Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Síða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 2012 13 Náttúrulækningafélag Íslands gaf út á sínum tíma – en það lýsir því sem hún er að gera með Kraftgöngunni og stenst greinin alveg tímans tönn. „Kraftgangan var í byrjun hugsuð sem forvörn fyrst og síðast, til dæmis með því að nýta íslenska náttúru til heilsueflingar. Ég hafði kennt leikfimi inni í sal um tíma og langaði til að bjóða fólki upp á nýjung. Ég sá þarna vöntun og tækifæri til að uppfylla þörf um útiveru og hreyfingu í náttúrunni og gat um leið tengt þetta við nám mitt og starf. Ég var orðin þreytt á háværri rokktónlist og er bara nýlega farin að geta hlustað á hana aftur án þess að fá innilokunarkennd,“ segir hún og hlær. „Ég er með þessum orðum ekki að kasta rýrð á það sem fram fer í líkamsræktarstöðvum en það hentar bara ekki öllum. Hreyfingin er stóra málið hvar sem hún er stunduð. Fólki líður bara betur andlega, líkamlega og félagslega ef það finnur sig í hópnum og sumum líður betur úti.“ Árný er fædd 1957 og átti æsku í íslenskri sveit. Móðir hennar, Jóhanna Þorvarðardóttir, var ekki vel hraust og það hefur líklega haft áhrif á heilsuáhugann sem blundað hefur í henni frá barnæsku. Hún segist stundum hafa hugsað hvort móður hennar hefði liðið betur ef hún hefði hreyft sig meira, en tíðarandinn þá var allt annar. Amma hennar, Guðrún Stefánsdóttir, var aftur á móti mikið fyrir hreyfingu, gekk meira að segja á fjöll þegar hún var hartnær sjötug en það þótti ekki par kvenlegt á þeim tíma. Kannski kemur kraftur Árnýjar í gegnum þau litningatengsl, að minnsta kosti hafði hún miklu meira gaman af því að fara á fjöll og eltast við rollur en að vinna inniverkin í sveitinni. Árný minnist þess að hafa falið gönguskóna sína lengst inni í skáp á fyrsta árinu í Hjúkrunarskólanum en þá var það alls ekki í tísku að eiga gönguskó. Nú horfir þetta öðruvísi við, gönguskór eru tákn um heilbrigðan lífsstíl og eru á heiðursstað fremstir í forstofunni hjá fólki. Upphafið Upphafið má rekja til Kanada en Árný bjó þar um tíma stuttu eftir fæðingu dóttur sinnar. Henni fannst hún vera eitthvað svo tuskuleg eftir meðgönguna að hún skráði sig í líkamsrækt. Þar lærði hún grunninn að þeim æfingum sem hún kennir enn eða allt frá því að hún sagði þessa örlagaríku setningu: „Stelpur, förum út í dag.“ Þetta féll vel í kramið og leikfimihópar, sem hún kenndi síðar á Íslandi, hrifust af hugmyndinni og þannig byrjaði Kraftganga. Í Kanada tileinkaði hún sér ákveðna þætti en hún hefur líka bætt við og fínpússað æfingarnar í bland með fólkinu sem hefur verið með henni lengi, sumir allt frá upphafi eða í rúmlega tuttugu ár. En þó að margir hafa verið lengi þá er alltaf rennsli á fólki, sumir taka sér frí um stundarsakir og nýir bætast í hópinn. „Þegar ég var að byrja í þessu þá undraði sumt fólk sig á uppátækinu. Þetta er fámennt samfélag sem við búum í og ætli fólk hafi ekki haldið að ég væri orðin eitthvað klikkuð, að minnsta kosti man ég eftir heiðarlegu samtali þar sem ég var spurð af hverju ég væri að eyða púðrinu í Kraftgönguna en ekki í hjúkrunarstarfið.“ Fyrirtækið Kraftganga Kraftganga var stofnuð fyrir rúmlega 20 árum og fyrirtækið var formlega skráð árið 1996 en Árný hefur lengst af verið í hefðbundnu hjúkrunarstarfi með þjálfuninni. En það er fleira sem hefur þurft til en hjúkrunarmenntun til að reka fyrirtækið Kraftgöngu. Til að uppfylla skilyrði hefur þurft leiðsögupróf og jafnvel meirapróf og fleira. Nú þegar öll réttindi verða komin í höfn getur hún farið með hópa á eigin vegum hvert sem er en áður var hún í samstarfi við aðra, eins og Ferðaskrifstofuna Nonna. Þjálfunin fer fram í Öskjuhlíðinni og svo fer hún með hópana sína í gönguferðir og fjallgöngur um allt land. Í sumar liggur leiðin meðal annars á Herðubreið, til Grænlands og til Noregs. Val á leiðum fer líka eftir því hvað þátttakendum líkar en hún fær oft uppástungur um ferðir hjá þeim. Ferðirnar eru aðallega hugsaðar fyrir hópana en samt er algengt að makar eða börn komi með og stundum bætast aðrir í hópinn. Kraftganga rekur nú alhliða þjálfun sem felst í upphitun, þrek- og úthaldsþjálfun og svo teygjum. Kraftganga sameinar í raun göngu og leikfimi og byggist á ákveðinni líkamsbeitingu sem eykur brennslu og byggir upp vöðva. Alltaf er byrjað á upphitun og síðan er unnið með þolið en það felur í sér æfingar. Loks eru framkvæmdar teygjur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.