Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 95

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 95
MENNING 95 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir. Umgjörð: Chrome Hearts OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN ÁListasafni Sigurjóns Ólafs-sonar á Laugarnestangamá þessa dagana tylla sér íhúsgögn sem hönnuð voru af danska arkitektinum Finn Juhl (1912-1989) og virða um leið fyrir sér skúlptúra Sigurjóns Ólafssonar (1908- 1982). Sigurjón og Juhl lifðu og hrærð- ust samtíða á gróskumiklu tímabili módernískrar listar og hönnunar í Danmörku og á sýningunni Samspil – Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl. Hug- arflug milli höggmyndar og hönnunar eru skapandi tengsl þeirra á árunum frá um 1930-1945 rifjuð upp og árétt- uð. Við uppsetningu verka er að tals- verðu leyti stuðst við ljósmyndir frá tímabilinu þar sem verk beggja sjást saman á sýningum á vegum Juhl og á teiknistofu hans og heimili – sem er nú safn. Full þörf er á að áretta tengslin því að í bókum um Juhl, þar sem þess- ar ljósmyndir hafa birst, eru verk Sig- urjóns ranglega talin vera eftir aðra listamenn. Juhl var tilraunahneigður í form- túlkun sinni og fann samsvörun í líf- rænum formum listamanna sem unnu verk kennd við afstrakt-súr- realisma. Hann átti samstarf við hóp framsækinna ungra listamanna, þeirra sem stóðu að tímaritinu Hel- hesten, og hannaði tjald og brú fyrir sýningu hópsins er nefndist 13 Kunstnere i Telt við Dyrehavs- bakken/Bellevue árið 1941 – en þar voru Sigurjón og Svavar Guðnason á meðal sýnenda. Sigurjón sýndi þar þrjá skúlptúra, þ.á m. lágmyndina „Þrá“ sem Juhl valdi á húsgagnasýn- ingu sama ár þar sem hann kynnti sófann „Poeten“ – og segir það margt um vægi listarinnar í huga Juhl og hvernig hann hugsaði hönnun sína ávallt inn í stærra samhengi og sam- leik forma og rýmis. „Poeten“-sófinn og „Þrá“ eiga nú að nýju stefnumót á efri hæð Sigurjónssafns og má glögglega sjá hvernig hinn fágaði og póetíski sófi Juhls líkt og lyftist glaðlega til móts við gáskafullan leik bólsturkenndra formanna í verki Sigurjóns. Með þessari samstillingu gefst tækifæri til að leiðrétta það sem ranghermt hefur verið í bókum um Juhl að „Þrá“ sé verk eftir Jean Arp. Á gólfinu skammt frá stendur einnig skúlptúr Sigurjóns, „Kona“, sem stóð á gólfi setustofunar (með „Poeten“- sófanum) á heimili Juhls, nútímalegu einbýlishúsi sem Juhl hannaði að ut- an sem innan og sankaði þar að sér listmunum og verkum eftir módern- íska listamenn sem hann sótti inn- blástur til. Nákvæm staðsetning á verki Sigurjóns sést á varðveittum teikningum Juhl af húsinu frá 1941. Þess má geta að Juhl teiknaði einnig heimili og vinnustofu (sem aldrei reis) fyrir Sigurjón og þáverandi eig- inkonu hans, Tove, árið 1940. Aðrir skúlptúrar eftir Sigurjón, í salnum á efri hæð, undirstrika einnig áhuga beggja á umbreytingu forma og virkni þeirra í rými. Á veggjum sýn- ingarinnar eru spjöld með myndum og textum og þannig eiga gestir auð- velt með að glöggva sig á samstarfi Juhls og Sigurjóns í Danmörku. Á neðri hæð safnsins sést m.a. hvar „Pelikan“-stólar (og borð) Juhls virð- ast blaka „vængjum“ í takti við „Börn að leik“, aðra lágmynd Sigurjóns sem Juhl hafði mætur á og var um tíma á teiknistofu hans í Kaupmannahöfn. Á efri hæðinni stendur „Höfðingjastóll“ Juhls við „Álfkonu“ Sigurjóns – og andspænis er „Höfðingjastóll“ hins síðarnefnda, stóll sem er á mörkum skúlptúrs og húsgagns. Kynni Sig- urjóns af Juhl hafa þannig leitað inn í list hans. Þessar samstillingar undir- strika vel formræn tengsl og lifandi „hugarflugið milli höggmyndar og hönnunar“. Í heild er sýningin bæði skemmti- leg og fróðleg og henni fylgir prýði- leg sýningarskrá. Þarna gefst áhorf- andanum færi á að lifa sig – á dálítið heimilislegan hátt – inn í þann tíðar- anda og kraumandi sköpunarsmiðju sem myndaðist á stríðsárunum í Kaupmannahöfn. Uppsetning verka og miðlun upplýsinga er vönduð og sýningarframtakið velheppnaður vitnisburður og framtíðarheimild um þann þátt sem Sigurjón Ólafsson á í danskri lista- og hönnunarsögu. Jafn- framt er sýningin gott dæmi um það hvernig alþjóðlegir straumar berast inn í íslenskan listheim. Þrá hins póetíska sófa Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Samspil – Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl – Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar bbbbn Til 20. september 2015. Opið lau.-sun. kl. 14-17. Aðgangur: 500 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar: 300 kr. Börn yngri en 18 ára: ókeypis. Sýningarstjórar: Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Vönduð „Uppsetning verka og miðlun upplýsinga er vönduð og sýningarframtakið velheppnaður vitnisburður og framtíðarheimild um þann þátt sem Sigurjón Ólafsson á í danskri lista- og hönnunarsögu,“ segir m.a. í gagnrýni. Ljósmynd/Spessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.