Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 Útgjöldin » Útgjaldasvigrúm ráðuneyta verður aukið um 7,5 milljarða á næsta ári. » Ekki er gerð krafa um að- haldsráðstafanir við almanna- tryggingar og atvinnuleysis- tryggingar. » Hefjast á handa við byggingu 400 félagslegra íbúða 2016 og verja til þess 1,5 milljörðum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stefnt er að 15,3 milljarða kr. af- gangi í fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem lagt var fram á Alþingi í gær. ,,Við erum með hallalaus fjár- lög á næsta ári, þriðja árið í röð,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, er hann kynnti frumvarpið á frétta- mannafundi. Sagði hann að útlit væri fyrir stöðugan bata á afkomu ríkissjóðs á komandi árum. Nú er líka áætlað að afkoma ríkissjóðs á þessu ári verði mun betri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt og stefnir í um 21,1 millj- arðs kr. afgang í ár í stað 3,5 millj- arða skv. fjárlögum. Þar munar mest um arðgreiðslur frá fjármálafyrirtækjum. Í frumvarpinu er gengið út frá umtalsverðri niðurgreiðslu skulda á næsta ári, afnámi tolla um næstu og þarnæstu áramót og lækkun tekjuskatts einstaklinga. Ný og aukin framlög í frumvarpinu nema alls 12,4 milljörðum kr. Í frumvarp- inu er lagt til nýtt 2,6 milljarða framlag til húsnæðismála og að bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbætur hækki um 9,4% en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða barnabóta. Lagt er til að framlög til heil- brigðismála hækki um 1,6 milljarða og framlög til rannsókna og þróun- ar um 2 milljarða. Heildarútgjöld ríkissjóðs hækka um 30,9 milljarða kr. á næsta ári og nema samtals um 650 milljörðum. Heildartekjurnar eiga að aukast um 16,2 milljarða frá fyrra ári en þær dragast þó saman milli ára sem hlutfall af landsframleiðslu eða úr 31,4% í 29,9% skv. frumvarpinu. Með greiðslu skulda eiga vaxta- gjöld ríkissjóðs að lækka um 8,1 milljarð. Endurmat bendir til að skuldaþróunin verði ennþá hag- stæðari en gert var ráð fyrir í vor- áætlun fjármálaráðherra og að nafnvirði heildarskulda muni lækka um 15% fram til ársins 2019. Bjarni bendir á að hrein staða skulda ríkissjóðs fari lækkandi til 2019 og að heildarskuldir ríkissjóðs stefni þá í að vera um 40% af lands- framleiðslu. ,,Ég hygg að það sé vandfundið það land í Evrópu sem getur birt jafnmikla lækkun á heildarskuldum sínum,“ segir hann. Þá sé ljóst að áætlunin um losun fjármagnshafta gefi færi á að ganga enn lengra og lækka skuldir rík- issjóðs enn meira á næstu miss- erum. Áformuð er uppgreiðsla á skuldabréfi Seðlabankans (145 milljarðar) og gert er ráð fyrir sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum á næsta ári fyrir 71,3 milljarða mið- að við bókfært virði. Alls eiga heild- arskuldir ríkissjóðs að lækka úr 1.349 milljörðum í lok þessa árs í 1.177 í árslok 2016 eða um rúmlega 170 milljarða. 15,3 milljarða afgangur og boðuð er ör lækkun skulda  8,1 milljarðs lækkun vaxtagjalda, skattar lækka, 12 milljarðar í ný og aukin útgjöld Morgunblaðið/Eggert Vaxandi rekstrarafgangur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur áherslu á að umskipti hafi átt sér stað í ríkisfjármálunum, afkoma ríkissjóðs fari batnandi og haldið verði áfram á braut lækkandi gjalda og skatta. Áhrif afnáms tolla, dæmi ¹ Miðað er við að heildsölu- og smásöluálagning sé sú sama fyrir allar tegundir, eða 75%. ² Miðað er við að umræddar vörur séu fluttar inn frá ríki sem ekki hefur fríverslunarsamning við Ísland. Vara Tollur Fyrir Eftir Lækkun % Peysa 15% 4.929 4.286 -643 -13,0 Barnaúlpa 15% 10.590 9.209 -1.381 -13,0 Íþrótta- búningur 15% 11.980 10.417 -1.563 -13,0 Fótbolta- sokkar 15% 1.990 1.730 -260 -13,0 Gúmmí­ stígvél 15% 10.849 9.434 -1.415 -13,0 Pollagalli 15% 10.500 9.130 -1.370 -13,0 Snjógalli 15% 25.000 21.739 -3.261 -13,0 Kuldaskór 15% 14.624 12.717 -1.907 -13,0 Samtals 90.462 78.663 -11.799 -13,0 Smásöluverð¹ m/vsk., kr. Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ný og aukin framlög í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld í mia.kr. Framlög til húsnæðismála - uppbygging félagsl. leiguíbúða og aukinn stuðningur við leigjendur 2,6 Framlög til rannsóknar og þróunar 2,0 Aukin framlög til heilbrigðismála 1,6 Bygging sjúkrahótels og fyrsti áfangi í full- naðarhönnun meðferðarkjarna á lóð LSH 0,9 Aukin framlög til fræðslumála, s.s. verkefnis um eflingu læsis 0,5 Stofnun nýs embættis héraðssaksóknara 0,5 Önnur ný og aukin framlög 4,3 Samtals 12,4 Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skattkerfisbreytingar 2016 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 Tekjuskattur einstaklinga Tollar Vörugjöld af ökutækjum Orkuskattur á rafmagn Tryggingagjald Útvarpsgjald VSK breikkun skattskyldu Krónutölugjöld Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Afkoma ríkissjóðs 2016 * Milljarðar kr. Afgangur Tekjur Gjöld 15,3 696,3 681,0 Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkið mun leggja 15,4 milljarða í stofnkostnað vegna framkvæmda og fjárfestinga á næsta ári. Fjár- festingar og viðhald í tengslum við Landspítalann nema samtals rúmlega 3.440 milljónum kr. á næsta ári og hækka um nálægt 450 milljónir. Framlag til fram- kvæmda við nýjan Landspítala hækkar um liðlega 860 milljónir og verður um 1,8 milljarðar. Þá á að veita um 740 milljónir til að hefja framkvæmdir við byggingu sjúkrahótels og framlag til hönn- unar á meðferðarkjarna hækkar um 125 milljónir. 9,7 milljarðar fara til nýfram- kvæmda Vegagerðarinnar og hækka útgjöldin um 900 milljónir á milli ára en framlag til viðhalds vega er óbreytt frá fjárlögum í ár. 1,8 milljarðar vegna nýja Landspítalans Gengið er út frá því í fjárlaga- frumvarpinu að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu ára- mót og áformað er að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Þá verða m.a. heimilistæki, búsáhöld, snyrtivörur, veiðivörur, barnavörur og bílavarahlutir toll- frjálsir. Fjármálaráðuneytið áætlar að niðurfelling tollanna muni hafa þau áhrif að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á næsta ári vegna þessa og lækkunin verði 1% á árinu 2017. Alls lækkar bein álagning af hálfu ríkisins á inn- fluttar vörur um 4,4 milljarða króna. „Við höldum áfram tiltekt á neyslusköttum og í framhaldi af af- námi vörugjalda boðum við niður- fellingu allra tolla á sérvörum. Við það kemst íslensk verslun í mjög góð færi til þess að bjóða sambæri- leg verð og við sjáum á Norð- urlöndunum, þar sem ekkert Norð- urlandanna hefur lægra almennt virðisaukaskattsþrep en Ísland,“ sagði Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra í gær. Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum á næstu tveimur árum í samræmi við loforð rík- isstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í vor. Skattprósenta í lægra þrepi lækkar úr 22,86% í 22,68% 1. janúar nk. og fer svo í 22,50% í ársbyrjun 2017 og milli- þrepið fellur þá út. Efri þrepamörk- in í skattkerfinu lækka úr 836 þús. kr. tekjum í 700 þús. kr. á mánuði. Skattabreytingarnar eiga m.a. að leiða til þess að skattbyrðin lækki mest hjá þeim sem eru með tekjur á bilinu 675-700 þús. kr. Tryggingagjaldið lækkar úr 7,39% í 7,25% eins og gert var ráð fyrir í lögum sem sett voru í desem- ber 2013 en tekið er fram að ekki sé gert ráð fyrir að gjaldið lækki um- fram þetta á næsta ári. Krónutölugjöldin svokölluðu, s.s. vörugjald á eldsneyti, bifreiðagjald, áfengisgjald o.fl. gjöld hækka um 2,5% í byrjun næsta árs en gætu lækkað að raunvirði ef verðlag hækkar meira en verðbólgumark- mið Seðlabankans að því er fram kemur í frumvarpinu. Orkuskattur á rafmagn fellur brott 1. janúar og síðari lækkun út- varpsgjalds kemur til framkvæmda við álagningu næsta sumar. Ráðstöfunartekjur eiga að hækka  Niðurfelling tolla af fötum lækkar neysluverðsvísitöluna um 0,5% á næsta ári  Krónutölugjöldin fylgja verðbólgumarkmiði Seðlabankans og hækka um 2,5% Aukin útgjöld til sjúkratrygginga Útgjöld til sjúkratrygginga aukast á næsta ári um 2,7 millj- arða og segir í fjárlagafrum- varpinu að aukn- ingin stafi eink- um af umfram- útgjöldum á yfirstandandi ári, sér í lagi vegna samnings við sérfræðilækna, magnvaxtar milli ára og samnings- bundinna útgjalda í tannlækn- ingum barna þar sem sex og sjö ára börn bætast við gjaldfrjálsar tannlækningar á næsta ári. Útgjöld til lífeyristrygginga og félagslegra bóta aukast um 1,8 milljarða á árinu 2016 vegna áætl- unar um fjölgun bótaþega milli ára. Framlög til vís- inda og rann- sókna eru aukin um 2 milljarða í fjárlagafrum- varpinu. Veita á tæplega 1,6 millj- arða viðbótar- framlög til heil- brigðismála, þar af 500 milljónir til styrkingar á rekstri Landspítalans, Sjúkrahúss- ins á Akureyri og heilbrigðisstofn- ana. Lagt er til 500 milljóna kr. við- bótarframlag til menntamála og fer liðlega þriðjungur til eflingar læsis. Þá fara 500 milljónir til stofnunar nýs embættis héraðssaksóknara og gert er ráð fyrir 200 milljóna kr. framlagi til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að rekstrar- gjöld vegna hælisleitenda hækki um 172,7 milljónir frá fjárlögum í ár. Hækkun til vísinda og rannsókna Frumvarp til fjárlaga 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.