Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Fjárlagafrumvarpið var kynnt ígær og fylgdi kynningunni að
óvissan í frumvarpinu væri já-
kvæð, sem hlýtur að vera af-
skaplega jákvætt. En viðbrögðin
við þessari jákvæðu óvissu voru
ekki öll jákvæð.
Formaður Vinstri
grænna taldi það
„óskynsamlega ráð-
stöfun að fara í
skattalækkanir“, og
staðfesti með því að
vinstri menn sjá
aldrei svigrúm til
skattalækkana.
Þegar illa árar íþjóðarbúskapn-
um er hallærið not-
að sem röksemd
fyrir því að ekki
megi lækka skatta
og jafnvel talið styðja gríðarlegar
skattahækkanir eins og á síðasta
kjörtímabili.
Þegar ástandið batnar óttastvinstri menn ekkert meira en
þenslu og sjá enga aðra leið út úr
þeirri ógn en að halda sköttum í
hæstu hæðum til að drepa allt
kvikt í atvinnulífinu.
Núverandi formaður VG, Katr-ín Jakobsdóttir, vék aldrei
frá línunni sem gefin var frá þá-
verandi formanni og stórmeistara í
skattahækkunum, Steingrími J.
Sigfússyni, hvort sem var í skatta-
hækkunar-, Icesave- eða öðrum
kjararýrnunarmálum.
Og nú stendur hún vaktina fyrirhann og andmælir hóflegum
skattalækkunaráformum núver-
andi ríkisstjórnar.
Vonandi verður skattalækkunar-ótti VG ekki látinn ráða ferð-
inni og skattgreiðendum leyft að
njóta hinnar jákvæðu óvissu með
ríkissjóði.
Bjarni
Benediktsson
Jákvæð óvissa
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Veður víða um heim 8.9., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 16 skýjað
Akureyri 13 alskýjað
Nuuk 3 þoka
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 16 skýjað
Stokkhólmur 13 léttskýjað
Helsinki 15 léttskýjað
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 16 skýjað
London 17 léttskýjað
París 17 alskýjað
Amsterdam 16 skýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 17 heiðskírt
Vín 18 skýjað
Moskva 11 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 28 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 25 skýjað
New York 33 heiðskírt
Chicago 28 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:34 20:18
ÍSAFJÖRÐUR 6:34 20:28
SIGLUFJÖRÐUR 6:16 20:11
DJÚPIVOGUR 6:02 19:49
Alls voru gefin út 648 leyfi til strand-
veiða á nýafstaðinni vertíð. Þetta er
tveimur leyfum færra en á síðasta
ári og 31 leyfi færra en á vertíðinni
2013. Flest voru þau gefin út fyrir
vertíðina 2012 eða 761 talsins, að því
er fram kemur í samantekt Fiski-
stofu um strandveiðar sumarsins.
Heildarafli strandveiðibáta á ver-
tíðinni var 8.568 tonn í 14.942 lönd-
unum. Alls veiddu strandveiðibátar
á vertíðinni 7.643 tonn af þorski
(89,2%). Næst mest var veitt af ufsa
eða 773 tonn sem er 9,0% af heildar-
afla. Afli í öðrum tegundum var
óverulegur eða 1,8% af heildinni.
Alls komu 17 tegundir fiska á króka
strandveiðibátanna á þessari vertíð.
Meðalafli í róðri aldrei meiri
Frá því að strandveiðar hófust
vorið 2009 hefur meðalafli í róðri
aldrei verið meiri en á nýliðinni ver-
tíð. Meðalaflinn var 575 kíló sem er
litlu meiri afli en á fyrstu vertíðinni
en þá var aflinn 572 kg. Í fyrra var
hann 531 kg. og jókst hann því um
rúm 8% milli vertíða.
Svæði A, frá Arnarstapa til Súða-
víkur, gaf mestan meðalafla í róðri á
nýliðinni vertíð eða 612 kg. Næst
komu bátar sem voru á svæði C með
605 kg., þá svæði B með 575 kg. og
svæði D rak svo lestina með 467 kg.
Hulda SF-197 sem gerð er út frá
Hornafirði var aflahæsti báturinn á
nýliðinni strandveiðivertíð með rúm
40 tonn. Næst kom Sæunn SF-155
sem einnig er gerð út frá Hornafirði
með tæp 39 tonn og og Fengur
ÞH-207 frá Grenivík með 38,5 tonn.
Morgunblaðið/Ómar
Strandveiðar Landað í Hafnarfirði.
Þorskur
tæp 90%
af strand-
veiðiafla