Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 17

Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Elísabet II Englandsdrottning verður í dag sá þjóð- höfðingi Bretlands, sem lengst hefur ríkt. Slær hún þar með met langalangömmu sinnar, Viktoríu drottningar, sem ríkti í 63 ár, sjö mánuði og tvo daga. Embættis- menn bresku krúnunnar hafa reiknað það út að tíma- mótin muni eiga sér stað um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. Drottningin mun sjálf ekki vilja gera mikið úr þess- um tímamótum en mun þó taka þátt í stuttri og lát- lausri athöfn vegna vilja almennings. „Það þarf að hafa í huga að fyrir drottninguna er þessi tímasetning feng- in út með því að reikna út andlátstíma föður hennar og langalangömmu, og það litar viðhorf hennar,“ sagði heimildarmaður nákominn drottningunni. Elísabet er jafnframt elsti konungborni þjóðhöfðingi Evrópu. Sonur hennar, Karl, prins af Wales varð fyrir þremur árum sá ríkisarfi, sem lengst hefur beðið eftir krúnunni. sgs@mbl.is Elísabet II drottning Síðari heimsstyrjöld Elísabet prinsessa byrjaði að koma fram opinberlega fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. 1947 • 20. nóv. Giftist Philip Mountbatten. Þau eignuðust fjögur börn: Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. 1952 • 6. febr. Varð drottning, 25 ára að aldri, þegar faðir hennar, George VI konungur, lést. 1977 Hátíðarhöld þegar 25 ár voru liðin frá því að hún varð drottning. Pönk- hljómsveitin Sex Pistols gaf út lagið „God Save the Queen“. 1992 Drottning kallaði árið „annus horribilis“, m.a. vegna skilnaðarmála þriggja barna hennar. 1997 • 31. ágúst Díana prinsessa, fyrrverandi eigin- kona Karls prins, lést í bílslysi í París. 2013 • 22. júlí Georg prins, sonur Vilhjálms prins, sonarsonar drottningar, fæddist. 2015 • 9. sept. Elísabet hefur ríkt lengur í Bretlandi en nokkur annar þjóðhöfðingi í sögu landsins. 1926 • 21. apríl Elizabeth Alexandra Mary fæddist. 1953 • 2. júní Krýnd drottning. Met Viktoríu líklega slegið í dag Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sigmar Gabriel, varakanslari Þýska- lands, sagði í gær að landið gæti tek- ið við hálfri milljón flóttamanna á ári næstu árin en lagði áherslu á að önn- ur aðildarríki Evrópusambandsins þyrftu einnig að leggja sitt af mörk- um til að leysa mesta flóttamanna- vanda í álfunni frá síðari heimsstyrj- öldinni. Stjórn Þýskalands telur að alls komi rúmlega 800.000 hælisleitend- ur þangað í ár, fjórum sinnum fleiri en á síðasta ári. „Ég tel að við getum örugglega tekið við um það bil hálfri milljón manna á ári í nokkur ár. Ég hef engar efasemdir um það, talan gæti ef til vill verið hærri,“ sagði Sig- mar Gabriel, varakanslari, efnahags- ráðherra og formaður þýskra jafn- aðarmanna, SPD, sem sitja í stjórn með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann bætti við að Evr- ópusambandið gæti ekki reitt sig á að nokkur ríki, m.a. Austurríki, Sví- þjóð og Þýskaland, tækju á sig allar byrðarnar vegna flóttamannavand- ans. „Ekki fullnægjandi að kaupa sig út úr þessu“ Peter Sutherland, sérstakur er- indreki Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum farandmanna, sagði í gær að ríki utan Evrópusambandsins þyrftu að taka þátt í því að leysa flótta- mannavandann. Hann lagði áherslu á að ríkin ættu ekki að líta svo á að þau gætu losnað við að taka við flóttafólki með því að senda peninga til aðstoðar flóttamönnum í grann- ríkjum Sýrlands. „Það er ekki full- nægjandi að kaupa sig út úr þessu,“ sagði hann og nefndi sem dæmi að auðug Persaflóaríki hefðu lagt mikið fé af mörkum en tekið við mjög fáum flóttamönnum. Það sama ætti við um Bandaríkin og Bretland. Um fjórar milljónir Sýrlendinga hafast við í flóttamannabúðum í grannríkjum Sýrlands, þar af tæpar tvær milljónir í Tyrklandi, rúmlega 1,1 milljón í Líbanon og um 630.000 í Jórdaníu, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Matvælaáætlun SÞ (WFP) kvaðst í gær hafa þurft að minnka aðstoð sína við 1,3 milljónir sýrlenskra flóttamanna um helming vegna fjár- skorts. Stofnunin hefði þurft að hætta alveg matvælaaðstoð við 229.000 flóttamenn í Jórdaníu og 131.000 í Líbanon. Taki líka við múslímum Bernard Cazeneuve, innanríkis- ráðherra Frakklands, gagnrýndi í gær ummæli bæjarstjóra tveggja franskra bæja, Roanne og Belfort, sem sögðust vilja taka við sýr- lenskum flóttamönnum að því til- skildu að þeir væru kristnir og hefðu flúið ofsóknir Ríkis íslams, samtaka íslamista í Sýrlandi og Írak. „Kristið fólk frá Miðausturlöndum verður að sjálfsögðu að vera velkomið en það á einnig við um múslíma og aðra minnihlutahópa sem eru ofsóttir af sömu grimmd,“ sagði Cazeneuve. AFP Ylja sér við eld Flóttamenn nálægt ungverska þorpinu Röszke, við landa- mærin að Serbíu. Um 167.000 flóttamenn hafa komið til Ungverjalands í ár. Þýskaland taki við hálfri milljón  ESB-ríki taki saman á vandanum AFP Lifandi feginn Flóttamaður fer með bæn á grísku eyjunni Lesbos eftir að hann kom þangað með gúmmíbáti sem sigldi yfir Eyjahaf frá Tyrklandi. Um 380.000 yfir hafið » Rúmlega 380.000 flótta- menn og aðrir hælisleitendur hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu í ár, samkvæmt nýj- ustu upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Talið er að um 2.850 flóttamenn hafi drukknað á leiðinni yfir hafið. » Meirihluti flóttamannanna er frá Sýrlandi og margir þeirra fara til Evrópu í von um betra líf vegna slæmra aðstæðna í flóttamannabúðum í grannríkj- unum Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.