Tölvumál - 01.11.2015, Side 41

Tölvumál - 01.11.2015, Side 41
41 Gott starf hefur verið unnið á vegum Ský um alllangt skeið við að safna efni um sögu upplýsingatækni á Íslandi. Margt hefur þegar ratað á vef Skýrslutæknifélagsins, annað er í fórum félagsmanna og á liðnum vetri var unnið talsvert við öflun efnis, skrif og úrvinnslu. Nú um þessar mundir er verið að ráðast í lokaátakið. Undirrituð, Anna Björnsson sagnfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur verið ráðin til að skrifa það sem enn vantar upp á þessa sögu og samræma við eldra efni. Þetta verk verður unnið í nánu samstarfi við ritnefnd undir stjórn Arnlaugs Guðmundssonar og framkvæmdastjóra Skýrslutæknifélagsins Arnheiði Guðmundsdóttur. Þótt mikið sé til af efni má alltaf bæta um betur. Þess vegna langar mig að leita til ykkar, sem lesið þessi orð og þekkið þessa sögu, og biðja ykkur að leggja ykkar að mörkum til að sagan verði eins góð og unnt er. Við leggjum áherslu á að fá að vita sem mest um hvað hefur gerst á þessum fimmtíu árum sem liðin eru frá því tölvu- og upplýsingatækniöld hófst fyrir alvöru á Íslandi. Leynast gömul fréttabréf, auglýsingar, kynningar fyrir sýningar, tölfræði, ræður, greinar, endurminningar, örsögur, myndir eða annað efni í fórum ykkar? Er þetta kannski tilefnið, sem aldrei gafst til að koma á blað upplýsingum, sem annars gætu lent í glatkistunni? Ef svo er þætti mér vænt um að þið létuð mig vita. Auðveldast er að senda tölvupóst á netfangið mitt hér að neðan. Það má líka alltaf reyna að hringja í mig ef það hentar betur, símanúmerið er hér að neðan. Tölvupósturinn finnur mig alltaf, síminn bara stundum. Það er von okkar að unnt verði að kynna fyrstu útgáfu þessarar sögu í tengslum við UTmessuna í byrjun febrúar næstkomandi og þá sem vefútgáfu. Við viljum gjarnan að sú útgáfa verði eins vönduð og fróðleg og unnt er og því skiptir máli að þið svarið þessu kalli ef þið eigið efni eða ábendingar handa okkur. Vegna tímamarkanna væri gott að sem mest af gagnlegu efni bærist mér eigi síðar en 1. desember 2015 og gjarnan fyrr. Ekkert efni er svo ómerkilegt að það geti ekki haft gildi fyrir sögu sem þessa. Upplýsingar um vélbúnað, hugbúnað, langlíf og skammlíf fyrirtæki, nám og störf í upplýsingatækni, allt er þetta efni sem væri gaman að fá að skoða. Tímabilið, sem er til umfjöllunar, er árin 1965 til 2014 en ef þið lumið á eldra efni, sem ykkur finnst að eigi erindi í rit sem þetta, þá má endilega látið mig vita. Því þéttara net heimilda, sem ég hef úr að moða, þeim mun meiri líkur á að sagan verði raunsönn og upplýsingarnar gagnlegar fyrir alla, sem hafa áhuga á þessari ótrúlega spennandi sögu. Þróunin síðustu áratugi hefur verið ævintýri líkust og eins og í öllum ævintýrum skiptast á skin og skúrir. Hvers vegna gekk vel á einu sviði en miður á öðru? Hvenær var fólk aðeins á undan samtíð sinni, eða á eftir? Hvernig voru viðbrögðin við nýjungum, hjá almenningi, einstökum hópum, fyrirtækjum, stofnunum og samfélaginu í heild? Hvenær og hvers vegna urðu þær sveiflur í framvindunni, sem orðið hafa? Á hvaða sviðum gekk vel að innleiða nýjungar og á hvaða sviðum miður og hvers vegna? Hvaða aðstæður í þjóðlífinu og umheiminum höfðu áhrif á það, sem þið voruð að fást við? Þessar spurningar og margar fleiri eiga sér fjölmörg svör og því fleiri, sem leggja sitt að mörkum til að svara einhverjum þeirra, þeim mun betra. Netfang: tolvusaga@gmail.com, Sími: 6921952 50 ÁRA SAGA UPPLÝSINGATÆKNI Á ÍSLANDI ­ EFNI FRÁ YKKUR Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og tölvunarfræðingur þátttakendur frá vestur Evrópu hópa sig frekar saman og tala ensku á meðan austari hlutinn ræða frekar saman á þýsku eða rússnesku. Það er heilmikil vinna að taka þátt í Evrópuverkefnum en einnig mjög gefandi og lærdómsríkt. Á fundum koma fram ólík sjónarmið og er áhugavert að fylgjast með hvað viðhorf til kennslu er ólík í ólíkum löndum og að sjá hvernig innleiðing nýrrar tækni við kennslu gengur fyrir sig í þessum ólíku löndum. Styrkurinn sem veittur er fer að mestu í ferðir, vinnuframlag er að mestu eigið framlag og háskólans til framþróunar á kennslu í tölvunarfræði. Mest fráhrindandi hlutinn af þátttöku í þessum verkefnum er að halda utan um skráningu á tíma og kostnaði. Stundum gefst tækifæri til að skoða sig um eftir fund og hefur það oft verið mikil upplifun og mig langar að koma því á framfæri að Búlgaría á margar náttúru- og menningarperlur sem áhugavert er að skoða, klaustur, kirkjur, t.d. í hellum, markaði og gamlar byggingar og söfn. Á meðan stór hópur fólks er tilbúinn að leggja á sig vinnu auk langra og þreytandi ferðalaga til að ræða nám og kennslu í tölvunarfræði getum við verið viss um menntunin er í stöðugri þróun og að mörg ólík sjónar- mið fá að komast að og hafa áhrif.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.