Tölvumál - 01.11.2015, Side 30
30
Frá netbólunni í kringum síðustu aldamót hafa verið smíðuð ótal
vefumsjónarkerfi á Íslandi og mörg þeirra ekki átt langra lífdaga auðið.
Nokkur hafa hins vegar blómstrað og eru í stöðugri þróun. Í umfjöllun á
þessum síðum er litið yfir stöðu á fimm grónum íslenskum
vefumsjónarkerfum: Dacoda frá Dacoda, Dísill frá Cyan (Skapalóni),
Eplica frá Hugsmiðjunni, LiSA frá Advania og Moya frá Stefnu.
Tölvumálum lék forvitni á að vita hver staðan væri á þróun þeirra, hvort
einhverra nýjunga væri að vænta og fá rök þeirra fyrir því af hverju
fyrirtæki eigi að velja þeirra kerfi en ekki opinn hugbúnað (open-source)
í vefumsjónarkerfum.
DACODA CMS
UM KERFIÐ
Dacoda CMS hefur verið í þróun frá árinu 2002 og er í notkun á mörgum
af stærstu vefum landsins. Kerfið er einfalt í notkun fyrir hefðbundna
notendur en um leið mjög sveigjanlegt og opið sem býður upp á að
notendur með þekkingu á forritun geti búið til sérlausnir og haft
fullkomna stjórn á útliti og virkni.
Dacoda hefur unnið náið með sérfræðingum í leitarvélabestun og fjölda
vefstjóra hjá fyrirtækjum og stofnunum. Til að koma til móts við kröfur
og þarfir er kerfið í stöðugri þróun og það uppfært reglulega.
Til viðbótar við almennt viðhald á vefum er boðið upp á ýmis undirkerfi,
t.d.: bókunarkerfi fyrir bílaleigur, hótel, dagsferðir og pakkaferðir,
vefverslunarkerfi o.fl.
Skjáskot af Dacoda CMS
TÆKNIN
Dacoda CMS byggir á ASP.NET og notar MSSQL gagnagrunn. Einu
kröfurnar sem eru gerðar til hýsingar er Windows server og Microsoft
SQL server.
Hægt er að nota kerfið í öllum helstu vöfrum bæði á Windows og Mac.
Engar takmarkanir eru á útliti og umfangi vefja í Dacoda CMS og höfum
við útbúið fjölmargar sérlausnir til að tengjast innri kerfum fyrirtækja, svo
sem bókunar- og bókhaldskerfum.
ÞRÓUN KERFISINS
Síðustu misseri hefur verið unnið að því að aðlaga kerfið að nýjustu
stöðlum og aðferðum sem eru nýttar á vefnum ásamt því að endurbæta
vefverslunarhluta kerfisins sem er gríðarlega öflugt og sveigjanlegt.
Vinna er hafin við allsherjar yfirhalningu á viðmóti á bakenda sem mun
bæta upplifun notenda og einfalda vinnslu. Áætlað er að ný útgáfa af
vefumsjónarkerfinu verði komin í notkun um mitt ár 2016.
Það eru gríðarleg tækifæri framundan og við stefnum á að sækja á
bæði innlendan og erlenda markaði. Til framtíðar sjáum við fyrir okkur
að opna Dacoda CMS enn frekar og bjóða forriturum upp á að smíða
viðbætur og nýta kerfið við uppsetningu á vefum bæði með og án
aðkomu Dacoda.
AF HVERJU EKKI OPEN SOURCE?
Reynslan sýnir að open-source vefumsjónarkerfi eru almennt veikari
fyrir árásum, aðallega vegna útbreiðslu þeirra, viðbóta sem innihalda
öryggisveikleika og að kóðinn sé opinn öllum. Þrátt fyrir að ekki sé greitt
fyrir open-source vefumsjónarkerfi er ekki víst að kostnaður vegna
hönnunar, forritunar, uppsetningar og viðhalds á vef verði lægri því oft er
kostnaður vegna vefumsjónarkerfis aðeins brot af heildarkostnaði við
vinnslu á nýjum vef.
Dacoda CMS er gríðarlega öflugt, öruggt og sveigjanlegt vefumsjónar-
kerfi, þjónustað af traustu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í yfir 13 ár.
Hjá Dacoda starfa færir starfsmenn með góða þekkingu og reynslu á
öllu sem við kemur hugbúnaðarþróun, hönnun og hýsingu vefkerfa.
Fyrirtæki og stofnanir sem vilja trausta og persónulega þjónustu,
sanngjarnt verð og öruggar veflausnir ættu að velja Dacoda CMS.
ÍSLENSK
VEFUMSJÓNARKERFI
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf