Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 30
30
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005
ALLT UM HÚS
Á vef Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins,
www.rabygg.is, er mikið af gagnlegum
upplýsingum svo sem Handbók byggingar-
iðnaðarins sem meðal annars inniheldur gátlista
fyrir kaupendur íbúðarhúsnæðis. Einnig er hægt
að senda fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist
húsbyggingum en það besta er þó símaþjónustan:
Stofnunin annast ráðgjöf fyrir almenning og svara
sérfræðingar í síma daglega kl 15:00 - 16:30 nema
föstudaga kl 14:00 - 15:00.
HVAR ER HÆGT AÐ AUGLÝSA ÓKEYPIS?
Ókeypis birting smáauglýsinga er í boði á fl estum
fréttavefjum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni. Að auki hefur smáauglýsinga-
vefjum fjölgað undanfarið og Skólavörðunni er
kunnugt um eftirtalda: auglysing.is, gefi ns.is,
haninn.is, netkaup.net og tilsolu.is. Þá eru ótaldir
vefi r þar sem þjónustan er ókeypis að hluta, til
dæmis er hægt að auglýsa án gjaldtöku vöru sem
kostar minna en 5.000 krónur á kassi.is.
UPPÁHALDSVEFIRNIR MÍNIR
Fríða Bjarney Jónsdóttir leikskólaráðgjafi hjá
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis bendir
á góða vefi :
www.persona-doll-training.org
Hér er að fi nna vef um persónubrúður eða
lífssögubrúður en þær eru öfl ug tæki og leið til þess
að vinna gegn fordómum barna. Persónubrúður hafa
verið notaðar með góðum árangri í leikskólum og
grunnskólum í ýmsum löndum með börnum allt að tíu
ára.
www.mantralingua.com
Þetta er vefur þar sem hægt er að panta
fjölmenningarlegt kennsluefni, leikefni, bækur, tónlist
og fl eira fyrir börn á skólaaldri.
www.breidholtsskoli.is/fjolmenning
Einfaldlega frábær vefur sem Anna Guðrún Júlíusdóttir
hefur hannað og unnið í samvinnu við nemendur af
ólíkum uppruna í móttökudeild Breiðholtsskóla.
www.ahus.is
Á vef alþjóðahússins er að fi nna mikið af upplýsingum
varðandi fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi, hægt
er að panta túlka fyrir foreldraviðtöl og fá ráðgjöf
varðandi málefni innfl ytjenda.
www.multiverse.ac.uk
Þetta er vefur þar sem kennarar, nemendur og aðrir
sem tengjast menntun barna geta skoðað faglega
umræðu, rannsóknir og fl eira sem tengist málefnum
nemenda af ólíkum uppruna.
LÍÐAN KENNARA
Ágætur vefur um streitustjórnun og
heildstæða vellíðan, sérstaklega saminn
fyrir kennara: www.winona.edu/stress
Andreas Schleicher mætir til leiks á
málþinginu Pælt í PISA í Kennara-
háskólanum við Stakkahlíð sem
haldið er dagana 7. og 8. október
nk. Andreas er menntaður í
eðlis,- stærð- og tölfræði og
veitIr námsmatsstofnun OECD
forstöðu. Hann er jafnframt
einn aðalskipuleggjandi PISA-
kannananna. Fyrirlestur sinn kallar
Andreas „Is the sky the limit in
educational Performance?“
Á málþinginu verða allt í allt
haldin um níutíu erindi í málstofum
um ýmis efni, auk aðalfyrirlestra.
Er himinninn hæstur?
Andreas Schleicher
KLIPPT OG SKORIÐ
„Það er yfi rþyrmandi vantraust á skólum
vegna þess að embættismannakerfi ð tröll-
ríður öllu. Fólk tengist ekki skólastarfi nu.
Til þess að tryggja að þeir hafi stjórn á
málunum setja ráðamenn síauknar hömlur
á skólastarf; staðlaðri próf, ítarlegri
námskrár og þrengri fjárhagsskorður. Að
vissu leyti get ég skilið þetta. Fólk vill hafa
áhrif á hvernig peningum þess er varið. Því
miður held ég að við séum á rangri braut.
Lausnin liggur í hina áttina. Við verðum
að treysta kennurum, gefa þeim aukið
svigrúm til sjálfræðis og sköpunar og fl eiri
tækifæri til að afl a hærri tekna. Þetta er
það sem fyrirtæki sem njóta velgengni
gera. Þau gefa starfsmönnum sínum færi
á að blómstra.“
Lauslega snarað úr viðtali á www.
edweek.org við Nínive Clements Calegari,
einn þriggja höfunda bókarinnar Teachers
Have It Easy: The Big Sacrifi ces and Small
Salaries of America’s Teachers.
FRÉTTIR OG VEFANESTI