Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 27
daginn og beðið um að fá að tala við drenginn í horninu. Hinum megin á línunni var Steingrímur Bjarnason sem byggði Grímsbæ og vildi hann að ég stofnaði rakarastofu í Grímsbæ. Ég sló til og þegar ég spurði Halldór hvort ég fengi ekki meðmæli ef þetta gengi ekki upp þá sagði hann: „Nei, þú kemur bara aftur til mín.“ Þetta var árið 1991 og stofan á því 25 ára afmæli næsta vor. Hárgreiðslustofa var fyrir í Grímsbæ en hún var meira fyrir dömur og Steingrímur vildi líka þjónustu fyrir herrana. Ég keypti síðan hina stofuna fyrir átta árum. Þær voru hvor á sinni hæðinni og því var hægt að fá klippingu hjá mér bæði í efra og neðra. Svo sameinaði ég stofurnar og nú er bara hægt að fá klippingu hjá mér í neðra. Ég byrjaði einn og svo hef ég ver- ið með hjá mér einn til tvo í fullu starfi og einnig fólk í hlutastarfi.“ Spurður út í nýjustu skeggtískuna þá segir Grímur aldrei hafa gefið sig út fyrir að vera skeggsnyrtir. „Þetta var á leiðinni út þegar ég var að byrja í náminu. Ég lærði þetta þó í skólanum á sínum tíma og ég snyrti skegg en hef aldrei gefið mig út fyrir það. Þessi tíska er líka bara bóla!“ Golfið helsta áhugamálið Golfáhuginn byrjaði hjá Grími þegar hann ásamt félaga sínum var alltaf að finna golfkúlur í nágrenni við flugvöllinn á Ólafsfirði. „Pabbi félaga míns smíðaði þá fyrir okkur kylfur úr vatnsröri og plötujárni. Ég sökkti mér svo alveg í þetta og var farinn að geta eitthvað um 1980. Ég byrjaði í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) en svo tók ég mér hlé í sex ár og þegar ég byrjaði aftur gekk ég í Golfklúbb Mosfellsbæjar en er aftur kominn í GR. Svo er ég einnig í Golfklúbbi Ólafsfjarðar og tek þátt í sveitakeppni fyrir þá. Minn besti árangur er líklega 10. sæti sem ég náði á meistaramóti GR en þá var ég með 3,2 í forgjöf. Ég hef fjórum sinnum náð holu í höggi og vann eitt sinn ferð til Suður- Afríku þar sem ég keppti fyrir Ís- lands hönd. Ég hef spilað víða er- lendis, m.a. á Pebble Beach í Kali- forníu sem er einn frægasti golfvöllur í Bandaríkjunum.“ Auk golfsins hefur Grímur stund- að skíði frá barnæsku. „Ég fer tvisvar til þrisvar á Ólafsfjörð á ári á skíði eða snjósleða. Svo hef ég líka áhuga á ljósmyndun og hefði líklega farið í svoleiðis nám ef ég hefði ekki farið í hárskeranámið. Ég er í golfhópi sem fer alltaf í golfferð aðra helgina í september og nú á að fara á Belfry-völlinn á Englandi. Ég ætlaði ekki að fara því við hjónin ætlum að keyra yfir Klettafjöllin í lok september í til- efni af afmælinu. En ég gifti mig 10. september 2005 því ég vildi ekki gifta mig fyrir fertugt og kon- an ákvað að laumupúkast og pant- aði far fyrir mig í þessa golfferð með félögunum. Afmælisdagurinn verður því rólegur hjá mér en svo fer ég morguninn eftir í flug á tíu ára brúðkaupsafmælinu í boði konunnar.“ Fjölskylda Grímur kvæntist 10.9. 2005 Önnu Ingileif Erlendsdóttur, f. 22.7. 1967. Hún er iðjuþjálfi á endurhæfingar- deild Landspítalans við Hringbraut. Foreldrar hennar eru Erlendur Daníelsson, f. 18.10. 1942, bókaút- gefandi og rekur bókaútgáfuna Björk, og k.h. Gréta Jónsdóttir, f. 30.4. 1946, húsmóðir. Börn Gríms og Önnu eru Erlend- ur Karl, f. 15.12. 1995, nemi, og Hrafnhildur Jakobína, f. 2.9. 2000 nemi. Systkini Gríms: Gunnar Bjarni Þórisson, f. 5.12. 1955, skrifstofu- maður hjá Ó.Johnson og Kaaber, Súsanna Valdís, f. 24.2. 1957, banka- starfsmaður og Gísli Viðar, f. 11.8. 1958, hársnyrtimeistari. Foreldrar Gríms eru Þórir Bjarni Guðlaugsson, f. 8.2. 1930, 19.2. 1979, sjómaður á Ólafsfirði, og k.h. Hrafn- hildur Jakobína Grímsdóttir, f. 3.2. 1937, húsmóðir. Úr frændgarði Gríms Þórissonar Grímur Þórisson Anna Sigríður Árnadóttir húsfr., f. í Bandagerði í Eyjafirði Sigurpáll Sigurðsson bóndi, sjómaður, verka- maður og vélstjóri á Brimnesi í Ólafsfirði Guðrún Tryggvína Sigurpálsdóttir húsfreyja á Ólafsfirði Grímur Bjarni Bjarnason póstmeistari og bíósýningarmaður á Ólafsfirði Hrafnhildur Jakobína Grímsdóttir fv. verslunarkona Jakobína Anna Ingimundardóttir húsfreyja á Ólafsfirði Bjarni Helgason vélstjóri á Ólafsfirði Kristín Þorvarðardóttir húsfreyja, f. í Bergþórsbúð, Breiðavíkurþingum, Snæf. Ketill Björnsson sjómaður á Hellissandi Súsanna Ketilsdóttir húsfreyja á Hellissandi Guðlaugur Jakob Alexandersson verkamaður á Hellissandi Þórir Bjarni Guðlaugsson sjómaður á Ólafsfirði Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. í Gils- bakkasókn, Mýr. Alexander Guðlaugsson bóndi á Stapatúni, Neshr., Snæf. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 95 ára Baldur Arngrímsson Guðrún Kristín Sigurjóns- dóttir Helga Sumarliðadóttir 90 ára Ólöf Pétursdóttir Þorgerður María Gísladóttir 85 ára Jakobína Þórðardóttir Sigríður Marelsdóttir Sigrún Sigurdríf Halldórsdóttir Svala Jónsdóttir 75 ára Björn Þórhallsson Erna Ágústsdóttir Jóhannes Jónsson Ragnheiður Þórðardóttir 70 ára Guðmann Guðmannsson Halldóra Stefánsdóttir Helga S. Guðmundsdóttir Hrólfdís Hrólfsdóttir Júlíus Anton Matthíasson Ragna María Gunnarsdóttir Sigríður Guðbergsdóttir Villy Björn Hjörvar Henriksen Þóra Benediktsdóttir 60 ára Anna Svandís Helgadóttir Guðlaug Narfadóttir Helga Hjaltadóttir Hörður Ágúst Harðarson Kristinn Gestsson Kristján Júlíus Kristjánsson María Petrína Ingólfsdóttir Sigurður G. Símonarson Soffía Guðrún Þorsteinsdóttir 50 ára Daiva Butkuviené Jose Antonio de Bustos Martin Ragnar Ármannsson Sigurjón Heiðar Hreinsson Sigurjón Ómar Níelsson Silja Viem Thi Nguyen Stefán Einarsson Þórir Hálfdánarson 40 ára Borghildur Sölvey Sturludóttir Eiríkur Harry Ragnarsson Eva Huld Valsdóttir Guðmundur Vignir Ólafsson Hafdís Jóhannsdóttir Heimir Már Helgason Jóhann Georg Gunnarsson Jörundur Kristinsson Karl Ágúst Hoffritz Linda Björg Stefánsdóttir Piotr Polinski Reynald Ormsson Sigrún Hallgrímsdóttir 30 ára Auður Björk H Kvaran Dagný Gunnarsdóttir Kristín Láretta Sighvatsdóttir Tongxiang Li Til hamingju með daginn 40 ára Haukur er Ísfirð- ingur en býr í Mosfellsbæ og er tölvunarfræðingur í Landsbankanum. Maki: Dagný Kristins- dóttir, f. 1978, kennari í Ölduselsskóla. Börn: Kristinn Breki, f. 1999, Arnar Páll, f. 2004 og Tómas Orri, f. 2006. Foreldrar: Hörður Þor- steinsson, f. 1934, fv. stöðvarstjóri, og Fjóla Hermannsdóttir, f. 1936, fv. skrifstofumaður. Haukur Örn Harðarson 40 ára Heiðrún er frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal en býr á Akureyri og er leikskólakennari á Hólma- sól. Maki: Skarphéðinn Leifs- son, f. 1967, afgreiðslu- maður hjá Norðlenska. Börn: Guðrún María, f. 1998, Alexander, f. 2004, og Leifur Máni, f. 2008. Foreldrar: Jóhann Ólafs- son, f. 1952, d. 2015, og Unnur María Hjálmars- dóttir, f. 1953, d. 2013. Heiðrún Jóhannsdóttir 30 ára Gréta er Hofsós- ingur, skúrar á KS Hofsósi og er matráður og fl. á Sólgörðum í Fljótum. Maki: Jóhann Oddgeir Jó- hannsson, f. 1978, vinnur á bifvélaverkstæðinu Par- dus. Börn: Viktoría Ýr, f. 2007, Jón Konráð, f. 2008, og Elísabet Rán, f. 2012. Foreldrar: Jón Gísli Jó- hannesson, f. 1964, og Guðbjörg Særún Björns- dóttir, f. 1965. Gréta Dröfn Jónsdóttir Ómar Ingi Jóhannesson varði dokt- orsritgerð sína frá Sálfræðideild Há- skóla Íslands 26.9. 2014. Ritgerðin ber heitið „Miðlæg-hliðlæg ósamhverfa í skilvirkni augnstökka og áhrif líkinda- möndls með lendingarstað á viðbragðs- tíma þeirra“ („Nasal-temporal asym- metries and landing pointprobability manipulations of saccadic eye move- ments.“) Hlutverk augnhreyfinga í sjón- skynjun er mjög mikilvægt og rann- sóknir á þeim geta aukið skilning okkar á því hvernig athygli virkar, hvernig sjónræn áreiti eru valin, hvernig við tök- um ákvarðanir og á hinum ýmsu sál- fræðilegu röskunum. Í rannsóknum okkar var megináherslan á meðstökk og andstökk. Meðstökk eru í átt að áreitinu en andstökk í átt frá áreitinu. Í tveimur rannsóknum rannsökuðum við viðbragðstíma, nákvæmni og hámarks- hraða augnstökka. Niðurstöður okkar sýna að miðlæg-hliðlæg ósamhverfa finnst ekki í viðbragðstíma augnstökka og er mjög óveruleg í nákvæmni þeirra. Aftur á móti er ósamhverfan mjög greinileg í hámarkshraða augnstökka og hraðinn mun meiri í átt að hliðlægu en miðlægu áreiti. Mið- læg-hliðlæg líffræðileg ósamhverfa er vel þekkt í sjónu og sjóntaug og við teljum okkur hafa mjög góð rök fyrir því hún valdi ósamhverf- unni í hámarkshrað- anum. Nokkuð góð rök fyrir því að möndl með líkur á því hvar áreiti augn- sökka birtist geti haft áhrif á viðbragðs- tíma þeirra. Meint áhrif möndlsins rannsökuðum við í þriðju rannsókninni með áherslu á áhrif möndlsins á við- bragðstíma and- og meðstökka. Það var ekki fyrr en í tilraun þarsem lóðrétt og lárétt, and- og meðstökk, voru sam- ofin við sjónleitarverkefni að líkinda- möndlið fór að hafa áhrif og munur á viðbragðstíma and- og meðstökka minnkaði. Vegna þess að áhrif lík- indamöndlsins komu ekki fram fyrr en í mjög flóknu verkefni teljum við ljóst að möndlið hefur ekki áhrif á undirbúning augnstökka sem slíkra heldur hafi það áhrif á þá þætti sem lúta að því að velja (eða finna)markáreitið og taka ákvörð- un um hvort augnstökkið þarf að vera and- eða meðstökk, lóðrétt eða lárétt.  Ómar I. Jóhannesson (f. 1956) lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Stykkis- hólms vorið 1972 og sveinsprófi í skipasmíði frá Iðnskóla Snæfellsness og Skipa- vík hf. 1976. Vorið 1980 lauk Ómar 2. stigs prófi (1500 kw réttindi) frá Vélskóla Íslands og stúdentsprófi frá Öldungadeild MH vorið 2007. Haustið 2007 hóf Ómar BS nám í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands og meistaranám við sömu deildárið 2010. Ómar hóf doktorsnám við HÍ í janúar 2012. Ómar var lengst af yfirvélstjóri til sjós og lengst sem yfirvélstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri eða í 17 ár. Ómar Ingi Jóhannesson Doktor Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.