Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Page 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201246 Texti og mynd: Christer Magnusson LÉT DRAUMINN UM STOFU RÆTAST Það er ekki algengt að hjúkrunarfræðingar reki eigin stofu. Samt eru nú margir sem hafa þá sérþekkingu sem til þarf. Ein þeirra er Dóra Dröfn Skúladóttir en hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð. Í Fréttablaðinu mátti fyrir stuttu lesa í smáauglýsingu að Dóra Dröfn Skúladóttir geðhjúkrunarfræðingur hefði opnað samtals meðferðarstofu. Blaðamaður fór á stofuna til þess að kynna sér hvað þar fer fram og hvernig það er fyrir hjúkrunar- fræðing að reka eigin meðferðarstofu. Dóra Dröfn vann á bráðageðdeild á Landspítala, þegar hún byrjaði í diplóma- námi í hugrænni atferlismeðferð, en hætti þar um það leyti sem hún lauk námi. Hún fékk þá vinnu á Reykjalundi á sama tíma og fjármálakreppan skall á. „Það var yndislegt að vinna á Reykjalundi. Þar stundaði ég mikla hugræna atferlis- meðferð,“ segir Dóra Dröfn. Vegna kreppunnar þurfti að segja upp fjölda fólks og þar sem Dóra Dröfn var meðal

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.