Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Eik í blóma
Þær eru komnar með húsnæði
hjá Lygnu fjölskyldumiðstöð við
Síðumúla og hafa undanfarið verið í
óða önn að undirbúa námskeið fyrir
verðandi foreldra. Svo hafa þær látið
útbúa fyrir sig ljómandi laglegt og lit-
ríkt lógó sem sýnir eik í blóma. Nafn-
ið Eik er ekki úr lausu lofti gripið.
„Stofn eikarinnar er sterkur og ræt-
urnar djúpar auk þess sem eikin hef-
ur margar greinar sem vísa í fjöl-
skylduna og öll þau mörgu mál sem
hún þarf að fást við í daglega lífinu.
Eik er líka skammstöfun á ensku orð-
unum empowerment, information og
knowledge, eða valdeflingu, upplýs-
ingar og þekkingu, sem hugmynda-
fræði okkar byggist á.“
Þótt þær fyndu samhljóm þegar
þær ræddu saman um reynslu sína
eftir barnsburð var munurinn sá að á
Matthildi hvíldi ýmislegt sem Ing-
unni Ástu hafði helst legið á hjarta ár-
ið áður, eða eftir að hún eignaðist sitt
fyrsta barn.
„Úr því að við upplifðum með-
gönguna, móðurhlutverkið, aðstæður,
áreiti og umhverfið með svipuðum
hætti datt okkur í hug að sama væri
uppi á teningnum hjá öðrum nýbök-
uðum mæðrum. Okkar kenning er sú
að fæðing barns hafi miklu meiri áhrif
á líf foreldra en þeir gera sér fyrir
fram grein fyrir. Við leituðum okkur
upplýsinga, ræddum við marga ný-
bakaða foreldra til að sannreyna
kenninguna og gerðum bæði form-
legar og óformlegar kannanir. Meðal
annars sendum við fjölda spurninga
til einstaklinga og hópa á Facebook
og fengum ótrúlega góða svörun.
Annars vegar buðum við fólki að
senda okkur svörin beint þannig að
allir gætu lesið eða í einkaskilaboð-
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbli.is
Ingunn Ásta Sigmundsdóttir,uppeldis- og menntunarfræð-ingur, og Matthildur Jó-hannsdóttir félagsráðgjafi
kynntust í mömmuhópi fyrir sex ár-
um. Ingunn Ásta var nýbúin að eign-
ast annað barn sitt af þremur og
Matthildur sitt fyrsta af þremur.
Þegar þær fóru að bera saman bæk-
ur sínar kom upp úr dúrnum að
sömu spurningar um börn og barna-
uppeldi og ekki síst líðan og inn-
byrðis samband nýbakaðra foreldra
brunnu á báðum. Þeim fannst svör
við sumum spurninganna vera óað-
gengileg og því vaknaði hjá þeim
hugmynd um að stofna saman
fræðslu- og fjölskylduráðgjöf eftir að
þær hefðu aflað sér frekari mennt-
unar. „Við teljum fræðslu vera bestu
forvörnina gegn erfiðleikum sem upp
geta komið innan fjölskyldna og í
samskiptum foreldra í kjölfar barn-
eigna,“ segja eigendur hins nýstofn-
aða fyrirtækis, Eikar ráðgjafar.
Fæðing barns reynir
á samband foreldra
Þær eru ungar, vel menntaðar, metnaðarfullar og fullar eldmóðs. Báðar
þriggja barna mæður, sem hafa ómældan áhuga á börnum, barnauppeldi
og heilbrigðu og góðu fjölskyldulífi – sínu sem og annarra. Ingunn Ásta
Sigmundsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir hafa stofnað fræðslu- og
fjölskylduráðgjöfina Eik ráðgjöf, sem þær vonast til að geti stoppað
svolítið upp í gatið sem þeim finnst vera í fræðslu fyrir verðandi foreldra.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýburi Markmið námskeiðsins, Barnið komið heim, hvað svo? er m.a. að
veita hagnýtar upplýsingar um umönnun barns og efla sjálfstraust foreldra.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Brjóstagjöf Ingunn Ásta og Matt-
hildur segja brjóstagjöf taka heil-
mikið á og bindingin vegna hennar
komi mörgum á óvart.
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
LÚÐUSNEIÐAR
AÐEINS 1990 KR/KG
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim
GLÆNÝ
LÍNUÝSA
KLAUSTUR-
BLEIKJA