Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.09.2005, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005 Fimmta námskeiðið hérlendis í Davisnámstækni var haldið í Smáraskóla í Kópavogi í júní. Þátttakendur voru 37 talsins, víðs- vegar af landinu. Leiðbeinandi var Richard Whitehead frá Bretlandi og honum til aðstoðar þrír íslenskir kennarar sem eru í þjálfun sem námstæknileiðbeinendur fyrir kenn- ara. Mikil ánægja var með nám- skeiðið. Um 150 íslenskir kennarar frá 25% af grunnskólum landsins hafa til þessa sótt námskeiðin. Davisnámstæknin á rætur sínar að rekja til Ronalds D. Davis, höfundar bókarinnar Náðargáfan lesblindan, og byggist á sömu hugmyndafræði. Í bókinni fjallar Davis um hvernig hægt er að kenna fólki allt frá níu ára aldri, sem þegar hefur þróað með sér dyslexíu, að lesa á árangursríkan hátt. Námstæknin er aftur á móti hugsuð sem fyrirbyggjandi aðferð og er einkum ætluð 5 - 9 ára gömlum nemendum. Þeim er kennd sérstök aðferð til að þjálfa sig í að halda athyglinni við það sem þeir eru að gera hverju sinni. Þeir læra slökun og að beisla eigin orku, eða „stilla orkuskífuna“ eins og það er kallað. Lögð er áhersla á að virkja sköpunargáfu hvers og eins. Með skemmtilegum aðferðum á borð við leir- vinnu er nemendum gert kleift að ná tökum á stöfum, orðum og hugtökum. Síðan er þeim kennd lestrartækni sem eykur lestrarfærni, orðaforða, mál- og lesskilning. Þessar aðferðir má nota einar sér eða samhliða öðrum lestrarkennsluað ferðum. Jafnframt því að vera lestrarkennslu- aðferð er Davisnámstæknin hugsuð sem hluti af heildarnámi innan bekkjarins og getur nýst í öllum námsgreinum, óháð námsgetu og námsstíl hvers nemanda. Hún er talin auka námsárangur almennt, þar á meðal hjá afburðagreindum og seinfærum, og minnka þörf fyrir sérkennslu. Námstæknin hefur einnig góð áhrif á nemendur með ofvirkni og athyglisbrest og auðveldar kennurum að halda uppi betri aga og eiga samskipti við nemendur á jákvæðan hátt. Nemendur fá í hendur verkfæri sem hjálpar þeim að þekkja sjálfa sig og hafa stjórn á athygli sinni og hegðun. Með þjálfun í þessari námstækni eru börnin betur búin undir ævilangan námsferil. Íslenskir kennarar sem nota Davis- námstæknina segjast skilja nemendur sína á annan hátt en áður, vera fljótari að greina vísbendingar um lestrar-, náms- og hegðunarörðugleika og hafa fengið í hendur tæki eða aðferð sem hjálpar þeim að grípa fyrr inn í en ella og á árangursríkan hátt. Oft reynist kennurum erfitt að taka upp nýjar starfsaðferðir. Til þess að styðja við bakið á þeim kennurum sem sótt hafa námskeið í Davisnámstækni er boðið upp á a.m.k. tvo eftirfylgnifundi og eru þeir hluti af námskeiðinu. Næsta Davis námstækninámskeið verður haldið sumarið 2006. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Lesblind.com. Guðbjörg Emilsdóttir sérkennari í Snælandsskóla, Davis®leiðbeinandi og Davis®námstæknikennari/leiðbeinandi Yfirskrift málþingsins er Nám í nútíð og framtíð: Pælt í PISA. Á málþinginu munu erlendir og íslenskir fyrirlesarar m.a. skoða aðferðir og niðurstöður PISA- kannana á námsárangri. Sérstaklega verður sjónum beint að læsi á öllum skólastigum. Árið 2004 var erlendum fyrirlesurum boðin þátttaka í fyrsta sinn. Í ár verður Andreas Schleicher, forstöðumaður námsmatsstofnunar OECD og aðalstjórn- andi PISA-rannsóknanna einn af aðal- fyrirlesurum þingsins, en hann fjallar um aðferðir og niðurstöður PISA 2003. Aðra aðalfyrirlestra föstudaginn 7. október halda: • Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við KHÍ, sem fjallar um málþroska leikskólabarna og tengsl hans við læsi. • Rúnar Sigþórsson, dósent við Háskól- ann á Akureyri, kallar sitt erindi: Að þekkja matinn frá moðinu: Gagn og ógagn að samræmdum prófum í grunnskóla. • Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir kennari við FÁ: Skakki turninn og Pisa • Laufey I. Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi á Greiningarstöð ríkisins mun fjalla um nám, kennslu og þjálfun barna, unglinga og fullorðinna einstaklinga með sérkennsluþarfir. • Amalía Björnsdóttir, dósent við KHÍ : Árangur íslenskra nemenda í PISA 2003, segja þessar tölur okkur eitthvað nýtt? Á laugardeginum lesa þau Baldur Sigurðsson dósent KHÍ, Rannveig Lund lestrarfræðingur og Anna S. Þráinsdóttir lektor KHÍ fyrir okkur. Fyrirlestrarnir fjalla um lestrarnám og um lestrarerfiðleika. Fáið forsmekkinn að krásunum á malthing.khi.is Ekki missa af: Pælt í PISA – níunda málþingi RKHÍ sem haldið er í Kennaraháskólanum í Reykjavík 7. og 8. október Nýtist öllum nemendum MÁLÞING OG NÁMSKEIÐ Orðið skífa er útskýrt fyrir nemendum og notuð samlíking við að hækka og lækka í sjónvarpinu eða útvarpinu. Nemendur eru beðnir um að ímynda sér að þeir eigi sína eigin skífu sem er á bilinu 1 - 9. Á 1 ertu sofandi en á 9 ertu mjög glaður, æstur eða reiður. Best er að vera á 5 þegar þú ert að læra. Þetta er æft og nemendur spurðir hvað þeir haldi að orkuskífan sé stillt á núna. Einföld aðferð sem lærist fljótt og kennarar geta notað til að biðja nemendur um að stilla orkuskífuna á 5. Þá eru þeir tilbúnir að fara að læra. Öll samskipti verða jákvæðari og börnin læra að bera ábyrgð á og stjórna hegðun sinni. Um „orkuskífuna“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.