Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 ✝ Páll Magnús-son fæddist í Reykjavík 24. júlí 1944. Hann varð bráðkvaddur 30. ágúst 2015. Hann var sonur hjónanna Þóru Guðlaugar Þor- steinsdóttur, f. 24.10. 1924 á Sléttaleiti í Suður- sveit, d. 30.6. 2005, og Magnúsar Þórðarsonar, f. 10.4. 1915 í Reykjavík, d. 1.12. 1967. Seinni maður Þóru var Gunnar Rósmundsson, f. 19.10. 1919, d. 22.1. 2008. Páll átti eina systur, Lilju, f. 20.5. 1943, gift Páli Ó. Bergssyni. Páll lauk prófi frá Miðbæjar- skólanum í Reykjavík 1958, Gagnfræðaskóla verknáms 1961, Iðnskólanum í Reykjavík 1964, sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni 1965 og hlaut meistararéttindi í þeirri grein 1976. Hann lauk vél- stjóraprófi i Vélskólanum í Reykjavík 1967 og prófi frá rafmagnsdeild sama skóla 1968. arýklúbbi Kópavogs hin síðari ár. Páll kvæntist Jóhönnu Rögnvaldsdóttur 10. september 1966. Jóhanna er fædd 10. október 1946 á Siglufirði. For- eldrar hennar voru Rögnvaldur S. Sveinsson og Margrét P. Jó- hannsdóttir, búsett á Siglufirði. Synir Páls og Jóhönnu eru 1) Magni Þór, f. 16. júlí 1966, kvæntur Elísabetu Örnu Helga- dóttur, f. 1. júlí 1966. Börn þeirra eru Tómas, f. 5. júní 1992, Helga, f. 18. október 1994, Gauti, f. 31. desember 2000, og Gunnur, f. 12. desem- ber 2002. 2) Ingvi Már, f. 20. maí 1972, kvæntur Sigríði Kristínu Birnudóttur, f. 7. jan- úar 1972. Dætur þeirra eru Emilía, f. 30. júlí 2002, Karítas, f. 5. apríl 2006, og Lovísa, f. 5. apríl 2006. Síðustu 15 árin hafa Páll og Jóhanna byggt upp sælureit í sinni gömlu sveit, Gnúpverja- hreppnum. Þau dvöldu þar löngum stundum, plöntuðu trjám, byggðu og endurbættu húsakost og nutu þess að vera í sveitinni. Staðinn kölluðu þau Sléttaleiti, eftir bernskuheimili Þóru, móður Páls. Útför Páls fer fram frá Áskirkju í dag, 9. september 2015, kl. 13. Hann vann hjá Fosskraft hf. við niðursetningu véla í orkuverið við Búrfell 1968-69 og réðst sem vélfræð- ingur til Lands- virkjunar við Búr- fellsvirkjun 1970. Starfaði hann þar til 1980 er hann hóf störf við fjar- gæslu virkjana Landsvirkjunar; fyrst í stjórn- stöðinni á Geithálsi og frá 1990 við Bústaðaveg. Árið 2005 flutti hann sig yfir til Landsnets, þegar það fyrirtæki var stofnað út úr Landsvirkjun og sinnti eftir það fjargæslu flutnings- kerfis raforku allt til ársins 2012, er hann lét af störfum eftir 42 ára samfellt starf innan raforkugeirans. Páll sat í hreppsnefnd Gnúp- verjahrepps 1974-80 og tók virkan þátt í starfi Vélstjóra- félags Íslands; sat í samninga- nefndum þess, orlofshúsanefnd og stjórn félagsins 1982-96. Hann var virkur félagi í Rót- Palli. Hávaxinn, tággrannur með skarpa andlitsdrætti. Mynd- arlegur maður. Brosmildur og skapgóður. Örlátur, hjálpsamur og ósérhlífinn. Laghentur og vinnufús. Áhugasamur um alla menn og málefni. Elskaður og dáður af öllum. Palli. Ég sá hann fyrst tilsýndar við Háskólabíó daginn sem við Magni urðum stúdentar. Dökk- hærður, í dökkum jakkafötum, brosandi. Hann vissi þá ekki að ég var búin að krækja í eldri soninn og væri um það bil að ryðjast inn í fjölskyldu hans. Skömmu seinna vorum við formlega kynnt. Síðan eru liðin tæplega 30 ár. Á þeim tíma höfum við átt óteljandi stund- ir saman. Allar góðar. Palli var á allan hátt dásamleg- ur maður. Alltaf tilbúinn að létta undir með okkur Magna. Öll há- skólaárin okkar sótti hann okkur á bláa Volvonum í mat á hverju laugardagskvöldi. Þegar Tómas, fyrsta barnabarnið, fæddist lét hann sig ekki muna um að passa ungabarnið í vaktafríum sínum svo við foreldrarnir kæmust í vinnu og skóla. Á Noregsárunum bárust reglulega pakkar frá Palla og Góu, fullir af barnafötum, góð- gæti og íslenskum dagblöðum. Alltaf malt og Nóakonfekt fyrir jólin og páskaegg um páskana. Eggin komust þó aldrei óbrotin yf- ir hafið, pósturinn sá til þess. En best var að fá þau hjónin í heim- sókn. Þegar við fluttum til Íslands aftur var Palli að sjálfsögðu búinn að dytta að húsinu okkar, mála, gera við múrskemmdir og leggja parket. Börnunum var hann besti afi, áhugasamur um þau, óþreytandi að mæta á fótboltaleiki og tón- leika. Fyrir nokkrum árum kom Palli sérstaklega til mín því hann langaði að þakka mér fyrir að hafa gefið sér svona mörg barnabörn. Um fátt hefur mér þótt vænna en þessi orð hans. Örlátur var hann við okkur öll. Bauð stórfjölskyld- unni í tvígang til útlanda. Fyrst til Kaupmannahafnar og í fyrra átt- um við saman fullkomna viku í Barcelona í tilefni sjötugsafmælis hans. Óteljandi eru svo kvöldin þar sem við höfum setið í stofu eða kringum matarborð og bara kjaft- að og hlegið, öll saman. Palli og Góa. Pabbi og mamma. Afi og amma. Þau hjónin hafa allt- af verið nefnd í sama orðinu. Enda gerðu þau allt saman. Í gömlu sveitinni sinni, Gnúpverjahreppn- um, hafa þau byggt upp landskika sem nú er orðinn sannkallaður sælureitur. Þar hafa þau ræktað upp landið með ógrynni trjáa, bætt sumarbústaðinn og byggt gestahús svo vel færi um alla fjöl- skylduna. Á þessum stað höfum við notið lífsins við matargerð, leiki og göngur. Klifið fjallstoppa, spilað golf, kubb og alls konar borðspil. Palli vann alla í Skrafli. Við Palli vorum þó bara tvö um að finnast ótrúlega gaman að leysa Sudoku, þá sátum við í sófanum og mauluðum uppáhaldsnammið okk- ar beggja, súkkulaðirúsínur. Palli. Betri mann er ekki hægt að hugsa sér. Við söknum hans óendanlega. Elísabet Arna Helgadóttir. Stutt er í að kynni okkar Páls Magnússonar, mágs mín, hafi var- að í 50 ár. Þessi hálfa öld hefur lið- ið furðu hratt. Svo er það að allt í einu kemur kallið. Páll nafni minn er kvaddur á brott – án fyrirvara. Svona kemur fljót tímans manni á óvart. Maður finnur að mannlegur kraftur og vitsmunir, litlir eða miklir, fá engu ráðið. Við Páll kynntumst þegar við Lilja vorum að draga okkur sam- an. Elstu börn okkar, álíka gamlir drengir, komu síðan í heiminn og þá hófst tími barnauppeldis og þess ánægulega amsturs á líkum tíma hjá okkur Lilju og hjá Palla og Jóhönnu. Árin liðu, börnunum fjölgaði og tíminn leið. Börnin uxu, fundu sér lífsförunauta, eignuðust börn og öfluðu sér öll góðrar menntunar. Meira og minna er- lendis en öll komu þau heim. Þann- ig hefur tíminn liðið. Allt í þessu fasta fari. Og barnalánið mikið. Þessir þættir hafa tengt fjölskyld- ur okkar sterkum böndum. Nú finnst það vel. Árleg jólaboð á Lokastígnum í 40 ár hjá Þóru, móður Palla og Lilju, og Gunnari manni hennar, voru hluti af tilverunni og síðan Þóra lést verið hluti af jólahaldi okkar. Svona er þetta. Palli verður ekki meir með þar. Hann mun ekki heldur líta við með jólapakka í af- mæli yngsta sonar okkar á að- fangadag. Kom á líkum tíma dags á hverju ári. Við upphaf kynna okkar Páll Magnússon ✝ SigurbjörnSveinsson fæddist 13. nóv- ember 1969. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 31. ágúst 2015. Sigurbjörn var yngstur barna eft- irlifandi föður síns, Sveins Sigurbjörns- sonar, og Matt- hildar Þórhalls- dóttur, en hún lést árið 2010. Systkini Sigurbjörns eru Una, ritari, fædd 1959, Þórhildur, iðjuþjálfi, fædd 1962 og Bene- dikt Steinar, smiður og ferða- þjónustubóndi, fæddur 1965. Sigurbjörn giftist Örnu Ívars- dóttur árið 1995 en þau skildu 2011. Börn þeirra eru Karen, háskólanemi, fædd 1993, Ívar, húsinu Greifanum og starfaði þar sem yfirþjónn og síðar varð hann einn af eigendum Greifans og framkvæmdastjóri hans allt til ársins 2006. Það sama ár var Veitingahúsið Greifinn seldur og í framhaldinu festi hann ásamt meðeigendum sínum kaup á Hótel KEA, þar tók Sig- urbjörn stöðu hótelstjóra allt til ársins 2012. Eftir það hóf hann störf hjá heildsölunni Ásbyrgi, bæði sem meðeigandi og al- mennur starfsmaður en til stóð að skipta um starfsvettvang er kallið kom. Sigurbjörn sat í stjórnum ýmissa fyrirtækja á starfsferli sínum, meðal annars var hann mikill velunnari Knatt- spyrnufélags Akureyrar og um tíma varaformaður félagsins. Þá var hann virkur í yngri- flokkaráðum og studdi vel þau félög og íþróttagreinar sem börn hans og börn tengd honum stunduðu. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 9. sept- ember 2015, kl. 13.30. Jarðsett verður í Laufáskirkjugarði. menntaskólanemi, fæddur 1996 og Sveinn, grunn- skólanemi, fæddur 2002. Unnusta Sig- urbjörns var Svala Haraldsdóttir bók- unarstjóri og á hún tvo syni, Hákon Arnar og Atla Hrafn. Sigurbjörn ólst upp á heimili for- eldra sinna að Ártúni, Grýtu- bakkahreppi, og tók þátt í öllum almennum sveitastörfum þegar hann hafði aldur og getu til. Að loknu almennu námi hóf hann nám í framreiðslu á Hótel KEA á Akureyri. Hann útskrifaðist sem þjónn vorið 1991 frá Hótel- og veitingaskóla Íslands. Eftir námið hóf hann störf á Veitinga- Elsku hjartans Sibbalingurinn minn. Hvernig á ég að geta kvatt þig og hvernig á lífið að geta hald- ið áfram án þín? Ég veit að þú myndir ekki vilja að neinn hefði áhyggjur af þér eða væri hryggur þín vegna, en þannig er það nú samt, enda varstu sá allra fallegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst, hvort sem er að utan eða innan. Þú varst fallegur alveg í gegn. Þú fékkst ekki bestu spilin á hendi í þessu lífi en hvernig þú spilaðir úr þeim er öðrum til eft- irbreytni. Tókst á við lífið með æðruleysi, án fordóma, komst vel fram við alla og með virðingu. Hatur var ekki til í þínu hjarta en þess í stað stór skammtur af ást og kærleik til allra sem vildu þiggja. Ást þín á börnum þínum var einstök, skilyrðislaus, stór og fal- leg. Þú varst endalaust stoltur af þeim, vildir allt fyrir þau gera þó að þú værir ekki maður margra orða. Börnin voru þér allt og þú varst svo ótrúlega þakklátur fyrir að eiga þau. Þú hefðir viljað gera meira með þeim og hjálpa þeim meira, en þú gerðir eins og þú gast og þau vissu það enda eru þessir þrír einstaklingar sérstak- lega vel af Guði gerðir á allan hátt. Þú varst vinamargur og þekkt- ir marga enda alltaf fullkomlega vinur vina þinna. Það sem einkenndi þig alla tíð og allir heilluðust af í fari þínu var húmorinn og vitleysan sem stundum rann án afláts upp úr þér. Stundum gat maður ekkert gert nema hrist hausinn og spurt „hvernig er þetta hægt?“. Upp í hugann koma margar sögur og fæstar prenthæfar enda varstu snillingur í „neðanbeltis- bröndurum“. Það gleymist seint þegar gest- ur á hótelinu kom hlaupandi nið- ur af herbergjum með hárblásar- ann í ljósum logum og henti honum í fangið á þér og taldi græjuna ekki virka sem skyldi. Þú varst ekki lengi að afsaka þetta. „This is supposed to be a hairdryer, not hair-fire.“ Þú varst mikill KA-maður og þér leiddist ekki að gera grín að Þórsurum. En svo þegar þér var bent á að bæði ég og Þórdís, tengdadóttir þín, kæmum af 603- svæðinu var svarið: „603 – þang- að fer maður bara til að ná í stig og kellingar.“ Þegar þú gargaðir yfir matar- boðið að 87 ára gömul amma mín væri að reyna við þig þegar hún reyndi að gefa þér smá faðmlag. Hún heilsaði þér bara með handabandi þegar hún fór. Þú elskaðir að prumpa og þá helst þannig að það færi ekki framhjá nokkrum manni og sagð- ir svo: „Svala – við erum með gesti, reyndu nú að vera smá dönnuð.“ Þegar þú fórst með Ívar þinn í búðina og kallaðir yfir alla hátt og snjallt: „Ívar minn, vantar þig ekki verjur?“ „Já, það fór auðvit- að allur krafturinn í miðfótinn á manni,“ sagðir þú reglulega enda ekki vanur að ljúga. Sögurnar eru óteljandi og erf- itt að koma þeim niður á blað. Við fengum ekki mörg ár sam- an en þau voru yndisleg. Það sem einkenndi þau var ást, hamingja, vinátta, trúnaður og traust. Þú lést mig alltaf finna að þú elskaðir mig og umvafðir mig ást og umhyggju, með þér leið mér eins og ég væri fullkomin. Á milli okkar var eitthvað svo óútskýr- anlegt sem verður alltaf bara okkar á milli og ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Þú ert ást lífs míns. Læt fylgja með eitt af mörgum ljóðum sem þú samdir til mín: Hugur minn og hjarta er þitt, Heitt ég hugsa til þín mesta hjartagullið mitt. Eina ástin mín. Sigurbjörn Sveinsson Umfjöllun um slys á leik- svæðum er þörf og góð en því miður gætti al- varlegra rang- færslna í umfjöll- un Stöðvar 2 um hreiðurrólur í nýliðinni viku. Rólan sem var sýnd í fréttinni föstudaginn 4. september er íslensk fram- leiðsluvara Krumma ehf. og er frábrugðin þeim rólum sem umrædd slys urðu í. Sú róla sem olli alvarlega hryggbrotinu var hvorki seld né framleidd af Krumma ehf. Rólan er staðsett á lóð Hörðu- vallskóla og hefur tvö en ekki fjögur upphengi og þ.a.l. um- talsvert meiri höggþunga. Það einkennilega við fréttaflutning- inn er að rólan sem þetta alvar- lega slys varð í fær enga um- fjöllun og hefur ekki verið notuð í mynd við fréttaflutning- inn, hvorki þann 4. né þann 5. september. Rólan við Hörðu- vallaskóla er frá Lappsett og hefur tvívegis verið breytt á Ís- landi, fyrst í byrjun, seinna skiptið trúlega í kjölfar slyss- ins. Rólan og fallvörnin undir henni uppfylla ekki staðal um leiktæki og þar af leiðandi ís- lenska reglugerð um öryggi á leiksvæðum. Upphengjur ról- unnar eru einnig of síðar, sem eykur umtalsvert á högg- þungann. Á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að aðalskoðun leik- svæða á að framkvæma einu sinni á ári til að staðfesta ör- yggi tækja, undirstöður þeirra og umhverfi. Árið 2012 fengu 168 leiksvæði aðalskoðun á öllu landinu, þar af voru 43 leik- svæði á leik- og grunnskólum, eða tæp 10% allra leik- og grunnskóla landsins. Þrátt fyr- ir að reglugerðin um öryggi leiktækja hafi komið út árið 2002 er enn verið að eyða miklu í ný leiksvæði sem uppfylla ekki reglugerðarákvæðin. Í góðri trú leitast sveitarfélögin við að kaupa vöru sem uppfyllir þessi ákvæði sem gerir það svo ekki, og þar spilar samsetning, uppsetning og undirlag einnig stóran sess. Sú róla sem var í mynd þann 5. september er með tvö upp- hengi og er einnig innflutt, framleidd af Proludic. Þegar horft var á fréttina þar sem rætt var við móðurina með ról- una í bakgrunni sést að upp- setningin er ekki rétt, upp- hengjurnar eru of síðar. Varðandi diskana sjálfa (hreiðrin) eru margir framleið- endur að þeim og mikill gæða- og verðmunur. Fróðlegt væri að fá nánari upplýsingar um slysin sem Herdís Storgaard vitnar í erlendis, hvaða diskar þetta voru, hvort þeir hafi verið vottaðir og af hverjum. Disk- urinn er einn af afgerandi íhlut- um rólunnar en efnisval á öðr- um íhlutum, frágangur og hæð skipta einnig máli. Hvernig var t.d. ástand á legubúnaði í ról- unni sem olli banaslysinu, hversu há var rólan? Eflaust hefur umrætt slys hefur verið rannsakað vel og hægt að nálg- ast upplýsingarnar ef leitað er eftir því. En það er alls ekki svo að það verði aldrei slys í vottuðum tækjum og fyrir um ári varð fótbrot í vottaðri hreiðurrólu frá Krumma ehf. Fyrirtækið harmar mjög slysið og hóf rýnisvinnu á hönnuninni, enda kveður gæða- stefna fyrirtæk- isins á um það, verði slys í leik- tæki frá Krumma ehf., þrátt fyrir að það uppfylli reglugerð um öryggi leiktækja. Í kjölfarið voru gerðar úrbætur og niðurstaðan varð sú að nota léttari disk með minna þvermál og mýkri brún. Uppbygging grindar og sveiflubúnaðar er eins og áður en íhluturinn bæði minni, léttari og mýkri. Einnig var hugað að betri takmörkun á hliðarsveiflu, en talið var að hugsanlega hafi hliðarsveifla átt þátt í um- ræddu fótbroti. Rólan í fréttinni þ. 4. septem- ber er ný, hún hefur fjögur upphengi. Fjögur upphengi takmarka sveiflu og um leið bæði höggþunga og halla í út- sveiflu. Höggþunginn ræðst einnig af því hversu margir geta safnast í diskinn samtímis. Öll slys ber að taka alvar- lega, skoða, bæta úr hönnun ef hægt er, en annars taka um- rædda vöru af markaði, sýna ábyrgð. Beinbrot eru alvarleg slys. Reykjavíkurborg skoðaði málið vel í kjölfar útboðs síð- asta vor og ákvað að kaupa hreiðurrólur með fjórum upp- hengjum. Aðkoma sveitar- félaga er misjöfn, sum horfa meira til verðsins á meðan önn- ur sýna meiri fagmennsku í innkaupum. Eitt af því sem skiptir máli þegar horft er til öryggis leiksvæða er hvaða fall- vörn er notuð við viðkomandi tæki og eins ástand hennar og viðhald. Þetta er mjög vanmet- inn þáttur. Krumma ehf. er vottað bæði hjá TÜV NORD og Þýskalandi og DTI Danmörku. Auk þess er undirritaður meðlimur í BUPL, fagfélagi í Danmörku sem kemur að vinnu evrópsku staðlanefndarinnar. Annar þáttur sem oft er einnig van- metinn er uppsetning og við- hald. Til þess að bæta úr þessu hefur Krumma haldið reglu- lega námskeið í staðli um leik- tæki sem lýkur með stuttu prófi. Námskeið sem þessi virka sem góð hvatning til þess að kynna sér staðalinn betur og þá um leið vera gagnrýnni. Sveitarfélög hafa tekið vel í þetta og gjarnan sent starfs- menn sína. Öll umræða um öryggi barna er af hinu góða en í þessu tilfelli hefði hún mátt vera faglegri. Að lokum ábending til allra með hreiðurrólur. Athugið bilið undir lægsta punkt disksins mælt frá yfirborði undir disk og styttið í upphengjum ef bilið mælist styttra en 40 cm. Með tímanum hefur þetta bil til- hneigingu til að styttast. Fréttaflutning- ur Stöðvar 2 um hreiðurrólur Eftir Hrafn Ingimundar- son Hrafn Ingimundarson » Því miður gætti alvarlegra rangfærslna í um- fjöllun Stöðvar 2 um hreiðurrólur í nýliðinni viku. Eigandi Krumma ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.