Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 Alexandra Björk Magnúsdóttir, elsti nemandi 9. bekkjar Hörðu- vallaskóla, tók við fyrstu spjaldtölv- unni fyrir hönd nemenda í 8. og 9. bekk skólans í gærmorgun. Ár- mann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Alexöndru tæk- ið. Í kjölfarið var vígt glæsilegt hús- næði unglingadeildar Hörðuvalla- skóla í Kórnum. Þar hafa verið inn- réttaðar sjö skólastofur og starfs- mannaaðstaða og verða fleiri stofur teknar í notkun um áramót. Nemendur í 8. og 9. bekkjar Hörðuvallaskóla og annarra grunn- skóla í Kópavogi fengu svo afhent- ar spjaldtölvur í skólastofum sínum og er þar með spjaldtölvuvæðing grunnskóla Kópavogs hafin af full- um krafti. Tæplega 900 tæki eru afhent að þessu sinni, en innleiðing spjald- tölva í grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum, segir í frétt frá Kópavogsbæ. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust. Allir grunnskólakennarar í Kópa- vogi fengu spjaldtölvur í júní síðast- liðnum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sagði við þetta tækifæri að Kópa- vogsbúar hefðu alla tíð verið stoltir af skólum sínum. „En við höfum vit- að um leið að það er ekki vænlegt til árangurs að standa í stað. Spjaldtölvuvæðing grunnskólanna er byltingarkennt verkefni sem við erum stolt af og hlökkum að fram- kvæma,“ sagði bæjarstjóri. 900 spjaldtölvur afhentar Ljósmynd/Kópavogsbær Fyrsta tölvan Alexandra Björg Magnúsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.  Spjaldtölvuvæðingu skólanna í Kópavogi lýkur næsta ár Biskup Íslands hefur skipað Evu Björk Valdimars- dóttur guðfræð- ing í embætti prests í Kefla- víkurprestakalli Kjalarnesspró- fastsdæmi. Frest- ur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Alls sóttu sex umsækjendur um embættið, einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur auk Evu Bjarkar voru guðfræðingarnir Dís Gylfa- dóttir, Erla Björk Jónsdóttir, Fritz Már Berndsen Jörgensson og María Gunnarsdóttir og séra Þórhallur Heimisson. Embættið veitist frá 15. sept- ember. Sóknarprestur í Keflavík er séra Erla Guðmundsdóttir. Valin prestur í Keflavík Eva Björk Valdimarsdóttir Biskup Íslands hefur skipað séra Karl V. Matthías- son í embætti sóknarprests í Grafarholts- prestakalli Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Alls sóttu þrír um embættið. Auk Karls sóttu um embættið séra Arna Grét- arsdóttir og Kristinn Snævar Jóns- son guðfræðingur. Embættið veitist frá 1. september. Séra Karl tekur við embættinu af séra Sigríði Guðmarsdóttur, sem fór til prestsstarfa í Noregi. Valinn sóknarprest- ur í Grafarholti Karl V. Matthíasson Dagana 9. til 10. september verð- ur haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um vernd jarðminja. Það eru evrópsku samtökin Pro- GEO sem standa fyrir ráðstefn- unni. ProGEO-samtökin voru stofnuð árið 1988 með það að markmiði að vekja athygli á merkum jarð- minjum og efla verndun þeirra. Flestar auðlindir jarðar tengjast jarðminjum og rask á þeim er óafturkræft. Ísland hefur mikla jarðfræðilega sérstöðu og hér finnast jarðminjar sem eru ein- stakar á heimsvísu, segir í frétt frá ráðstefnuhöldurum. Á ráðstefnunni verða gestir frá 24 löndum sem kynna yfir 50 verkefni með erindum og á vegg- spjöldum. „Vonir eru bundnar við að ráðstefnan í Reykjavík verði til þess að vekja athygli almennings, fræðimanna og stjórnvalda hér á landi á mikilvægi þess að vernda jarðminjar og landslag á Íslandi,“ segir í fréttinni. Gestir frá 24 lönd- um ræða um vernd- un jarðminja Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Velkomin – í vefverslun RV.is24/7 3 fallegar gæðavörur frá Curver í KAUPAUKA með fyrstu pöntun í vefverslun RV.is* Curver bréfakarfa My Style Curver box My Style Curver karfa My Style A6 KAUPAUKAvörurnar þínar frá Skoðaðu g læsilegt vö rúrval RV í vefverslun RV.is * Þegar þú verslar fyrir 18.600 kr. eða meira í vefverslun RV færðu glæsilegan kaupauka - FRÍTT! Tilboðið gildir til 30. sept. 2015 1 tilboð pr. viðskiptavin á gildistíma tilboðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.