Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu það ekki draga úr þér þótt sam-
starfsmenn þínir séu að pískra eitthvað.
Leyfðu öðrum að njóta sín líka.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert traust/ur sem bjarg enda vita
þeir það sem þekkja þig og hafa notið stuðn-
ings þíns í erfiðleikum sínum. Þú hefur of
mikið á þinni könnu heima við.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér mun veitast auðveldar að
stjórna þínum mönnum ef þú kemur fram við
þá eins og jafningja. Taktu tillit til veikinda
ættingja og frestaðu mikilvægaum ákvarð-
anatökum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að beina orku þinni til góðra
verka en eyddu henni ekki í einskisvert karp.
Þér finnst yfirmaður þinn of harður í horn að
taka.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er gaman að njóta augnabliksins
þegar aðstæður eru til þess. Eitthvað verður
til þess að trufla heimilishaldið. Ekki setja þig
á háan hest.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er kominn tími til að hitta gömlu
félagana og endurnýja kynnin og rifja um leið
upp góðar minningar. Mundu að við reiðumst
oftast þeim sem við berum tilfinningar til.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekki nóg að langa í hlutina til að
kaupa þá. Breytingar á lífsstíl leyfa þér að
endurnýja vinskap og hrista upp í ástar-
sambandi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu ekki að þér aukaverkefni
nema þú sért undir það búin/n að vera undir
álagi í einhvern tíma. Reyndu að senda frá
þér eins nákvæm skilaboð og þér er unnt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er komið að því að þú gerir
eitthvað fyrir sjálfa/n þig. Þér halda engin
bönd í skemmtanalífinu. Gakktu samt hægt
um gleðinnar dyr. Einhver þér nákominn kem-
ur þér á óvart fljótlega.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú freistast til þess að kaupa eitt-
hvað án umhugsunar í dag. Mundu að ekkert
er dýrmætara í heimi hér en heilsan.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú skalt grípa tækifærið til að
kanna heiminn ef þú getur. Gakktu glaður til
verks og láttu ekki nokkurn mann sjá annað
en að þú njótir vinnunnar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Viljirðu leita í einveruna skaltu láta
það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig.
Hafði ekki áhyggjur af morgundeginum, hann
mun sjá um sig sjálfur.
Bjarki Karlsson yrkir á Boðnar-miði:
Þó Svíar að mér setji skrekk
með sósíalískum kvöðum
þá líst mér vel á Lagerbäck
sem lord á Bessastöðum.
Eða eins og Golli – Kjartan Þor-
björnsson – sagði:
Áætlunin eftir gekk,
áræðni og kraftur.
Íslenskt lið og Lagerbäck
lögðu Holland aftur.
Hreinn Guðvarðarson er í öðrum
hugleiðingum. „Kerlingin í tungl-
inu“ segir hann og bætir við:
Eg sé hana sífellt um nætur
sællega í myrkrinu varða
með litla en fallega fætur
og fingur á heimsmælikvarða.
Lendar svo laglega gerðar
og litir á bakinu flottir
auðvitað ávalar herðar
og andlit sem starir og glottir.
Á sunnudaginn heilsaði Páll Ims-
land leirliði „eftir messu“:
Hallfreður bóndi á Hóli
var hálfbróðir Jóns gamla’ í Bóli
Hvað helminginn varðar
eru hjásögur sagðar
því hann var ei samtíma’ á róli.
Sigurlín Hermannsdóttir orti á
Boðnarmiði:
Hallbjörg var fjörmikil hnáta
er herinn hvarf fór hún að gráta
því öryggi landans
var farið til fjandans
– og svo er draumur að vera með dáta.
Höskuldur Búi Jónsson yrkir
„Föstudagslimru“:
Hvar eru Seifur og Hera?
Hvað eru allir að gera?
Að dansa á tá.
og drekkandi smá,
dópandi kínverska stera?
Veður hafa verið válynd. Helgi
Björnsson lýsir „aðstæðum í smölun
í dag“:
Sé ég ekkert sauðalið
sama hvert er litið.
Á mér bylur bálviðrið
bæði fúlt og skitið.
Svanur Guðmundsson lætur sér
fátt um finnast:
Til að forðast heimsins hel
og hrista af ykkur rykið.
duga myndi drengjum vel
að drekka nógu mikið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Lagerbäck, kerlingunni
í tunglinu og öðru fólki
„ÞAÐ VIRÐIST EINS OG ÉG GETI
ALDREI KOMIÐ NEINU Í VERK HÉRNA.“
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Ó, ÉG VEIT HVERS
VEGNA ÞÚ ERT REIÐUR...
ÞVÍ AÐ KATTAHÁR FER
MÉR SVO MIKLU BETUR
EN ÞÉR
HÉGÓMI, NAFN
ÞITT ER JÓN
EF ÞÚ GÆTIR
FENGIÐ EINN
OFURKRAFT...
ERFITT
VAL
HVORT YRÐI ÞAÐ
ÓSÝNILEIKI EÐA
GETAN TIL AÐ
FLJÚGA?
„HANN LANGAÐI SVO MIKIÐ
Í KÚREKAFÖT.“
... að ræða fjölda barn-
anna sem við viljum.
Útlendur vinur Víkverja spurðihann á dögunum við hvað Ís-
lendingar væru hræddir. Víkverji
undraðist spurninguna og fyrsta
svar hans var að Íslendingar væru
ekki hræddir við neitt, enda vík-
ingar.
x x x
En auðvitað eru Íslendingarhræddir við ýmislegt. Víkverji
er þar engin undantekning og ber
fyrsta að nefna randafluguna, sem
ítrekað hefur hrellt hann í áranna
rás. Víkverji er þó ekki viss um að
hægt sé að finna einhvern ákveðinn
þjóðarótta. Íslendingar hafa þurft að
lifa í meira nábýli við náttúruöflin en
ýmsir. Óveður eru tíð, jarðskjálftar
og eldgos. Ekki er þar með sagt að
þessi ótti haldi vöku fyrir þjóðinni
dags daglega. Hins vegar vita Ís-
lendingar hvers megnug náttúran er
og hversu berskjaldaðir þeir geta
staðið gagnvart henni.
x x x
Annars er óttinn kyndugt fyrir-bæri og oft fullkomlega órök-
rétt. Auðvelt er að ganga eftir beinni
línu á jafnsléttu en einstigi í fjalls-
hlíð getur kallað fram svita og svima
og lamað hina lofthræddu. Hinn loft-
hræddi veit að hræðslan er órökrétt
en það skiptir einfaldlega engu máli
því að hún hlustar ekki á rök.
x x x
Um leið er óttinn nauðsynlegur þvíað hann er hvati varkárni –
kemur í veg fyrir að menn láti skeika
að sköpuðu og vaði áfram. Óttinn
skerpir líka skilningarvitin.
x x x
En óttinn getur líka verið eins ogbremsa. Rithöfundurinn Paulo
Coelho sagði einhvern tímann að ótt-
inn við að gera mistök væri það eina
sem kæmi í veg fyrir að menn létu
drauma sína rætast. Söngvarinn Jim
Morrison sagði að menn ættu að
horfast í augu við það sem þeir ótt-
uðust og þá hyrfi óttinn.
x x x
Margir óttast dauðann. Háðfugl-inn Woody Allen segist ekki
vera þar á meðal, hann vilji bara
ekki vera viðstaddur þegar hann
kemur. víkverji@mbl.is
Víkverji
Þakkið Drottni, því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
(Sálm. 107:1)
Eru jakkafötin
hrein fyrir
næsta viðburð?
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA