Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 4
Tveir nýir starfsmenn hjá Félagi framhaldsskólakennara 8 Anna María Gunnarsdóttir og Haukur Már Haraldsson hafa verið ráðin í störf faglegs ráðgjafa og erindreka hjá FF. Fæðingarorlof 10 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ skrifar um þetta brýna málefni, en margir félagsmenn velta fyrir sér hvernig best sé að haga fæðingarorlofinu. Sóknarfæri framundan 13 Viðtal við Ólaf Loftsson formann Félags grunnskólakennara. Ólafur settist í formannsstólinn í kjölfar átakatíma í kjaramálum kennara en sér sóknarfæri framundan í stöðunni. Bókstafir kynntir til leiks 18 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir lektor við KHÍ segir sjálfsagt að svara áhuga barna á leikskólaaldri á bókstöfum og ýta undir hann með ráðum og dáð. Nýtist öllum nemendum 20 Námskeið í Davisnámstækni var haldið í Kópavogi í sumar. Guðbjörg Emilsdóttir sérkennari og Davisleiðbeinandi segir frá námstækninni sem nýtist öllum börnum, ekki bara þeim sem eiga við lesblindu að stríða. Veturinn framundan hjá Orlofssjóði KÍ 21 Vetrarleiga, hótelmiðar, Spánn og Kanarí. Margt í boði í orlofsmálum félagsmanna Kennarasambandsins. Tölum saman 22 Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir hafa samið málörvunar- námsefnið Tölum saman sem einkum er ætlað elstu nemendum leikskólans og yngstu nemendum grunnskólans. Nýjar áherslur í skólastjórnun 24 Ásdís Ingólfsdóttir segir frá Comeniusarverkefni um skólastjórnun sem hefur leitt hana til fjögurra landa og þar á meðal Rúmeníu. Dregið hefur úr einelti í grunnskólum 27 en framhaldsskólinn er óplægður akur, segir Þorlákur H. Helgason í viðtali við Helga E. Helgason. Formannspistill 3 Björg Bjarnadóttir skrifar. Gestaskrif 5 Hanna Ragnarsdóttir mannfræðingur og lektor við KHÍ fjallar um skólaþróun í fjölmenningarsamfélagi. Krossgátan 26 Bókaverðlaun! Smiðshöggið 29 Gunnar Kristmannsson skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur rekur smiðshöggið á blaðið og gagnrýnir einsetningu og misvægi námsgreina. Að auki... er blaðið stútfullt af fréttum, kjaramálum, tilkynningum og fleiru að ógleymdum leiðara. Góðan dag Pakpao* Mér finnst ég næstum komin aftur til Frakklands. Yngri dóttirin er að hefja nám í grunnskóla og við búum til að byrja með hjá eldri systur hennar. Skólinn er í 101 Reykjavík en heimilið í 109 Reykjavík. Á stoppistöðinni spjalla allir saman um ókosti nýja strætókerfisins, hver á sinni tungu. Svo kemur vagninn. Margir í strætó eru af asískum uppruna. Fleiri bjóða góðan dag en í fyrra, þegar ég fór síðast í strætó á Íslandi. Kannski er það bara vegna þess að við mæðgur bjóðum sjálfar góðan dag. Eftir ríflega hálfa stund stoppar vagninn á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs. Við köllum takk og bless til vagnstjórans og rennum að okkur úlpunni. Örkum upp götuna. Skólinn er í stórri gamalli byggingu en afskaplega vinalegur. Á göngunum býður fólk góðan dag, hver á sinni tungu. Í Suður-Frakklandi, en þar bjuggum við mæðgur frá október 2004 og þar til í ágúst á þessu ári, er annar hvor maður af norður-afrískum uppruna. Nánast hver einasti í okkar hverfi og allir bjóða góðan dag. Það er heimilislegt að koma í nýja skólann dóttur minnar. Ég dæsi. Mikið er þetta nú indælt allt saman. En það er auðvitað blekking. Óvíða er meiri rasismi en í Suður- Frakklandi. Ef þú heitir áberandi útlenskulegu nafni færðu ekki vinnu nema falsa það á ferilskránni. Og guð hjálpi þér ef þú þarft að senda mynd með umsókninni. Ég býð aftur góðan dag og hrylli mig um leið við tilhugsunina um að rasismi fari vaxandi á Íslandi. Það er þó kostur í Frakklandi að þar eru ekki stundaðar persónunjósnir af ríkinu. Um leið og þú ert franskur, ertu franskur. Enginn veit fyrir víst hvar þú fæddist eða hvaða trúfélagi þú tilheyrir, nema þú segir honum það sjálfur. Punktur og basta. Þessi tilskipun virkar svo langt sem hún nær, því miður nær hún ekki mjög langt. Á Íslandi er hinsvegar allt skráð, meira að segja nýskráð. Hvorum megin þú fórst fram úr í dag og hvers vegna þú fórst ekki á fætur í gær. Vonandi langar okkur öll að fara á fætur á morgun. Og bjóða hvert öðru góðan dag. Faðmlag og mjólkurkex Í gamla daga fengu nýir kennarar faðmlag og mjólkurkex frá reyndum samstarfsmönnum áður en þeim ýtt inn í bekkjarstofuna fyrsta daginn. Einhvers staðar rakst ég á þessar upplýsingar, nema hvað kexið var Oreo og bekkjarstofan í Ameríku. Faðmlag er notalegt og mjólkurkex er gott, sérstaklega ef glas af ískaldri mjólk fylgir. En það er ekki nóg. Nýir kennarar þurfa „fóstru“ sem heldur í höndina á þeim til að byrja með; hagnýtar ráðleggingar, svör og auðvitað huggun ef með þarf. Einu sinni hóf ég störf á fjölmennum vinnustað sem hugði þó að hverjum og einum. Ég fékk svona fóstru. Hún labbaði með mig um allt hús, kynnti mig fyrir fólki og setti mig að því loknu inn í starfið. Fyrstu vikurnar hafði ég aðgang að fóstrunni minni, ekki kannski ótakmarkaðan en mikinn og góðan. Hún fékk greitt fyrir. Svona á þetta að vera. * Taílenskt nafn Kristín Elfa Guðnadóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 5. ÁRG. 2005 GREINAR Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.