Tölvumál - 01.11.2015, Qupperneq 2

Tölvumál - 01.11.2015, Qupperneq 2
RITSTJÓRNARPISTILL Dr. Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri Tölvumála Í ár koma Tölvumál út í fertugasta sinn með fjölbreyttu efni sem tengist upplýsinga- og tölvutækni. Blaðið var fyrst gefið út árið 1976 og fram til 1990 var enginn titlaður ritstjóri heldur ábyrgðarmaður skráður fyrir blaðinu. Fjöldi þeirra sem hafa verið í hlutverkum ritstjóra og ábyrgðarmanna er 13, en þar af eru þrjár konur sem hafa séð um útgáfu blaðsins í átta af þeim 40 árum sem blaðið hefur komið út. Sá sem lengst hefur stýrt blaðinu er Óttar Kjartansson sem var ábyrgðarmaður frá 1976 til og með 1983, næstur kemur Einar H. Reynis sem stýrði blaðinu frá 2000-2005. Þess ber að geta að ábyrgðarmenn og ritstjórar hafa ekki staðið einir að útgáfu blaðsins, með þeim hefur fjöldi ritnefndarmanna úr röðum félagsmanna Skýrslutæknifélagsins unnið óeigingjarnt starf í sjálfboðavinnu öll þessi ár. Ég held ég tali fyrir hönd allra félagsmanna þegar ég þakka þessu fólki fyrir að hafa séð til þess að koma þessu áhugaverðu tímariti út ár eftir ár og ekki má gleyma þeim sem hafa skrifað í blaðið, þeim ber líka að þakka. Án þeirra væri ekkert blað. Þema blaðsins í ár er hönnun á hugbúnaði og fjalla greinarnar meðal annars um hönnunarlýsingar, öryggi, uppbyggingu, prófanir, innleiðingu og friðhelgi persónu- upplýsinga, en einnig eru greinar um annað efni, s.s. forritunarkennslu og neyðarhnapp fyrir notendur tölvukerfa. Nokkur viðtöl eru í blaðinu og sú nýjung var tekin upp að gera könnun meðal félagsmanna og þeirra sem eru á póstlista félagsins þar sem þemað var viðhorf til tækninnar og framtíðarsýn. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og settar fram á skemmtilegan hátt í blaðinu. Framtíðin er óskrifað blað eins og fyrr, en margt er í gerjun og margir draumar sem erfitt er að spá um hvort verði að veruleika. Þar sem Back to the Future-dagurinn 21. október 2015 er nýliðinn er ekki úr vegi að skoða aðeins hvað hefur ræst úr þessum bíómyndum. Hér má nefna þunna flatskjái, fingrafaraskanna, sýndargleraugu, myndsímtöl (Skype), bíla sem ganga fyrir rusli, sjálfreimandi skó og þótt hundagangari og svifbretti séu ekki í almenningseigu þá er tæknin að verða tilbúin fyrir markaðssetningu. Hins vegar kannast ég ekki við fljúgandi bíla, sjálfþurrkandi jakka og heilmynda auglýsingar þó þrívíddar- kvikmyndir séu vissulega til. Það er alltaf erfitt að sjá fyrir sér framtíðna í tækniþróun og þess vegna er áhugavert að horfa á kvikmyndir sem eiga að gerast í framtíðinni og fylgjast með nýjungum. Tímaritið Tölvumál Fagtímarit um upplýsingatækni. Tölvumál hafa verið gefin út frá árinu 1976 af Skýrslutæknifélaginu. Prentvinnsla Litlaprent ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Ásrún Matthíasdóttir Aðrir í ritstjórn Ágúst Valgeirsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Hrafnhildur Jóhannesdóttir Margrét Rós Einarsdóttir Sigurjón Ólafsson Skýrslutæknifélag Íslands Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Framkvæmdastjóri Ský Arnheiður Guðmundsdóttir Stjórn Ský Guðjón Karl Arnarson, formaður Sigrún Gunnarsdóttir Guðmundur Arnar Þórðarson Ólafur Tr. Þorsteinsson Þorvarður Kári Ólafsson Snæbjörn Ingi Ingólfsson Helga Dögg Björgvinsdóttir Aðsetur Engjateigi 9 105 Reykjavík Sími: 553 2460 www.sky.is sky@sky.is Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út í 1.200 eintökum. Áskrift er innifalin í félagsaðild að Ský. Pökkun blaðsins fer fram í vinnustofunni Ás. Tölvumál eru skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: http://www.els.is/merki/ vorumerki/ 2

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.