Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 25
sorgarfregn að Guðni mágur og svili væri dáinn. Gat þetta virki- lega verið? Við sem höfðum ver- ið í símasambandi þremur dög- um áður þar sem við ræddum að það væri löngu orðið tímabært að hittast. Ákveðið var að þegar við kæmum heim færum við saman út að borða eins og við systur og makar höfum gert annað slagið. Guðni og Alda höfðu alltaf nóg fyrir stafni. Ýmist að dytta að húsinu heima eða í sumarbú- staðnum í Skorradal sem var þeirra paradís. Þeim féll aldrei verk úr hendi. Guðni var ákaf- lega vandaður og góður dreng- ur, rólegur, skapgóður með ein- dæmum, greiðvikinn, bóngóður og snyrtimenni alveg fram í fingurgóma. Hann var alveg sér- staklega vandvirkur með allt sem hann tók sér fyrir hendur. Alda er ekki síður vandvirk og unnu þau ákaflega vel saman, hvort sem um var að ræða inni- eða útivinnu. Móðir okkar Öldu hafði oft orð á því hvað þau væru vandvirk og ynnu vel sam- an. Alda og Guðni kynntust í dansskóla og hafa síðan dansað saman í gegnum lífið. Þau hafa í nokkur ár verið í gönguhópi og einnig farið eldsnemma á fætur á morgnana til þess að taka þátt í qi gong. Margar eru útilegurnar og ferðalögin sem við höfum farið í saman gegnum árin. Þegar við fengum svo lóð í Skorradal fór- um við saman í að byggja bú- stað. Hann var byggður í flekum á efri hæðinni í húsi okkar en settur saman uppfrá. Húsið okkar var þá hálfklárað og bjuggum við þá á neðri hæð- inni. Seinna seldum við þeim Öldu og Guðna okkar hlut í bú- staðnum og hafa þau komið sér ákaflega vel þar fyrir og notið þess í ríkum mæli að dvelja þar. Mörg handtök á Guðni einnig í húsinu okkar sem við byggðum í Haukshólunum. Eftir að sonur okkar fékk nafnið Guðni fór Guðni hennar Öldu að kalla hann Nafna. Þetta nafn festist við báða aðila og hefur alla tíð verið notað af báð- um fjölskyldunum. Barngóður var Guðni og kom það fram í ríkum mæli þegar hann eignaðist sína tvo gullmola sem hafa notið þess að vera með afa sínum í Dísarásnum og Skorradalnum. Missir þeirra er mikill. Aldís, móðir Guðna, hefur nú misst báða syni sína sem báðir hafa farið snögglega. Sendum við henni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sömuleiðis einka- syninum og tengdadótturinni. Elsku systir og mágkona. Missir þinn er mikill. Þú hefur ekki eingöngu misst elskulegan eiginmann heldur líka þinn besta vin. Að gefast ekki upp og að lífið heldur áfram. Þannig vann móðir okkar systra úr sorginni á sínum erfiðu tímum þegar faðir okkar lést. Þannig trúum við að þú gerir einnig með þinni trú, seiglu og dugnaði. Mundu að við Sigurbjarni verð- um ávallt til staðar fyrir þig þegar þú þarft á að halda. Blessuð sé minning Guðna með kæru þakklæti fyrir sam- fylgdina. Hulda og Sigurbjarni.  Fleiri minningargreinar um GuðnaFrímann Guð- jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilboð/útboð V20109 - Póstflutningar frá Keflavík til Kaupmannahafnar Ríkiskaup, fyrir hönd Íslandspósts ohf, kt 701296- 6139, óska eftir tilboðum í flugflutning á pósti frá Keflavík til Kaupmannahafnar, til næstu fjögurra ára Verkefnið er í því fólgið að þjónusta Íslandspóst með daglegum flugflutningi á öllum þeirra pósti frá Keflavík til Kastrup flugvallar í Kaupmanna- höfn. Umfang flutninganna er miðað við reynslu síðustu ára og er póstmagnið áætlað um 120 - 125 tonn á næsta ári. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is . Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska 25. október 2015 kl 11:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og postulínshópur II kl. 9. Útskurðarhópur II,postulínshópur III kl. 13. Söngstund við píanóið með Helgu Gunnarsdóttur,tónmenntakennara,kl. 13.45. Á miðv. á haustönn verður Bókaspjall GuðnaTh. Jóhannessonar og hefst 7. okt. Kristín Jónsdóttir,menntaskólakennari, verður með námskeið í Brennu-Njáls sögu á miðv. frá og með 4. nóvember. Hvort tveggja verður auglýst betur. Bólstaðarhlíð 43 Spiladagur. Boccia kl. 10:40, glerlist og almenn handavinna frá kl. 13:16. Bústaðakirkja Félagsstarfið hefst hjá okkur 16. september með haustferð, nánari upplýsingar og skráning er í kirkjunni í síma 553-8500 Dalbraut 18-20 Verslunarferð kl.14.40. Dalbraut 27 handavinnustofa kl.8. Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 Kaffiklúbburinn – Allir velkomnir í kaffi kl 8:30 Opin handavinna – Leiðbeinandi kl. 9 Morgunleikfimi kl. 9:45 Hádegismatur kl. 11:30 Frjálst spil kl 13:00 Kaffi kl. 14:30 Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður m/leiðb. 8.30-16. Opinn hugflæðisfundur um söng, dans og leikfimistímann kl. 10, allir velkomnir. Búið til úr pappa, m/leiðb. kl. 13-16, frábær námskeið. Steinamálun m/leiðb. kl. 13-15. Félagsvist kl. 13. Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í safnaðarheimilinu kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Guðríðarkirkja Fyrsta samvera férlagsstarf fullorðinna er miðvikudaginn 9.september kl: 13:10. Bænastund, söngur, lestur og skemmtilegar umræður um starfið í vetur. Sr.Karl V.Matthíasson tekur vel á móti ykkur. Lovísa býður upp á kaffi og meðlæti sem kostar kr.500. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, molasopi í boði til kl. 10.30, dagblöðin, púsl og tafl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall, baðþjónusta fyrir hádegi, matur kl. 11.30. Línudansinn byrjar aftur kl. 13.30 skráning á staðnum óbreytt gjald fyrir tímann. Gönguferð um nágrennið kl. 14, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl.8.50, leikfimi á Ruv.kl.9.45, ganga kl.10, upplestrarhópur Soffíu 10, málað á steina með Júllu, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14:30, allir velkomnir nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Hringdans í Kópavogsskóla kl.15:00. Línudans í Gullsmára kl.16.30 framh, stig 1 ( 1 x í viku), kl.17.30 byrjendur ( 1 x í viku). Uppl. í síma 554-3774 og á www.glod.is Kópavogur Myndlist kl 9, ganga kl 10, postulínsmálun og kvenna- bridge kl 13, línudans kl 16.30, línudans fyrir byrjendur kl 17.30. Neskirkja við Hagatorg Miðvikudaginn 9. september kl. 12:00 hefjast kyrrðarstundir í Neskirkju. Þar gefst fólki kostur á að njóta fallegrar tónlistar, hlýða á Guðs orð og útleggingu á því, leggja bænir sínar í Drottins hendur og njóta svo veitinga á Kirkjutorgi, saf- naðarheimili kirkjunnar. Prestar og organisti Neskirkju hafa umsjón með kyrrðarstundum. Neskirkja, við Hagatorg Íslenski maturinn í eitt hundrað ár. Var maturinn hollari í gamla daga? Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í við Háskóla Íslands fjallar um breytingar sem hafa orðið á mataræði á Íslandi á einni öld. Þar ræðir m.a. hversu breytilegt fæðið var eftir aðstæðum fólks og búsetu hér áður fyrr. Norðurbrún 1 Mánud:Tréútskurður 13-16. Þriðjud:Tréútsk.9-12, Námsk. í postulínsmálun, myndlist byrjuð 9-12, opið í Listasm.13-16, leiðbeinandi á staðnum. Miðvikud:Tréútsk. 9-12. Bónusbíllinn 14:40. Félagsvist 14-16. Fimmtud:Tréútsk. 9-12. Leirlistanámsk. 9-12. Opið í Listasmiðja 13-16, leiðbeinandi á staðnum.Bókabíllinn 10-10:30 Föstud:Tréútsk. 9-12. Opið í Listasmiðju, allir velkomnir 9-12. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Listasmiðja Skólabraut kl. 9. Botsía Gróttusal kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13.00. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Á mor- gun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11 - 13 Opið frá kl. 8.30 - 16.00. Kaffi, spjall og dagblöð kl. 08.30. Framhaldssaga kl. 10.00. Hádegisverður kl. 11.30. Handav- inna kl. 13.00 – 16.00. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir ! Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10.00 Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Qigong-námskeið kl. 10.30 leiðbeinandi Inga Björk Sveinsdóttir Skák kl. 13.00 Vesturgata 7 Miðvikudagur. Kl. 09.00 fótaaðgerðir. Kl. 09:00 hárgreiðsla. Kl. 09:15 spænska ( framhald). Spænska (byrjendur) kl.10:45. Verslunarferð í Bónus.Tréútskurður kl. 13:00. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Bjarni Gíslason talar. Minnum á haust- markaðinn á laugardag. 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Til sölu Westinghouse kæliskápur til sölu. H.45 sm. B.60 sm. Upplýsingar í síma 6952018. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar fram að lokastund. Þar tóku við allmargar og skemmtilegar um- ræður um minningar okkar með þér og stóð þar upp úr hversu magnaður karakter þú varst. Okkur fannst því við hæfi að skrifa um þær skemmtilegu, fyndnu og eftirminnilegu minn- ingar sem við vorum svo heppin að fá að eiga með þér. Þú varst hreinskilin, skemmti- leg og mest af öllu algjör húm- oristi. Þú hafðir miklar skoðanir og sagðir hlutina nákvæmlega eins og þér fannst, meðal annars léstu skoðanir þínar á breyttu holdafari og fatavali fólks heldur betur í ljós. Eins og þegar Heiðar mætti í rifnum gallabuxum að heimsækja þig og þú sagðir beint frá hjart- anu: „Mikið ertu í ljótum buxum. Ég myndi ekki nota þetta sem gólftusku,“ og síðan var skálað í pilsner, sem var vel við hæfi þar sem þú gafst Heiðari hans fyrsta bjór þegar hann var átta ára í Jersey. Þú hafðir einnig miklar skoðanir á því námsvali sem við barnabörnin völdum okkur, og það sem skipti mestu var hversu miklir peningar voru í boði. Þér leist til dæmis ekkert á námsval Katrínar á sálfræði, þar sem þú taldir að það væri náms- grein fyrir fólk sem nennti ekki að læra og væri einungis fyrir vit- leysinga. Þú varst þó stolt og ánægð með val Gerðar Dóru og Heiðars á viðskiptafræði. Við tókum skoðunum þínum þó ekki persónulega þar sem við þekkt- um þinn skemmtilega húmor og hlógum við með þér. Þú varst mjög stríðin og til dæmis fannst þér ekkert leiðin- legt að keyra á 50 km hraða á Kringlumýrarbrautinni þangað til það var komin löng röð af bíl- um fyrir aftan þig. Þá var mark- miðinu náð, þú keyrðir aðeins hægar og gafst þeim puttann sem flautuðu. Það var alltaf gott að vita af þér heima í Sjávargrundinni þar sem við gátum komið til þín í há- degismat í pylsur og horfðum við allar saman á þáttinn okkar Ná- granna. Heimsóknir okkar máttu þó ekki trufla þig þegar Leiðar- ljós var í gangi, þar sem það var þáttur sem þú misstir aldrei af. Þú hefur alltaf reynst okkur góð- ur vinur og frábær amma, varst alltaf til staðar og kenndir okkur að njóta lífsins og taka því ekki of alvarlega. Eins sárt og það er að kveðja þig, elsku amma, þá erum við jafnframt svo þakklát fyrir að eiga allar þessar yndislegu minn- ingar sem munu fylgja okkur um alla ævi. Heiðar Atli, Katrín Klara og Gerður Dóra. Elsku fallega og skemmtilega amma okkar. Við söknum þín al- veg rosalega mikið. Takk fyrir að spila oft við okk- ur og kenna okkur bæði að svindla smá og að drottning heit- ir ekki drottning heldur „drolla“. Við ætlum reyndar að hætta að svindla en kalla drottninguna áfram „drollu“. Þú sagðir líka alltaf „abba labba lá kisa má ekki sjá“, en það þýddi að við mættum ekki láta neinn sjá spilin sem við vorum með á hendi. Þetta fannst okkur fyndið. Við munum geyma minn- inguna um þig í hjörtum okkar alla ævi. Við elskum þig, amma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Auður og Ásgeir Óli.  Fleiri minningargreinar um Halldóru Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.