Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 ✝ Óskar KristinnÁsgeirsson fæddist þann 6. apríl 1946 á Hraunbóli í V- Skaftafellssýslu. Hann lést 31. ágúst 2015 á Landspítal- anum við Hring- braut. Foreldrar hans voru Ásgeir Einarsson, f. 14.2. 1907, d. 23.12. 1983, og Ingi- gerður Magnúsdóttir, f. 12.6. 1919, d. 25.9. 2014. Systkini hans eru Ingunn Erla, f. 12.10. 1941, Magnús Kjartan, f. 1.4. 30.10. 1982, sambýliskona Rak- el Björg Guðmundsdóttir, börn þeirra eru Katrín Emma og Kári og 5) Sævar Markús, f. 15.2. 1985. Barnabörn þeirra Óskars og Elínborgar eru sex talsins. Óskar og Elínborg hófu bú- skap í Kópavogi fyrst um sinn en bjuggu síðan alla tíð í Hafn- arfirði og síðast bjó Óskar í Fögruhlíð 5 í Setbergshverfi. Óskar stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum og útskrif- aðist þaðan sem búfræðingur. Hann hóf ungur störf hjá Við- tækjaverslun Ríkisins en eftir að hún var lögð niður færði hann sig yfir til Innkaupastofn- unar ríkisins (sem síðar var breytt í Ríkiskaup) og starfaði hann þar allt til æviloka. Útför Óskars fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 9. sept- ember 2015, kl. 13. 1944, d. 17.7. 2004, Ágústa Pála, f. 1.1. 1952, og Einar Þór, f. 30.1. 1968. Óskar giftist Elín- borgu Ragnars- dóttur, f. 13.6. 1948, þann 26. des- ember 1966. Börn þeirra eru 1) Ragn- ar Ásgeir, f. 16.1. 1965, börn hans eru Ísak og Benja- mín, 2) Ingibjörg, f. 28.6. 1967, 3) Erla, f. 29.10. 1971, maki Kristján Valur Jónsson, börn þeirra eru Katla Ingibjörg og Jón Óskar, 4) Óskar Jón, f. Elsku besti pabbi minn er fall- inn frá og eftir situr maður með risastórt sár í hjartanu. Ég trúi varla að hann sé farinn. Það er svo óraunverulegt að sitja hér í Fögruhlíðinni og skrifa minning- arorð um hann (og þá hugsa ég að maður hljóti bara að vera staddur í martröð sem taki enda hvað af hverju. En því miður er það ekki svo. Hvernig á maður að minnast elsku pabba? Minningarnar um pabba eru endalausar, hlýjar og fallegar en alltaf koma upp í hugann allar yndislegu stundirnar okkar í sumarbústaðnum í Þrastarskógi. Fótboltaóður drengurinn sem beið eftir því að pabbi færi að slá flötina, allar gönguferðirnar á kvöldin og ferðirnar í Þrastar- lund til að kaupa ís og franskar. Pabbi hafði yndi af því að ferðast um landið sitt með okkur fjölskyldunni og var fátt skemmtilegra en að sitja í aftur- sætinu og hlusta á hann segja sögur. Hann þekkti landið vel, þótti vænt um það og ekki skemmdi fyrir hvað hann sagði skemmtilega frá. Pabbi var mikill húmoristi og alltaf var stutt í grínið þrátt fyrir veikindin síðasta árið en hann hafði líka alltaf sérstaklega gam- an af því að stríða mömmu og okkur systkinunum, taka myndir af okkur á viðkvæmum augna- blikum við mismiklar vinsældir og alltaf var hægt að hlæja að bullinu í honum. En pabbi var ekki bara fynd- inn og skemmtilegur heldur var hann einstaklega hlýr og góður maður. Hann passaði upp á fjöl- skylduna sína, var stóri bangsinn sem hélt utan um Óskarsson-fjöl- skylduna, færði okkur kærleik, öryggi og hlýju í líf okkar. Pabbi var bestur, sterkastur og gat allt og gerði allt fyrir okk- ur á meðan hann lifði. Hann var „góður, sætur og ríkur“ eins og Erla systir sagði í gamla daga. Ríkur var hann að eiga fjöl- skyldu sem elskaði hann og rík vorum við fjölskyldan hans að fá að eiga hann. Pabbi var einstakur maður með hjarta úr gulli sem verður sárt saknað af öllum sem honum fengu að kynnast. Hann kenndi mér að vera góður maður, líkt og hann var við alla í kringum sig. Hann var fyrirmynd mín í líf- inu og betri föðurímynd hefði ég ekki getað fengið. Ég sakna hans óendanlega mikið og mun alltaf gera en um leið verð ég þakklátur fyrir stundirnar sem ég átti með hon- um og í huga mínum tek ég fast utan um hann og segi honum hvað ég elska hann mikið og í hjarta mínu mun ég minnast hans alla tíð. Vertu sæll, pabbi minn. Ég elska þig. Óskar Jón Óskarsson (Nonni). Elsku, elsku besti pabbi minn er dáinn. Ég er ekki ennþá búin að meðtaka það að þetta sé raun- veruleikinn. Það á eflaust eftir að taka langan tíma. Pabbi minn var bestur af öll- um, hann var líka sterkastur og gat allt. Þegar ég var lítil sagði ég oft við hann að hann væri góður, sætur og ríkur. Fyrir mér var hann það alla tíð. Pabba fannst mjög gaman að ferðast um landið okkar og á ég margar frábærar minningar frá ferðalögum okkar. Við fórum oft í sumarbústaðinn í Þrastarskógi, heimsóttum Davíð og Kristjönu á Þverá eða keyrð- um bara eitthvað út í buskann. Ég var yngsta barnið í nokkuð mörg ár og því þvældist ég með pabba og mömmu út um allt. Pabbi var einstaklega bóngóð- ur og gerði allt fyrir okkur krakkana, alveg sama hvað það var. Þegar ég gifti mig þá reddaði hann alls konar hlutum. Ég hef aldrei séð pabba jafn kátan og í brúðkaupsveislunni minni, hann dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Ég fann og sá hvað hann var stoltur af litlu stelpunni sinni, litla músatitti eins og hann kallaði mig oft þegar ég var lítil. Hann var líka frábær afi og elskaði að hafa barnabörn- in í kringum sig. Mér þykir sárt að hugsa til þess að þau eigi ekki lengur eftir að fara og hitta afa Óskar en amma Ella verður knúsuð enn meira. Það verður skrítið fyrir elsku mömmu að vera án pabba, þau kynntust þeg- ar mamma var 15 ára og höfðu verið saman alla tíð síðan þá. Þau eignuðust okkur fimm systkinin og við erum einstaklega heppin að þau voru foreldrar okkar. Þau eru einfaldlega best. Ég gæti skrifað svo margt um hann pabba minn og á svo marg- ar frábærar minningar en þær geymi ég í hjarta mínu og segi börnunum mínum sögur af mér með afa Óskari og ömmu Ellu. Hann pabbi minn var bara besti maður í heiminum og ég á eftir að sakna hans meira en orð fá lýst. Ég veit að hann á eftir að passa mig og mína. Sjáumst seinna, elsku besti pabbi minn, ég bið að heilsa ömmu og afa, Magga frænda og öllum hinum. Erla (músatittur). Elsku bróðir, nú ertu farinn og ég sakna þín. Það síðasta sem ég sagði við þig var að við sæjumst hinum megin og þá gætir þú haldið áfram að stríða mér. Það var ein- mitt þessi góðlátlega stríðni og glettni sem einkenndi þig og tengist ljúfustu minningum mín- um um þig. Léttleiki þinn og húmorinn hafði góð og jákvæð áhrif á samskipti okkar. Þú varst stóri bróðir og passaðir mig mik- ið þegar ég var lítil og hélst því áfram alla tíð með beinum eða óbeinum hætti. Þú varst um- hyggjusamur, ráðagóður og alltaf til staðar fyrir litlu systur, einnig eftir því sem árin liðu. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Minn- ingarnar eru margar og skemmtilegar. Samverustund- irnar um jól og áramót, að koma auga á sem flestar rakettur sem þá voru ekki algeng sjón. Þú varst mikill stuðbolti sem krakki og unglingur og vildir helst vera í miðri hringiðu at- burða. Sem strákur þeyttist þú um allan Kópavog, fyrst á hjólinu og svo á skellinöðrunni, og varst fyrstur með fréttirnar ef eitthvað áhugavert átti sér stað. Þú vissir allt og gast allt fannst mér. En ég fékk líka að finna fyrir stríðninni. Man alltaf þegar ég 11 ára beið eftir Kópavogsstrætó í Lækjar- götu og þú keyrðir framhjá á bláa Tempónum á leið heim á Álfhóls- veginn í hádegismat. Þú stopp- aðir auðvitað og bauðst mér far. Ég var alsæl og hljóp að bílnum en þegar ég nálgaðist keyrðir þú aðeins áfram og lést mig hlaupa á eftir þér. Ég var svo sem vön þín- um uppátækjum og hélt að þú mundir bara gera þetta nokkrum sinnum en nei, þú hélst áfram þar til ég var komin alla leið upp að næstu stoppistöð við Hringbraut. Þá var sú stutta orðin reið og tók strætó þó svo að þú biðir eftir mér. Svo sastu bara skellihlæj- andi við eldhúsborðið þegar ég loksins komst heim. Ég held að þú hafir skammast þín örlítið en minningin er góð og þú marg- bættir fyrir þetta uppátæki þitt síðar. Guðlaugur sviffluga á einn- ig sérstakan stað í hjarta mínu. Þú varst líka með mikla bíla- dellu og eignaðist bæði skelli- nöðru og bíl löngu áður en þú hafðir aldur til. Þá var ekki mikið verið að fylgjast með umferðinni í Kópavogi. Þú þeyttist um allar koppagrundir próflaus á Willys- jeppanum og ég heyrði síðar að lögregluþjónum sem þar störf- uðu hefði létt mikið og haldið upp á það þegar þú loksins varst kom- inn á bílprófsaldur, að þeir hefðu boðið þér upp á kók og prins um leið og þeir afhentu þér ökuskír- teinið. Þú varst jú búinn að keyra í tvö ár. Ég naut líka oft góðs af hve vel þú varst kynntur og áttir marga góða vini og samstarfsfélaga. Bílasalar seldu mér oft bíla á afar hagstæðu verði og góðum kjörum einungis vegna þess að ég var systir þín. Oft leitaði ég ráða hjá þér þegar bílarnir mínir gáfu frá sér hin undarlegustu hljóð og þú bjargaðir málunum. Þú varst með eindæmum bóngóður og mig grunar að margir hugsi hlýtt til þín á þessari stundu. Elsku bróðir, ég þakka þér samfylgdina og kveð þig á sama hátt og síðast. Sjáumst hinum megin og þá getur þú haldið áfram að stríða mér. Elsku Ella, börnin ykkar öll og fjölskyldur. Þið eigið alla mína samúð. Þín systir, Ágústa (Gústa). Elsku Óskar frændi, mikið verður þín sárt saknað af mörg- um. Við ættingjarnir vorum alls ekki tilbúnir að kveðja þig. Eftir sitjum við og minnumst þín, þú varst traustur, glaðlyndur og vinnusamur dugnaðarforkur. Alla tíð varstu ósérhlífinn og hjálpsamur og stoð og stytta margra. Mamma leitaði oftar en ekki til þín með ýmsa hluti og alltaf varstu henni svo hjálpsam- ur. Þú varst umhyggjusamur fjölskyldufaðir, bróðir, sonur og frændi. Við systur eigum margar hlýjar og góðar minningar um þig, Ellu og börnin. Alla tíð var Ljósabergið fjölmennur sam- verustaður og þau voru ófá af- mælin og heimsóknirnar á fallega heimilið ykkar. Alltaf þótti okkur jafn gott að koma þangað. Einnig hugsum við hlýtt til allra sumar- bústaðaferðanna í Þrastarskógi þar sem mikið var leikið, spilað, hlegið og spjallað. Ættarmótin voru einnig nokkur. Við gleymum því aldrei þegar þú keyrðir okkur eins og herforingi um á húsbíl út um allar trissur. Missirinn er mikill og þá sér- staklega fyrir Ellu, börnin þín og afabörnin. Við vottum þeim alla okkar samúð og kveðjum með miklum trega það góðmenni sem þú varst og við hin vorum svo lán- söm að fá að kynnast. Elsku Óskar frændi. Hvíldu í friði. Afi, amma og Kjartan munu taka vel á móti þér. Ásgerður og Gunnhildur. Óskar Kristinn Ásgeirsson  Fleiri minningargreinar um Óskar Kristin Ásgeirs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ ValgerðurBjörk Einars- dóttir fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1952. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað aðfarar- nótt sunnudagsins 30. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ein- ar Bjarni Sturluson frá Hreggstöðum á Barða- strönd, f. 22.1. 1919, d. 25.2. 2008, og Kristín Andrésdóttir frá Hamri í Múlasveit, f. 11.5. 1924, d. 27.10. 2013. Systkini Valgerðar eru: 1) María Henley, f. 1944, 2) Gísli Már, f. 1951, d. 1970, 3) Guðný Alda, f. 1953, 4) Þórdís Heiða, f. 1955, 5) Sturla, f. 1957, 6) Andrés Einar, f. 1960 og 7) Guðrún Björg, f. 1966. næstu níu árin. Árið 1966 flytur fjölskyldan síðan á Akranes þar sem Valgerður lauk gagnfræða- skóla. Hún dvaldi á sumrin hjá móðurömmu sinni og -afa á Hamri í Múlasveit til 19 ára ald- urs þar sem hún sinnti ýmsum störfum á mannmörgu heimili. Valgerður kynntist Einari eig- inmanni sínum í Reykjavík og þau eignuðust dótturina Helgu Björk 1973. Þau fluttu til Vopnafjarðar árið 1976 og á Neskaupstað 1978. Valgerður og Einar giftu sig það sama ár og sonurinn Ágúst Freyr fæðist, 1979. Árið 1984 flytja þau síðan til Ólafsvíkur. Valgerður og Einar skilja árið 1988 og flytur Valgerður þá með börnin til Reykjavíkur. Valgerður sinnti ýmsum störfum yfir ævina, vann í banka, við fiskvinnslu og ýmis verslunarstörf. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur starf- aði hún í 20 ár hjá ÁTVR og síðustu árin við umönnun í Eir- borgum. Útför Valgerðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 9. sept- ember 2015, kl. 13. Valgerður eign- aðist tvö börn með eiginmanni sínum, Einari Helga Björnssyni, f. 19.7. 1948; 1) Helga Björk, f. 15.8. 1973, m. Þuríður Sif Æv- arsdóttir. 2) Ágúst Freyr, f. 23.1. 1979, m. Eva Dögg Lárusdóttir. Barn Ágústas Freys með Signýju Hafsteinsdóttur er Rak- el Björk, f. 14.3. 2000. Val- gerður og Einar skildu árið 1988. Valgerður var þriðja í röð- inni í stórum systkinahópi. Fjöl- skyldan bjó í Hafnarfirði fyrstu fimm árin hennar en þá var flutt að æskuheimili föður hennar, Hreggstöðum á Barða- strönd, þar sem þau bjuggu Elsku besta mamma mín, það flæðir allt í minningum og fráfall þitt er ennþá mjög óraunverulegt því þrátt fyrir langvarandi veik- indi trúði ég alltaf að þú yrðir gömul kona, annað kom ekki til greina, þú varst svo sterk. En þegar svona er komið þá fyllist maður þakklæti fyrir öll árin sem við fengum aukalega með þér, þau voru ekki sjálfsögð, þú fékkst að sjá Rakel vaxa og dafna og verða að ungri dömu. Þú naust þín aldrei eins vel og þegar þið voruð saman með dýrunum og ég veit að hún á hafsjó af dásamleg- um minningum um ömmu sína. Þú varst yndisleg mamma og amma, hjartahlý, þolinmóð og tókst öllu af æðruleysi. Þú barst svo mikla umhyggju fyrir mönn- um, dýrum og náttúrunni, dásamlegri konu er ekki hægt að hugsa sér, þú varst alltaf til stað- ar fyrir börnin þín og varst frá- bær fyrirmynd fyrir okkur og aðra. Þú vannst alltaf mikið á meðan þú hafðir til þess heilsu og hreyfðir þig mikið, þú tókst mig með þér í ófá skipti og ég veit ekki hversu oft við löbbuðum Esjuna saman, en það var ansi oft, þú varst í gönguhópum og hafðir mikinn áhuga á landi og þjóð, þú ferðaðist mikið um land- ið og fékk ég oft að njóta þess með þér. Þú studdir mig alltaf í einu og öllu, mættir á hvert ein- asta íþróttamót eða viðburð þeg- ar ég var yngri og hvattir mig áfram í lífinu. Þú kenndir mér svo margt og kemur til með að halda því áfram. Ég veit við sjáumst aftur þegar minn tími kemur og ég veit líka að það var tekið vel á móti þér. Ég vona að ég geti heiðrað minningu þína, elsku mamma mín, með því að reyna að hafa þín lífsviðhorf að leiðarljósi. Takk fyrir að vera mamma mín, ávallt. Þinn elskandi sonur, Ágúst Freyr. Elsku fallega mamma mín, betri móðir og fyrirmynd er vandfundin. Þú hefur ætíð verið minn besti vinur og skarðið sem myndast verður erfitt að brúa, alltaf gat ég treyst að þú hefðir svörin og bestu lausnirnar, alveg sama hvað var verið að ræða eða gera. Ég vona að ég nái að tileinka mér þó það væri ekki nema brot af þínum yndislegu eiginleikum, hjartahlýrri og umhyggjusamari manneskju hef ég ekki hitt, þá er sama hvort það er umhyggja fyr- ir mönnum, dýrum eða nátt- úrunni. Það er svo dýrmætur tíminn sem þú varst hjá okkur fyrir austan og ég verð ævinlega þakk- lát fyrir það að þú skyldir sam- þykkja að koma og leyfa okkur að fylgjast með þér og takast á við veikindin þín saman. Ég veit við hittumst síðar, en þangað til verð ég að ylja mér við hafsjó af ljúfum minningum um stórbrotna konu, frábæran vin og yndislega mömmu. Takk fyrir að vera mamma mín. Þín elskandi dóttir, Helga Björk. Ég sit hér og á ekki nógu sterk orð til að lýsa þér. Þú varðst eins og mamma mín fljótlega eftir að við kynntumst. Þvílík fyrirmynd sem þú hefur verið mér. Síðustu átta mánuði sem þú bjóst hjá okkur Helgu hafa verið yndislegir og við kynntumst allt- af betur, sumarbústaðaferðirnar, göngutúrarnir okkar með hundana og kvöldin sem við sát- um allar þrjár að spjalla um heima og geima, ómetanlegar stundir. Húsið okkar á eftir að vera svo tómlegt án þín og söknuðurinn á eftir að vera svo stór í hjarta mínu. Elsku Valla, takk fyrir allt. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó þú systir mín kær. Þú varst mildi og ást og þitt móðerni bar við sinn líknsama barm dagsins lifandi svar: allt sem grét, allt sem hló, átti griðastað þar - jafnvel nálæð þín ein sérstök náðargjöf var. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár. þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg vour bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Þín vinkona, Þuríður Sif (Þurý). Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Valla mín er látin, svo allt of fljótt. Valla móðursystir mín var al- veg einstök manneskja sem gerði heiminn bæði fallegri og skemmtilegri. Hún var mikill mannvinur og jafnvel enn meiri dýravinur. Alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálpandi hönd og nutu margir góðs af því í gegn- um tíðina. Það var svo gaman að tala við hana Völlu, hún var svo góður hlustandi og við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Valla var snillingur í höndunum, prjónaði fallegar peysur og bak- aði fínustu hnallþórur. Hún var alltaf vel til höfð og fallega klædd og heimilið hennar ávallt skín- andi hreint. Hún hafði lag á að gera svo fallegt í kringum sig og um leið notalegt. Manni leið alltaf svo vel í návist hennar. Ég vil þakka Völlu frænku minni að leiðarlokum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Helgu, Ágústi, Rakel Björk og öðrum ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk í sorg- inni. Kristín Vilhjálmsdóttir og fjölskylda. Valgerður Björk Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.