Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 95
MENNING 95
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Þar sem
úrvalið
er af
umgjörðum
Fagmennska
fyrst
og fremst
www.opticalstudio.is
www.facebook.com/OpticalStudio
Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir.
Umgjörð: Chrome Hearts
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN
ÁListasafni Sigurjóns Ólafs-sonar á Laugarnestangamá þessa dagana tylla sér íhúsgögn sem hönnuð voru
af danska arkitektinum Finn Juhl
(1912-1989) og virða um leið fyrir sér
skúlptúra Sigurjóns Ólafssonar (1908-
1982). Sigurjón og Juhl lifðu og hrærð-
ust samtíða á gróskumiklu tímabili
módernískrar listar og hönnunar í
Danmörku og á sýningunni Samspil –
Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl. Hug-
arflug milli höggmyndar og hönnunar
eru skapandi tengsl þeirra á árunum
frá um 1930-1945 rifjuð upp og árétt-
uð. Við uppsetningu verka er að tals-
verðu leyti stuðst við ljósmyndir frá
tímabilinu þar sem verk beggja sjást
saman á sýningum á vegum Juhl og á
teiknistofu hans og heimili – sem er nú
safn. Full þörf er á að áretta tengslin
því að í bókum um Juhl, þar sem þess-
ar ljósmyndir hafa birst, eru verk Sig-
urjóns ranglega talin vera eftir aðra
listamenn.
Juhl var tilraunahneigður í form-
túlkun sinni og fann samsvörun í líf-
rænum formum listamanna sem
unnu verk kennd við afstrakt-súr-
realisma. Hann átti samstarf við hóp
framsækinna ungra listamanna,
þeirra sem stóðu að tímaritinu Hel-
hesten, og hannaði tjald og brú fyrir
sýningu hópsins er nefndist 13
Kunstnere i Telt við Dyrehavs-
bakken/Bellevue árið 1941 – en þar
voru Sigurjón og Svavar Guðnason á
meðal sýnenda. Sigurjón sýndi þar
þrjá skúlptúra, þ.á m. lágmyndina
„Þrá“ sem Juhl valdi á húsgagnasýn-
ingu sama ár þar sem hann kynnti
sófann „Poeten“ – og segir það margt
um vægi listarinnar í huga Juhl og
hvernig hann hugsaði hönnun sína
ávallt inn í stærra samhengi og sam-
leik forma og rýmis.
„Poeten“-sófinn og „Þrá“ eiga nú
að nýju stefnumót á efri hæð
Sigurjónssafns og má glögglega sjá
hvernig hinn fágaði og póetíski sófi
Juhls líkt og lyftist glaðlega til móts
við gáskafullan leik bólsturkenndra
formanna í verki Sigurjóns. Með
þessari samstillingu gefst tækifæri til
að leiðrétta það sem ranghermt hefur
verið í bókum um Juhl að „Þrá“ sé
verk eftir Jean Arp. Á gólfinu
skammt frá stendur einnig skúlptúr
Sigurjóns, „Kona“, sem stóð á gólfi
setustofunar (með „Poeten“-
sófanum) á heimili Juhls, nútímalegu
einbýlishúsi sem Juhl hannaði að ut-
an sem innan og sankaði þar að sér
listmunum og verkum eftir módern-
íska listamenn sem hann sótti inn-
blástur til. Nákvæm staðsetning á
verki Sigurjóns sést á varðveittum
teikningum Juhl af húsinu frá 1941.
Þess má geta að Juhl teiknaði einnig
heimili og vinnustofu (sem aldrei
reis) fyrir Sigurjón og þáverandi eig-
inkonu hans, Tove, árið 1940. Aðrir
skúlptúrar eftir Sigurjón, í salnum á
efri hæð, undirstrika einnig áhuga
beggja á umbreytingu forma og
virkni þeirra í rými. Á veggjum sýn-
ingarinnar eru spjöld með myndum
og textum og þannig eiga gestir auð-
velt með að glöggva sig á samstarfi
Juhls og Sigurjóns í Danmörku.
Á neðri hæð safnsins sést m.a. hvar
„Pelikan“-stólar (og borð) Juhls virð-
ast blaka „vængjum“ í takti við „Börn
að leik“, aðra lágmynd Sigurjóns sem
Juhl hafði mætur á og var um tíma á
teiknistofu hans í Kaupmannahöfn. Á
efri hæðinni stendur „Höfðingjastóll“
Juhls við „Álfkonu“ Sigurjóns – og
andspænis er „Höfðingjastóll“ hins
síðarnefnda, stóll sem er á mörkum
skúlptúrs og húsgagns. Kynni Sig-
urjóns af Juhl hafa þannig leitað inn í
list hans. Þessar samstillingar undir-
strika vel formræn tengsl og lifandi
„hugarflugið milli höggmyndar og
hönnunar“.
Í heild er sýningin bæði skemmti-
leg og fróðleg og henni fylgir prýði-
leg sýningarskrá. Þarna gefst áhorf-
andanum færi á að lifa sig – á dálítið
heimilislegan hátt – inn í þann tíðar-
anda og kraumandi sköpunarsmiðju
sem myndaðist á stríðsárunum í
Kaupmannahöfn. Uppsetning verka
og miðlun upplýsinga er vönduð og
sýningarframtakið velheppnaður
vitnisburður og framtíðarheimild um
þann þátt sem Sigurjón Ólafsson á í
danskri lista- og hönnunarsögu. Jafn-
framt er sýningin gott dæmi um það
hvernig alþjóðlegir straumar berast
inn í íslenskan listheim.
Þrá hins póetíska sófa
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Samspil – Sigurjón Ólafsson og Finn
Juhl – Hugarflug milli höggmyndar
og hönnunar
bbbbn
Til 20. september 2015. Opið lau.-sun.
kl. 14-17. Aðgangur: 500 krónur. Eldri
borgarar og öryrkjar: 300 kr. Börn yngri
en 18 ára: ókeypis. Sýningarstjórar:
Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Vönduð „Uppsetning verka og miðlun upplýsinga er vönduð og sýningarframtakið velheppnaður vitnisburður og
framtíðarheimild um þann þátt sem Sigurjón Ólafsson á í danskri lista- og hönnunarsögu,“ segir m.a. í gagnrýni.
Ljósmynd/Spessi