Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
20% afsláttur
af öllum ljósum, lömpum og skermumLjósadagar
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 5516646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga frá 10-18, lau. 11-15
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Bjarni St. Ottósson
bso@mbl.is
Dr. Eduardo Pereira er brasilískur
lögfræðingur sem hefur starfað við
olíu- og gasiðnaðinn í átta ár. Hann
hélt fyrirlestur í Háskólanum í
Reykjavík gær um lagaumhverfi iðn-
aðarins, sem iðulega þarf að eiga við
erlendar ríkisstjórnir sem fara með
eign auðlindanna.
Hann segir fyrstu ákvörðunina
sem olíufjárfestir verði að taka vera
þá hvaða áhættuþættir séu ásættan-
legir. „Til dæmis eru fyrirtæki að
starfa í Kúrdistan, sem er stjórn-
skipuleg martröð. Samningar þar
standast ekki stjórnarskrá Íraks og
starfsemin öll utan laganna. Af hverju
fjárfestir fólk í löndum þar sem samn-
ingar eru ekki framfylgjanlegir? Af
því þar er nóg af olíu og ef byrjað er
strax og unnið í nokkur ár áður en
skellur í lás þá græðir maður samt.“
Erfið samkeppnisstaða
Á Íslandi eru mögulegar olíulindir
á Drekasvæðinu langt frá landi og
dýrt að vinna þær, séu þær vinnan-
legar. Þar segir hann samkeppnis-
stöðu landsins veika. „Af hverju ætti
ég að eyða 100 dollurum á Íslandi sem
breytast í 150 dollara eftir tíu ár, ef ég
get eytt sömu 100 dollurum í Líbýu
og fengið 500 dollara aftur eftir tvö ár.
Þetta er alþjóðleg samkeppni um
fjárfestingu og að því leyti stendur Ís-
land ekki vel.“
Þá er samkeppnislöggjöfin allt
önnur en var þegar stóru ríkis-
olíufélögin eins og Statoil og Petro-
bras uxu og döfnuðu í faðmi ríkisein-
okunar sem skyldaði fyrirtæki til
samstarfs við þau. Þetta segir Pereira
ekki hægt undir núverandi Evrópu-
löggjöf, sem Pólverjar hafi til dæmis
fengið að reyna þegar tilraunir þeirra
til innlendrar framleiðsluaukningar
steyttu að hluta til á samkeppnislög-
um ESB.
Fjárfestingavernd
Fyrir fjárfesta sem vilja treysta
stöðu sína gagnvart erlendri ríkis-
stjórn segir Pereira helst leitað
þriggja ráða. Í fyrsta lagi sé um að
ræða stöðugleikaskilmála í samning-
um þar sem tekið er fyrir að breyt-
ingar verði gerðar á samningnum eft-
irá. Í öðru lagi sé um að ræða tvíhliða
fjárfestingasamninga heimaríkis fjár-
festisins og fjárfestingarlandsins. Við
það gerist heimaríkið aðili að hugs-
anlegum deilum þar sem skuldbind-
ing liggi fyrir um að heiðra gerða
samninga milli þjóðanna.
Í þriðja lagi geti menn leitað til
MIGA, arms Alþjóðabankans, sem
býður tryggingu gagnvart pólitískri
íhlutun og óstöðugleika. Flest þróun-
arríki eigi í samstarfi við bankann og
veigri sér við því að setja það í upp-
nám, segir Pereira.
Sætta alla hagsmunaaðila
Við gerð fjárfestingasamninga seg-
ir Pereira lykilatriði að ganga úr
skugga um að allir hagsmunaaðilar
sjái hag sinn í því að virða samning-
inn. Þar á hann ekki við það að upp-
fylla lagalegar grunnskyldur og halda
ríkisstjórninni góðri heldur að sam-
félagið á staðnum taki starfsemina í
sátt, en iðnaðurinn hefur langa og
slæma reynslu af deilum við innfædda
í fjárfestingarlöndum sínum. Mikil-
vægt sé að læra af henni.
Heildstæð sátt lykilatriði
AFP
Umdeilt Mótmælendur töfðu för olíuborpalls sem var á leið til Alaska í júní.
Mikilvægt að læra af alþjóðlegri reynslu olíuþjóða finnist olía hér, segir sérfræð-
ingur Olíuiðnaðurinn flókinn heimur alþjóðahagsmuna Aðstæður hér erfiðar
Hollensk veiki
» Pereira varar eindregið við
þeim vandamálum sem geta
fylgt skjótum olíugróða.
» Mörg dæmi eru um slíkt en
nýlega fór Gana flatt eftir of-
fjárfestingu með tilheyrandi
skuldum eftir að miklar olíu-
lindir fundust við landið.
Ameríku og Evrópu. Tveimur nýj-
um vélum verður bætt við flota Ice-
landair næsta sumar þegar tvær
262 sæta Boeing 767-300 breiðþot-
ur verða teknar í notkun. Með því
fer floti félagsins upp í 26 farþega-
þotur, en nýju vélarnar taka fleiri
farþega en Boeing 757 sem félagið
notar annars.
Leiðakerfi Icelandair hefur
nærri þrefaldast að umfangi frá
árinu 2009, ef spár fyrir árið 2016
ganga eftir, en þá voru farþegar fé-
lagsins 1,3 milljónir.
Icelandair gerir ráð fyrir að fjölgun
farþega á næsta ári verði um 450
þúsund og að heildarfjöldi þeirra
verði um 3,5 milljónir. Þetta kemur
fram í tilkynningu félagsins til
Kauphallarinnar um áætlanir fyrir
millilandaflug árið 2016.
Framboð í flugáætlun Icelandair
mun aukast um 18% á milli ára og
verður þremur nýjum áfangastöð-
um bætt við. Þeir eru Chicago,
Montreal og Aberdeen, auk þess
sem ferðum verður fjölgað til fjöl-
margra annarra borga í Norður-
Spá 3,5 milljónum farþega á næsta ári
Icelandair með 26 vélar næsta sumar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Icelandair áætlar að farþegar verði þrefalt fleiri á næsta ári en 2009.
● Kröfuhafar slitabús Glitnis sam-
þykktu á kröfuhafafundi í gær heimild
slitastjórnar til þess að undirbúa
nauðasamninga á grundvelli fyrirliggj-
andi tillögu um stöðugleikaframlag.
Slitastjórnin hefur nú 114 daga til að fá
nauðasamning staðfestan af dóm-
stólum og leggja fyrir kröfuhafa, áður
en skattur leggst á eignir búsins í stað
stöðugleikaframlags.
Jafnframt var á fundinum samþykkt
stofnun tæplega tíu milljarða króna
sjóðs sem ætlað er að tryggja skað-
leysi slitastjórnar Glitnis vegna hugsan-
legra málsókna vegna starfa hennar.
Kröfuhafar samþykktu
stöðugleikaframlagið
!!"
"!#
# #
#"
"!
$!
%%"
##
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%%
%#
!!
"
##
##
"!"
$!"
%$!#
"!#
#
%!"
!#
"
#
#"$
"
$!
%
#
# ##
Í júní, júlí og
ágúst flutti Wow
air samtals 295
þúsund farþega,
sem er 45% fjölg-
un sé miðað við
sömu mánuði í
fyrra. Í ágúst ein-
um flutti félagið
107 þúsund far-
þega, sem jafn-
framt eru 45%
fleiri farþegar en í sama mánuði 2014.
Sætanýting var 95% en framboðnum
sætiskílómetrum fölgaði um 65% í
ágúst frá sama tímabili í fyrra.
Í tilkynningu frá Wow air er haft
eftir Skúla Mogensen forstjóra að
aldrei hafi félagið flutt jafnmarga far-
þega í einum mánuði og nú í ágúst.
„Þetta er langbesta sumar WOW air
frá stofnun félagsins,“ segir Skúli.
Góð nýting
hjá Wow
Skúli
Mogensen
295 þúsund farþeg-
ar með Wow í sumar
● Alls nema hrein gjaldeyriskaup
Seðlabanka Íslands það sem af er árinu
1,1 milljarði evra, að því er fram kemur í
Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Það samsvarar um 159 milljörðum
króna á núverandi gengi. Í ágústmánuði
keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir 319
milljónir evra. Alls nam heildarvelta á
millibankamarkaði með gjaldeyri 540
milljónum evra í ágúst og 434 millj-
ónum evra í júlí.
Seðlabankinn keypti
fyrir 1,1 milljarð evra
SÍ er stórtækur á gjaldeyrismarkaði.
STUTTAR FRÉTTIR ...