-
bæjarins fór undir hraunið í gosinu
1973 og þar með talið þessi hús.
Sumarið 1967 flutti fjölskyldan í
Hjarðarholtið sem stendur við Vest-
mannabraut og hefur það hús verið í
eigu fjölskyldunnar síðan.
Á þessum árum kynnist ég skáta-
starfinu, sem átti eftir að hafa mikil
áhrif á líf mitt, því að þar var mikil
gróska í tónlistarlífinu, leiklistinni,
ferðalögum og öllu félagslífi. Á þessu
tímabili uppgötva ég tónlistarhæfi-
leika mína, keypti mér fyrsta gítarinn
og stofnaði stelpnatríó og komum við
fram við ýmis tækifæri. Þarna er
hippatíminn að renna sitt skeið og
náði ég að upplifa timburmenn hippa-
byltingarinnar. Aðeins það besta frá
henni eins og tónlistina, myndlistina,
tískuna og allt það skemmtilega sem
þessi tími gaf meðtók ég fagnandi. Á
þessum árum hitti ég æskuástina
mína, Arnór Hermannsson. Við
kynntumst þegar við unnum saman
að myndlistarverkefni fyrir Gagn-
fræðaskólann í Vestmannaeyjum þar
sem við vorum bæði nemendur.“
Virk í tónlistinni
„Ég samdi mörg lög fyrir börn og
árið 1995 stofnaði ég barnakórinn
Litla lærisveina í Landakirkju sem
gaf út þessa tónlist mína með kórn-
um. Má segja að þar hafi orðið vendi-
punktur á lífi mínu því að þarna hitti
ég Didda fiðlu sem hvatti mig ein-
dregið að fara að læra tónlist, sem ég
og gerði. Ég byrjaði í tónfræði hjá
Báru Gríms og söngnámi hjá Ingveldi
Ýri Jónsdóttur og þarna rættust
Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri – 60 ára
Hjónin Helga og Arnór sumarið 2012 stödd nálægt þeim stað þar sem bernskuheimili Helgu var.
Hippinn í bakaríinu
Fjölskyldan Orri, Aron, Helga, Arnór, Örvar, Davíð og Gyða á jólum 2012.
Vinkonurnar Aðal-
heiður Anna og
Arndís Svava héldu
tombólu við verslun
Samkaupa við
Hrísalund. Þær
gengu í hús í hverf-
inu sínu og söfnuðu
dóti sem þær buðu
síðan á tombólunni.
Þær styrktu Rauða
krossinn með ágóð-
anum, 8.500 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isHlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone