Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 „Yrðlingurinn er alveg hrikalega sætur og gæfur,“ seg- ir Kristín Hávarðsdóttir, sem var á Mjóeyri við Eski- fjörð í fyrradag og tók þessar skemmtilegu myndir. Sonur hennar Haukur Freyr Ásgeirsson var með henni í för og lék sér við yrðlinginn, sem brást vel við atlotum drengsins. Drengurinn hélt á yrðlingnum þó að mynd hafi ekki náðst af því. Yrðlingurinn býr undir sólpallinum á bænum Mjó- eyri. Hundurinn á bænum, sem er af labrador-tegund, og yrðlingurinn eru hinir mestu mátar og leika sér gjarnan saman. Þeir tuskast stundum sín á milli með skinn af hreindýri. Þegar yrðlingurinn stálpast og er orðinn leiður á samvistum við manninn hleypur hann upp til fjalla, að sögn Kristínar. Eftir samveruna með yrðlingnum í fyrradag vilja mæðginin ólm taka að sér yrðling og búa honum stað við heimili sitt. „Ég held að ég þurfi að fara í samninga- viðræður við manninn minn,“ segir Kristín og hlær. Hún bendir á að á heimili sínu í Neskaupstað sé kjörið fyrir yrðling að halda til því að garðurinn liggi beint upp í fjall. Veðurblíða hefur leikið við Austfirðinga undanfarið og var veðrið í fyrradag „yfirnáttúrulegt“ að sögn Kristínar. „Þetta var alveg dásamlegt og langbesti dag- ur sumarsins, logn og blíða.“ thorunn@mbl.is Ungviðið leikur sér í blíðunni Klappar Haukur Freyr Ásgeirsson klappar yrðlingnum á Mjóeyri við Eskifjörð sem hann vildi glaður eiga. Ljósmyndir/Kristín Hávarðsdóttir Í leik Hundurinn á bænum af labradortegund og yrðlingurinn leika sér. Flottur Yrðlingurinn stækkar og þroskast smám saman og verður grár. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Stærðir 36-52 Ný buxnasending frá Ný vetrarlína í buxum Haustlitir GERRY WEBER - GARDEUR ROXY - PERFECT-FIT Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is Lægra verð v/gengis- lækkunar Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu ogmeltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is svokallaðri Gljúfurleit og halda þar áfram í dag og reka féð í Hólaskjól. Leitað er í Stangarfelli og Fossárdal á fimmtudagsmorgun og safnið rekið í Fossnes. Þá er aðeins um tveggja tíma rekstur í réttina. Þar hefjast réttastörf klukkan 11 á föstudag. Skipta liði Framan af voru fjallmenn Skeiða- og Flóamanna með Gnúpverjum og hluti afréttarins smalaður sameigin- lega. Þeir fóru í Vesturleit og Aust- urleit á Skeiða- og Flóamannaafrétti í gær og smám saman kemur liðs- auki í báða flokkana. Smalamennskur hafa gengið vel, að sögn Lilju. Ekkert fé var í Arnar- felli hinu mikla eða Þjórsárverum en sjö kindur fundust á Fjórðungs- sandi. Það er svartur sandur á Sprengisandi og varla stingandi strá. Lilja taldi að þær hefðu verið á einhverri ferð á milli staða. helgi- @mbl.is Gallalausir dagar á hálendinu  Vel hefur viðrað í lengstu leitunum  Sjö kindur fundust á Fjórðungssandi „Við höfum farið vel út úr lægð- unum. Verið í mjög góðu veðri, í björtu oftar en ekki,“ segir Lilja Loftsdóttir, fjalldrottning á Gnúp- verjaafrétti. Laugardagurinn var eini dagurinn sem fjallmenn þurftu að klæðast regngöllum eftir að smala- mennskur hófust. Yfirleitt hefur verið þokkalega bjart við smala- mennskurnar en nokkur blástur, eins og Lilja tekur til orða. „Við höfum verið heppin.“ Fjallferðin á Gnúpverjaafrétt tek- ur níu daga og sá tíundi er rétta- dagurinn í Skaftholtsrétt á föstudag. Þetta eru einhverjar lengstu leitir í landinu og eru fjallmenn því vanir að fá ýmis veður. Fjallmenn Gnúpverja voru í gær í Lilja Loftsdóttir Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) leggst gegn því að framlög ríkisins til kirkjumála verði aukin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SUS. Þar segir að í fjárlagafrum- varpi ársins 2016 sé gert ráð fyrir að framlög til málaflokksins hækki um tæpar 410 milljónir króna. „Framlög ríkisins til Þjóðkirkj- unnar hækka um rúmar 70 milljónir króna eða 4,8% á milli ára. Það á ekki að vera eitt af hlutverkum hins opinbera að standa í rekstri trú- félaga. Óeðlilegt er að ríkisvaldið geri einu trúfélagi hærra undir höfði en öðrum og mikilvægt er að gætt sé jafnræðis svo öll trú- og lífsskoðunarfélög sitji við sama borð. Er því brýnt að aðskilja ríki og kirkju sem allra fyrst. Þeir ein- staklingar sem kjósa að tilheyra trú- eða lífsskoðunarfélagi komi að því að reka og fjármagna viðkom- andi félag,“ segir enn fremur. SUS fagnar fyrirætlun fjármála- ráðherra að lækka tekjuskatt á ein- staklinga og að stefnt sé að fækkun skattþrepa úr þremur í tvö. Einnig fagnar SUS því að stefnt sé að afnámi tolla á fatnað og skó um áramót og hvetur fjármálaráð- herra til að afnema einnig tolla af tilteknum matvörum við fyrsta tækifæri. Vilja að hið opinbera hætti rekstri trúfélaga Í framhaldi af símafundi Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráð- herra, og Frederica Mogherini, ut- anríkismálastjóra ESB, funduðu ís- lenskir embættismenn með full- trúum utanríkisþjónustu Evrópu- sambandsins í gær um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi í kjöl- far aðgerða Rússa sem settu inn- flutningsbann á sjávarafurðir frá Íslandi. Fram hefur komið að tollaívilnanir hafi verið til umræðu á fundinum. Staða mála var útlistuð og skipst á upplýsingum. Sammælst var um að sérfræðingar frá Ís- landi og sjávarútvegs- og utanrík- isskrifstofum Evrópusambandsins myndu í kjölfarið funda eins fljótt og kostur væri. Sérfræðingar funda við fyrsta tækifæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.